Orðlaus


Orðlaus - 01.02.2004, Síða 38

Orðlaus - 01.02.2004, Síða 38
43 Mér finnst Þær skoðanir sem að birtast hér eru ekki á ábyrgð Orðlaus. O . Ferð án ferðalags Nú er sá tími að flestir huga að ferðalögum sumarsins og skipuleggja hvert á að fara til að finna hina sönnu sumarsælu. Ég var búinn að skipuleggja eina ferð til Grænland, aðra til Uganda og svo hafði ég hugsað mér að skutlasttil Slóveníu og jafnvel að kíkja á sólarströnd á Spáni. Ég hef þó ekki gert nein nákvæm tímaplön en nýt þess að afla mér fróðleiks um fyrirheitnu löndin af bókum eða á netinu. Svo lygni ég aftur augunum og verð um stund nautabani á Spáni eða hvíli alsæll á kristilegri nektarströnd og nýt „Ástfanglð fólk í tllhugalífl ar wlðsfjarri grjóthörðum raunverulelkanum sem bíður handan vlð hornið. Bn eumlr átta slg á því að verulelklnn er öðruvísl en óstsjúklr hugar þoirra ná skýrrl rnynd af." útsýnisins til hafs. Þá er ekki amalegt að ferðast um með austurströnd Grænlands á borgarísjaka og berjast við ísbirni eða rostunga í huganum. Engin óþægindi af þeim ferðalögum og hugarflugið lyftirandanum í hæstu hæðir. Allt frítt. Skipulagning ferðalags er ekki ósvipuð tilhugalífi þar sem fólk svífur um á rósrauðu skýi í áttina að hjónabandi eða ævisambandi. Sjaldnast hvarflar annað að elskendunum en að hjónabandið verði einungis staðfesting á ríkjandi sælu. Ástfangið fólk leiðir ekki hugann að kúkableium, andvökunóttum, framhjáhaldi, rifrildi út af smáu og stóru eða almennu getuleysi. Ástfangið fólk í tilhugalífi er víðsfjarri grjóthörðum raunveruleikanum sem bíður handan við hornið. En sumir átta sig á því að veruleikinn er öðruvísi en ástsjúkir hugar þeirra ná skýrri mynd af. Þeir slíta því gjarnan sambandinu áður en til þess kemur að rósrauð ímyndum breytist í ískaldan veruleika með tilheyrandi sambúðarerfiðleikum. Og síðan hefja þeir nýtt tilhugalíf með nýjum einstaklingi á flótta sínum undan veruleikanum. Þeir fara aldrei í sjálft ferðalagið. Góð vinkona mín var allt sitt líf efnuð, hafði ferðast víða um heim þegar hún komst að ákveðinni niðurstöðu. Besti hluti ferðalagsins var undirbúningurinn og tilhlökkunin en flest annað var vesen. Þá var alltaf gaman og engin óþægindi á borð við það að kúldrast í flugvél með alltof þröngt á milli sæta eða sólbrenna á strönd sem liðið hafði um hugskotið sem staður hinnar fullkomnu hamingju þar sem sólbrúnn skrokkur hvíldi í undurfögru umhverfi sem myndaði kjöraðstæður fyrir sálina til þess að taka flugið. Peningar skiptu vinkonu mína engu máli og hún gat því farið í ferðalagaleikinn af fullri alvöru og keypt sér farmiða eftir því hvert hugurinn stefndi hverju sinni. Þessi ágæta vinkona mín var einn dýrmætasti viðskiptavinur Flugleiða því hún keypti ótal farmiða frá Islandi án þess að stíga nema örsjaldan upp í flugvél. Hún vissi sem var að löngu flugi fylgja óþægindi á borð viö flugþreytu og bögg á landamærum. Mér finnst að sumu leyti skynsamlegt að hætta áður en leikur hefst og láta þannig tilhlökkunina nægja. En samt er niðurstaðan sú að lífið er ekki tilhlökkunin ein og upplifunin. Víst er að ferðalag á ísjaka viö Grænland er ekki raunhæft því kuldinn myndi líklega drepa mig áður en ég félli fyrir ísbirni. Þar mun ég því ferðast á báti, jafnvel þótt ég verði dálítið sjóveikur. Þrátt fyrir að sólarströnd hafi sína ókosti þá held ég samt að óttinn við sólbruna muni ekki halda mér