blaðið - 24.07.2007, Síða 16

blaðið - 24.07.2007, Síða 16
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007 blaóið LÍFSSTÍLLFERÐIR heilsa@bladid.net Þar er sögusýning sem byggir á þeim atburði þegar tundurspillirin Skeena strandaði við Viðey árið 1944 og það var frægur atburður. Sérferð til Brasilíu Icelandair býður upp á sérferð til Brasilíu í haust í fararstjórn Brynju Birgisdóttur. Gist verður í Rio de Janeiro í fjórar nætur og í bænum Angra dos Reis sem er í um það bil tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Rio. Flogið . verður út þann 13. september og aftur heim þann 23. september. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Icelandair. Haust í Noregi Trex-Hópferðamiðstöðin efnir til haustlitaferðar til Lapplands og Norður-Noregs dagana 14. til 22. september. Flogið verður til Helsinki og gist fyrstu tvær næturnar, og á þriðja degi verður flogið norður til Ivalo í finnska Lapplandi og haldið í fjögurra daga ferð þar sem megináherslan er á Norður-Noreg. Gist verður í nyrsta bæ í heimi, Hammerfest, í þrjár nætur og farið þaðan til Nordkap, nyrsta odda Evrópu. höfuðstaður norskra Sama og gist aftur í Ivalo. Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefslóðinni trex.is. fólksins Úrval Útsýn býður upp á ferð til Sardiníu dagana 30. september til 6. október, en eyjan sú er ein- mitt gjarnan kölluð eyja fræga fólksins vegna vinsælda sinna. Þar er mikil náttúrufegurð með háum fjöllum, tærum bað- ströndum og hrjúfu landslagi auk skemmtilegrar byggingarlistar og afslappaðs andrúmslofts. Tálknafjör í lok mánaðar Fyrirhugað er að halda bæjarhá- tíð Tálknafjarðar þann 28. júlí næstkomandi. Hátíðin heitir Tálknafjör og var haldin í fyrsta skipti í ágúst í fyrra. Þá opnuðu „ Tálknfirðingar dyr sínar fyrir gestum og gangandi, frítt var í sund, tilboð á súpu og ýmislegt fert sér til gamans. ár gefst fólki kostur á að ganga nokkrar af þeim fjölmörgu gönguleiðum sem á svæðinu eru undir leiðsögn. Einnig verða kvöldvökur ásamt því sem sögu- menn verða fengnir til þess að gæða landslagið nýju lífi með „ spennandi frásögnum. Eyja með aðdráttarafl Viðey er áfeng Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi verður með þriðjudagsgöngu í Viðey í kvöld, en gangan hefst með siglingu frá Sundahöfn klukkan 19.15 og tekur rúmar tvær klukkustundir. Örlygur fæddist í Viðey og bjó þar fram á tólfta aldursár og segist alltaf hafa verið mikill Viðeyingur í sér. Eftir Hiidi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net „Þegar ég fór að muna eftir mér í Viðey voru ekki nema kannski um 50 manns skráðir þar búsettir og ekki alltaf svo margir í eyjunni hverju sinni. Þannig að þetta var lítið samfé- lag,“ segir Örlygur og bætir því við að þorpið hafi einnig verið afskekkt þó svo að það hafi verið staðsett svo ná- lægt þéttbýli. „Öll verslun var sótt til Reykjavíkur og ferjubátur fór á milli en það var einmitt einn móðurbróðir minn sem var ferjumaður þarna. Fólk fór til Reykjavíkur ef það vantaði eitt- hvað en því fór fjarri að það væri að fara þangað daglega og menn höguðu innkaupum sínum í samræmi við það. Svo var reyndar Hka bátur sem fór frá Viðeyarstofu enda var þar kúabú sem seldi mjólkina sína til Reykjavíkur. Stundum var hægt að fá far með þeim bát.