Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.02.2004, Blaðsíða 28
•NZIO Uti að borða með Mick Jagger í g-streng\tneð\!!í Við ákváðum að forvitnast aðeins um bransann og fengum þaer í viðtal... Hvað gerir þú í New York þegar þú átt frídag? Mér finnst ótrúlega gaman að fara í allskonar tlma eins og í yogatíma eða danstíma. Ertu að verða milli? Mmm ... nei ég mundi ekki segja það. En maður lifir allavega á þessu og hefur gaman a f, það er það sem skiptir máli. Þessi bransi er þannig að maður veit ekki neitt, einn daginn getur maður fengið milljóna króna verkefni, sem gerist ekki oft, en hinn daginn þá er maður að skrapa saman fyrir sígó. X/íð Við sáum Dior auglýsingu með þér á baksíðunni á Vogue? Nei, þetta er ekki ég. Fyndið samt, því mamma hringdi í mig ógeðslega spennt, Edda, það er ekkert verið að segja mér að þú hafir verið að vinna fyrir Dior." En það var ekki égl! Það sem er reyndar fyndnast við þetta er að við erum ekkert Ifkar, nema á þessari mynd. Stærsta verkefnið? Ég hef gert auglýsingu fyrir Pepper Jeans oq Body Lotion auglýsingu á Kúpu fyrir Loreaí. Ég held að það sé þao stærsta. En hvað með skóla? Ég er nú bara ennþá að leita. Ég er nýbúin að kynnast stelpu sem er í ótrúlega flottum listaskóla sem heitir Parsons, en hann er bara ótrúlega dýr. Það er einhvern veginn allt opið eins og er. Það tekur líka tíma að aðlagast New York, hún er rosalega stór og það er svo mikið af fólki þar og margt hægt að gera. Mér finnst eiginlega erfiðara að vera búin að ferðast svona mikið þvl þá opnar maður svo ótrúlega margt og það er svo erfitt að velja á milli. Maður er alltaf alveg; "Vá, þetta er geðveikt!" og síðan hittir maður einhvern annan og hann er að gera eitthvað alveg miklu geðveikara. Þannig að maður er alltaf að skipta um skoðun! ~Hvað af New York er áhugaverðast að skoða?^ Ég er ótrúlega hrifin af Brooklyn, Williamsburg. Ég var að uppgötva það hverfi og finnst það alveg frábært. East- og West Village eru líka frábær hverfi, þar eru skemmtileg kaffihús og matsölustaðir. Ég er reyndar ótrúlega léleg í því að "túristast" og skoða hluti. Það er ótrúlega leiðinlegt að segja frá þvl en ég er til dæmis ekki búin að sjá rústirnar eftir Wold Trade Center, kGround Zero. Hver er frægasta manneskja sem þú hefur hitt? ’ Mick Jagger. Við fórum fjórar stelpur út að borða með honum og vini hans, þetta var frekar plebbalegt. Við sátum þarna eins og skftar ... eða nei nei þetta var allt í lagi. Við borðuðum með honum og kíktum með honum á djammið. En maður var ekkert eitthvað "blessaður Mickl". Er mikið um það að þið séuð beðnar um að' fara út að borða með einhverjum stjörnum? Nei, alls ekki. Ég geri það ekki oft... það kemur einstaka sinnum fyrir. Það er meira að maður bara hitti eitthvað svona lið á skemmtistöðum, eins og um daginn þá hitti ég Dolce and Gabbana. Ég reyni samt að forðast þetta, ég er komin með svo mikið ógeð á þessum kokteilboðum sem eru uppfull af einhverjum . snobbuðum plebbum. Færðu aðdáendabréf ? Nei ekki í dag. En þegar ég var yngri þá fékk ég stundum aðdáenda bréf. Oft var eitthvað I þeim eins og til dæmis hálsmen. Ég fékk líka skrýtna tölvupósta og ógeðsleg símtöl sem var ekki skemmtilegt. Þá var ég bara 14 ára og fannst þetta bara krípi og ógnvekjandi. Tónlistarsmekkur? Mazzy Star, Sigur rós og Björk. Ég er ótrúlega mikið fyrir íslenska tónlist og ég er ótrúlega dugleg að tjá mig um íslenska tónlist þegar ég er úti. Ég er alltaf bara "Singapore Sling it's my brother here." og talandi um Sigur Rós og svona. Ég alveg fíla íslenska tónlist í botn. rHversu mikið eru umboðsaðilar að fá fyrir sinn snúð? 0 Það er ótrúlega misjafnt. Hérna heima taka þeir eiginlega ekki neitt, bara 10% en úti taka þeir alveg 30 - 40%. En þeir eiga það líka skilið þv( þeir eru alveg að vinna fyrir sínu. Ég gæti aldrei gert þetta án þeirra ef ég ætla að græða eitthvað á þessu. I dag eru allir með stofu en ég man þegar ég var yngri og þá voru stelpur að fara um einar með einhverjar möppur! Ég held að það myndi aldrei ganga upp, allavega ekki í dag því skrifstofan reddar öllu.j / Hjá hvaða skrifstofu ertu? Ég er hjá Ford f bæði Parfs og New York. fá? á Hvaða verkefni er leiðinlegast að Þetta starf hefur náttúrulega sfna kosti og galla. Ég er til dæmis búin að vera að vinna frekar mikið fyrir Calvin Clein við að gera svona "showroom" og ég var fyrst geðveikt spennt fyrir því en þetta var alveg leiðinlegasta verkefni sem ég hef upplifað. "Showroom" gengur út á það að sýna föt fyrir verslunarstjóra í stórum búðum eins og Bloomingdales. Maður situr f einhverju herbergi frá þvf klukkan átta um morguninn til ca. sjö um kvöldið og er sfðan kallaður fram til að fara í einhver föt við og við til að sýna þau. Ég ráðlegg öllum að fara l alls ekki í þennan pakka. Edda, Erla og Malla hafa unnið sem fyrirsætur út um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.