Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 7
Árvissir bændafundir þar sem formaður Bændasamtaka Íslands fer um landið og spjallar við bændur eiga sér langa hefð. Að þessu sinni hófust þeir síðla síð- asta haust og voru með fremur óvenjulegu sniði. Auk Haraldar Benediktssonar formanns var með í för á þessum fundum Valdi- mar Einarsson frá Nýja-Sjálandi og í sameiningu reyndu þeir að svara einni grundvallarspurn- ingu: Á að vera landbúnaður á Íslandi. Þegar jólaannir hófust var hring- ferð formannsins ekki lokið og því tók hann upp þráðinn nú í febrúar. Hafa verið haldnir fundir á Höfn í Hornafirði og Hörgárbyggð í Eyja- firði og fleiri eru í bígerð. Ritstjóri Bændablaðsins slóst í för með Haraldi til Hafnar þar sem fundað var með bændum og öðrum íbúum héraðsins í glæsilegu húsi, Nýheimum, sem hýsir margskon- ar þekkingarstarfsemi, bókasafn, framhaldsskóla, frumkvöðlasetur, háskólaútibú og Búnaðarsamband Suðurlands svo fátt eitt sé nefnt. Fundurinn var haldinn upp úr hádegi á miðvikudegi en samt voru mættir um fjörutíu manns, flestir væntanlega í þeim erindagjörðum að fá svar við brennandi spurningu. Matvælaframleiðslan er grundvöllur byggðarinnar Bjarni Hákonarson bóndi í Dilks- nesi var fundarstjóri og gaf Haraldi orðið. Greinilegt er að formaðurinn hefur haldið þessa tölu áður því hann renndi sér af mikilli kúnst í gegnum glærurnar. Á þremur stund- arfjórðungum eða svo lýsti hann stöðu íslensks landbúnaðar, fjallaði um matarverðsbreytingarnar og þær afleiðingar sem þær hafa fyrir greinina. Hann reifaði það helsta sem hefur verið að gerast í þeim búgreinum sem standa undir mat- vælaframleiðslunni. Þær greinar eru einnig grundvöllur annarra búgreina, svo sem ferðaþjónustu. Þótt fundarmenn tilheyrðu flestir þeim hópi manna sem fylgjast vel með í íslenskum landbúnaði kom ýmislegt í máli formannsins þeim greinilega á óvart. Svo sem það hversu hröð þróunin hefur verið í mjólkurframleiðslunni þar sem meðalbúið hefur rúmlega tvöfaldast að afköstum á fáum árum, farið úr um 70.000 lítra ársframleiðslu í 150.000 lítra. Haraldur lýsti þeim samningum sem gilda um einstakar búgreinar og þeirri vernd sem þær búa við. Þar væri ýmislegt í óvissu, bæði gagnvart þeim tollabreytingum sem taka gildi nú um mánaðamótin og einnig gagnvart viðræðunum á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnun arinnar, WTO. Reiknuð markaðsvernd Formaðurinn lýsti ýmsum aðferðum sem viðgangast í umræðunni en eru ekki ýkja sanngjarnar í garð íslenskra bænda. Ein er sú sem heitir reiknuð tollvernd sem talin er í milljörðum króna. Hún er fundin út þannig að tekið er afurðaverð á lítra af mjólk sem íslenskur bóndi fær, ríflega 80 kr., og dregið frá þeirri upphæð lægsta verð á þurrmjólkurdufti sem finnanlegt er á alþjóðamarkaði. Það er nú 14-15 kr. á lítrann. Þetta duft er sent á svokallaða hrakvirðismarkaði á niðurgreiddu verði, enda um að ræða umframmjólk sem ekki er hægt að koma í verð á almennum mörkuðum. Neytendum stendur ekki til boða að kaupa mjólk á þessu verði. Samt er það notað til útreiknings á tollvernd einstakra ríkja. Sömu aðferð er beitt við aðrar búgreinar og fyrir Ísland skiptir sú upphæð milljörðum króna. Haraldur sagði að þennan út- reikning mætti heimfæra upp á kjör íslenskra launamanna og finna út að munurinn á launum samkvæmt íslenskum og pólskum kjarasamn- ingum jafngilti 130 milljaðra króna markaðsvernd íslenskra launa- manna. Hann tók fram að þetta væri vissulega ekki sanngjarnt en hann styddi hins vegar baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir því að á Íslandi gildi íslenskir kjara- samningar. Þeir væru grundvöllur- inn að velferðarþjóðfélaginu sem við viljum halda uppi. Galin hugmynd Haraldur sýndi með ýmsu móti að það væri ekkert til sem hægt væri að kalla Evrópuverð á matvöru. Munurinn innan Evrópusambands- ins væri mun meiri en munurinn á Íslandi og nágrannaríkjunum. Það væri því borin von að hægt sé að bjóða matvörur hér á landi á sama verði og í Portúgal. Verðlag á matvöru stæði í beinu sambandi við kaupmátt, enda væru Spánverjar og Portúgalar töluvert lengur að vinna fyrir sínum mat en Íslendingar, þrátt fyrir lægra verð. „Það er algjörlega galin hug- mynd að það sé hægt að lækka matarverð niður á sama stig og í Portúgal og það er ljótur leikur sem fjölmiðlar hafa iðkað að halda slíku fram án þess að minnast á launastigið og samhengi þess við verðlag,“ sagði Haraldur. Hann fór víða um völl og sá ýmsa möguleika í íslenskum land- búnaði. Hann minnti á að landbún- aður væri