Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 10
iæja góðir hálsar, þá er komið að því. Óskarinn verður afhendur í Kodak-ieikhúsinu í sjötugasta og sjötta sinn þann 29. febrúar næstkomandi og því ætlar Orðlaus að sjálfsögðu að spá fyrir um úrslitin. Þá er bara ekkert annað að gera en að horfa á Stöð2 og sjá hvort við höfum eitthvað vit á þessu eða hvort við séum bara að bulla. „And the Oscar goes to... Besta Kvikmyndin: Lord Of The Rings: The Return Of The King Lost In Translation Master And Commander: The Far Side Of The World Mystic River Seabiscuit Orðlaus spáir að Lord Of The Rings muni fara heim með óskarinn sem besta myndin. Hvað annað? Ólíklegust: Seabiscuit. Fín mynd, en er bara með eina aðra tilnefningu sem besta handrit byggt á annari sögu. Kemur ekki nógu sterkt inn, því miður. Besta Leikkona í aukahlutverki Shohreh Aghdashloo í House Of Sand And Fog Patricia Clarkson í Pieces Of April Marcia Gay Harden í Mystic River Holly Hunter í Thirteen Renée Zellweger í Cold Mountain Orðalaus spáir að Renée Zellweger muni sigra þennan flokk. Fékk Globe-inn fyrir hlutverkið sitt og er þetta þriðja árið í röð sem hún er tilnefnd til óskarsins. Hún hlýtur að vinna þetta núna. Ólíklegust: Shohreh Aghdashloo. Orðlaus kannast því miður ekkert við þessa leikkonu og akademían örugglega ekki heldur og það mun líklegast verða henni að falli. Besti Leikstjórinn: Fernando Meirelles fyrir City Of God Peter Jackson fyrir Lord Of The Rings: The Return Of The King Sofia Coppola fyrir Lost In Translation Peter Weir fyrir Master And Commander: The Far Side Of The World Clint Eastwood fyrir Mystic River Orðlaus spáir að Peter Jackson muni vera valinn besti leikstjórinn. Hann var tilnefndur í sama flokki fyrir LOTR: Fellowship Of The Ring og tapaði, en þetta gæti verið hans kvöld. Ólíklegastur: Fernando Meirelles. City Of God var besta mynd sem kom í bíó á síðasta ári að mati Orðlaus en það sem mun örugglega verða Meirelles að falli er að myndin er á portúgölsku og er mjög ofbelldisfull. Eitthvað sem að akademían er ekki alveg að meika. Besti Leikari í Aðalhlutverki: Johnny Depp í Pirates Of The Caribbean: The Curse Of The Black Pearl Ben Kingsley í House of Sand And Fog Jude Law í Cold Mountain Bill Murray í Lost In Translation Sean Penn í Mystic River Orðlaus spáir því að Bill Murray muni hreppa hnossið. Leikur hans í þessari mynd hefur fært honum fjölda viðurkenninga eins og t.d Golden Globe- verðlaunin og hefur hann víst aldrei verið betri. Óliklegastur: Ben Kingsley. Hann hefur unnið óskarinn áður í sama flokki fyrir myndina Gandhi en þessi mynd fékk ekki næga umfjöllun til að geta látiö hann fara heim með óskarinn. Besta Leikkona í Aðalhlutverki: Keisha Castle-Hughes í Whale Rider Diane Keaton i Something's Gotta Give Samantha Morton ( In America Charlize Theron í Monster Naomi Watts í 21.Grams Orðlaus spáir að Charlize Theron muni setja óskarinn fyrir ofan arinhilluna sína. Hún vann Globe-inn fyrir leik sinn í þessari mynd og er sigurstranglegust samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Ólíklegust: Samantha Morton. Góð leikkona en við höldum að hún muni vinna seinna fyrir allt aðra mynd. Besti Leikari í Aukahlutverki Alec Baldwin í The Cooler Benicio Del Toro í 21.Grams. Djimon Hounsou í In America Tim Robbins í Mystic River Ken Watanabe í The Last Samurai Orðlaus spáir að Tim Robbins muni fá óskarinn í hendurnar. Ólíklegastur: Djimon Hounsou. Ég veit ekki afhverju, fínn leikari, en tilfinningin segir mér að hann eigi ekki eftir að vinna. Besta Teiknimyndin í fullri lengd. Brother Bear Finding Nemo The Triplets Of Belleville. Orðlaus spáir að Finding Nemo muni vinna þetta. Þetta er bara ein vinsælasta teiknimynd allra tíma hingað til. Þarf að segja fleira? Fyrir besta handritið spáum við að Sofia Coppola muni vinna fyrir Lost In Translation og að Peter Jackson muni vinna fyrir handrit byggt á öðru efni ( Lord Of The Rings) Við semsagt höldum og satt að segja vonum að 29. febrúar verði kvöld Hringadrottinssögu. Ef þið viljið vita meira um óskarinn mælum við með því að fara á www.oscar.com þar sem hægt er að sjá allar tilnefningarnar og þú getur líka gert þína eigin spá. Hvaða myndirtilnefndar eru í bíó núna? Sambíóin eru að sýna: Mystic River, Finding Nemo, Brother Bear, Something's Gotta Give, The Last Samurai og er Cold Mountain væntanleg þar á bæ þann 20. febrúar næstkomandi. Skffubíóin (Smárabió, Regnboginn,) eru að sýna LOTR:Return Of The King (ásamt Laugarásbíó) Master And Commander, 21.Grams og Lost In Translation. Myndirnar Monster,The Triplets of Belleville, In America og House Of Sand And Fog vitum við ekki enn hvort að bíóin ætli að taka til sýninga en við vonum. Seabiscuit og City Of God eru væntanlegar á DVD og VHS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.