blaðið - 13.09.2007, Síða 2
FRETTiR
FIMMTUDAGUR 13. SEPTFMSER 2007
biaöiö
Ragnheiður Inga nýr orkumálastjóri
Þorkell snýr sér
að fræðimennsku
Dr. Þorkell Helgason orkumálastjóra, mun því
orkumálastjóri hefur ritað \- \ gegna störfum embættis-
iðnaðarráðherra bréf og 1|B'ffk ins það sem eftir lifir árs.
óskað lausnar frá embætti ý „Ég mun þó ekki setjast í
orkumálastjóra frá og með helgan stein eftir áramótin,
í. janúar nk. Ráðherra hefur ‘fSáMBljt heldur dunda mér í hluta-
þegar orðið við óskinni. jgMdBÉáÍ starfi að áhugamálum
Jafnframt hefur ráðherra ÆlÆKBSm mínum sem eru kosninga-
veitt Þorkeli leyfi frá dag- ■IHHHhR fræði og skyld málefni. Þau
legumstörfumembættisins Þorkell Helgason hef ég fengist við í meira
frá og með í. október nk. til hefur verið orku- en aldarfjóðung sem ráð-
að sinna fræðistörfum og rnálastjóri í 11 ár. gjafi Alþingis og landskjör-
skrifum um orkumál. Dr. stjórnaríallskynskosninga-
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, að- málumsegir Þorkell.
stoðarorkumálastjóri og staðgengill hlynur@bladid.net
Handrukkari fyrir dóm vegna árása og rána
Neyddi mann til að taka út peninga
Héraðsdómur Reykjavíkur Hinum
ákærða er gefið að sök að hafa barið fórn-
arlamb sitt áður en hann neyddi það til að
taka út peninga til að afhenda sér.
Blaðlð/Árni Sæberg
Mál á hendur tæplega þrítugum
karlmanni vegna líkamsárása og
rána var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Manninum er
gefið að sök að hafa aðfaranótt 15.
febrúar síðastliðins veist að öðrum
manni í heimahúsi í Sandgerði
og slegið hann margsinnis með
krepptum hnefa þannig að maður-
inn meðal annars viðbeinsbrotnaði
og hlaut áverka á höfði. Að morgni
sama dags fór maðurinn með fórn-
arlamb sitt í tvo sparisjóði í Reykja-
vík, neyddi það til að taka út alls 110
þúsund krónur af reikningi sínum
og afhenda sér með hótunum um
frekara ofbeldi. Rúmum mánuði
síðar á maðurinn að hafa farið með
fórnarlambið í banka í Kringlunni
og neytt það með ofbeldi til að
láta millifæra rúmlega 307 þúsund
krónur yfir á bankareikning sinn.
Maðurinn á langan sakaferil að
baki og var meðal annars dæmdur
í 18 mánaða fangelsi fyrir innflutn-
ing á amfetamíni til landsins. Þá
staðfesti Hæstiréttur fyrr í sumar
15 mánaða fangelsisdóm yfir mann-
inum vegna ýmissa brota. þsj
Forstöðu-
maður ráðinn
á Njáisgötu
Erla Björg Sigurðardóttir, fé-
lagsráðgjafi og verkefnisstjóri,
hefur verið ráðin forstöðumaður
umdeilds heimilis fyrir heimil-
islausa að Njálsgötu. Umsókn-
arfrestur rann út 2. september
og sóttu átta um starfið. Rúm
verður fyrir átta karlmenn á
gistiheimilinu.
Bætur vegna ofbeldis
100 milljónir fram úr
■ Fjölgun ofbeldisbrota veldur framúrkeyrslu á fjárlögum ■ Ríkissjóður greiðir einungis
hluta bóta vegna miska ■ Fara þarf yfir framkvæmdina segir formaður allsherjarnefndar
Leikskólagjöld
lækka í Eyjum
Grunngjald gjaldskrár leikskóla í
Vestmannaeyjum mun lækka um
18,3 prósent frá og með 1. október
vegna hagræðingar sem náðist
við sameiningu tveggja Ieikskóla.
Samkvæmt því mun átta klukku-
stunda vistun með fæði kosta
26.580 krónur í stað 31.060 króna,
að því er greint er frá á vefnum
sudurland.is.
Jafnframt er greint frá því að
systkinaafsláttur með þriðja
barni verði 80 prósent i stað 50
prósenta.
Lést í banaslysi
Maðurinn sem lést í umferðar-
slysi á Suðurlandsvegi í Ölfusi
á þriðjudagskvöld hét Sigurður
Guðmarsson til heimilis að Ás-
vegi 11 í Reykjavík. Sigurðurvar
62 ára og lætur eftir sig fjögur
uppkomin börn.
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@bladid.net
f nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar kemur fram að útgjaldaliður-
inn bætur til brotaþola fór langt
fram úr fjárheimildum fjárlaga
ársins 2006, eða 134 milljónir króna.
Athygli vekur að greiðslur úr ríkis-
sjóði vegna bóta til brotaþola fóru
15 milljónir króna fram úr fjárheim-
ildum árið 2005 og 16 milljónir árið
2004. Þetta er því gríðarleg aukning
milli ára og ljóst að fjármagn til
þessa liðar á fjárlögum hefur verið
verulega vanáætlað.
Ríkissjóður greiðir brotaþolum
bætur í þeim tilfellum þar sem brota-
menn eru ekki borgunarmenn fyrir
þeim og einnig í þeim tilfellum þar
sem ekki er vitað hver brotamað-
urinn er. Hins vegar er hámarks-
fjárhæð á bótum frá ríkissjóði og
I mörgum tilfellum fá brotaþolar
ekki greiddar til fulls þær bætur
sem þeim eru dæmdar.
