blaðið - 11.08.2007, Síða 2

blaðið - 11.08.2007, Síða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2007 blaöió Reykjavík Vantar 140 starfsmenn Betur gengur að ráða kennara til starfa í grunnskólum Reykja- víkur en útlit var fyrir í byrjun sumars, samkvæmt tilkynn- ingu frá mennta- og leikskóla- sviði Reykjavíkurborgar. Búið er að manna tæp 96 prósent stöðugilda kennara og tæp 92 prósent stöðugilda annarra starfsmanna. I tilkynningunni segir að enn vanti um 140 starfsmenn, þar af 69 kennara. Starfsmenn grunnskólanna eru um 2.200 þegar þeir eru fullmannaðir. ai Reykjavík Ormaþjófur í felum í runna Meintur ánamaðkaþjófur var á kreiki í austurborg Reykja- víkur á fimmtudagskvöld. Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Háaleitishverfi, en við athugun kom í Ijós að karlmaður hafði farið inn á einkalóð í leit að ánamöðkum. Hundur gelti að honum þegar hann varð var við ferðir manns- ins. Maðurinn faldi sig þá í runna, en stoppaði stutt við. Ekki er vitað hvort hann hafði eitthvað upp úr krafsinu. aí Flugvél brotlenti í Kapelluhrauni Fékk á sig spuna í hægflugi Lítil tveggja sæta flugvél brotlenti í Kapelluhrauni um kvöldamatarleytið í fyrrakvöld. Tveir menn, nemi og flugkennari, voru um borð í vélinni og sluppu þeir með skrámur. Þeir voru fluttir með þyrlu á slysa- og bráðadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss, en voru útskrifaðir skömmu síðar. Að sögn Braga Baldurssonar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa voru flugmennirnir að æfa hægflug á svokölluðu suðursvæði. Svo virðist sem vélin hafi sigið aðeins til jarðar og við það farið í svokallaðan byrjunarstigsspuna og snúist í 1 álfhring. Flugmennirnir náðu að leiðrétta feril vélarinnar áður en hún brotlenti i uppréttri stöðu. Vélin rann nokkurn spöl en endaði á hvolfi. Verið er að rannsaka í hvaða hæð flugvélin var þegar hún lenti í spunanum. Flugvélin ber einkennisstafina TF-OND og er í eigu flugfélagsins Geirfugls. Hún er af gerðinni Cessna 152 og er ein algengasta kennsluflugvél í heimi. Flugvélin sem brotlenti var smíðuð árið 1978. magnus@bladid.net Brotlenti 1 Kapelluhrauni Nemi og flugkennari voru um borð í vélinni og sluppu. Ert bú í bvqqinqarhuqteiðinqum? fZ EBK www.ebk.dk Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk m ngja kollekt til að láta sækja sig á æfingu af því að það er byrjað að rigna og maður er bara á peysunni Það er Síminiv' Penchos og Alexander Félag- arnir hafa þurft að greiða hótel- kostnað sjálfir þegar þeir koma til Reykjavíkur í læknisheimsókn. Ferðamenn í stað sjúklinga ■ Færri komast að en vilja á sjúkrahóteli Landspítalans ■ Á sumrin er plássum fækkað um nánast helming Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net „Við búum á Akureyri, en þurfum á læknisþjónustu sérfræðinga Land- spítala-háskólasjúkrahúss að halda a.m.k. 4 sinnum á ári hvor. Þá þurfum við oftar en ekki að gista á hótelum, þar sem ekkert pláss fæst á hótelspítala LSH," segir Alexander Gíslason, en hann og Penchos Penc- hev, félagi hans frá Búlgaríu, greind- ust HlV-smitaðir fyrir nokkrum árum. Landspítalinn er með samning við Fosshótel um pláss fyrir sjúk- linga sem þurfa á gistirými að halda eftir að hafa leitað sér læknishjálpar. Yfir vetrartímann býður spítalinn upp á pláss fyrir 50 sjúklinga, en aðeins fyrir 30 á sumrin. „Þá fara tú- ristarnir inn, en sjúklingarnir eiga greinilega bara að fara í frí.