Bændablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 29

Bændablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 29
29Þriðjudagur 16. maí 2006 Í svari heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar um pláss á hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða kemur fram að þörfin fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða er mest á Suðvesturhorninu og Suðurlandi. Sé miðað við kjördæmaskipan eru fæst hjúkrunarrými á hverja 1.000 íbúa í Suðvesturkjördæmi, eða 5,7, í Suðurkjördæmi eru þau 7,4 á hverja 1.000 íbúa, og í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður eru þau 9,4. Þá segir í svari ráðherra að í ráðuneytinu sé hafin vinna við að meta hvar brýnast er að byggja upp hjúkrunarrými miðað við þau sem fyrir eru, aldurssamsetningu íbúa á viðkomandi svæðum og aðra þjónustu, svo sem fjölda dvalarrýma, dagvistarrýma og rýma til hvíldarinnlagnar. Ráðu- neytið gerði áætlun af þessum toga fyrir árin 2002-2007 sem tímabært sé að endurskoða. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er miðað við að yfir 75% fólks 80 ára og eldra geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Þetta markmið hefur ekki náðst að fullu. Þá segir ráðherra að lengi hafi verið litið á stofnanir sem helstu og nánast einu lausnina fyrir aldraða sem þurfi umönnun. Þetta sé úrelt sjónarmið og verði horfið frá þessari þunglamalegu stofn- anamenningu en heimahjúkrun efld þess í stað. Í svari heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þór Þórðarsonar um sjúkraflutninga innanlands með flugvélum kemur fram að sjúkraflug hefur vaxið hin síðari ár. Árið 2001 var fjöldi sjúkrafluga 148, árið 2002 voru þau 278, og þar af lent 169 sinnum í Reykja- vík. Árið 2003 voru þau 365 og þar af lent í 251 skipti í Reykjavík. Árið 2004 voru sjúkraflug 381 og þar af lent 267 sinnum í Reykja- vík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sjúklinga. Flogið var frá Egilsstöðum, Hornafirði, Djúpavogi, Norðfirði, Breiðdalsvík, Vopnafirði, Akur- eyri, Húsavík, Þórshöfn, Grímsey, Siglufirði, Sauðárkróki, Bíldudal, Gjögri, Ísafirði, Hólmavík, Pat- reksfirði, Búðardal, Rifi og Vest- mannaeyjum. Einnig var spurt um hve oft á ári hafi verið flogið með sjúklinga til og frá Íslandi árin 2000 til 2004. Á þessum árum var flogið sex sinnum með jafn marga farþega með sjúkraflugi frá Keflavíkur- flugvelli. Í öllum tilfellum var flogið með áætlunarflugi. Eitt flug var frá Reykjavíkurflugvelli árið 2001. Spurt var hve oft á ári þyrlur hafi verið notaðar til sjúkraflugs innanlands og með hvað marga sjúklinga. Árið 2000 voru útköll vegna sjúkraflugs 103 og sjúkling- ar 110. Árið 2001 voru útköllin 85 og sjúklingarnir 92. Árið 2002 voru útköllin 78 og sjúklingar 80. Árið 2003 voru útköllin 88 og sjúklingar 98 og árið 2004 voru sjúkraflugsútköllin 80 og sjúkling- ar 90. Sjúkraflug fer vaxandi Hjúkrunarrými fyrir aldraða Þörfin er mest í Suðvesturkjördæmi Þingað um vita og strand- menningu Íslenska vitafélagið undirbýr nú norræna ráðstefnu undir yfirskrift- inni „Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006“. Ráðstefnu- staður og stund er Stykkishólmur, 25. og 26. maí 2006. Markmið ráðstefnunnar er að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hefur frá því norræna ráðstefnan „Fyr for folk i Norden 2003“ var haldin í Noregi, en hún varð til þess að bæði íslenska vitafélagið og finnska vitafélagið voru stofn- uð. Í kjölfar hennar og stofnun ís- lenska vitafélagsins voru fyrstu vitar landsins friðaðir og nú er fólk smám saman að vakna til vit- undar um þann auð sem er falinn við strendur landsins og hvernig hægt er að nýta vita og aðrar strandminjar til atvinnuuppbygg- ingar og nýsköpunar. Ráðstefnan í Stykkishólmi er öll- um opin. Vattarnesviti. Skaftárhreppur hlaut styrk til úrbóta í um- hverfismálum Nýverið hlaut Skaftárhreppur 750 þúsund króna styrk frá Ferðamálastofu til úrbóta í um- hverfismálum. Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Skaftár- hrepps, sagði í samtali við Bændablaðið að stór hluti þess- arar upphæðar færi í uppbygg- ingu og merkingu gönguleiða og slóða í kringum hellasvæði upp við Laufbalavatn norðan Mikla- fells. Þetta er ekki það eina því hluti af þessum styrk fer í uppbyggingu gönguleiða á ferðamannasvæðun- um við Kirkjubæjarklaustur og í nágrenni þess. Drög að frumvarpi til laga hafa verið til umsagnar hjá sveitarfé- lögum og hafa þau mætt harðri andstöðu en þó alveg sérstaklega 30. grein frumvarpsins en hún fjallar um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS), seg- ir menn mjög óánægða með að boðið skuli vera upp á jafn óljósa verkaskiptingu. Hún sé ekki í sam- ræmi við markaða stefnu sem allir aðhyllast, í orði að minnsta kosti, að verkefnin skuli vera öðru hvoru megin. Í frumvarpsdrögunum er talað um 15% hlutdeild sveitarfé- laga í hjúkrunarheimilum ,,að minnsta kosti." Það er sem sagt kostnaðarskiptingin og það hve óljós hlutur sveitarfélaganna á að vera sem menn eru óánægðastir með. "Í reynd er það svo að ef sveit- arfélögin hafa viljað þvinga ríkið til aðgerða í þessum málum þá hafa þau orðið að bjóða meira en þessi 15% í kostnaði. Til að mynda hefur bæjarstjórn Árborgar nýver- ið boðið ríkinu að hlutur sveitarfé- lagsins verði 30% í viðbótarhús- næði sem væntanlega verður byggt við heilbrigðisstofnunina. Þetta hefur gerst mjög víða og er ólíð- andi í samskiptum ríkis og sveitar- félaga," sagði Þorvarður. Sveitarstjórnarmenn eru óánægðir með að sveitarfélögin eiga ekki aðild að stjórn þess sem verið er að framkvæma. Aðalatrið- ið í þessu öllu er að það fari saman framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð þannig að sveitarfélögin greiði ekki bara reikninga sem ríkið sendir þeim heldur fylgi því ein- hver áhrif á ákvarðanatöku og stjórn viðkomandi stofnunar. Þorvarður bendir á að í aðdrag- anda kosninganna nú sé mikill áhugi fyrir því að sveitarfélögin taki alveg yfir málefni aldraða. Þar með væri eytt þessu slæma fyrir- komulagi sem nú er. Þá væru þessi mál í höndum sveitarfélaga að því tilskyldu að þau hefðu tekjustofna til að standa undir þessari auknu þjónustu. Frumvarpsdrög til laga um heilbrigðisþjónustu mæta harðri andstöðu

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.