blaðið - 11.07.2007, Side 16

blaðið - 11.07.2007, Side 16
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚU 2007 blaöiö ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net Hefur verðmiðinn á Thiago Motta til að mynda verið lækkaður um nokkrar milljónir. Ekkert bendir til að Eiður Smári sé á leið frá liðinu þrátt fyrir að spákonur enskra miðla haldi því fram. SKEYTIN INN J'avier Saviola hefur skrifað undir samning ð Real Madrid en Frank Rijkaard þjálfari Barcel- ona taldi engin not fyrir hann á austurströndinni. Fæst þar digur biti fyrir slikk en Saviola hefur blómstrað nokkuð reglulega í hvert skipti sem hann hefur verið lánaður frá Barca. á er fullyrt á Spániað __ hjá Real sé vilji til að kaupa Juan Antonio Reyes en hingað tilhefurverið blásið á slíkar fréttir frá Bernabeau. Er hann heimilislaus eins og sakir standa enda vill hann ekki aftur til Arsenal en á Spáni hafa vonbiðl- - amir ekki staðið í röðum mikið þrátt fyrir að ekki sé langt síðan Reyes var efnilegasti leikmaður landsins og byrjun hans hjá Arsenal á sínum tíma hafi verið frábær. Nýjasti leik- maðurWest Ham, Craig Bellamy, hefur riíjað upp gamlar ræður sínar og dá- samarnúWestHam og umgjörð alla f klúbbnum. Lofar ** hanngullioggrænumíbúningi liðsins en gleymir kannski að enginn efast um hæfileikana á vellinum heldur er hans vandamál annars eðlis og af sálfræðilegum toga sem sérfræðingar á geðheilbrigðissviði verða að ráða bót á. Væntingar vegna komu David Beck- ham em ástæða dapurs gengis LA Galaxy í Bandaríkj- unum samkvæmt þjálfara liðsins, AJexi Salas. Er félag hans í neðstu sætum og vill hann meina að koma evrópsku stjörnunnar hafi haft nei- kvæð áhrif á aðra leikmenn liðsins. Beckham verður formlega kynntur til leiks á föstudaginn kemur en mun leika sinn fyrsta leik eftir viku. Nýr þjálfari Reaf Madrid, Bernd Schuster, hefíir löngum lofað upp í ermi sér og heldurþvíáfram nú. Lofar hann stuðningsmönnum liðsins sókndjörfum sambabolta og ætlar að færa gleði aftur í leik hinna hvftklæddu. Hvort titillinn vinnst þannig er kannski annað mál en það er reyndar annað sem Þjóðverjinn hefur lofað næstu leiktíðina. * Utsölumar að hefjast í Evrópu ■ Heiðar og Grétar Rafn á faraldsfæti? H Blóð rennur vart í Wenger ■ Chelsea vill Alves Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Nú loks virðist handagangur kominn í öskjuna hjá evrópskum félagsliðum hvað kaup og sölu á leikmönnum varðar en tiltölulega rólegt hefur verið yfir markaðnum undanfarnar vikur og fyrir utan kaup Barca á Thierry Henry og Li- verpool á Fernando Torres eru stóru stjörnurnar sem nefndar hafa verið líklegar til flutnings ennþá allar á sínum stað. Flestir undrast mest hversu ró- legur Arsene Wenger þykir vera en gengi Arsenal á síðasta tímabili var vel undir markmiðum. Sala aðal- stjörnu liðsins þykir bæta gráu ofan á svart og enn hefur Wenger ekki opnað budduna að ráði. Verra er að aðrar stjörnur liðsins, Fabregas og Rosicky, eru báðir á kauplista stór- liða á Italíu og Spáni. Bakari Sagni er víst á leiðinni en hann er enginn Thierry Henry. Fjendurnir hjá Manchester og Chelsea hafa aftur á móti gert góð kaup og ætla sér fleiri. United er að landa Carlos Tevez og Chelsea nældi í Florent Malouda. Þá vill Mourinho fá Daniel Alves frá Sevilla og eru við- ræður um það f gangi. Fararsnið á Heiðari Helgusyni Allnokkur félög hafa lýst yfir áhuga á að fá landsliðsmanninn Heiðar Helguson til sín fyrir næstu leiktíð en öruggt þykir orðið að hann yfirgefi herbúðir Fulham næstu dagana. Forráðamenn Fulham hafa átt í viðræðum við fólk frá West Brom- wich Albion og Charlton Athletics síðustu daga en Heiðar hefur lítið átt upp á pallborðið hjá