Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 22.11.2005, Blaðsíða 34
34 Þriðjudagur 22. nóvember 2005 Á ÍSLENSKA BÆNDUR Athugið að sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. Pantanir í síma 563-0300 og á netfangið bondi@bondi.is. ÚRVALSFATNAÐUR Gæðafatnaður frá 66°N Litur: Svört Merking: „Íslenskur landbúnaður“ og „Ég er bóndi“ í bláum eða rauðum lit 1.490 kr. Derhúfa Litur: Grár Stærðir: S, M, L, XL, XXL Merking: „Íslenskur landbúnaður“ eða „Ég er bóndi“ og „Íslenskur landbúnaður“ 890 kr. Stuttermabolur Tveir brjóstvasar. Hlíðarvasar. Tveir bakvasar, annar með hnepptu vasaloki. Vasi á vinstri skálm með hnepptu vasaloki. Pennavasi. Vasar fyrir hnjápúða. 65% polyester / 35% bómull. Litur: Blár og dökkblár Stærðir: 48 - 62 Merking: „Íslenskur landbúnaður“ 2.990 kr. Samfestingur merktur „Íslenskum landbúnaði“ Flíspeysurnar eru úr Thermal Pro flísefni sem er nýjasta útfærslan af Polartec 200 og er meira vatnsfráhrindandi og upprunalegt útlit heldur sér betur þrátt fyrir marg endurtekinn þvott og notkun. Thermal Pro er sérstaklega hlýtt miðað við þyngd og andar mest af þykkari Polartec efnunum. Barna Rennd upp í háls. Tveir renndir vasar á hliðum. Litur: Mosagrænn Stærðir: 2 - 14 Kvenna Aðsniðin. Litur: Steingrá Stærðir: S, M, L, XL Karla Tveir renndir vasar á hliðum. Litur: Steingrá Stærðir: S, M, L, XL Flíspeysur merktar „Íslenskum landbúnaði“ 7.990 kr. 6.490 kr.4.190 kr. Bændasamtök Íslands Bændahöllinni v. Hagatorg 107 Reykjavík Kaffisamsæti Rótarýklúbbs Rangæinga. Rotarýklúbbur Rangæinga hélt árlegt kaffisamsæti fyrir eldri borgara í Rangárþingi á dögunum. Skemmti- dagskráin var fín, söngur, sögur og sýningar á myndum úr héraðinu. Matthías Pétursson hélt fyrirlestur um persónur í Njálu, sr. Sváfnir las minningarorð um Pálma Eyjólfsson, sem lést fyrir skömmu, Eymundur Gunnarsson sýndi myndir úr hérað- inu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Ísólf Gylfa Pálmasson og Davíð Samúelsson en þeir sungu og spiluðu fyrir gesti, bæði innlend og færeysk lög. Vel heppnaðir tónleikar Karlakórs Rangæinga Karlakór Rangæinga hélt árlega hausttónleika sína að Laugalandi í Holtum 4. nóvember sl. og þóttu þeir takast með miklum ágætum. Hagnaðurinn af tónleik- unum rann til ungs manns í sveitinni, Pierre Davíðs Jónssonar, sem varð fyrir því óhappi að velta stórum malarflutningabíl og slasast mjög mikið. Eðlilega varð hann fyrir tekjumissi fyrir utan allt annað sem fylgir svo alvarlegu slysi. Þeir sem komu fram voru: Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur, stjórnandi Kjartan Sigurjónsson; Góðir grannar, stjórnandi Eyrún Jónasdóttir; Berglind og Kristrún Hákonardætur, Tyrfingur Sveinsson, Gísli Stefánsson, Hákon M. Guðmundsson og Kjartan G. Magnússon ásamt Karlakór Rangæinga undir stjórn Guðjóns H. Óskarssonar. Kynnir á tónleikunum var prófasturinn sr. Halldóra J. Þorvaðardóttir. Allir sem komu að tónleikunum gáfu vinnu sína. Eldri borgarar tóku lagið. Eldri borgarar í Rangárþingi sungu með Kór eldri borgara úr Hafnafirði á skemmtun sem haldin var í Hvoli fyrir skömmu. Haraldur Júlíusson frá Akurey stjórnaði kórnum sem stóð sig með miklum ágætum. /Bbl. Eyvindur. Spilað og sungið í Rangárþingi Aðalfundur Samtaka selabænda var haldinn í Reykjavík laugardaginn 12. nóvember sl. Á fundin- um var m.a. fjallað um söluhorfur á selskinnum. Sala og uppgjör vegna vorkópaskinna frá vorinu 2004 gekk erfiðlega og verð var óhagstætt. Þróun á gengi íslensku krónunnar hefur valdið lækkun á verði, auk þess sem dregið hefur úr eftirspurn. Þó virðast einhverjir möguleikar vera að opnast á nýj- um slóðum sem verið er að kanna, en selveiðar eru vaxandi atvinnugrein í ýmsum nágrannalöndum okkar. Vegna þessarar stöðu var veiði á vorkóp óvenju lítil á liðnu vori. Eggert Jóhannsson feldskeri framleiðir flíkur úr sel- skinni eins og undanfarin ár og gengur sala þeirra vel. Útselskópaskinnin fara eins og áður í leðursútun hjá Skinnaiðnaði á Akureyri og eru til sölu þar og eru eftir- sótt af handverksfólki. Ljóst er að samkvæmt talningu hefur sel fækkað verulega og töldu flestir að mikið af ungsel færist í net- um. Safn og sýning um seli og selanytjar Þótt á ýmsu hafi gengið við sölu selskinna þá leita sela- bændur sífellt nýrra leiða. Greint var frá því að sl. vor stóð áhugafólk í Vestur-Húnavatnssýslu að stofnun „Selaseturs Íslands“ á Hvammstanga. Hlutverk þess er að koma upp safni og sýningu um seli og kynna sela- nytjar við strendur Vatnsness og víðar, ásamt því að fjalla um sel og selveiðar í víðum skilningi. Selasetrið hefur fest kaup á hentugu húsnæði á Hvammstanga. Í haust og vetur verður unnið að upp- byggingu sýningar og frágangi á útisvæði en setrið verður opnað næsta sumar. Ávallt hefur verið mikið um sel á Vatnsnesi og er svo enn. Aðilar í ferðaþjónustu hafa nýtt sér þetta því skipuleg selaskoðun, í tengslum við ferðaþjónustu, er þegar stunduð á svæðinu. Því mun Selasetrið verða góð viðbót við uppbyggingu á ferða- þjónustu í héraðinu. Selasetrið er hlutafélag og eru stofnaðilar um sjötíu. Samtök selabænda eru þar á með- al. Stjórn Samtaka selabænda skipa: Pétur Guðmunds- son, Ófeigsfirði, formaður; Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi og Hafsteinn Guðmundsson, Flatey, með- stjórnendur. Um kvöldið var síðan haldin hefðbundin selaveisla í Haukahúsinu í Hafnarfirði, þar sem selur og annað góð- gæti var á boðstólnum. Um 230 gestir sóttu veisluna og þótti hún takast með ágætum. /ÁS Selasetur Íslands opnar næsta ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.