blaðið - 24.07.2007, Page 26
38
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2007
blaöió
FÓLK
folk@bladid.net
Jú, er það ekki?
Maður verður að
birgja sig upp fyrir
veturinn!
Er strangur laxakúr framundan hjá þér?
Karl J. Steingrimsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum,
datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar hann
veiddi heila 84 laxa í Straumunum ásamt fjölskyldu. Er þetta
met í ár, enda veiði verið heldur dræm fram að þessu. Laxa-
kúrinn er afar vinsæll megrunarkúr um þessar mundir.
HEYRST HEFUR
Nýja Simpson myndin verður
heimsfrumsýnd á föstudaginn
og bíða margir eftir gulu
mannvitsbrekkunni Hómer með
eftirvæntingu. Ekki síst fyrir
þær sakir að myndin verður
talsett á íslensku sem margir
hafa gagnrýnt, helst fyrir þær
sakir að einhverjir brandarar
glatist í þýðingu Davíðs Þórs
Jónssonar. Þeim til
hughreystingar
skal bent á
að auðvitað
verður
myndin
einnig
sýnd á
ensku og því
ekki hundrað i
hættunni...
jt
Sjarmörinn söngelski, Garðar
Cortez, er mál málanna í
Bretlandi, ef undanskilin er
vot veðráttan. í gær kom út
smáskífa með Garðari sem
aðeins er gefin út í takmörkuðu
upplagi og er hugsuð sem
einskonar hvatning fyrir
almenning til þess að kaupa
breiðskífuna sem kemur
út síðar. Ljóst er að Einar
Bárðason hefur ráð
undir rifi hverju
þegar kemur að
markaðsmálum
og má fastlega
búast við þvi
að Garðar verði
orðinn stærri en
Spice Girls
ef fram
fer sem
horfir...
Hér I dálkinum var fyrir helgi
sagt af meintum fjarvistum
Glúms Baldvinssonar,
upplýsingafulltrúa
Tryggingastofnunar, af
skrifstofunni. Að betur
athuguðu máli hefur komið í
ljós að sagan átti ekki við rök
að styðjast. Blaðið biður Glúm
afsökunar, svo og aðstandendur
hans, sem
nefndir voru
í molanum
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er leikkona og leikskáld
Leikhúsiö getur veriö beitt
Þórdís Elva Þorvalds-
dóttir Bachmann stendur
fyrir óvenjulegum at-
burði á miðvikudaginn
þegar útvarpsleikritið
Mæja spæja verður frum-
flutt með viðhöfn á 29
stöðum í einu.
Eftir Trausta Saivar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Þetta hefur ekki verið gert áður að
mínu viti. Slíkar frumsýningar eru
alþekktar í kvikmyndaheiminum,
en samhæfður frumflutningur á
leikriti í bókasöfnum víðs vegar um
landið held ég að sé nýlunda," segir
Þórdís Elva sem er einnig menntuð
leikkona.
„Leikkonustarfið hefur verið í smá
pásu undanfarið. Ekki vegna þess
að ég vilji síður sinna því, heldur
hafa málin einungis þróast með
þessum hætti. Ég lék til dæmis í
sjónvarpsseríu fyrir Sirkus, sem
og CIA-fulltrúa í lokaþætti dönsku
sakamálaseríunnar Arnarins, sem
sýnd var á RÚV síðasta vetur. Það
var mjög gaman að fá að vera í
dragt frá Karen Millen og sveifla
skammbyssu og allt það. Reyndar
var móðir mín ekki ánægð með mig
því ég varaði hana ekki við því fyr-
KONAN
Þórdís er 26 ára
Hún útskrifaðist sem
leikkona frá University of
Georgia í Bandaríkjunum
árið 2003
Hún hefur áhuga á ferða-
lögum og er á leið í heims-
reisu með kærastanum um
áramótin
irfram að persónan mín yrði skotin
í höfuðið. Henni brá aðeins við það,
skiljanlega.“
Vill hafa áhrif á samfélagið
„Annars get ég fúslega viðurkennt
að ef ég þyrfti að velja á milli leik-
konustarfsins og leikskáldsins yrði
það síðarnefnda líklega fyrir valinu.
Mér þykir meira spennandi að vera
röddin bak við leikverkið heldur en
röddin sem túlkar það. Það kitlar
mig meira að reyna hafa einhver
samfélagsleg áhrif því leikhúsið er
svo sannarlega vettvangur til þess.
Fólk áttar sig ekki alltaf á því
hversu beitt og pólitískt leikhúsið
getur i rauninni verið. Auðvitað
keppir það ekki við afþreyingar-
iðnaðinn, sem hefur úr meira fjár-
magni, fólki og tækni að spila. Því
þarf leikhúsið að finna sér sérstöðu
og ég aðhyllist persónulega stefnu
sem á ensku nefnist „theater for
social change“. Að vera spegill á
samfélagið og ögra gildum samtím-
ans í gegnum leikhúsmiðilinn. Gott
dæmi um þetta er þegar ég fór á
ráðstefnu 50 ungra leikskálda árið
2005 og sá að flestir voru með ein-
hvers konar ádeilu á vandamálin
heimafyrir.
