Orðlaus - 01.02.2004, Síða 34
Forgotten Lores - Týndi hlekkurinn
Forgotten lores eru jafnan í hávegum hafðir meðal íslenskra hiphopara. Af kípenitríl röppurum landsins kípa þeir það rílast,
ef marka má strákana - sannir og verðugir fulltrúar Iffsstilsins Hiphop. FL röppuðu lengst af á ensku og gerðu það vel, en
eftir snarpa vindhviðu (réttast væri að tala um hvirfilbyl) þarþarsíðustu jóla skiptu þeir, eins og fleiri, um rímtungu, með
ágætum árangri. Lengi hefur verið beðið eftir stórri plötu úr þessari átt og fyrir jól kom hún loksins, aðdáendum sveitarinnar
og henni sjálfri sjálfsagt til ómældrar ánægju.
Enda skal engan undra að beðið hafi verið eftir plötu með Forgotten Lores - drengirnir hafa sýnt það og sannað undanfarin
misseri aö þar fara engir amatörar (rímnakasti og skifuskanki. Þegar þeir ná hæstu hæðum á Týnda hlekknum er unun að
hækka duglega, lygna aftur augunum og einbeita sér að tónlist og textaflæði. ( Hiphopi af þeirri gerð er FL aðhyllast er
hinsvegar lögð sáralítil áhersla á melódiur og viðlög og það er þegar slíkt er hvað mest áberandi að platan dettur niður í
tómt hjakk og leiðindi - nær lægstu lægðum svo að segja. Af slíkum stundum er hinsvegar fátt og þeirra er langt á milli,
þannig að heildarupplifunin er jákvæð fyrir hlustandann, sérstaklega ef hann hefur þjálfað sig í rapphlustun og nær að
fylgja textunum vel eftir.
Yrkisefni FL eru af mörgu meiði og mis-áhugaverð. Þegar rætt er um íslenskan raunveruleika (líkt og í besta lagi skífunnar o
- Vetrarríki) tekst sveitinni hvað best upp, en ádeilutextar um BNA, Israel og margvlslegan stríðsrekstur eru einnig svalandi.^
Hefðbundnir hip-hop braggadocio stælar fara FL hinsvegar ekki jafn vel (og þeir festast alltof oft f þvi að svara eldgömlum ™
dissum ónefndra sjónvarpsstjarna). Þessi atriði fara hinsvegar sjaldan yfir þanmörk. Af öðrum ólöstuðum standa rímur Byrkis--g
B uppúr. |
c
Skytturnar frá Akureyri eiga hressa innkomu í tveimur lögum (þær eru líka svo hressarl), en einnig koma Bobbi Vandræðagemsi S
og Bubbi Morthens við sögu. Öll hljóðvinnsla, taktar og sömpl eru til stakrar fyrirmyndar og gaman er að heyra lifandi o
hljóðfæraleik endrum og eins. Týndi hlekkurinn líður hinsvegar fyrir vandræðalega Ijóta kápu;yfirdrifin tagg-skriftin á ekki o
eftir að aðstoða neinn við að komast að því hvað í fjandanum hún heitir eiginlega. Ég þurfti að athuga það á netinu.-c
Chosen Ground - Far
( heldur ruglingslegum kynningartexta plötunnar Far kynnir stoltur faðir, Charley D (aka Karl Kristján Davíðsson ), frumburðinn
til leiks sem graff-tónlist. Þó ýmsar stefnur og straumar komi i hugann þegar hlýtt er á deibjúplötu Chosen Ground er best
að leggja upp með skilgreiningu Karls, enda er hún einfaldari en flest það sem mér kom til hugar (reggae-, hiphop- og
hússkotin instrúmental-chillout tónlist er t.d. ólíkt óþjálla nafn). Téður Karl mun vera nokk öflugur graffari og þetta er
semsagt sú tónlist sem ómar um hugarfylgsn hans við þá listsköpun; hvað er betra að gera við slíkt en deila því með
heiminum?
Á Far er bæði að kenna nýtískulegra tölvuhljóma sem og lifandi hljóðfæraleiks. Samspii þessara þátta kemur oftast vel út
og ekki spillir fyrir þegar ófeðruð Sara hefur raust sina og raular melódíur með lundúnahreim, eins og hún gerir í nokkrum
laganna (gaman hefði verið að heyra meira af henni). Raunar er vélræna hlið tónlistarinnar oft hennar veikasta: Karl hefur
næmt eyra fyrir bæði laglínum og stemmningu, en stundum finnst manni eins og meiri vinnu hefði mátt leggja í trommutakta
og val á „hijóðum". Þetta er þó ekki algilt og sumstaðar gengur tölvuvinnan ágætlega upp.
