blaðið - 24.07.2007, Síða 4

blaðið - 24.07.2007, Síða 4
FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 2007 blaöiö Punktar veittir fyrir fleiri tegundir brota 44% fleiri fá umferðarpunkt Einstaklingar sem fengu punkta í ökuferilsskrá árið 2006 voru 44 prósentum fleiri en árið 2005; eða 17.221 samanborið við 11.968. „Fjölg- unin skýrist annars vegar af því að á milli þessara ára var ákveðið að fjölga þeim tegundum brota sem veittir eru punktar fyrir, og hins vegar af aukinni löggæslu á vegum,“ segir Árni E. Albertsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Ríflega helmingur skráðra um- ferðarlagabrota er hraðakstur. 77 prósent þeirra sem fengu punkta á síðasta ári voru karlar, en 23 pró- sent konur. Árið 2004 fengu um 14 þúsund íslendingar punkta í öku- ferilsskrá sína. Mesti fjöldi punkta sem veittir eru fyrir einstakt umferðarbrot er 4; fyrir ofsaakstur og að aka gegn rauðu ljósi. Hámark umferð- arpunkta er 12 fyrir þá sem fengið Fjöldi ökumanna sem fengu punkta í ökuferilsskrá hafa fullgilt ökuskírteini, en 7 ef um bráðabirgðaskírteini er að ræða. Ef 3 ár líða frá því umferðar- punktar staðfestust án þess að þeir hafi leitt til sviptingar, falla þeir niður. hlynur@bladid.net mcft hvitUuk Madeto move 20% afsláttur af öllum SS pylsuþrennu og ORA pylsuþrenna afslattur Fasteignir í Reykjavík Þensla í efna- hagslífinu veldur kaupmáttaraukningu, sér I lagi á höfuðborgarsvæðinu, sem veldur hækkun á fasteignaverði. Fasteignaverð hækkar áfram ■ Fólksfjölgun og kaupmáttarauking veldur hækkun fasteigna- verðs ■ Tómarúm mun myndast á vinnumarkaði í haust Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net FASTEIGNAVERÐ Fasteignaverð mun halda áfram að hækka á næstunni, a.m.k. á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta segir Ás- geir Jónsson, forstöðumaður grein- ingardeildar Kaupþings. Hann segir að þeir þættir sem mestu hafa ráðið um verðhækkunina að undanförnu, fólksfjöldaukning og vaxandi kaupmáttur, muni halda áfram að valda hækkunum á húsnæðismarkaðnum. W. Undanfarna 6 mánuði hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 10,2 prósent. ► Vísitala íbúðaverðs, með árið 1994 sem grunn, var komin í 337,4 stig við lok síðasta mánaðar. ► íbúðaverð hefur hækkað í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Stöðugur markaður „Það sem skiptir mestu máli fyrir svona markað er að viðskipti ganga ágætlega fyrir sig; að þeir sem vilji selja geti selt og þeir sem vilja kaupa geti keypt,“ segir Ásgeri Jóns- son. Hann segir að verð og önnur þróun á fasteignamarkaði hafi verið nokkuð stabíl, og reiknar því með að verðhækkanir haldi áfram. „Svo lengi sem hagkerfið heldur áfram í þeim gangi sem verið hefur og gengi krónunnar helst stöðugt, eins og við höfum spáð, munum við sjá áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. En við sjáum þó ekki fyrir neinar svakalega miklar hækkanir." Fólksfjölgun heldur áfram Þegar skólar hófust eftir sumarfrí sl. haust jókst þörfin fyrir innflutt vinnuafl töluvert. „Ég reikna með því að sama verði uppi á teningnum í haust. Nú er metaðsókn í alla skóla, sem mun valda töluverðu tóma- rúmi á vinnumarkaðnum þegar skólar hefjast," segir Ásgeir. Hann segir aukinn fólksfjölda vera meðal þess sem hafi valdið hækkun verðs á húsnæðismarkaðnum, og aukning á aðfluttu vinnuafli til að fylla tóma- rúmið á vinnumarkaðnum muni valda því að fasteignaverð haldi enn áfram að hækka. Kaupmáttur og hlutabréf Ásgeir segist einnig reikna með að aukinn kaupmáttur muni halda áfram að valda verðhækkun fast- eigna. „Hækkun kaupmáttar er aðallega rekinn áfram af hækkun launa. Þegar þensla er á vinnu- markaði eins og nú, þá skipta menn gjarnan í betur launuð störf. Ég reikna því með að kaupmáttur haldi áfram að vaxa, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu.“ Einbýlishús hafa hækkað meira í verði en fjölbýlishús. „Hækkanir á hlutabréfamarkaði, eins og við höfum verið að sjá undanfarið, eru líklegar til að valda því að verð einbýlishúsa hækkar. Því þeir sem kaupa einbýlishús eruoftþeirsömu og kaupa hlutabréf," segir Ásgeir. VILTU VITA MEIRA? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Fjöldi lítilla jarðskjálfta hefur mælst norðan Vatnajökuls á árinu Kárahnjúkavirkjun óhult Fjöldi lítilla jarðskjálfta hefur mælst á svæðinu norðan Vatna- jökuls á undanförnum mánuðum. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlis- fræði hjá Háskóla íslands, segir jarð- hræringarnar vera í eldstöðvakerfi Kverkfjalla en á nýjum stað, um 15 km fyrir austan Oskju og 20 km vestan við Kárahnjúkavirkjun. Páll segir að þrátt fyrir nálægðina við Kárahnjúkavirkjun ætti þetta ekki að hafa nein áhrif á hana. „Sprung- urnar sem eru í botni Kárahnjúka- lónsins eru líka tengdar Kverkfjalla- sprungukerfinu þannig að þetta er ekki ótengt en það er ólíklegt að þetta tengist orsakasamhengi á þessu stigi,“ segir hann. Páll segir skjálfta sem bendi til kvikuhreyfingar í neðri hluta jarð- skorpunnar hafa verið í gangi síðan í febrúar. „En hvort það verður að eldgosi er alveg ómögulegt að segja á þessu stigi,“ segir hann. Páll segir að um mjög merkilegan atburð sé að ræða og þess virði að fylgjast með því hvort sem það verður að eld- gosi eða ekki. elias@bladid.net Jarðskjálftavirkni norðan Vatnajökuls Snæfell 0. •

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.