Stúlka frá Mexíkó gerði leikrit
um eiturlyfjavandann og stríð milli
glæpaklíkna þar. Höfundur frá
Króatiu gerði leikverk um mansal.
Svo var það ég, frá forréttindasam-
félaginu íslandi, sem gerði leikrit
sem fjallaði um átraskanir. Dæmi-
gert segja eflaust sumir, en napur-
leg staðreynd á þeim tíma var sú að
þrátt fyrir að þúsundir þjáðust af
þessum sjúkdómi hér á landi, voru
aðeins þrjú spítalarúm á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir fullorðið fólk með
þennan sjúkdóm. Þetta var auð-
vitað ákveðin hneisa, sem mér þótti
vert að fjalla um.
Þórdís rekur sjálf leikfélagið Fimb-
ulvetur. „Ásamt Borgarleikhúsinu
settum við upp verkið Hungur
eftir mig, sem var mjög gaman og
lærdómsríkt. Þegar maður rekur
leikfélag af þessari stærðargráðu
hefur maður ekki efni á að ráða tutt-
ugu manns í vinnu til að sinna bún-
ingum, lýsingu, leikmynd og slíku.
Því er ég komin með ágætis reynslu
undir beltið,“ segir Þórdís.
BLOGGARINN...
Grínstuldur
„Á spjallborði einu sem leysir Gestapó
Baggalúts af í sumarfríi kom einn af
notendum spjallsins með hlekk á umsögn
um kvikmynd eina sem Enter á Bagglút
hafði skrifað gagnrýni um þann 26. januar
á þessu ári. A vefnum Kvikmyndir.is
er umsögn um sömu mynd skrifuð 29.
apríl 2007 af manni sem heitir Ólafur Kr.
Sveinsson en hann tekur allan texta Ent-
ers og gerirað sínum. Þetta erað mínu
mati einhver grófasti ritstuldur sem ég
man eftirað hafa séð.“
Hrafnkell Daníelsson
keli.blog.is
VG í hnotskurn
„Mér hefur áskotnast
eintak af „Sögu
Islands 1850-2007”
sem Sverrir Jakobs-
son, sagnfræðingur
og málsvari Malthus-
arkenningarinnar,
hefur skrifað fyrir flokksmenn Vinstri
Grænna. Hér er útdráttur úr henni: Um
miðja 19. öldina lifþu Islendingar í sátt við
náttúruna, ósnortnir af hnatt-, græðgi- og
klámvæðingu. Þá var gullöld þjóðarinnar
og allt þjóðlíf i blóma. [...] öll þjóðfélags-
þróun sfðustu 140 ára hefur verið slæm.
Andleg og efnisleg velferð þjóðarinnar hef-
uraldrei verið minni. [...jÞetta stafarafþví
að Islendingar hafa lyft heilbrigðum höft-
um afhinum mannfjandsamlega græðgi
kapítalisma, tekið þátt í árásargjörnum
hernaðarbandalögum og svivirt hina um-
hyggjusömu móður okkar, náttúruna. “
Hans Haraldsson
polites.blog.is
Kynjablaður
„Karlmenn blaðra
eins mikið og konur.
Þeirnota 16.000 orð
á dag eins og konur.
,W*r Þetta er niðurstaða
mj sL rannsóknar Univers-
ity of California á
mismun kynjanna. Konur eru eins mikið
frá Marz og karlar eru eins mikið frá Ven-
us. Það var niðurstaða eldri rannsóknar.
Komið hefur í Ijós, að tízkukenningar um
mun kynjanna eru byggðar á sandi. Kynin
eru Ifkari en áður hefur verið talið. Eg tel
hins vegar, byggt á reynslu, að konur
hugsi meira í neti og karlar meira á línu.
Þess vegna muni konum vegna betur í
atvinnuvegum, þar sem nethugsun leysir
Unuhugsun afhólmi. Til dæmis ífjölmiðl-
unum.“
Jónas Kristjánsson
www.jonas.is
Kjarngóð napring í þaegílegum umbúðum barnamatur is
Án viðbaetts sykurs!
Án viðbaptts salts!
Su doku
6 2 7 1
2 1 8 3 4 9
5 1 6 8
5 2 8
4 8 5
9 3 6 2
9 4 7 6
3 4 9 6
1 5
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
9-15__________________© LaughingSlock Irrtemational Inc./disl by Uniled Media. 2004
HERMAIT
eftir Jim Unger
Rétt stafsetning er ekki innifalin
í þessum 40 orðum á mínútu.