blaðið

Ulloq

blaðið - 13.09.2007, Qupperneq 6

blaðið - 13.09.2007, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 blaöíö Brot á útivistarreglum bama og unglinga Færðir í athvarf og sóttir af foreldrunum Eftir að hverfislögreglan í Breiðholti fór að láta foreldra sækja börn og unglinga, sem voru úti á kvöldin eftir að útivistartíma lauk, í sérstakt athvarf á lögreglustöðinni batnaði ástandið gríðarlega, að sögn Heimis Ríkarðs- sonar aðalvarðstjóra. „Það er ekki skemmtilegt fyrir foreldrana að þurfa að koma hingað auk þess sem okkur ber að tilkynna barnaverndaryfirvöldum um öll afskipti af börnum yngri en 18 ára,“ segir Heimir. Svæðislögreglumenn á höfuðborgarsvæð- inu sinna sérstökum athvarfsvöktum, sem eru í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð og þjónustumiðstöðvar, einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. „Við hér í Breiðholtinu höfum auk þess fjölgað eftirlitsferðum hverf- islögreglumanna gagngert til þess að sjá til að forráðamenn geri sér æ betur grein fyrir því að reglur um útivistartíma séu settar börnunum til verndar. „Unglingarnir segja þess að útivistartíminn sé virtur öll kvöld,“ greinir Heimir frá. Það er mat lögreglunnar í Breiðholtinu [ Börnunum til verndar Heimir Ríkarðs- son, aðalvarðstjóri svæðislögreglunnar í Breiðholti, segir foreldrum ekki heimilt að lengja útivistartíma barna. stundum að foreldrarnir leyfi þeim að vera lengur úti um helgar en það er einmitt þá sem þeir eru í mestri hættu. Foreldrum er ekki heimilt að lengja útivistartíma barn- anna en ég tel samt að fólk sjái það betur og betur að þetta er börnunum til verndar. Nú í haust sendum við aðalvarðstjórar á svæðis- stöðvum einnig foreldrum bréf um reglurnar í gegnum skólana,“ segir Heimir. Á fyrstu athvarfsvaktinni í fyrrahaust hafði lögreglan afskipti af 25 börnum vegna brota á útivistarreglum en aðeins 6 á fyrstu vaktinni í haust. Frá og með 1. september mega 12 ára börn og yngri ekki vera úti lengur en til klukkan 20 en 13 ára til 16 ára eiga að vera komin inn klukkan 22. ingibjorg@bladid.net Hvönn hefur áhrif á bragð Niðurstaða rannsóknar sem Matís hefur gert á lömbum frá Ytri-Fagra- dal á Skarðsströnd í Dalabyggð er sú að það hefur áhrif á bragð af lambakjöti ef lömbunum er beitt á hvönn. Um er að ræða samvinnuverkefni á vegum hjónanna í Ytri-Fagradal, Búnaðarsamtaka Vesturlands, Landbúnaðarháskóla fslands og Matís. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns að samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps hjá Matís hafi hvannalömbin meiri kryddlykt og kryddbragð í samanburði við lömb sem ganga í hefðbundu beitarlandi. Stefnt er að frekari rannsóknum á þessu sviði á næstu misserum. mbi.is VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA I 12 Reykj; í miklu úrvali Eikarparket 14mm, 3 stafa Tilboð kr. 2.290.-m2 AtFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 Rafha ehf. er framsækið fyrirtæki sem flytur inn og selur heimilistæki og innréttingar frá heimsþekktum framleiðendum á boró við Electro- lux, AEG, Zanussi og Lineadecor. Rafha leggur metnað sinn í að bjóða fyrsta flokks þjónustu, fjölbreytt úrval og gott verð. Rafha ehf. leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum sölumönnum með ríka þjónustulund og geta hafið störf sem fyrst. Sala og ráðgjöf til viðskiptavina á heimilistækjum Almenn afgreiðsla og fragangur sölu Utstillingar og umsjon með verslun í samráði við verslunarstjóra