Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 54

Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 54
Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú laðar að þér fólk þannig að þú átt auðvelt með að vera með yfirhöndina í samskiptum viö annað fólk. Þú þarft að nýta þér þennan hæfileika til að velja og hafna fólki sem þú vilt umgangast. Þú ert mikil metnaðarmanneskja en stundum þarftu að virkja þennan metnað í þér með því að setja þér takmörk. Það þýðir ekki að bíða eftir að hlutirnir gerist, þú verður að gera þá. Ástarlífið tekur smá kipp í febrúar en ekki búast við of miklu, þetta kemur þegar það kemur. Þú átt það til að bakka ef þér mislíkar framkomu einhvers þegar á reynir en það er einmitt tíminn sem þú átt að vera til staðar. Ef þér mislíkar við hlutina er best að ræða þá við viðkomandi og þá færðu lausn á málinu og þú stendur eftir sem betri manneskja fyrir vikið. Reyndu að virkja sjálfa/n þig, hlaða batteríin. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskar eru þekktir fyrir að gefa mikið af sér. Þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa vinum sínum og kunningjum þannig að fólk í kringum þig á það til að taka þig sem sjálfsögðum hlut. Þú verður að passa vel upp á að hugsa ekki of mikið um aðra þar sem þú verður að hugsa fyrst og framst um sjálfa/n þig. Þú munttaka góðar og skynsamar ákvarðanir í þessum mánuði ef þú leyfir þér að vera opin/n og jákvæð/ur fyrir nýjum hlutum sem þér er bent á. Ástarlífið er í pásu núna, febrúar mánuður er meira hugsaður sem afslöppunarmánuður fyrir þig og tími til að hugsa um þig. Þú átt það skilið. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þetta er þinh mánuður, ástin tekur stakkaskiptum. Þú hittir manneskju sem gersamlega heillar þig upp úr skónum. Þú ert ekki viss hvort þú eigir að hætta þér í djúpu laugina en það er þess virði. Til hvers að að standa í þessu ef maður tekur ekki áhættu. Þú veist aldrei hvað gerist! Þú ert kannski stressuð/aður en ekki láta það á þig fá, maöur tapar aldrei á því að reyna. Fólk sér meira eftir hlutum sem það gerir ekki heldur en hlutum sem það gerir. Og það á sérstaklega við um ástarmál. K Naut (20. apríl - 20. maí) Þetta verður mánuður tíðinda hjá þér. Það er allt að gerast og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Það koma svo mörg spennandi tilboð inn um lúguna hjá þér og þú þarft að velja núna sem verður erfitt þar sem nautið er þekkt fyrir að vilja gera öllum gott í kringum sig en þú getur aldrei gert allt. Þú hefur ekki tíma til að einbeita þér að öllu sem er að gerast í kringum þig þannig að þú verður einfaldlega að velja og hafna. Taktu þér tíma til að finna hvað þú vilt gera til að vera viss þegar þú velur. Mundu að besta leiðin til að taka ákvarðanir er að vera einn með sjálfri/um sér því það er enginn annar en þú sem getur ákveðið hvað þú vilt gera. íl Ljónið (23.júlí - 22.ágúst) Þú átt á hættu að detta ofan í gryfju draumóranna þegar veturinn er sem erfiðastur og einungis er bjart í nokkra klukkutíma á dag. Þú verður bara að gera þér grein fyrir tímanum sem þú eyðir í draumana því hann er dýrmætur. Ef það er þó einhver sem getur látið drauma sína rætast þá er það fólk fætt undir merkjum Ijónsins. Þú ert sjálfstæð/ur og ættir að komast hvert sem er ef þú leggur metnaðinn þinn í það. Mundu þetta núna og einbeittu þér að halda þér á jörðinni og lifa lífinu í dag ekki því lífi sem þú vilt að þú eigir eftir að eiga. m. Sporðdreki (24. október - 21. nóvember) Þú átt í deilum við vin þinn sem gæti orðið alvarlegt ef ekkert verður að gert. Ekki láta minniháttar vandamál eyðileggja vinskapinn þvf það er ekki þess virði. Sporðdrekar eiga erfitt með að lifa af veturinn vegna lítillar birtu en þú ert samt heldur bjartsýnari en fyrri ár. Þetta verður fljótt að líða og áður en þú veist af verður komið sumar og þú átt eftir leika við hvern þinn fingur. EF það er eitthvað að gerast í ástarmálunum þá áttu að setja það á hold. Þú munt upplifa mun meira spennandi hluti í sumar sem þú missir