Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200715 www.bustolpi.is Sími: 460-3350 Fax: 460-3351 Sáðvörulistinn kominn Grasfræ til túnræktar Sáðmagn kg.ha. Sekkur kg. Grasfræblanda 1* 25 25 Grasfræblanda 2** 25 25 Vallarfoxgras Vega 25 25 Vallarfoxgras Jonatan 25 25 Vallarfoxgras Grindstad 25 25 Vallarfoxgras Engmo 25 25 Vallarsveifgras Sobra 18 25 Vallarsveifgras Balin 18 25 Fjölært rýgresi Tetramax 35 25 Túnvingull Gondolin 20 til 25 20 Hvítsmári Norstar 5 til 6 25 Rauðsmári Bjursele 5 til 6 10 Grænfóðurfræ Sumarrýgresi Barspectra 35 25 Sumarrýgresi Clipper 35 25 Vetrarrýgresi Barmultra 35 25 Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 25 Sumarrepja Pluto 15 10 Vetrarrepja Barcoli 10 25 Vetrarrepja Akela 10 25 Vetrarrepja Delta 10 25 Vetrarrepja Hobson 10 25 Fóðurnæpur Samson 1.5 25 Fóðurmergkál Grüner Angeliter 9 25 Bygg til þroska 2ja raða Filippa 180-200 50 2ja raða Saana 180-200 50 6 raða Tiril 180-200 40 6 raða Olsok 180-200 40 6 raða Lavrans 180-200 40 6 raða Ven 180-200 40 '* Grasfræblanda 1 - gefur góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegið er tvisvar. '**Grasfræblanda 2 hentar vel til beitar og þar sem slegið er einu sinni. Vetrarþol meira en í grasfræblöndu 1. www.fodur.is Sími: 570-9800 Fax: 570-9801 ww .bustolpi.is Sími: 460-3350 Fax: 460-3351 www.kb.is Sími: 430-5500 Fax: 430-5501 www.ks.is Sími: 455-4626 Fax: 455-4611 Nú er rétti tíminn til að huga að sáðvörum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval tegunda af fræum sem hafa verið á markaðnum undanfarin ár. Vinsamlegast hafið samband tímanlega ef áhugi er fyrir öðrum tegundum. Munið að panta tímanlega. FB Búvörur, Egilstöðum Kaupvangi 11 Sími: 570-9860 FB Búvörur, Hvolsvelli Hlíðarvegur 2-4 Sími: 487-8413 FB Búvörur, Selfossi Austurvegur 69 Sími: 482-3767 Lengi hefur verið deilt um það hér á landi hvort eldisminkur sleppi úr búrum eða ekki. Marg- ir halda því fram að svo sé en minkaeldismenn telja aftur á móti svo ekki vera eða þá í svo litl- um mæli að engu skipti. Auk þess sem þeir fullyrða að eldisminkar haldi sig ávallt nærri búrunum eða í útihúsum og því sé auðvelt að handsama þá. Búnaðarsamband Austurlands hefur sent inn mál á Búnaðarþing 2007 þar sem því er beint til Bænda- samtakanna að gerð verði úttekt á loðdýrabúum landsins sem miði að því að koma í veg fyrir að eldisdýr sleppi út í íslenska náttúru. Tillög- ur verði gerðar til úrbóta sem fylgt verði eftir og komið verði á virku árlegu eftirliti með ástandi búranna. Einnig verði kveðið skýrt á um það í reglum um loðdýrabú hvernig örygg- isbúnaður þeirra skuli vera, hvernig reglum skuli framfylgt og hver séu viðurlög við því ef alidýr sleppa. Fullyrða að minkur sleppi Í greinargerð er fullyrt að sannað sé að enn sleppi minkur úr minka- búum og um það geti bæði veiði- menn og vísindamenn vitnað. Segir í greinargerðinni að á árunum 2005 og 2006 hafi borið á alimink sem sloppið hafi úr búrum í Vopnafirði. Tvær veiddar læður hafi verið send- ar til greiningar hjá Náttúrustofu Vesturlands og hafi komið í ljós að önnur var aliminkur en hin villi- minkur. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir að þessi umræða hafi alltaf komið upp öðru hvoru. Hann seg- ir að þeir sem haldi því fram að aliminkur sleppi úr búrunum slái fram fullyrðingum um að svo sé. Þeir hafi sent dýr til greiningar hjá Náttúrustofu Vesturlands án þess að hafa nokkurt samband við loð- dýrabændur, samtök þeirra eða loð- dýraráðunautinn. Ekkert samband ,,Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi ekki einhvern tíma einhvers staðar sloppið út aliminkur en mér þykja það skrýtin vinnubrögð að hafa ekkert samband við þá aðila í landinu sem þekkja þessi dýr best. Og á meðan þessir aðilar eru bara með fullyrðingar, en sýna okkur ekki fram á að þeir séu með búrdýr, trúum við þeim einfaldlega ekki. Nú eru að hefjast tilraunir til að útrýma villimink á tveimur afmörk- uðum svæðum á landinu; annars vegar á Snæfellsnesi og hins veg- ar í Eyjafirði. Engum af þeim sem nærri þessum verkefnum koma hef- ur dottið í hug að ræða við okkur sem þekkjum þessi dýr og hegðun þeirra best,“ sagði Björn Halldórs- son. Sdór Enn er deilt um hvort minkur sleppi úr búrum eða ekki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.