“ Sagt að gista hjá sínum nánustu Panta þarf pláss með löngum fyr- irvara á sjúkrahótelinu, sem kemur sér illa fyrir þá Alexander og Penc- hos, þar sem þeir þurfa oft að leita STÉTTARFÉLÖG ► Flest stéttarfélög á lands- byggðinni eiga íbúðir 1 Reykjavík sem félagsmenn, sem þurfa á læknisaðstoð að halda, hafa forgang að. ► Hjá nokkrum stéttarfélög- um fengust þær upplýsingar að félagsmenn hefðu sér- staklega óskað eftir slíkum íbúðum, þar sem erfitt væri að fá pláss á sjúkrahóteli Landspítalans. til sérfræðinganna með stuttum fyrirvara. Þeir segjast því yfirleitt reyna að fara norður strax að lok- inni læknisheimsókn, en oft kom- ist þeir ekki hjá því að eyða nótt í Reykjavík á eftir. „Okkur er yfirleitt sagt að gista bara hjá vinum og ættingjum. En við getum ekki beðið vini og ætt- ingja um gistingu margoft á ári. Þá er eini kosturinn í stöðunni að fá inni á hóteli, sem getur kostað 7 til 10 þúsund krónur fyrir nóttina," segir Alexander. Umboðsmaður gerir athugasemdir Þeir Alexander og Penchos sendu umboðsmanni Alþingis fyrirspurn vegna málsins. Umboðsmaður hefur ritað heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann biður m.a. um útskýringu á því á hvaða forsendum beiðni um dvöl á sjúkrahótelinu er samþykkt eða hafnað. Einnig bendir hann á að þrátt fyrir lagabreytingu frá ár- inu 2001 þess efnis að sjúkrahótelið skuli ekki skilgreint sem sjúkrahús, skuli sjúkrahófel samkvæmt lögum enn að mestu leyti rekin af hinu opinbera. Bryndís Konráðsdóttir, forstöðu- kona sjúkrahótelsins, tekur undir að fyrir komi að þeir sem sækjast eftir plássi á hótelinu komist ekki að, en segir ekki rétt að það gildi í meiri- hluta tilfella. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, tekur undir það: „Samningurinn við Fosshótel hefur gefist mjög vel. Hins vegar er það alveg á hreinu að við þurfum á fleiri gistirýmum á hótelspítala að halda.“ Heilbrigðisráðherra á eftir að kynna sér athugasemdir umboðs- manns Alþingis. VEÐRIÐ í DAG Léttskýjað sunnanlands Noröangola, léttskýjað á S- og SV-landi, annars skýjað og súld eða rigning norðaust- antil á landinu síðdegis. Hiti 10 til 18 stig, svalara fyrir norðan. ÁMORGUN Hlýjast suðvestanlands Norðaustan 5-13 m/s og víða súld eða rign- ing, en léttskýjað suðvestantil á landinu. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Indverjar opna sendiráð hér Indverska ríkisstjórnin ákvað nú í vikunni að opna sendiráð á íslandi. Dagsetning opnunar- innar hefur ekki verið ákveðin, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ritað starfsbróður sínu, Pranab Mukherjee, bréf þar sem hún fagnar þessum áfanga. Sendiráð fslands í Nýju-Delí var opnað í febrúar 2006. Helsta markmiðið var að stórefla viðskiptatengsl milli landanna, en Indland er fjölmennasta ríki heims. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐAUM HEIM Algarve 26 Amsterdam 20 Ankara 36 Barcelona ,26 Berlin 21 Chicago 29 Dublin 19 Frankfurt 17 Glasgow 17 Halifax 23 Hamborg 22 Helsinki 27 Kaupmannahöfn 23 London 22 Madrid 30 Mílanó 26 Montreal 18 Múnchen 21 New Vork 22 Nuuk 10 Orlando 26 Osló 20 Palma 24 París 17 Prag 24 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 10

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.