blaðið


blaðið - 24.07.2007, Qupperneq 12

blaðið - 24.07.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007 blaðið FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Við höfum háleit markmið um nýtingu geymsl- unnar hvað varðar flutninga til, frá og innan Asíu. Þetta er mjög spennandi verkefni og styður við nú- verandi starfsemi Eimskips í Kína. Seðlabankastjóri í viðtali við Reuters Frekari vaxtahækkun ekki útilokuð Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við Reuters-frétta- stofuna fyrir helgi, að hann útilokaði ekki frekari stýrivaxta- hækkanir á þessu ári. f þjóðshags- spá Seðlabankans sem kynnt var 5. júlí sagði að stýrivextir yrðu óbreyttir út árið og að ekki væri búist við lækkun fyrr en í mars á næsta ári. Þá gerði endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins, sem gefin var út í síðasta mánuði, ráð fyrir því að stýri- vextir tækju að lækka um áramót. Stýrivextir eru í dag 13,30 prósent og hafa verið óbreyttir frá 6. desember. „Maður hefði haldið að eftir að sjávarútvegsráðherra tilkynnti um meiri niðurskurð í aflamarki þorsks en Seðlabankinn gerði ráð fyrir, yrði það frekar þess að flýta lækkunarferlinu. Hins vegar eru enn ýmis þenslumerki og allar vís- bendingar benda til þess að einka- neysla á öðrum ársfjórðungi hafi verið mikil,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, sérfræðingur hjá grein- ingu Glitnis. Hún tekur fram að greining Glitnis hafi ekki breytt sinni spá, þótt Davíð hafi gefið í skyn að stýrivextir verði hækkaðir. „Við teljum enn að stýrivextir verði lækkaðir um 30 punkta í mars.“ magnus@bladid.net Novator meö 99,66% hlut í Actavis Alls tóku 99,66% hluthafa Actavis tilboði Novator eignarhaldsfélags en yfirtökutilboði Novator til hluthafa Actavis Group hf. rann út síðastlið- inn miðvikudag. Að loknum tilboðsfresti hefur Novator tryggt sér hlutafé sem nemur kr. 1.895.316.722 að nafnverði eða 99,66% af heildarhlutafé Actavis Group hf., að meðtöldum hlutum í eigu tilboðsgjafa og tengdra félaga sem og eigin hlutum félagsins. Hluthafar sem samþykktu tilboðið fá greitt með reiðufé samkvæmt tilboðinu og fer greiðsla fram á morgun. Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína ■ Geymslugeta Eimskips í Qingdao-höfn verður 110.000 tonn ■ Spennandi verkefni sem styður við starfsemi Eimskips í Kína Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Eimskip og Qingdao Port Group hafa samið um rekstur Eimskips á stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfn. Eimskip verður eini rekstraraðili á kæli- og frystigeymslum í höfninni sem er sú stærsta í Kína á sviði hita- stýrðra flutninga. Fyrsti áfangi kæli- og frysti- geymslunnar rúmar um 55.000 tonn. Með samstarfssamningi á milli Eim- skips og Qingdao Port Group um frekari uppbyggingu, sem undirrit- aður var á Bessastöðum í gær, mun geymslugeta Eimskips verða 110.000 tonn í Qingdao-höfn. Samningur- inn gerir ráð fyrir að Eimskip kaupi frystigeymslu sem tekin verður í notkun í september og muni einnig byggja, ásamt Qingdao-höfn, aðra jafn stóra kæli- og frystigeymslu á sama svæði. Mikil tækifæri í Qingdao Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, segist sjá mikil tækifæri í rekstri kæli- og frystigeymslu í Qingdao. „Við höfum háleit mark- mið um nýtingu geymslunnar hvað Við undirritun Forstjóri Eim- skips skrifar undir risasamnig við Qingdao Port Group. varðar flutninga til, frá og innan Asíu. Þetta er mjög spennandi verkefni og styður við núverandi starfsemi Eimskips í Kína en við höfum opnað fjórar skrifstofur þar á undanförnum árum og starfa nú um 100 manns á vegum Eim- skips í Kína. Bygging kæligeymsl- unnar er komin vel á veg og stefnt að opnun hennar í september." Þetta er fyrsta geymslan sem byggð er á hafnarsvæði Qingdao. Segir þar enn fremur að kæli- og frysti- geymslan liggur í um 100 metra fjarlægð frá hafnarsvæðinu og er því ákjósanlegasti kosturinn hvað varðar geymslu hitastýrðra afurða. EIMSKIP í KÍNA ► Eimskip opnaði fyrstu skrif- stofu sína í Kína í nóvember 2004, en hún er staðsett í Qingdao. Nú rekur félagið fjórar skrif- stofur í Kína og eru þær staðsettar í Qingdao, Dali- an, Shenzhen og Xiamen. ► Að auki kemur Eimskip til með að