Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200719 ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is M125X - Ný og glæsileg 125 ha dráttarvél frá KUBOTA INTELLI-SHIFT er þrautreynd gírskipting með 8 kúplingsfríum milligírum. 2 sjálfskiptimöguleikar eru fyrir hendi og hægt að velja umfang sjálfskiptinga. 5 strokka 125 ha KUBOTA 5,8L díeselmótor með beinni innspýtingu eldsneytis. Þessi áreiðanlegi mótor skilar alveg ótrúlegum togkrafi og gríðarlegu afli. Rafstýring beislis í sætis armi ásamt viðbótar hnöppum fyrir kúplingsfríu milligírana. Aukin þægindi sem skila meiri afköstum. Hafið samband við sölumenn okkar og fræðist nánar um japönsku KUBOTA.M125X dráttarvélarnar. Hárnála-beygjur - Ytra fram- hjól KUBOTA M125X snýst á nær tvöföldum hraða afturhjólanna við 35° beygjuhorn eða þrengra. Vélin leggur meira á og rífur minna upp. Stórt rúmgott ökumannshús með góðu útsýni. Loftpúðasæti af bestu gerð, öflug miðstöð með loftkælingu og öllum stjórnbúnaði haganlega komið fyrir. Nákvæm stjórn á aflúrtaks- og ökuhraða ásamt öflugu vökvakerfi gera KUBOTA M125X að einstaklega hentugri dráttarvél fyrir íslenskan landbúnað. Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Á Fræðaþinginu 2007 flutti Guð- mundur Ingi Guðbrandsson umhverfisfræðingur erindi um rannsóknir sem þeir Bjarni Jóns- son fiskifræðingur framkvæmdu um áhrif ræsa og brúa á ferðir fiska og búsvæði þeirra. Þeir draga saman niðurstöðurnar úr rannsóknum sínum og þar segir: ,,Mörgum stofnum laxfiskateg- unda í heiminum hefur hnignað mikið á síðustu áratugum. Ástæð- urnar eru taldar margvíslegar. Með- al þeirra eru manngerðar hindranir, svo sem stíflur og árþveranir sem geta komið í veg fyrir eða dregið úr aðgangi stofna að hrygningar- og uppeldissvæðum. Við könnuðum áhrif þriggja gerða af árþverunum (ræsa, brúa og stokka) á straum- hraða, flóðfar og hvort einstakar þveranir uppfylltu forsendur fyrir fiskigengd bleikju og urriða sam- kvæmt útgefnum leiðbeiningum. Brýr höfðu minnst áhrif Brýr höfðu mun minni áhrif á alla þætti sem skoðaðir voru en aðrar þverunaraðgerðir. Marktækar breyt- ingar á flóðfari og straumhraða mældust við ræsi og stokka en ekki við brýr. Yfir 80% brúa uppfylltu skilyrði fyrir fiskigengd bæði full- orðinna fiska og seiða, en aðeins 59% ræsa uppfylltu skilyrði fyrir fullorðinn fisk og 19% fyrir seiði. Hlutfall stokka sem uppfyllti ekki fiskigengdarskilyrði var mjög hátt en sýnastærð þeirra lág. Aðalástæða þess að þverun upp- fyllti ekki skilyrði fiskigengdar fyr- ir fullorðinn fisk var of lítið dýpi í þverun, en fyrir seiði reyndist aðal- þröskuldurinn vera of mikill straum- hraði. Of há fallhæð við þverun og grjót við útfall voru einnig mikil- vægar ástæður við ræsi og stokka. Opnir botnar nauðsynlegir Rannsókn okkar sýnir ótvírætt að sú hætta sem stafar af árþverunum fyr- ir ferskvatnsfiska og jafnvel aðrar ferskvatnslífverur í ám og lækjum á Íslandi er fyrst og fremst tengd ræsum með lokuðum botni. Það er því nauðsynlegt að leggja áherslu á notkun og þróun þverana með opinn botn og víða spönn. Umhverf- isvæn hönnun og framkvæmdir við árþveranir eru afar mikilvægur þátt- ur í verndun og endurheimt margra stofna ferskvatnsfiska og í þróun samgöngubóta í heiminum.“ Sdór Áhrif ræsa og brúa á ferðir fiska og búsvæði þeirra Þetta vegræsi er ekki árennilegur farvegur fyrir fiska.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.