undirstöðugrein í atvinnu- lífi landsbyggðarinnar og ef hann hyrfi þyrfti að reisa 15 álver til þess að bæta henni upp atvinnutapið. Og í lokin svaraði hann spurn- ingunni sem hann lagði fram í upp- hafi: Já, það er þörf fyrir landbúnað á Íslandi og auðvitað verður hann áfram til. Samnýting á sölukerfum Að erindi Haraldar loknu sátu menn í fyrstu hljóðir, enda tekur sinn tíma að melta annað eins magn af upp- lýsingum. Smátt og smátt komust umræður þó í gang og spurðu margir út í nýgerðan sauðfjársamn- ing. Umræðurnar endurspegluðu þá fjölbreytni sem er í landbúnaði í Hornafirði og nágrenni því það var einnig spurt um kjör kartöfluræktenda og garðyrkjubænda. Meðal fundarmanna var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður stéttar- félagsins Vökuls. Hún ræddi afstöðu verkalýðsfélaga á landsbyggðinni til málsins og spurði Harald hvort ekki væri möguleiki á að samnýta sölu- kerfi sjávarútvegs og bænda. Har- aldur svaraði því til að hann kynni ekki þá sögu alla en hins vegar væri gaman að benda á að útflutningur á landbúnaðarafurðum til Bandaríkj- anna hefði nú rutt brautina fyrir út- flutning á smábátafiski. Margt fleira bar á góma í umræð- unni sem hélt áfram eftir að fund- inum lauk og menn voru komnir fram. Greinilegt var að mönnum þótti heimsókn formannsins hin þarfasta og eflaust á fundurinn eftir að nýtast vel í umræðum næstu mán- aða um matarverð og kjör íslenskra bænda. –ÞH Nokkur umræða varð á Leir á dögunum um Guðmund Árnason eða Gvend dúllara eins og hann var kallaður. Sigurður Sigurðar- son sendi þetta inn: Dúll var sérgrein Guðmundar Árnasonar frá Klasbarða í Land- eyjum. Nokkrar upptökur eru til af dúlli. Engar upptökur eru til af dúlli hans sjálfs, heldur eftir- hermur ýmissa manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Hjálmars Lárussonar, Helga Pálssonar o.fl. Guðmundur orti nokkuð, m.a. þessa vísu um sjálfan sig: Sjöunda júlí sagt er mér að sé ég fæddur. Nokkuð miklum gáfum gæddur, en gat ei orðið vel upp fræddur. Feginsfrétt Í Fréttablaðinu var birt skoðana- könnun sem bendir til þess að Samfylkingin og Vinstri grænir geti náð hreinum meirihluta á þingi í sameiningu. Um það orti Kristján Bersi Ólafsson: Þetta er mér feginsfrétt, farið er kvíðanagið. Úr kútnum hefur í könnun rétt kaffibandalagið. Rangur vatnsgangur Sigrún Haraldsdóttir orti þegar hún heyrði frétt af manni sem brást ókvæða við þá er hann stóð frammi fyrir því að daman sem hann fór heim með hafði annað sköpulag en hann vænti: Mig furðar lítt að fyrtist hann og fljótt í burtu skryppi því undir hennar fötum fann falið karlmannstippi. Friðrik Steingrímsson orti af sama tilefni: Sumir vit’ ei hvað er hvað né hvernig á að finna það, og fljóð er aldrei fullkannað fyrr en undir beltisstað. Vasarnir tómir Menn voru að leita höfundar að vísunni ,,Margur ágirnist meira en þarf“ án árangurs. Aftur á móti sendi Kristján Eiríksson þessa snilld inn á Leirinn: Margur þekkir víst skrýtinn skarf, skarf sem ágirnist meira en þarf, þarf sá að vinna stuldar starf, starf sem að hlaut í lyndisarf. Vasarnir tómir seinast samt, samt því að dauðinn skiptir jafnt, jafnt hlýtur hver og skorinn skammt skammt þegar hættir lífsins mjamt. Allt ávaxtast Það er mikill sannleikur í þessari ágætu vísu Hálfdans Ármanns Björnssonar: Lífsins svo gengur gangurinn, góðir sér afla vina, ríkir ávaxta auðinn sinn, öreigar fátæktina. Flóttamannabúðir Kristján Bersi orti þessa vísu fyr- ir skömmu og þarfnast hún varla nánari skýringa: Framaþörfin er þung sem blý og þingmenn af henni knúðir, hjá frjálslyndum eru að flykkjast í flóttamannabúðir. ,,Slow City“ Akureyrarstofa hefur viðrað þá hugmynd að gera Akureyri að „Slow city“ og af því tilefni orti Hjálmar Freysteinsson: Ekkert ég afrekað fæ, engum markmiðum næ lífinu í af því ég bý í sérstökum „silabæ“. Silabær er þýðing á „Slw city“. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is MÆLT AF MUNNI FRAM Í umræðunni Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 20077 Já, það á að vera landbúnaður á Íslandi! Bændablaðið með formanni Bændasamtakanna á bændafundi á Höfn Konurnar létu sig ekki vanta á fundinn í Nýheimum og fylgdust af athygli með orðum Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtakanna. Málin rædd að loknum fundi, frá vinstri: Egill Jónsson á Seljavöllum, Guð- jón Þorsteinsson í Svínafelli, Haraldur og Bjarni Hákonarson í Dilksnesi sem var fundarstjóri. Mænt upp á skjáinn þar sem glærur formannsins birtust.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.