“ Barnaskólinn lokaður Örlygur flutti ásamt fjölskyldu sinni til Seltjarnarness árið 1941 en á þeim tíma tilheyrði Viðey Seltjarnar- neshreppi. „Þetta árið tilkynnti hrepp- urinn Viðeyingum að hann treysti sér ekki til þess að halda uppi skóla lengur í Viðey. Þarna var gott skólahús og einn kennari en börnin voru svo fá og peningarnir af skornum skammti. Þar með urðu barnafjölskyldurnar á eyjunni að leysa sín mál með því að flytja annað og enginn möguleiki fyrir nýjar að flytja út í Viðey. Það var síðan árið 1943 sem síðustu íbúarnir fluttu úr Viðeyjarþorpi," segir hann. Myndir og fróðleikur Örlygur hefur alltaf haldið mikilli tryggð við Viðey. „Þegar ég byrjaði á þessu var mér tjáð að ekkert væri til af myndum þaðan en engu að ÖRLYGUR Ein formóðir Örlygs var síðasta ráðskona Skúla Magnússonar fógeta og var í Viðey til fjölda ára. í myndasýningu í skólahús- inu í Viðey er teikning af þorpinu sem teiknuð var eftir fyrirmælum Örlygs og gefur góða mynd af því hvernig það leit út. Hann segir vinnu að fræðslu- málum um Viðey vera áhuga- starf og að hann hyggist halda áfram að sinna því á meðan hann stendur f lappirnar. síður tókst mér hægt og bítandi að safna myndum af ýmsu, bæði íbúð- arhúsum, verkunarhúsum og bryggj- unum og þetta er allt komið upp í Viðey núna. Við alla húsgrunnana eru myndir af viðkomandi húsi og i sumum tilfellum myndir af íbúunum líka. Svo er saga húsanna í hnotskurn skráð á skiltin og þess má geta að sagt er frá því að húsið sem ég fæddist í var smíðað úr fjölunum á Kútter Ing- vari sem fórst við Viðey árið 1906,“ út- skýrir hann. Sýning um sögulegan atburð Fyrrum íbúar Viðeyjar, afkom- endur þeirra og aðrir áhugamenn mynda hið svokallaða Viðeyingafé- lag sem á sér félagsheimili í gömlum vatnsgeymi á eyjunni og þangað ætlar Örlygur meðal annars að fara með göngufólkið í kvöld. „Þar er sögusýn- ing sem byggir á þeim atburði þegar tundurspillirin Skeena strandaði við Viðey árið 1944 og það var frægur at- burður. Um þann atburð kom einmitt út bók í hittiðfyrra, en það er bókin Útkall -Hernaðarleyndarmál í Viðey eftir Óttar Sveinsson, en það vill ein- mitt svo til að Óttar er bróðursonur minn og félagi í Viðeyingafélaginu," segir Örlygur. Margir afkomendur og aðrir ætt- ingja fyrrum íbúa Viðeyjar vera í félag- inu en að þeir séu þar fyrst og fremst vegna eigin áhuga. „Við þurfum ekk- ert að hvetja þá sérstaklega til þess að ganga í félagið, enda hefur fólk sín bönd við Viðey þótt það hafi aldrei búið þar. Eyjan er nefnilega mjög áfeng eins og sagt er, enda dregur hún mann til sín,“ segir Örlygur. Blaöiö/SteinarH Örlygur Hálfdanarson Bjó í Viðey á sínum bernskuárum. Síðasta bókin um Harry Potter komin út Samdráttur í Harry Potter-ferðaþjónustu? Útkomu síðustu bókarinnar um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans var beðið með eft- irvæntingu og fagnað víða um heim en ljóst er að margir helstu aðdáendur bókanna eiga eftir að fyllast söknuði eftir fleiri meist- araverkum um kappann frá höf- undi bókanna, J.K. Rowling. En ekki er víst að einungis aðdáendur eigi eftir að verða fyrir áfalli nú þegar Ijóst er að bækurnar verða ekki fleiri. Nokkrar líkur eru taldar á því að margir smábæir í Bandaríkjunum eiga eftir að horfa upp á samdrátt í ferðaþjónustu á næstu árum, þar sem útgáfa Harry Potter-bókanna hefur und- anfarin ár verið hápunktur ársins í ferðamannaiðnaðinum. í hinum 12.000 manna bæ Wilm- ingon í Ohio-ríki hafa sérstakar Harry Potter-skrúðgöngur, töfra- sýningar og hátíðir í tilefni af út- gáfu bókanna laðað að um 4000 manns í hvert skipti og árið í ár var engin undantekning. Sömu sögu er að segja í bæjum á borð við Po- ulsbo í Washington-ríki, Oshkosh í Winsconsin og Oak Park í Illinois svo dæmi séu tekin. En ferðamála- yfirvöld í þessum bæjum eru ekki af baki dottin, heldur hafa mörg hver áformað að gera Harry Potter- hátíðir að árlegum viðburði. Afar ólíklegt má telja að vinsældir galdrastráksins knáa eigi nokkuð eftir að dvína á næstu árum, og þegar er byrjað að skipuleggja ým- iss konar galdraráðstefnur fyrir aðdáendur á næstu árum. Það er því alls ekki víst að endalok útgáfu bókanna eigi eftir að bitna hart á Harry Potter-ferðaþjónustu í bráð.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.