Bændablaðið - 22.11.2005, Síða 12

Bændablaðið - 22.11.2005, Síða 12
12 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Mjólkurfélag Reykjavík- ur fær nafnið Lífland Nafni Mjólkurfélags Reykja- víkur hefur verið breytt í Líf- land. Starfsvettvangur félags- ins hefur breyst mjög frá stofnun þess árið 1917 og gefur nafnið Mjólkurfélag Reykja- víkur því hvergi nærri rétta mynd af starfseminni eins og henni er nú háttað. Nafnið Lífland vísar til þess að starfsemi fyrirtækisins tengist nú mannlífi og dýralífi í landinu á mun breiðara sviði en í árdaga. Þannig verður nýja heitið sam- nefnari fyrir fjölþætta þjónustu og ráðgjöf er lýtur að landbún- aði, hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Samhliða nafnabreytingunni hefur fyrirtækinu verið mörkuð ný stefna, þar sem megináhersla er lögð á framúrskarandi þjón- ustu sem kemur til móts við sí- breytilegar óskir viðskiptavina með auknu vöruvali, sérhæfingu og snerpu. Höfuðstöðvar Líflands eru við Korngarða í Reykjavík og þar er einnig verksmiðja félags- ins og fóðurafgreiðsla, en á Lynghálsi 3 er ný og endurbætt verslun fyrir hestamenn, hunda- eigendur, sumarbústaðaeigendur, útivistarfólk, bændur o.fl. Kindur bænda á bænum Höfða í Grýtubakkahreppi nutu góða veðursins þegar ljósmyndari Bbl. rakst á hópinn fyrir skömmu. Við himin bera rústir bæjarins Móbergs. Nemendagarðar á Hvanneyri eru komnir með 86 íbúðir og herbergi sem leigð eru út til nemenda við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Ari Ingimundar- son hefur umsjón með nemenda- görðunum og sagði hann í sam- tali við Bændablaðið að ekki stæði til að bæta við fleiri íbúð- um alveg á næstunni alla vega ekki í ár. Nemendur greiða í húsaleigu í nemendagörðunum frá því rétt innan við 30 þúsund krónur á mánuði og upp í tæpar 80 þúsund krónur. Á síðustu fjórum árum hafa nemendagarðar á Hvanneyri byggt eitt hús á ári sem hvert er með 14 til 18 íbúðum. Ein af þessum íbúðum er ekki leigð út til nemenda. Hún er full- búin húsgögnum og er hugsuð sem gististaður fyrir erlenda og inn- lenda fræðimenn sem koma á veg- um Landbúnaðarháskólans á vetr- um. Ari sagði að hún hefði verið leigð út síðastliðið sumar sem or- lofsíbúð fyrir bændur en almennt væri hún ekki leigð út til annarra. Ástæðan fyrir því að nemenda- garðar byggja ekkert hús í ár er sú að á Hvanneyri er mikið byggt um þessar mundir af byggingaverk- tökum sem hafa fengið sér lóðir, byggja á þeim og ætla að leigja íbúðirnar út. Fyrir haustið 2006 telur Ari að 25 íbúðir verði þarna tilbúnar til leigu fyrir veturinn 2006/2007. ,,Við ætlum því aðeins að sjá til hvernig markaðurinn verður og hversu mikil þörfin verður áður en lengra er haldið,“ sagði Ari Ingi- mundarson. Nemendagarðar á Hvanneyri Eitt hús byggt á ári með 14 til 18 íbúðum síðastliðin 4 ár „Hollusta matvæla er mikilvægt heilsufarsmál,“ sagði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra í umræðum á Alþingi í dögunum. Tilefnið var fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Sam- fylkingar, sem vildi fá svör við því hvort ráðherrann væri tilbú- inn að beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að auka nið- urgreiðslur á landbúnaðarað- furðum og breyta ýmsum skött- um á þann veg að aðgengi að hollum matvælum verði meira og betra en nú er. Katrín Júlíusdóttir sagði í fram- sögu fyrirspurnar sinnar að hér á landi væri nokkuð gott framboð hollrar fæðu en því miður væri sú vara allt of dýr, hvort sem hún væri innflutt eða framleidd hér á landi. Matarpokinn væri því miður mun dýrari ef í honum væri fersk og holl vara en tilbúinn pakkamatur. Holl vara er mjög dýr „Góð, holl vara er mjög dýr og það er miklu auðveldara að nálgast óholla vöru og úr því þarf að bæta. Við eigum nokkur tæki sem hægt er að nota og sem ég tel að við eig- um að halda hátt á lofti í þessari umræðu. Í fyrsta lagi erum við með mjög háar niðurgreiðslur á innlenda framleiðslu svo sem bú- vöru-, sauðfjár- og grænmetis- framleiðslu. Ég er ekki hlynnt for- sjárhyggju en engu að síður