Greiðsla bóta lögbundin
f svari Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra við spurningum um
ástæður þessarar framúrkeyrslu
kemur fram að greiðsla bóta til
brotaþola sé lögbundin og því hafi
ráðuney tið ekkert vald yfir þeim fjár-
hæðum sem um ræðir. „Akvörðun
um bótaskyldu hins dæmda manns
og fjárhæð bóta er tekin af dómara
og ákvörðun um greiðsluskyldu
'S'graenmeti
sérmerkt þér!
Bætur til þolenda fóru fram
úr fjárheimildum Fjölgun
ofbeldisbrota er ein skýringin á
því að málaflokkurinn fór fram
úr fjárlögum. Blaðið/Sverrir
ríkisins er síðar tekin af sjálfstæðri
bótanefnd. Ráðuneytin standa því
í hvert sinn frammi fyrir ákvörð-
unum sem aðrir taka og eiga ekki
annars úrkosti en að greiða sam-
kvæmt því sem þar er ákveðið,"
segir Björn.
Hvað varðar skýringar á þessum
mikla vexti í ákvörðuðum bótum er
einþeirra sú að umsýsla bótanefndar
var færð til embættis sýslumanns-
ins á Siglufirði. Hafi þær breytingar
skilað góðum árangri ög leitt til þess
að fleiri kröfur koma til greiðslu að
sögn dómsmálaráðherra.
Samkvæmt upplýsingum frá sýslu-
mannsembættinu á Siglufirði komu
um 340 mál inn á borð bótanefndar
árið 2006 samanborið við um 200
mál árið 2005. Um 175 mál voru síðan
afgreidd frá nefndinni árið 2006.
Það er því ljóst að ofbeldismálum er
að fjölga og er það ein skýring þess
hversu mikið málaflokkurinn fer
fram úr áætlun á fjárlögum.
Vegna fjölgunar mála af þessu
tagi á undanförnum árum var sú
staða komin upp að bótanefnd
komst ekki til að sinna öllum þeim
erindum sem henni bárust og því
drógust mál á langinn. Þegar mála-
flokkur bótanefndar var fluttur til
sýslumannsins á Siglufirði á síðasta
ári þurfti því að vinna upp uppsafn-
aðan vanda og því voru útgjöld til
málaflokksins óeðlilega lág árin
Slydda norðantil
Gengur í norðan 18-25 með rigningu og jafn-
vel slyddu norðantil, en hægari suðaustan-
og austantil fram eftir degi. Kólnar og hiti
víða 1 til 6 stig síðdegis.
El norðaustanlands
Norðanátt, 10-15 m/s við norðausturströnd-
ina, en hægari annars staðar. Él norðaust-
anlands, en lægir og styttir upp síðdegis.
Léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til
8 stig, hlýjast syðst, en víða næturfrost.
Viðvörun: Búist er við stormí um vestan- og norðanvert landið og á miðhálendinu.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 22 Halifax 19 New York 19
Amsterdam 18 Hamborg 17 Nuuk 17
Ankara 24 Helsinki 15 Orlando 24
Barcelona 25 Kaupmannahöfn 15 Osló 18
Berlín 15 London 20 Palma 25
Chicago 24 Madrid 30 París 19
Dublin 18 Mílanó 24 Prag 18
Frankturt 18 Montreal 13 Stokkhólmur 15
Glasgow 17 Munchen 20 Þórshötn 11
BÆTUR TIL ÞOLENDA
► Bótanefnd tekur ákvörðun
um greiðslu bóta. í henni
eiga sæti þrír menn, skipað-
ir af dómsmálaráðherra til
fjögurra ára í senn.
►
Um það bil helmingi þeirra
erinda sem berast til bóta-
nefndar iýkur að jafnaði
með greiðslu bóta, einum
fjórða er hafnað og fjórðung-
ur erinda er dreginn til baka
eða fellur niður af ýmsum
orsökum.
2004 og 2005 en óeðlilega há árið
2006. Þetta er að hluta til skýring á
því hversu mikið málaflokkurinn
fór fram úr fjárheimildum
Full ástæða til að leita skýringa
Birgir Ármannsson, formaður
allsherjarnefndar Alþingis, segir að
það sé full ástæða til að skoða skýr-
ingarnar á þessu. „Greiðsla til brota-
þola byggir hins vegar á lögum og
það getur verið erfitt að áætla fyrir-
fram kostnaðarliði af þessu tagi. Á
þessu geta verið ýmsar skýringar
en auðvitað verður að fara yfir það
hvernig framkvæmdinni hefur
verið háttað."
ÞEKKIRÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
STUTT
• 1700 athugasemdir Athuga-
semdir bárust frá alls 1.674
einstaklingum og samtökum við
hugmyndir að skipulagi á hafnar-
svæði á Kársnesi. Þar af bárust
1.117 af Kársnesinu sjálfu. Lang-
flestar bárust eftir að bæjarráð
Kópavogs ákvað að framlengja
frest til 3. september.
Leiðrétting
Vegna viðtals við Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra
sem birtist í Blaðinu í gær skal
áréttað að reikningar sem
ráðuney tið hefur endurgreitt
vegna ráðherrans nema um það
bil 10.000 krónum frá embættis-
töku í lok maí, ekki á viku eins
og sagt var.
Leiðrétt
Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.