af ef þú lætur verða af þessu. Taktu því rólega, vertu sátt við vini þína og pása á ástarmálin í bili. n Tvíburar (21.maí - 21.júní) Nú er tíminn til að líta fram á við. Það styttist í sumarið og Iffið er of stutt til að vera með eftirsjá eða að horfa um öxl og hugsa um allt sem þú hefðir átt að gera. Það þarf að hugsa um það sem er hægt að gera. Þetta er ekki auðvelt en febrúar er mjög góður mánuður fyrir róttækar breytingar. Þú ert með einstaklega mikinn baráttuvilja núna og það er gott að nýta hann í þetta. Það er aldrei of seint að byrja að taka til í lífinu, betra er seint en aldrei. m Meyja (23.ágúst - 22.september) Meyjan vill oftast stjórna aðstæðunum í kringum sig. Þetta á við bæði hvað varðar vinnu og einkamál. Febrúar verður einkum erfiður þar sem þú kynninst nýrri hlið á vini þínum þar sem hann stendur uppi í hérinu á þér og segir þér til syndanna. Ef það er eitthvað verra fyrir meyjuna en að ráða ekki yfir aðstæðunum þá er það að vera gagnrýndur eða að einhver sé ósammála henni. Þetta verður þvf hörð viðureign fyrir þig en besta ráðið er að hlusta í þetta skiptið. Það gæti verið margt sem þér finnst rangt en það getur líka verið margt satt. Þú kynnist manneskju af gagnstæðu kyni á næstunni sem vekur áhuga þinn en þú ert ekki viss hvernig áhugi það er, hvort um vinskap eða rómantfk sé að ræða. X” Bogamaður (22. nóvember - 21. desember) Þú þarft að hugsa vel um fjármálin á næstu mánuðum og passa budduna vel. Eyðslan um jólin fór alveg með þig og nú er kominn tími til að spara. Það er erfitt en einhvern tímann er allt fyrst og nú er það að spara. Þú er uppfull/ur af verkefnum og þú verður að passa að gera ekki of mikið af hlutum í einu. Þú stendur þig mun betur ef þú einbeitir þér að því að skipuleggja þig og forgangsraða. Hvað skiptir þig mestu máli að gera, það fyrst og síðan koll af kolli. Það gerast spennandi hlutir í ástarlífinu í lok mánaðarins. Þá er að muna að opna þig ekki of mikið því það getur reynst fráhrindandi. Það fer þér vel að vera dularfull/ur þannig að einbeittu þér að því. © Krabbi (22. júní - 22. júlí) Þú stendur þig vel þegar þú ert á vinnumarkaði en einnig þegar þú ert í skóla. Krabbinn er duglegur en á það oft til að vera rosalega duglegur í stuttan tíma og vera svo það ánægður með árangurinn að hann detti niður í leti. Erfiðasta sem við glímum við er að vera á stöðugri ferð því við þurfum að reyna að jafna út athafnasemina okkar. Því gott skipulag og góður tími til að gera hlutina gerir okkur mun auðveldara fyrir. Það er eitthvað sem þú þarft að einbeita þér að núna það er að koma á reglu og fastheldni í líf þitt, árangurinn verður mun meiri en þig grunar. Vog (23.september - 23.október) Þú átt erfitt með að taka ákvarðanir núna þannig að það er best að bíða með afdrifaríkar ákvarðanir þangað til að betur stendur á. Ef fólk vill fá þig til að ákveða eitthvað myndi ég reyna að sannfæra það um að gefa þér tíma til að hugsa. Þú átt að einbeita þér að smáu hlutunum sem gera þig hamingjusama/n núna og gleyma öllu sem þú ert að hafa áhyggjur af. Áhyggjur eru fyrir framtíðina, ekki þegar við erum ung og megum leika okkur. Slepptu fram af þér beislinu í áhyggjuleysinu og gerðu allt sem þig er búið að langa til að gera en hefur ekki gert. Steingeit (22. desember - 19. janúar) Það er mikið að gera hjá þér þessa dagana og núna átt þú að fylgja hjartanu við þær ákvarðanir sem þú þarft að taka. Það gæti komið smá þrýstingur á þig út af verkefni sem þú hefur tekið þér fyrir hendur en þú átt eftir að standa þig vel. Þú ert á mikilli ferð núna en það er ekki langt í að þú róist aftur. Það á þó eftir að taka þig smá tíma að ná þér niður aftur en njóttu þess að vera full/ur af orku á meðan þú getur. Það er betra, ef þú ert á lausu, að láta ástarmálin eiga sig í febrúar. Þú gætir ekki einbeitt þér að þeim þó svo að þig langaði til þess. Reyndu að halda heimilinu hreinu þannig að þér líði vel þegar þú kemur heim eftir erfiðan vinnu- eða skóladag.

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.