tel ég að við eigum að geta notað þessar háu niðurgreiðslur, upp á 8-9 millj- arða króna á ári, til að ýta undir frekari framleiðslu hér á landi á hollari vöru umfram þá fituríkari, saltmeiri og sykurmeiri,“ sagði Katrín á Alþingi. Í umræðum um málið vakti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra athygli á því að ekki alls fyrir löngu hefði verið skipuð nefnd á vegum forsætisráðherra sem greina ætti vanda, sem kæmi til af óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að aðgerðum til að taka á þeim vanda. Starf nefndarinnar sagði Jón afar mikilvægt og kvaðst hann reikna með því að viðfangs- efni hennar verði meðal annars sú spurning sem Katrín Júlíusdóttir velti upp; það hvort breyta megi mataræði þjóðarinnar með breyt- ingu á niðurgreiðslum og skatt- lagningu hollari matvæla. Nefndin fái ráðrúm „Ég tel hins vegar að nefndin verði að fá tóm til að vinna að þessu mikilvæga málefni og leggja fram niðurstöður sínar og ég geri ráð fyrir að þegar þær niðurstöður liggja fyrir taki ríkisstjórnin af- stöðu til þeirra,“ sagði Jón, sem vildi ekki lýsa afstöðu sinni í mál- inu frekar, því mikilvægt væri að nefnd forsætisráðherra fengi ráð- rúm til starfa. -sbs Landssamband kúabænda hefur tekið saman gögn um þróun í fjósbyggingum síðustu tvö ár, en sam- bærileg könnun var gerð haustið 2003. Fram kemur í niðurstöðum að fjósum hefur fækkað um 111 á þessum tveimur árum, úr 873 í 762 og lækkar hlut- fall básafjósa úr 86% í 77%. Hlutfall legubásafjósa með mjaltaþjónum hefur hækkað gríðarlega mikið, eða úr 1,3% af heild haustið 2003 í 5,4% nú í október 2005 og er með því hæsta sem gerist í heim- inum. Þá vekur verðskuldaða athygli að enn er einn kúabóndi hér á landi sem handmjólkar og 16 til við- bótar eru með fötukerfi við mjaltir. Fjósgerðir Haustið Hlutfall Haustið Hlutfall 2003 gerða 2005 gerða Básafjós með fötumjaltakerfi 24 2,7% 16 2,1% Básafjós með rörmjaltakerfi 614 70,3% 487 63,9% Básafjós með mjaltabás 114 13,1% 85 11,2% Legubásafjós með mjaltabás 107 12,3% 133 17,5% Legubásafjós með mjaltaþjónum 11 1,3% 39 5,1% Annað 3 0,3% 2 0,3% Samtals 873 762 Spurt á Alþingi um hugsanlegar niðurgreiðslur hollra matvæla: Auðvelt að nálgast óholla vöru Í Landsveit í Rangárþingi er fé- lag sem heitir Fjárlitafélagið Lit- ur og er megin tilgangur þess að bjarga íslensku fjárlitunum og rækta um leið gott fjárkyn. Laugardaginn 22. október var haldin mikil sýning að Flag- bjarnarholti í Landsveit og verðulaun veitt fyrir glæsileg- asta mislita féð og allt það sem skoðað er þegar fé er metið. Verðlaun voru veitt fyrir falleg- asta lambhrútinn og bestu gimbrina og fallegasta fullorðna féð og það voru tveir móflekkótt- ir ferhyrndir hrútar frá sama bæ sem fengu þau verðlaun. Verðlaunagimbrin var þrílit, svört, hvít og grá og er frá Kristni Guðnasyni í Árbæjarhjáleigu. Lambhrúturinn er móflekkóttur frá Guðlaugi Kristmundssyni í Lækj- armótum. Sigurjón Helgason frá Þúfu í Landsveit sagði í samtali við Bændablaðið að þetta væri í fyrsta sinn sem Litur heldur svona sýn- ingu. Sýningin tókst mjög vel og væri ákveðið að halda slíka sýn- ingu árlega héðan í frá. Sauðfjár- litafélagið Litur hefur það að markmiði að ná fram öllum litum sem til eru í íslensku sauðfé og einnig hreinni litum. Auk þess er um venjulega sauðfjárrækt að ræða þar sem áhersla er lögð á kjötgæð- in. Fóðurblandan hf. gaf verðlaun- in sem voru 10 pokar af milljóna- blöndunni sem er fóður sérútbúið fyrir sauðfé. Á þessari mynd eru allir verðlaunahafarnir. Talið frá vinstri, Þórhallur Guðlaugsson frá Lækjarbotnum með athyglisverðasta lambhrútinn sem er móflekkóttur. Katharína Ólöf Helgadóttir, Helgi Benediktson og Símon Helgi Helgason frá Austvaðsholti með athyglisverðustu kindurnar, tveir móflekkóttir, ferhyrndir hrútar. Hekla Katharína Kristjánsdóttir frá Árbæjarhjáleigu með athylgisverðustu gimbrina, hún var þrílit, svarbaugótt, grá og hvít. Vel heppnuð fjárlitasýning hjá Fjárlitafélaginu Litur

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.