blaðið - 11.07.2007, Page 23

blaðið - 11.07.2007, Page 23
blaóió MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl’ 2007 31 Myndlistarsýning Geggu á Thorvaldsen Gestirnir sjá sáöfrumur og leghálsa í listaverkunum Myndlistarkonan Helga Birgis- dóttir, jafnan kölluð Gegga, opn- aði myndlistarsýninguna Fjör og frævun á Thorvaldsensbar þann í. júní síðastliðinn. Sýningunni lýkur á sunnudag og munu 30% af sölu- hagnaði sýningarinnar renna til ABC barnahjálpar. „Mér hefur alltaf fundist svo frá- bært þegar tónlistarfólk býr til pen- inga og lætur renna til mannúðar- mála. Eg ákvað því að reyna að gera eitthvað svipað, enda hef ég alltaf haft áhuga á mannúðarmálum og mun reyna að sinna þeim áfram,“ segir Gegga sem byrjaði listaferil sinn fyrir 17 árum. „Ég hef verið að mála og stunda myndlist síðan ég átti stelpuna mína fyrir 17 árum. Ég fór í Listahá- skólann 1997, en hef einnig starfað sem ljósmóðir og hjúkrunarkona með. Ég er einnig í leirlist, sem er í rauninni mitt sérfag. Ég tók þátt í opnun Listasumars á Akureyri, en þar er í gangi sýningin Vösumst í Ketilhúsinu, sem sýnir vasa í all- skyns útgáfum.“ Sýningin Fjör og frœvun er öll unnin með akrýllitum á striga. „Þetta er nýlegur stíll hjá mér, sem þróaðist út frá öðrum síðasta vetur. Fólk er að sjá allskyns fyrirbæri út úr þessu; frumur, sáðfrumur, leg- hálsa og slíkt sem kannski tengist ljósmæðrastarfinu hjá mér og snýst um að kíkja inn í líkamann. Aðrir sjá meira af náttúrunni, blóm og slíkt. { raun er þetta lífið að kvikna, hvort sem það er að gerast í manns- líkamanum eða úti í náttúrunni," sagði Gegga að lokum. BLOGGARINN... 0g sveiattann „Ruslatunnu vikunnar, mánaðaríns og jafnvel ársins fær Sveinn Andrí, lögmað- ur Sögunauðgarans, sem lætur sér ekki nægja að fagna sýknudómi yfir skjótstæð- ingi sínum heldur er hann stöðugt að sparka íkonuna sem fyrir árásinni varð og síðast núna í Kastljósi kvöldsins. Að geta setið, uppfullur af réttlætiskennd og verið stórlega misboðið fyrir hönd skjólstæð- ings síns, vegna þessara skammaríegu málaloka ermér fyrirmunað að skilja. Sum- ir hefðu nú þakkað pent fyrir sig og látið sig hverfa hljóðlega eftirað hafa fengið sýknudóm á vægast sagt vafasömum forsendum. Og sveiattann." Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is Fordæming „Ég fordæmi framgöngu Sveins Andra Sveinssonar, verjanda nauðgarans á Hót- el Sögu. I stað þess að fagna sýknu yfir ofbeldismanninum heidur Sveinn Andri áfram að ráðast að fórnarlambi nauðgun- arinnar. M.a. í blaöagrein i Morgunblaðinu og íKastljósi. [...] Ég persónulega flokka framgöngu Sveins Andra til siðblindu og kvenfyrírlitningar á háu stigi.[...] Þó að ég hafi aldrei lent í kynferðislegu ofbeldi þá hef ég oft orðið fyrir óvæntum árásum og ofbeldi sem hafa framkallað ofsafengin viðbrögð af minni hálfu sem að yfirveguðu máli hefði átt að afgreiða öðruvísi. Það er alltaf sá sem á upptökin sem ber sök á niðurstööunni. Nema íþessu máli. “ Jens Kr. Guðmundsson jensgud.blog.is Orðhengilsháttur „Margir hafa sagt sína skoðun á dómi Héraösdóms Reykjavíkur i meintu nauðg- unarmáli sem kveðinn var upp ísiðustu viku. [...] I mínum huga eru þær forsendur sem dómurinn leggur einhver furöulegasta röksemdafærsla sem ég hefséð í nýlegum dómum. Það er þvírökrétt að niðurstaðan sé ísamræmi viö forsendurnar. [...] I skiln- ingi alls þorra fólks hefur fólk veriö beitt ofbeldi þegar það gengur skrámað, marið og blóðugt af vettvangi. Að túlka það á ann- an hátt hlýturað mínum skilningi að vera hreinn og klár orðhengilsháttur. Hvenær er nauðgun nauðgun?“ Sveinn Ingi Lýðsson sveinni.blog.is ÚTSALA Friendtex 2007 Lokum vegna sumarleyfa mánudaginn 16 júIí opnum aftur 1. ágúst. Komið og gerið frábær kaup einnig mikið úrval af eldri fatnaði á kr 990. 2 fyrir 1 (Á einungis við um eldri fatnað) Hörjakki Hörbuxur Gallabuxur Kjóll Herrapeysa Pils Hnébuxur Herraskyrta Sandalar Áður 6.500 5.200 8.800 5.400 6.000 6.400 8.800 5.400 5.500 ■ i- ■ Nú 2.990 1.900 3.900 2.000 2.900 2.900 3.900 2.500 1.990 www.friendtex.is Sími 568 2870 Opnunartími mánudaga -föstudaga 10.00 - 18.00 Lokað á laugardögum

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.