Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 41

Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 41
Texti: Steinunn Jakobsdóttir lð eða týna fjölskyldum sínum. Þau eru seld í barnaþrælkun eða eru látin berjast í stríði, við hlið þjálfuð í að nota vopn og sprengiefni, þau eru þjálfuð til að hata og drepa og stelpurnar eru þar jaldan verið fjallað um en er gríðarlega mikilvægt til að gera okkur meðvitaöri um hvað er virkilega gert en beðið eftir því að alþjóðasamfélagið taki á þessari plágu. Notkun á börnum í hernaði brýtur i bága við alþjóöalög. Það er striðsglæpur að notast við ólögráða börn í striðsátökum en rfkisstjórnir landanna hafa brugðist skyldu sinni í að vernda börnin með þvi að framfylgja ekki lögunum. Rikisstjórn hvers lands ber lagaleg skylda að vernda börnin og standa vörð um réttindi þeirra. Það er skylda þeirra að rannsaka öll mál þar sem brotið er á rétti barnsins og refsa þeim sem á þeim brýtur. Ríki heimsins bera ábyrgð á að vernda börn gegn mismunun og pyntingum og annarri ómanneskjulegri meðhöndlun en þrátt fyrir það eru grunnréttindin mjög vfða brotin. Lítill árangur hefur náðst í að stöðva notkun barna f hernaði til þessa og í sumum landanna hefur talan aukist til muna. Ef nokkrum börnum er bjargað er bara öðrum rænt f staðinn. Þessi tala, 300 þúsund börn, er verðugt umhugsunarefni og mikilvægt er að grípa til aðgerða strax til þess að sporna við örri fjölgun þeirra. „Þegar ég verð eldri ætla ég að stofna gengi og hefna föður míns." Asif, 12 ára afganskur flóttamaður. Hverjir standa vörð um réttindin? Hin ýmsu mannréttindasamtök eins og UNICEF, Rauði krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt skæruliða og skipulagðar hersveitir til að hætta að notfæra sér börn undir aldri og hvetja ríkisstjórnir til að vinna að alhliða lausnum og reyna að takast á við vandamálið. Ýmis sjálfstæö samtök berjast einnig fyrir réttindum þessara barna og má hér til dæmis nefna Opertation S.I.C.K sem stendur fyrir „Stop inciting children to kill" (Hættum að hvetja börn til að drepa) og eins The Coalition to stop the use of Child Soldiers (Samtök til að stöðva notkun barnahermanna) sem voru stofnuð árið 1998 af nokkrum NGO's eins og Amnesty International, Defence for Children International, Human Rights Watch og fleirum. Þessi samtök þrýsta á Öryggisráð sameinuðu þjóðanna og rfkisstjórnir stórveldanna aö líta ekki framhjá vandanum, heldur gera allt sem hægt er og meira til, þvf að á meðan lítið er gert vex úr grasi ný kynslóð sjálfsmorðsárásarmanna, ofbeldishneigðra hermanna og hryðjuverkamanna sem þekkja fátt annað en grimmd, morö og hatur á náunganum. „Ég vil bara fara heim og vera með fjölskyldunni minni." Chrístopher, 12 ára í Uganda Er einhver lausn? Það þarf aö kynna alþjóðasamfélaginu vandamáliö og opna augu almennings. Það þarf að tiikynna öll brot sem uppvfst verður um tafarlaust og gera brotamennina ábyrga fyrir gjörðum sínum. En það alira mikilvægasta er að hjálpa börnunum aö samlagast aftur umhverfi sfnu þegar þau koma úr hernum, hjálpa þeim að vinna úr hæfileikum sínum á annan hátt en aö meiða og drepa. Gera þeim kleift að mennta sig og hjálpa þeim að vinna úr öllum andlegum vandamálum sínum, því að mörg þeirra eru svo skemmd eftir vistina að þau eru hættuleg sjálfum sér og öðrum. Þessir fyrrverandi hermenn eiga að fá tækifæri til þess að verða virkir meðlimir samfélagsins. Við, almenningur, getum margt gert. Við getum gerst meðlimir í The Coalition to Stop the Use of Child Soldiers og gefið okkar framlag með því að fara á síðuna . Við eigum öll eitthvað aflögu, hversu lítið sem það er, en margt smátt gerir eitt stórt, ekki satt? Einnig getum við framsent linkinn til að reyna að fá fleiri til að gefa framlag eða til aö dreifa vitundinni um það sem á sér stað. Þaö þarf að grfpa til róttækra aðgeröa strax til þess að veita börnunum húsaskjól, læknisaðstoö og aðgang að menntun svo nokkuð sé nefnt. Það er grfðarlega mikilvægt að allir viðurkenni mannréttindi þessara barna þar sem þau eiga jafn mikinn rétt á viðunandi Iffi eins og börnin til dæmis hér á íslandi. Morð, ofbeldi og pyntingar eiga ekki að viðgangast og þurfa allir að viðurkenna að slík meðferð er ekki nokkrum manni sæmandi. „Börn eiga rétt tfl þess að fá að lifa Iffínu, vera frjáls undan mismunun og misþyrmingu, vera frjáls undan herkvaðníngu og að vera vernduð f stríðsátökum og hafa rétt til menntunar, heilsugæslu og fullnægjandi Iffsskilyrða. Það eru þeirra mannréttindi að fá að lifa við öryggí og að vera ekki hneppt í þrældóm, sæta pyntingum eða annarri ómanneskjulegri meðferð." Ég vil benda þeim sem áhuga hafa á aö kynna sér málin betur á eftir farandi heimasíöur: http://www. hrw.org http://www.globalmarch.org/childsoldier/ http://amnesty.org/ http://www.amnestyusa.org/children/soldiers/ http://Www.chiid-soldiers.0rg/ ;yv ' „Einn strákurinn náðist þegar hann reyndi að flýja. Hendur hans voru bundnar, og síðan létu þeir okkur, nýju fangana, drepa hann með priki. Mér leið ömurlega. Ég þekkti þennan strák. Hann kom frá sama þorpi og ég. Ég neitaði að drepa hann og þeir sögðu við mig að þá myndu þeir skjóta míg. Strákurinn spurði mig: „Af hverju ertu að gera þetta?" og ég sagðist ekki eiga annarra kosta völ. Eftir að við drápum hann létu þeir okkur smyrja hendur okkar með blóði hans svo við myndum ekki reyna að flýja." Susan, 16 ára í Uganda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.