reka stærstu kæli- og frystigeymsluna í Kína, en hún er nú í byggingu í Qingdao-höfn. I- þegar þú kaupir parket! Þú getur fengið að vita allt um Quick • Step parket H ARÐVIÐ ARVAL hjá Harðviðarvali ehf • Krókhálsi 4 • Sími 5671010 Er listamaður í fjölskyldunni? Engar áhyggjur Einn besti eiginleiki Quick • Step (laminat/plastl gólfefnisins er ad þad heldur náttúrulegu og fallegu yfírbragði sínu í fjölda ára. Yfirbord þess er svo sterkt að vid veitum 25 ára ábyrgd á endingu gólfefnisins vid edlileg heimilisnot. Quick • Step er þar ad auki búið Uniclic smellukerfinu, sem hefur lífstíðarábyrgd. Farið á heimasíðu okkar, parket.is eða hringið í síma 5671010 til að fá upplýsinga- bækiing. QUICK STEP floors wifh enduring beouty ouick srci Kosningakippur Minni hagnaður Hlutabréf á tyrkneskum markaði hækkuðu um 3,83% stuttu eftir opnun tyrknesku kauphall- arinnar í gærmorgun. Hefur IMKB-100 vísitalan aldrei verið hærri. Hækkunin er rakin til sig- urs stjórnarflokksins í þingkosn- ingum í landinu á sunnudaginn. MARKAÐURINN í GÆR • Mest viðskipti í kauphöll OMX voru með bréf Kaupþings banka, eða fyrir 1,68 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Glitnis banka hf. • Mesta hækkunin var á bréfum Alfesca hf, eða 1,91%. Bréf Atorku Group hf. hækkuðu um 1,52% og bréf Atlantic Petroleum P/F um i,33%- • Mesta lækkunin var á bréfum Century Aluminum Company, eða 2,08%. Bréf Bakkavör Group hf. Hagnaður sænsku fríblaðaútgáf- unnar Metro dregst saman um 80 prósent á öðrum ársfjórðungi. Var hagnaður útgáfunnar 936 þúsund dalir samanborið við 4,6 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Hlutabréf í Metro lækkuðu um 5,07% í kjölfar fréttanna. lækkuðu um 1,25% og bréf Foroya Banka P/F um 1,23%. • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,34%. I lok dags stóð hún í 8.964,94 stigum. • íslenska krónan styrktist um 0,13% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,37%. Þýska DAX-vísi- talan hækkaði um 0,9% og breska FTSE-vísitalan um 0,6%. Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á Íslandi, 23. júií 2007 Viðskípti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viöskipti Tilboð í lok dags: Félög í úrvalsvís'itölu verð breytíng viðsk.verös viöskipta dagsins Kaup Sala ♦ Actavis Group hf. 86,20 0,00% 20.7.2007 - - 86,60 87,00 ▲ Atorka Group hf. 10,05 1,52% 23.7.2007 32 166.852.959 10,03 10,05 ▼ Bakkavör Group hf. 70,90 -1,25% 23.7.2007 14 235.546.033 70,80 71,50 ▼ Exista hf. 39,95 -0,37% 23.7.2007 52 380.132.425 39,95 40,00 ♦ FL Group hf. 30,00 0,00% 23.7.2007 25 278.504.318 29,90 30,10 ▼ Glitnir banki hf. 30,80 -0,32% 23.7.2007 57 859.531.014 30,80 30,85 ♦ Hf. Eimskipafélag (slands 40,10 0,00% 23.7.2007 18 32.364.407 40,00 40,20 ▼ lcelandair Group hf. 30,25 -0,49% 23.7.2007 7 50.136.487 30,05 30,25 ▼ Kaupþing banki hf. 1276,00 ■0,31% 23.7.2007 66 1.682.043.588 1276,00 1280,00 ▼ Landsbanki íslands hf. 40,80 -0,49% 23.7.2007 50 508.004.789 40,70 40,80 ♦ Mosaic Fashions hf. 17,00 0,00% 20.7.2007 - - 17,00 Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 22,90 -0,65% 23.7.2007 70 565.607.128 22,90 23,00 ▲ Teymi hf. 5,63 0,18% 23.7.2007 12 8.420.448 5,63 5,68 ▲ össur hf. 111,50 0,90% 23.7.2007 9 12.452.166 110,00 111,50 Önnur bréf á Aðallista ♦ 365 hf. 3,34 0,00% 20.7.2007 - - 3,34 3,36 ▲ Alfesca hf. 5,86 1,91% 23.7.2007 10 55.827.750 5,84 5,87 ▲ Atlantic Petroleum P/F 1145,00 1,33% 23.7.2007 9 2.879.708 1125,00 1145,00 ▲ Eik Banki 725,00 0,55% 23.7.2007 6 1.488.873 723,00 725,00 ♦ Flaga Group hf. 1,87 0,00% 20.7.2007 - - 1,86 1,88 ▼ Foroya Bank 240,00 -1,23% 23.7.2007 10 4.536.479 240,00 243,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,30 0,00% 20.7.2007 . _ 6,25 6,34 ♦ Marel hf. 97,00 0,00% 23.7.2007 6 836.492 97,00 97,10 ♦ Nýherji hf. 19,50 0,00% 20.7.2007 - - 19,50 ♦ Tryggingamiöstöðin hf. 39,50 0,00% 20.7.2007 HMHH HNNMH 39,25 39,65 ♦ Vinnslustööin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 1 661.618 First North á íslandi ▼ Century Aluminium Co. 3813,00 -2,08% 23.7.2007 5 57.342.000 3798,00 3827,00 ♦ HB Grandihf. 11,00 0,00% 18.7.2007 . - 12,00 ♦ Hampiðjan hf. 6,80 0,00% 20.6.2007 - - 6,80

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.