Fulham síðan hann kom þangað frá Watford fyrir tveimur árum. Þykir hann ekki hafa staðið undir væntingum en hjá Watford var hann með markahæstu mönnum en hefur ekki náð að fylgja því eftir hjá Fulham. Skoraði hann aðeins fjögur mörk með liðinu í 30 leikjum í vetur og spilaði aðeins sjö leiki frá upphafi til enda. Grétar Rafn enn milli tanna Annað fslenskt nafn sem vart verður við í erlendum miðlum er Grétar Rafn Steinsson hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Um skeið hefur verið fullyrt að Middlesbrough hafi hug að klófesta kappann enda mikið efni. Þrátt fyrir að Grétar sjálfur hafi gert og geri enn lítið úr slíkum sögusögnum eru slfkar flugufregnir vart komnar á kreik að ástæðulausu. Fastlega má búast við að þangað fari hann gefist þess kostur enda enska deildin mun þekktari og sterkari en sú hollenska. Útsölurnar að hefjast Hvorki Barcelona né Real Madrid eru hætt kaupum. Hjá Barca er mönnum f mun að losa sig við varamenn sem ekki komast í liðið og hafa sett nokkra á útsölu. Hefur verðmiðinn á Thiago Motta til að mynda verið lækkaður um nokkrar milljónir. Ekkert bendir til að Eiður Smári sé á leið frá liðinu þrátt fyrir að spákonur enskra miðla haldi því fram. Hjá Real er nýr þjálfi rétt að byrja. Pepe er kominn frá Porto og Saviola frá Barca en Schuster hefur lofað stærri bitum en það og kemur nafn Kaka oftar upp en önnur. Efnilegir íshokkfleikmenn Bjamarins í víking til Svíþjóðar Fimm leikmenn yngri flokka íshokkífélagsins Bjarnarins í Grafarvoginum halda senn til Sví- þjóðar í æfingabúðir, að hluta til af illri nauðsyn enda aðstaða þeirra yfir sumartfmann hérlendis með lakasta móti. Strákarnir Gísli Örn Guðbrandsson, Ólafur Hrafn Björnsson, Daníel Freyr Jóhannsson, Arnar Freyr Ingvarsson og Snorri Sigurbergsson hafa allir æft íshokkí í nokkur ár og greiða að mestu leyti sjálfir fyrir ferð sína til Svíþjóðar. Er ferðin í og með farin til að læra nýja hluti en einnig vegna þess að yfir hásumartímann er ekki hægt að æfa eða stunda ís- hokkí á heimavelli Bjarnarins í Egilshöll. Er skauta- höllin þar lokuð vegna viðhalds fram í ágúst og því verður að leita annað til að halda sér við. Blankheit í F1 Aðalökumaður Spyker-liðs- ins í Formúlu 1, Christijan Albers, verður að taka pokann sinn þar sem blankheit eru farin að segja til sín. Dró einn styrktaraðiíi liðsins að greiða og á liðið enga varasjóði til að bregðast við slíku. Verður Albers því að hverfa frá enda hvað dýrastur á fóðrunum. Goðsögn hættir Valentino Rossi sem er Mi- chael Schumacher þeirra mót- orhjólakappa hefur tilkynnt að hann muni hætta keppni árið 2010. Rossi hefur unnið allt sem hægt er að vinna á tveimur hjólum og hefur mik- inn áhuga á að reyna fyrir sér annaðhvort í Formúlu 1 eða í rallakstri. Hefur sést til hans prófa sig áfram undir stýri hjá Ferrari og hann á að baki þrjár kappaksturskeppnir í heimalandinu Italíu. Bros á varir Munnvik hins feitlagna og arfafúla kylfings Colin Montg- omerie hreyfðust lítið eitt í vikunni þegar hann vann loks mót eftir 19 mánaða bið. Hafði karlinn prófað allt til að bæta árangur sinn, frá fjallagrösum til þess að henda út vini sínum og kylfusveini til margra ára, og nú loks sér aftur í Monty gamla sem getur enn á góðum degi hangið í þeim allra bestu. Arftaki Gretzkys Hinn nítján ára gamli íshok- kímiðvörður, Sidney Crosby, sem fjölmargir telja næsta Wayne Gretzky í íshokk- íheimum, hefur skrifað undir nýjan samning við Pittsburg Penguins sem færir honum 2,8 milljarða króna á næstu fimm árum. Crosby er yngsti leikmaður NHL til að verða valinn verðmætasti leikmaður leiktíðarinnar síðan Gretzky var og hét.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.