Hæfniskröfur Reynsla af sölustörfum Rík þjónustulund og góð framkoma Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði Öguð vinnubrögð og samviskusemi Snyrtimennska í boðí er Þægilegur vinnustaður með fjölbreytt verkefni og sanngjörn laun Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að sækja um með því að senda inn umsókn á netfangið ingvi@rafha.is. Æ Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is Stærstu mótvægis- aðgerðir sögunnar ■ Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar þorskkvóta kosta 10,5 milljarða ■ Fjórir og hálfur milljarður í beinar aðgerðir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net „Þetta er öflugasta mótvægisað- gerð sem nokkur ríkisstjórn hefur nokkurn tímann gripið til and- spænis erfiðleikum,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra þegar mótvægisaðgerðir ríkis- stjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla voru kynntar í Þjóðmenn- ingarhúsinu í gær. Áætlað er að að- gerðirnar kosti alls um tíu og hálfan milljarð króna, þar af fer um fjórir og hálfur milljarður króna í beinar aðgerðir. Auk Össurar kynntu þau Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni Mathie- sen fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra aðgerðirnar. Árni sagði ráðherr- ana hafa notið ráðlegginga Byggða- stofnunar við úthlutunina. „Hún ráðlagði okkur að horfa til þeirra sveitarfélaga sem hafa hátt hlutfall starfsfólks í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu, og þeirra svæða þar sem hagvaxtar hefur ekki notið við að undanförnu. Það sem gerir þetta mál dálítið flóknara er að á ákveðnum stöðum á landinu geta MÓTVÆGISAÐGERÐIR _ Beinar aðgerðir: Kosta um fjóra og háifan milljarð króna. ► ► Byggðastofnun: Aflétting lána við ríkissjóð. Flýting framkvæmda: Vega- framkvæmdir, Akureyrar- flugvöllur og fjarskiptamál. ► Önnur verkefni og aðgerðir: Aukaframlög til tæknimála, niðurfelling veiðigjalds, tenging ísafjarðardjúps við raforkukerfi, styrking raf- orkukerfisins á Norðurlandi og framlag til Hafrannsókna- stofnunar. ► Ólokin verkefni: Úrvinnslu- verkefni fjármáiafyrirtækja. verið erfiðleikar vegna þessa sam- dráttar, en annars staðar eru ennþá einkenni hagvaxtar.“ Beinar aðgerðir Beinar aðgerðir sem eiga hafa áhrif samstundis munu kosta alls um fjóra og hálfan milljarð króna. Meðal þess sem fellur undir þann flokk er umfangsmikið viðhalds- verkefni á vegum Fasteigna ríkis- ins upp á einn milljarð króna, 750 milljóna króna fjárframlög til sveitarfélaga og 240 milljóna króna framlag til Þjóðskjalasafns Islands vegna grunnskráningar skjala úr óskráðum skjalasöfnum og gerðar stafrænna manntala. Gert er ráð fyrir því að það verkefni skapi 20 störf árlega og að það verði unnið í samstarfi við héraðskjalasöfnin á Isafirði, Sauðárkróki og Húsavík. Þá verða rúmlega 300 milljónir króna veittar til eflingar frum- greinadeilda á Suðurnesjum og Vestfjörðum, komið verður á fót háskólasetrum víðsvegar um landið og styrkir til ferðaþjónustu munu aukast verulega. 217 milljónir króna verða settar aukalega í Atvinnutryggingarsjóð til að mæta auknu atvinnuleysi og 150 milljónir króna í jarðhitaleit, meðal annars á Vestfjörðum, á næstu þremur árum. Ráðherrarnir vonast til að þessar aðgerðirnar skapi um 500 til 600 störf og námspláss en lögðu áherslu á að þær miðuðu einnig að því að efla innviði samfélaga sem yrðu fyrir áhrifum af kvótaskerðingunni.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.