Verandi „chill-out" tónlist (sú tónlistarstefna sem Friðrik Karlsson hefði lagt fyrir sig í stað slökunartónlistar væri bakgrunnur
hans hiphop) er fátt um eiginleg lög á skífunni. Henni er ætlað að flæða frá upphafi til enda, þannig að þú jafnvel gleymir
að hún er til staðar, og veita bakgrunn fyrir ýmsar athafnir (t.d. graff?). Lagið Stash cercle (svo) gefur ágætlega tóninn fyrir
rólegheitin sem fylgja í kjölfarið. Um miðbik plötunnar lofar lagið Secret virkilega góðu með Portishead-legri melódíu sem
grúfar vel, en þvi miður umvarpast það í einhverskonar júrótæknóafbrigði þegar trommutakturinn kemur inn. ( kjölfarið
fer aðeins að halla á stemmninguna, en síðari helmingnum er þó bjargað fyrir horn í laginu Orthodox Yesus (svo) og afgangur
Far rennur vel eftir það. Heildarupplifun af plötunni er þvi jákvæð, hver sem er ætti að geta „chillað" með hana að vopni, ^
þó hún reyndar krefjist ákveðins bakgrunns ætli fólk að njóta hennar á breiðari grundvelli (í framhaldi er gaman að velta Y
því fyrir sér hvort skjáauglýsingatónlist hiphopkynslóðarinnar eigi eftir að hljóma svona). Hljóðvinnsla er yfirleitt ágæt, en'rö
tónjöfnun er sumstaðar áfátt (þetta kemur þó ekki að sök nema hlustað sé á skífuna með góðum heyrnartólum).B
o
-C
Far verður að teljast nokkuð djörf tilraun í plötuútgáfu á (slandi, enda tónlist sem þessi sjaldan leikin í útvarpi og almennt
lítið kynnt á okkar slóöum (þó er ekki óhugsandi að Karl hafi stærri markaði í huga þar eð kynningartextar eru á ensku). g
Þetta framtak ber merki um ört vaxandi grasrót Islensks hiphops, og er mikið ánægjuefni. Gaman er að segja frá því að o
kápumynd disksins er einstaklega falleg og öll umslagshönnun vel heppnuð. Næst mættu Kalli og félagar þó splæsa í§
prófarkalestur fyrir meðfylgjandi texta, sumar málfræði og stafsetningavillurnar þarna fara langt handan þess að veraj?
hiphop.
Einnig: Eftir langa leit hefur rokkrýnir Orðlauss loks fundið dökka
miðju alheimsins. Sú heitir The Shins og gefur út hjá
plötufyrirtækinu sögufræga SubPop (sem státar af því að
hafa gefið útfyrstu Nirvana-plöturnar). Önnur breiðskífa
sveitarinnar, Chutes too narrow er með því rosaiegasta
sem undirritaður hefur heyrt í all-langan tíma. Einstaklingar
sem hafa unun af hressri popptónlist, tja, eiginlegra allri
tónlist, eiga eftir að elska þessa plötu því hún er barasta
æðisleg. Shins spila óldskúl melódískt popprokk f anda
Beach Boys og fleiri hetja sjötta áratugar síðustu aldar.
Þó eru þeir sín eigin hljómsveit - fjarstæðukennt væri að
setja þá í flokk með „The-"sveitabylgjunni. Gaman er svo
að geta þess að hljómborðsleikari sveitarinnar kom fyrir
i nýlegum þætti America's next top model, en sá er
kærasti hinnar óviðjafnanlegu Elyse... Broken Sociai Scene
er önnur skemmtileg nýsveit sem spilar sérstaklega
skemmtilega útgáfu af einhverskonar indírokki. Að ósekju
má eindregið mæla með plötunni You forgot it in
people", sem er hress og skemmtileg án þess að vera
auðveld. Svo nota þau stundum klapp f lögum, sem er stór
plús... Kelis vann sér inn þónokkur stig með laginu
Milkshake - ef ný breiðskífa hennar er öll jafn hress má
jafnvel Missy Elliott hafa vart um sig í hásæti drottningar
skitsófrenísksrar R&B tónlistar... The Darkness gerðu góða
hluti í rokkinu í haust með slagaranum I believe in a thing
called love. Breiðskífan Permission to land hefur selst
grimmt f Englandi og þarlend rokkrit hafa vart undan að
lofa sveitina hástöfum. Er hér um að ræða enn eitt hæpið
sem fólk á eftir að skammast sín fyrir aö hafa hlustað á
eftir hálft ár? Svo má vel vera, en I believe... er engu að
síður mjög hresst lag og platan inniheldur nokkur slík til
viðbótar. Ekki fyrir alla, en samt fínt fyrir þá sem fíla
falsettusöng og þröngar spandex-buxur. Jólalag sem sveitin
sendi frá sér um dagana var sömuleiðis hreint afbragð!...
Non-Prophets platan Hope er extra-fín, en samt á allt
öðrum forsendum en meistarastykkið Personal Journalist.
