blaðið - 24.07.2007, Síða 10
10
FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007
blaðið
MILUONIR
ÁLAUSU!
Potturinn stefnir í 50 milljónir. Ofurpotturinn stefnir
í 150 milljónir og bónusvinningurinn í 11 milljónir.
Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift.
Fáðol>«"ri®LVSBOs6«sl
V I K I N G A
MfTf
Alltaf á miðvikudögum!
Eigum að a
okkar ábyi
■ Hagur heimsins
að deilan um
Palestínu leysist
■ Gætum jafnvel
tekið á móti einhverj-
um flóttamönnum
M Stjómvöldbera sið-
ferðislega ábyrgð á
Íraksstríðinu
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
Amman Vinnuferð Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð-
herra um Mið-Austurlönd lauk
í gær. Hún hafði þá ferðast um
fsrael, Palestínu og Jórdaníu í viku-
tíma og hitt aragrúa ráðamanna,
forsvarsmenn mannúðarsamtaka
og almenna borgara. Þórður Snær
Júlíusson blaðamaður var með í för
og hann ræddi við utanríkisráðherr-
ann í ferðalok um áhrif og ástæður
þessarar ferðar.
„Mér hefur fundist þetta gríðar-
Iega lærdómsrík ferð. Mér finnst ég
hafa meðtekið þekkingu og reynslu
á þessari viku sem ég hefði ekki
getað aflað mér með lestri bóka og
skýrslna á mjög löngum tíma. Það
er allt annað að fá þetta beint í æð
og geta náð því á svona stuttum
tíma að tala við svona marga. Svona
margt fólk með mjög ólík sjónarmið
og sjónarhorn á málinu. Þannig
fékk ég mjög breitt sjónarhorn á
þessi mál,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Hún eyddi síðustu dögum ferða-
lagsins í Jórdaníu. Þar hitti hún
meðal annars Abdul Illah Khatib,
utanríkisráðherra Jórdaníu, síðast-
liðinn sunnudag. Ingibjörg Sólrún
segir fund þeirra hafa verið afar
áhugaverðan. „Hann útskýrði fyrir
mér hvernig hann liti á stöðu mála
í ísrael og Palestínu og möguleik-
ana á friðarumleitunum þar. Það
var mjög áhugavert að fá hans mat
á stöðunni. Hann sagði, eins og
aðrir sem ég hef hitt í þessari ferð,
að það sé knýjandi þörf á að það tak-
ist nú að finna þessa lausn, en ekki
að menn fari bara inn í eitthvert
friðarferli. Það þurfi að nást sam-
komulag um lokalausn í málefnum
Israels og Palestínu. Ef það gerist
ekki sé mikil hætta á ferðum fyrir
allt svæðið hér, því hann segir Al-Ka-
ída komna að landamærum ísraels
og írana komna að landamærum
Egyptalands. Hann sagði þessa
deilu vera eldsmatinn á þessu svæði,
það væri hún sem héldi þessum eldi
gangandi.“
Hún segir þessa skoðun raunar
vera rauða þráðinn í öllum þeim
samræðum sem hún hefur átt við
fólk á svæðinu. „Það segja allir
þessa deilu vera efniviðinn í þá öfga-
hyggju sem hér þrífst. Að hún fram-
leiði þessa ofsatrúarmenn sem eru
að verða til á svæðinu. Það sé því
allra hagur; Palestínumanna, ísra-
ela, alls svæðisins og heimsins að
þessi deila verði endanlega leyst.“
Flóttamenn orsaka gríðarlegt álag
Ingibjörg Sólrún ræddi einnig
flóttamannavandann við jórdanska
ráðamenn á sunnudag. Hún sagði
þá stöðu sem væri í landinu vera
afskaplega sérkennilega. „Það eru
ekki nema um 37 þúsund írakar hér
sem hafa flóttamannastöðu. Það er
hins vegar talið að á bilinu 400 til
750 þúsund íraskir flóttamenn séu
hérna. Þeir eru meira og minna
FERÐALOK
► Ingibjörg Sólrún hóf ferð
sína í ísrael, ræddi við ráða-
menn og heimsótti bæ sem
orðið hefur fyrir árásum.
►
Hún ræddi við leiðtoga Pal-
estínumanna og heimsótti
flóttamannabúðir.
►
Ferðinni lauk í Jórdaníu í
gær.
óskráðir í landinu. Það eru einungis
fjórtán þúsund írösk börn í skólum í
Jórdaníu, en ættu að vera einhverjir
tugir þúsunda. Irakarnir sem eru í
felum þora svo ekki að gefa sig fram
vegna þess að þeir eru hræddir við
að verða reknir úr landi, sem er þó
ekki stefna jórdanskra yfirvalda.
Þau vilja leysa þetta vandamál tíma-
bundið, en vilja ekki veita þessum