blaðið - 24.07.2007, Page 21

blaðið - 24.07.2007, Page 21
í blaöió ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLI 2007 33 CHELSEA MANCHESTER CITY MANCHESTER UNITED Að kaupa Manchester United var talið ómögulegt, þótt liðið hafi verið sett á almennan markað á ro. áratug síðustu aldar. En bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer tókst hið ómögulega. Hann keypti liðið og tók það af markaði. Glazer er ekki ókunnugur rekstri íþrótta- liða, því hann hefur átt bandaríska ruðningsliðið Tampa Bay Buccane- ers í nokkur ár. Hann breytti því liði úr krónískum töpurum í Super Bowl meistara árið 2002. Margir stuðningsmenn Manc- hester United voru mjög ósáttir við framvindu mála. Töldu þeir að Glazer hefði í hyggju að fjársvelta liðið og yfirfæra skuldir sínar yfir á klúbbinn. Hingað til hafa þeir ekki yfir miklu að kvarta, fyrir utan síhækkandi miðaverð. Félagið varð meistari á síðustu leiktíð og hefur eytt yfir 50 milljónum punda í leik- mannakaup í sumar. Það vakti mikla eftirtekt þegar rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich keypti Chelsea og peningarnir hreinlega flæddu inn í klúbbinn. Einkum var það vafasöm fortíð Abramovich sem vakti hörð Iviðbrögð, en hann hafði hagnast gríðarlega á misheppnaðri einka- væðingu Rússa. Einnig var hann bendlaður við rússnesku mafíuna. Það þarf ekki að tíunda árangur Chelsea síðan Abramovich keypti Chelsea. Öllum er ljóst að Abramov- ich keypti ekki liðið til að hagnast á því, heldur lítur hann á Chelsea sem afþreyingu. 17 milljarða króna tap á einu tímabili og Abramovich ypptir öxlum, rétt eins og hann sé að borga hótelreikninginn. f september í fyrra var Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Hann hafði dreymt um að kaupa Liverpool, en aldrei tekist. Hann hefur hins vegar notað atvinnuleysið til að kaupa Manchester City, fyrir peninga sem margir telja að séu í eigu taílensku þjóðarinnar. Hann hefur ráðið laus- gyrta Svíann Sven-Göran Eriksson sem knattspyrnustjóra og stóru leikmannakaupin eru þegar hafin. LIVERPOOL Þrátt fyrir að Shinawatra hafi ekki tekist að kaupa Liverpool, stóðu kaupendur í biðröðum. Bandaríkja- menn komu fyrstir á undan auð- kýfingum frá Dubai, og þeir Tom Hicks og George Gillett hrepptu hnossið. Knattspyrnustjórinn Rafael Benítez hefur verið duglegur að væla út meira fjármagn til að koma liðinu í fremstu röð. Það virðist loks hafa borið árangur, því til liðsins er kominn drengur að nafni Fernando Torres, langdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Úti að aka Tiger Woods náði sér aldrei á strik um helgina og endaöi hringir fjóra á tveimur höggum undir pari í 12. til 18. sæl Woods hefur þrívegis sig á Opna breska, þar af tvi síðustu ár. Upprennandi stjarna Áhugamaðurinn Rory Mcllroy stal senunni á fyrstu dögum mótsins. Þessi 18 ára piltur spilaði frábært golf fyrsta daginn og var eini kylfingurinn sem ekki fékk skolla á fyrsta hringnum. En reynsluleysið sagði til sín á endanum og endaði hann keppnina á 5 höggum yfir pari. Irar binda miklar vonir við þennan unga kylfing. Grátlegt Vonbrigði Sergio Garcia leyndu sér ekki eftir að púttið sem hefði getað tryggt honum sigurinn rataði ekki ofan í. Garcia er stigahæsti kylfingurinn sem ekki hefur enn náð að landa sigri á stórmóti. PORTSMOUTH Fyrir um einu og hálfu ári leit allt út fyrir að Portsmouth væri á hraðri leið úr úrvalsdeildinni. Liðið gat ekki neitt og stjóranum Harry Redknapp voru allar bjargir bann- aðar. Þá kom til sögunnar maður að nafni Alexandre Gaydamak, franskur auðkýfingur af rússnesku bergi brotinn. Gaydamak þessi kemur úr vellauðugri fjölskyldu og hófst strax handa við að pumpa inn fjármagni í liðið. Portsmouth bjarg- aði sér frá falli, var í harðri baráttu um Evrópusæti á síðustu leiktíð og ætlar sér enn lengra á komandi tímabili. Spurningin er hvort hann hafi storkað örlögunum með kaupum á fallkónginum Hermanni Hreiðarssyni. ASTON VILLA Aston Villa er eitt nokkurra liða í eigu vellauðugra Bandaríkjamanna. Miklar vonir hafa verið bundnar við eignarhald Lerners, sem einnig á ruðningsliðið Cleveland Browns. Hingað til hefur árangurinn látið á sér standa og liðið virðist dæmt til meðalmennsku. WEST HAM Það er ekki hægt að segja skilið við þessa frásögn án þess að minnast á íslensku innrásina í West Ham. Aðdragandi hennar er vægast sagt furðulegur. Lengi vel leit út fyrir að hinn íranskættaði Kia Joorabchian næði yfirhöndinni í félaginu. Hann hafði þegar tryggt West Ham tvo af bestu leikmönnum Argentínu, þá Carlos Tevez og Javier Mascherano. Joorabchian var umdeildur og talið að hann væri handbendi rússneska auðkýfingsins Boris Beresovsky, sem er eftirlýstur af rússneskum stjórnvöldum. Þá kom til sögunnar Eggert Magnússon, studdur af Björgóifi Guðmundssyni. Þeir hirtu ' þá Tevez og Mascherano og skildu Joorabchian eftir út í kuldanum. Þrátt fyrir miklar væntingar var gengi Hamranna ömurlegt í vetur og Eggert virtist bugaður maður. Liðið virtist dæmt til að falla, en þá steig Tevez fram á sjónarsviðið og bjargaði West Ham nánast einn síns liðs. Mascherano er farinn og Tevez líklega á leið til Manchester United, en Eggert hefur verið duglegur í leikmannakaupum og stefnir á Evrópusæti á næstu leiktíð. Tíminn leiðir í ljós hvort þarna er annað Stoke-ævintýri í uppsiglingu. Full af fróðleik og skemmtilegu efni Þriðjudaga, miðvikudaga & fimmtudaga Auglýsingasímar: Magnús Gauti 510-3723 Kolbrún Dröfn 510-3722 Heilsa W Matur Börn&Uppeldi Heimili&Hönnun & Húsbyggjandinn * Viðskipti&Fjármál IVinnuvélar Bílar Konan Árstíðabundin sérblöð r 1 • Æ '1 j 1 fi : ■ t * E "" j ! r 1

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.