Textar Sage Francis eru minna emó og meira braggadocio
en áður og undirspilið er frekar óldskúl allt. Samt standast
fáir Sage snúning i tungulipurð og skemmtilegheitum og
fólk sem hefur gaman af svoleiðis mun hafa gaman af
Hope...
Loksins kom ný plata með „Belle & Sebastian". Heitir sú
Dear Catastrophe Waitress. Þar kveður við nokkra
stefnubreytingu hjá Skotunum, sem margir aðdáendur
þeirra munu sjálfsagt eiga erfitt með að sætta sig við. Eitt
lag hljómar meira aö segja eins og Thin Lizzy! Nálgist
fólk plötuna með sæmilega opnum hug mun það hinsvegar
komast f raun um að hún er ekki síðri en fyrri verk B&S og
jafnvel um margt betri. Allavega er hættulegt að staðna.
Best eru lögin l'm a Cuckoo, Piazza, New York" og
titillagið.
Korn eiga Ifka nýskífu: Take a look in the mirror. Á henni
halda þeir áfram hinni geigvænlegu bylgju stöðnunar og
hugmyndaleysis sem hefur hrjáð þá undanfarin ár og
uppskera meira af því sama. Sem gamall aðdáandi finnst
mér fínt að heyra að það er enn lif i strákunum, en skifan
mun ekki verða fastagestur undir hinum háttupphafna
geisla minum. Útgáfa þeirra félaga af Metallica slagaranum
One er hlægileg, en besta lag plötunnar - Here it comes
again - er hinsvegar rosalegt og tekst eitt augnablik að
færa þennan rokkskríbent aftur í níunda bekk, komplett
með únglingabólum, neftóbaki No 99 og tveggja bjóra
fylleríum.
Rétt er að árétta það við hina indælu lesendur Orðlauss
að enginn þarf að skammast sín fyrir að þekkja ekki hinar
og þessar skífur sem hér koma til umfjöllunar. Rokkrýnir
er enginn elítisti sem passar sig á að fjalla bara um plötur
sem enginn þekkir, þvert á móti vill hann endilega deila
því sem honum finnst skemmtilegt með gervallri þjóðinni.
Enda er hann ekkert kúl, hálfgerður nörd eiginlega. Ef
einhver kannast ekki við sumar sveitirnar sem minnst er á
hér að ofan ætti sá hinn sami bara að tékka á þvi ef
músiggáhugi er til staðar- að því gefnu að þær fái jákvæða
umsögn, auðvitað. Já, eða ekki... Að lokum: hvað í
andskotanum er eiginlega málið með nýja helvítis
Skítamóralsmyndbandið. Lagið er I sjálfu sér ágætt til .
þess að gera, en meðfylgjandi vídjó er eitt argasta dæmi °
um karlrembu og svínslegheit sem undirritaður hefur orðið=
vitni að i íslenskri tónlist (50 cent er ekki íslenskur). Tvær g
hálfnaktar stelpur slást í sundi og klæða hvora aðra úr o
„fyrir strákana" - sirkusdýr eða altént auðmjúkir þjónar
karlveldisins. Ekki að hálfberar konur séu ekki góðar til g
síns brúks en... komm onl Svona lagað átti að deyjafs
með Mötley Crue og ekki mínútu of seintl Ekki fyndið, x
ra
.e
ekki sætt og ekki sniðugt!
Tenderfoot er efnileg hljómsveit sem starfað hefur i tvö ár og er greinilegt að þarna eru hæfileikarikir einstaklingar
á ferð. Þeir spila rólega og þægilega tónlist þar sem gitarspilið, trommuleikurinn, skemmtilegur bassi og flott
rödd söngvarans Kalla fara vel saman í nokkurskonar nútímalegri kántrýtónlist með áhrifum frá meðal annars
Jeff Buckley, Nick Drake, Elliot Smith og Will Oldham. Sjálfir lýsa þeir tónlistastefnunni sem blöndu af Emo og
Alternative Country.
Hljómsveitin átti tvö lög á safndisknum Sándtékk sem kom út um síðustu jól, en það eru lögin „While this river"
og „Country". Engin breiðskifa hefur ennþá komið frá sveitinni, en við verðum bara að bíða spennt því þeir
strákar hafa allaveganna nóg af lögum til að velja úr.
Hljómsveitin er að fara af stað í ferðalag þann 24. febrúar til New York þar sem þeir spila á fjórum tónleikum,
meðal annars á stöðunum Sin-é og Southpaw. Þeir eru ( óða önn að safna í ferðasjóö og eru því búnir að vera
að spila víða undanfarið við góðar undirtektir.
Næstu tónleikar Tenderfoot verða á Ellefunni, fimmtudaginn 19. febrúar, ekkert kostar inn en hægt er að styrkja
hljómsveitina með framlögum.
Allir á Ellefuna!!!