Orðlaus - 01.02.2004, Side 44
4
Hverja einustu helgi hópast íslendingar þúsundum saman
niður í miðbæ Reykjavíkur til þess að detta saman í það.
Athöfnin líkist einna helst því þegar beljum er hleypt út úr
fjósum á vorin, slíkur er hamagangurinn. Á milli klukkan
eitt og tvö fyllist bærinn af áfengisþyrstu fólki, ungu sem
öldnu. Biðraðir myndast fyrir framan flesta pöbba og bari
og þannig helst ástandið óbreytt til klukkan sex, en þá
hverfur það flest til síns heima, einsamalt eða sem stoltir
veiðimenn með bráðina í eftirdragi.
En það eru ekki bara helgarnar sem við notum til þess að fara á
fyllirí, við erum nefnilega snillingar í að finna hina og þessa
„djammdaga" í dagatalinu. Jólin voru að renna sitt skeið. Margir
duttu í það á Þorláksmessu, fleiri annan í jólum, 27. var rosalegur
djammdagur, sumir duttu í það 30. því þeir áttu frí á Gamlársdag,
en þá duttu allir í það. Margir duttu líka í það á nýársdag (en þá
höfðu sumir ekki hætt frá kvöldinu áður) og svo skemmtilega vildi
til að annar janúar var föstudagur og allir nýbúnir að fá útborgað
þannig að þá var líka dottið í það, já og þriðji auðvitað líka. Býsna
margir „djammdagar" á ekki fleiri dögum.
gefið út lag, fengið að stýra geigjuþætti í sjónvarpinu eða riðið
einhverjum frægum. Sú týpa kemst yfirleitt fram fyrir röð, en ef
dyravörðurinn kannast ekki við hana verður hún vandræðaieg og
grípur til þess úrræðis að segja hátt og snjallt svo ailir heyri: „hey,
þetta er ekkert mál, við kíkjum bara á Kaffibarinnl". Svo eru það
kókhausarnir, stráka og stelpu druslurnar, dílerarnir,
djammararnir, poppararnir, listaspírurnar og endalaust af
týpum sem allir þrá það sameiginlega innst inni, að komast
efst í „djammpíramídann og verða þekkt andlit, því það gefur
jú ákveðin forréttindi; Fram fyrir röð við dyr og bar, aðdáun hinna
og afbrýðisemi og fullt af „hæum" og „heyum". Meðaljóninn veit
að þetta er fjarlægt markmið en gerir þó heiðarlega tilraun til þess
að ná því. Hann mætir helst allar helgar á uppáhalds staðinn sinn
í von um að bráðum verði hann fiokkaður sem ómissandi fastakúnni
sem fái virðingu dyravarða og barþjóna að launum. Innan skamms
fara andlitin að verða kunnuglegri og kunnuglegri og hann gerir
sér grein fyrir því að hann er ekki einn um það að vilja vera fastakúnni.
Hægt og bítandi fer hann að fá „hæ" og „blessuð/blessaður" frá
hinu og þessu fólki sem hann hittir og það virðist vera aldrei nema
á þessum eina stað. Og samtölin verða varla gáfulegri en:
i City" en það er í
Og hvað gerist svo á þessu djammi sem er svo skemmtilegt að við
erum tilbúin til þess að standa saman í hnapp í norðangaddi og byl
ómældan tíma til þess að upplifa það? Inni á skemmtistöðunum,
sem minna reyndar meira á lítil gufuböð, er áfengi selt með fleiri
hundruð prósenta álagningu. Fólkið bíður spennt við barinn til þess
að geta verslað sér herlegheitin, en allra flottast er þó að þekkja
barþjóninn, fá hann til að kinka vingjarnlega kolli eða kreista upp
úr sér „hæ" til merkis um að hér sé fastakúnni á ferð. Á Staðnum
er alltaf eitt stykki hress og kátur plötusnúður sem spilar
sömu lögin helgi eftir helgi en fær þó vel borgað, en þegar
kemur að útborgunardeginum virðist hann hafa tekið út
bróðurpart launanna í reikning. Og staðurinn er fullur af fólki
sem auðveldlega er hægt að flokka niður í týpur. Fyndnastur og
jafnframt sorglegastur er gæinn sem er að leita sér að slagsmálum.
Búinn að eyða stórum hluta vikunnar í ræktinni og tilbúinn að láta
reyna á vöðvana. Hann gæti verið með skrifað á ennið á sér: „Ég er
lítill í mér og skíthræddur". Innst inni þráir hann að sem flestum
líki vel við sig, en þar sem kvíðahnúturinn í maganum segir honum
hið gagnstæða þorir hann ekki annað en að bregða fyrir sig hörðu
töffaragrímunni. Minnimáttarkenndin og óöryggið vinnur þó yfirleitt
bug á þessum týpum, það er sama hvað hann reynir hann getur ekki
pumpað sig nógu massaðan (þess vegna eru þessir gæjar til, 150
kílóa tappar sem sjá alltaf lítinn hræddan strák í speglinum, sama
hvað þeir lyfta mikið). Efstur á „djammtýpupíramídanum" trónir
þó sá sem er einn af þessum nafnþekktu fslendingum, sem er frægur
fyrir eitthvað fáránlegt eins og að hafa klúðrað einhverju fyrirtæki.
,Hæ, þú hér?"
,Hæ, þú líka, við erum bara alltaf full"
,Já, híhí, gaman að sjá þig!"
Nú er það að fara niður í bæ um helgar ekki lengur tilbreyting
heldur ómissandi hluti tilverunnar hjá mörgum. Það er afrek útaf
fyrir sig að sleppa úr helgi og hvað þá tveim. Við höfum líka fundið
viðeigandi nöfn fyrir þetta fólk. Djammari, sukkari og helgar-alki
eru orð sem hljóma kunnuglega fyrir marga, en eru því miður í allt
of mörgum tilfellum samheiti yfir hin stórhættulegu orð ALKAHÓLISTI
eða FfKILL. Hvers vegna er svona niðurnjörvað í tilveru margra að
beinlínis verða að „kíkja út" um helgar? Fyrir hverju erum við að
skála? Erum við alltaf að fagna einhverju? Skemmtanalífið sem
einu sinni var ágætis tæki til þess að brjóta upp vanafestu
hversdagsins er orðið partur af rútínunni. Alltaf sama fólkið,
alltaf sami staðurinn, alltaf sama tónlistinn, alltof löng röð og alltof
troðnir staðir.
I
Margur er dapur eftir dansleik og lítið verður úr sunnu- og
mánudögum hjá mörgum. Reynt er að fara yfir í huganum hvað allt
þetta kostaði og hvernig á því stendur að maður á annað borð nenni
þessu. Þar sem við erum löngu búin að gleyma fyrir hverju við erum
að skála, er ágætt að skála bara fyrir syndum síðustu helgar. Þær
liggja oft rótgrónar í samviskunni fram að fimmtudegi en virðast
þá oft gleymast. Ágætt væri fyrir marga að minna sig á það að eyða
ekki eins miklum pening, verða ekki eins full/ur, og gera ekki einhvern
andskota sem maður hefði betur látið eiga sig. Skál í botn, skálum
fyrir syndum okkar!
Magnús Bjöm Ólafsson
(það skal tekið fram að „skálum fyrir syndum okkar" er nafn
á rokklagi Blúsbyltunnar)
V v
jtíEí’V,
' -
var
€w