frá því að fara og lifa og leika mér. Niðurstaðan er nefnilega sú að ferðalagið er nauðsynlegt því upplifunin slær allt annað út. Slæma reynslan eykur mikilvægi þeirrar góöu í minningunni. Og ekki má gleyma því að þeir sem láta einungis tilhlökkunina nægja eignast engar minningar. Það sama gildir um tilhugalífsfólkið. Minningar þeirra verða fábrotnar í samanburði við það sem gerist hjá þeim sem ganga ótrauðir lífsins veg þar sem hjónabandið er vegvísirinn. því munu ferðaskrifstofur ekki hagnast á skrópi mínu. Ég á eftir að sólbrenna og vonandi að lenda í ýmsu klandri í ferðalögum framtíðarinnar. Rétt eins og sá sem barist hefur áfram í stormi og nýtur þess að vera í logni mun ég njóta góðu stundanna á ferð um heiminn en taka hinum af karlmennsku. Lífið hæfileg blanda af þjáningu, vellíðan, sorg og gleði, fátækt og ríkidæmi. Þeir einir sem hafa upplifað sársaukann kunna að meta það þegar sælan hríslast um líkamann rétt eins og þeir sem hafa upplifað skort læra almennilega að meta allsnægtir. Þeir sem skilja það og ná að halda jafnvægi eru hamingjufólk. Reynir Traustason, ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu og rithöfundur. Hvenær hefst lífið? Hvenær verðum við stór? Ég var varla farin að gera mér grein fyrir tilvist minni, tala, hugsa og skilja aðra áður en ég var farin að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði "stór". Þessar hugmyndir breyttust og þróuðust úr því að ætla að verða prinsessa eða fegurðardrottning yfir í að verða læknir eða leikari en enduðu að lokum í þvl að ég er orðin 22 ára og er ekki enn farin að ákveða hvenær ég ætla að verða stór. ««*kl í rlgnlnsu * u,.*. * 6ka ®n éB s*öð .... sfcotln i. ir...B bú|n nð Ég er ekki að aumka mér yfir hlutskipti mínu og halda því fram að það hafi eingöngu gleymst að gefa mér töfralyfið sem gerði mig að fullmótuðum einstaklingi heldur þvert á móti er ég að reyna að svara spurningunni fyrir fullt og allt fyrir alla eins og mig. Ég held ef ég á að vera hreinskilin að ástæðurnar fyrir því að ég get ekki tekið þetta skref út í lífið séu annars vegar hræðsla við að enda uppi sem einhver önnur en ég vil vera, hugsanlega óhamingjusöm, og hins vegar óstjórnleg leti. Auðvitað væri auðvelt að flækja málin og finna einhverjar háfleygari og samfélagslegri ástæður fyrir því að maður vilji ekki verða stór en í mínu tilfelli held ég að ég sé bara hrædd og löt. Svo hrædd að til að bjarga mér frá margra ára háskólanámi og fylgjandi blankheitum er ég klukkan hálfsex um morgun að reyna að verða rithöfundur og svo löt að blaðsíðurnar verða varla fleiri en tvær. En það að verða stór er ekki bara starfið eða menntunin, það er líka börn eða ákveðið barnleysi, gifting, ást eða yfirveguð ákvörðun um einlífi, það er hugarástand, leitinni er hætt. Við erum það sem við erum og við erum sátt, hæfileikinn til að lifa í nútíðinni. Ég er farin að hallast að því að þetta sé veiki! Ég efast samt um að penisillín dugi við hræðslu og leti þannig að ég mun leita svara utan við hin kiínísku læknavísindi. Ég ætla ekki að láta mér tilhlökkunina eina nægja og Það er kannski ofsagt að segja að við, fólk eins og ég, séum veik en allavega sýkt af sjónvarpsglápi og óraunhæfum væntingum. Með tilkomu sjónvarps inn á flest heimili held ég að það hafi orðið enn erfiðara að lifa í núinu. Flest okkar dreymir ekki bara um framtíðina heldur veruleikafirrta framtíð þar sem allir eru fríðir, konan eða maðurinn þinn elskar þig, vinir þínir eru æðislegir og fallegu börnin þín virða þig og dá. Við erum að keppa við óraunveruleikann líkt og Þór reyndi við elli kerlingu. Þessi ímyndaði heimur hlýtur að slá raunveruleikanum við því VIÐ sköpum hann, með aðstoð amerískrar þáttagerðar. Mig dreymir um fyrsta kossinn jafnvel þó ég hafi fyrir löngu kysst stráka en ég stóð ekki í rigningu á miðjum fótboltavelli og kyssti strákinn sem ég var í laumi búin að vera skotin í í sjö ár. Ég man varla hvaða strák ég kyssti fyrst en ég var ekkert skotin í honum og langaði eiginlega ekkert að kyssa hann. Mig langaði bara í sleik við einhvern því að allar vinkonur mínar voru búnar að fara í sleik! En það er ekki bara fyrsti kossinn, það er svo margt. Ég hef aldrei fengið klappsenu í rúllustiga á flugvelli eða hitt gamlan mann sem segir mér eitthvað svo merkilegt að ég finn köllun mína í lífinu. Og nei ég hef aldrei hitt neinn sem hefur lent í neinu af ofantöldu því ég held að 90% af öllum þeim sem upplifi eitthvað í líkingu séu leikarar á setti. Að gera mér grein fyrir því að ég væri í raun minn eigin gæfu smiður og það þýddi ekkert að vera í biðstöðu eftir „lífinu" var mér þyngra áfall en að uppgötva að jólasveinninn væri ekki til. Allt er undir mér einni komið. Ég er þó tiltölulega bjartsýn, ég er búin að útiloka nokkra möguleika. Ég er til dæmis orðin of gömul til að verða táningsmóðir en það er eitt sem hræddi mig alltaf og svo finnst mér ólíklegt að ég endi á kassa í súpermarkaði eða sem öskutæknir. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim sem vinna við þetta, þetta er ekki almenn árás á greinarnar, heldur veit ég bara að þetta myndi ekki gera mig hamingjusama og þess vegna er ég búin að útiloka þetta. En hvernig nær samfélagið eiginlega að skipa I allar sínar stöður? Ég hef hitt og þekki fólk sem dreymir um að ganga í ólíklegustu og ég verð að segja drepleiðinlegustu störf sem ég get ímyndað mér. Ein var að læra að verða tollvörður og svo annar sem dreymdi um að verða endurskoðandi. Ég veit ekki hvað ég hélt, en ég hélt allaveganna ekki að þetta væru störf sem fólk stefndi að. En svona eru nú mennirnir misjafnir og sem betur fer, þó mér finnist þetta ||u«tl|* sam* .dre, fonfl*6 WapP*!"“n M ** . .de6a hltt a ég niin* * svolítið grunsamlegt. Er einhver sem sér til þess að allt gangi upp? Ef svo er þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram því að þá gleymdist að segja mér frá mínu hlutskipti. Þegar ég var að ræða þetta við mömmu og vinkonu hennar segir vinkonan við mig: „Til þess að finna út hvað þú vilt gera verðurðu að reyna að sjá fyrir þér hvernig þú vilt að líf þitt verði og finna síðan starfið út frá því." Ég leit í vongóð og sigrihrósandi augun á þeim og hafði ekki í mér að upplýsa þær um að það eina sem ég vildi gera væri að hanga, ferðast, versla og eiga samt nógan pening til að líta rosalega vel út og gefa flottustu jólagjafirnar. Ég sagði bara: já, kannski ég verði bara læknirl". Kannski að maður verði að reyna að fullorðnast í litlum skrefum, hænuskrefum. Ég held ekki aö ég muni vakna einn afmælisdaginn með leiðarvísi að lifinu undir koddanum, en hugsanlega mun ég vakna einn daginn hamingjusöm, stór og sátt við lífið og get litið aftur á langan veg af hænuskrefum. KSJ-

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.