Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200732 Líf og lyst Meðfylgjandi eru uppskriftir að réttum sem henta öllum fjöl- skyldumeðlimum en rétt er að minna á að Pottagaldra-taco er sérstaklega vinsæll réttur hjá unglingum og ekki væri úr vegi að leyfa þeim að spreyta sig á eldamennskunni. Lambakjöt með spínatkartöflu- mús: 4 lambahryggjarsneiðar með beini eða lambakótlettur (um 500 g) 2 tsk. smjör og repjuolía 1 tsk. salt ½ tsk. svartur pipar Spínatkartöflumús: 800 g kartöflur 150 g ferskt spínat 1½ dl matreiðslurjómi 1½ dl mjólk 1-2 tsk. salt Aðferð: Saltið og piprið kjötið og steikið upp úr smjöri og olíu á pönnu við meðalhita í 5-6 mínútur. Setjið lok á pönnuna á meðan kartöflumúsin er útbúin. Skolið kartöflurnar, setjið þær í pott með vatni og látið koma upp suðu. Slökkvið á hitanum og látið standa með lokið á í um 15 mínút- ur. Skolið spínatið og grófsaxið með hníf. Hellið vatninu af kartöfl- unum og maukið þær gróflega með kartöflustappara. Setjið matreiðslu- rjóma og mestalla mjólkina í pott og látið koma upp suðu. Blandið síðan saman við kartöflurnar og spínatið. Setjið meiri mjólk ef þarf og saltið. Pottagaldra-taco 400 g nautahakk 2-3 msk. Fiesta de Mexico-krydd 1 dós marðir tómatar 1-2 msk. tómatpaste spagettí, soðið vatn salt taco-skeljar jöklasalat, rifið sýrður rjómi guacamole-sósa Aðferð: Steikið nautahakkið eða notið lítið kryddað, forsteikt hakk. Kryddið með Fiesta de Mexico og saltið eft- ir smekk. Bætið tómötum og tóm- atpaste út í hakkið ásamt vatni eftir þörfum, látið krauma í um 20 mín- útur. Berið fram í taco-skeljum með jöklasalati, sýrðum rjóma og guaca- mole-sósu. Gott er að hafa hrísgrjón og hvítlauksbrauð með. Ef notað er spagettí má ýmist hafa það sem með- læti eða setja það út í réttinn. Karamellubomba Kakan: 5 egg 4 dl sykur 4 dl kornflakes 3 dl möndlur, saxaðar 250 g suðusúkkulaði, saxað 1 ½ tsk. lyftiduft 2½ dl rjómi, þeyttur Karamellukrem: 4 dl rjómi 1½ dl sykur 3 msk. síróp 2 msk. smjör 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Kakan: Þeytið egg og sykur vel saman. Blandið kornflakes, möndlum, suðusúkkulaði og lyftidufti varlega saman við. Bakið í þremur með- alstórum formum við 200°C í 20- 30 mínútur. Látið kólna og þeytið rjómann á meðan. Karamellukremið: Setjið rjóma, sykur og síróp í pott og sjóðið þar til það verður þykkt, í um 20 mínútur. Hrærið í öðru hvoru. Hrærið smjör og vanillu- dropa saman við. Kælið. Setjið botnana saman með þeyttum rjóma og karamellukremi og hellið afgang- inum af kreminu yfir að lokum. ehg MATUR Íslenskt lamb og karamellubomba Þeir eru ófáir fyrrum nemendur og starfsmenn á Hvanneyri sem hún fóðraði. Hlátur hennar og góðlátleg stríðni er flestum sem hafa kynnst henni í fersku minni. Lífsgleðin holdi klædd er hún í minningu margra samferðamanna sinna. Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir er nú fyrir allnokkrum árum orðin löggiltur heldriborgari. Nýtur þess í botn, syndir flesta daga, gengur mikið um æskuslóðirnar í Þingholtunum og heldur yfirsýn yfir afkomendur og vini. Langömmubörnin komin hátt á annan tuginn. Einnig ferðast hún talsvert, aðallega til útlanda, minna innanlands. Stella hlær þegar hún er spurð hvort hún sakni Hvanneyrar. „Nei, elskan mín, það þýðir ekkert. Lífið er kaflaskipt; þegar einum kafla lýkur, tekur annar við. Þá nýtur maður bara nýja kaflans, syrgir ekki það sem var.“ „Vissulega kynntist ég mörgu góðu fólki á Hvanneyri. En þessi tími er liðinn. Ég á yndislega fjölskyldu og heilsan er góð. Hvað er hægt að biðja um meira?“ Lífskaflar Stellu hafa sannanlega tekið á ýmsu en með þessu viðhorfi er ekki amalegt að njóta efri áranna. EÞ Maður á að njóta líðandi stundar, ekki syrgja það sem var Nýlega var opnað nýtt og glæsi- legt álfa-, trölla- og norður- ljósasafn á Stokkseyri í sama húsnæði og Draugasetrið. Safn þetta er í um 1.200 fermetra húsnæði og er því með alstærstu söfnun landsins. Safnið er þannig upp sett að gestir koma fyrst inn í móttöku- rými sem er meira og minna gert úr íslensku grjóti; stuðlaberg, grá- grýti og hraun setja mikinn svip á það rými. Því næst halda gestir inn í gegnum helli og koma þá í paradís álfa og huldufólks. Í lokin er gengið inn í 200 fermetra frysti þar sem eru klakabrynjaðir veggir, ísbar og norðurljósin í allri sinni dýrð. Þá er glæsileg minjagripa- verslun í safninu þar sem hægt er að fá ýmsan varning sem tengist álfum, tröllum, draugum og norð- urljósum, auk annarra hluta, líkt og ullarvörur sem unnar eru af álf- um og huldufólki. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 20.30 og hægt er að panta skoðunarferð á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um safnið á heimasíðu þess, www.iceland- icwonders.com/ MHH Álfar, tröll og norð- urljós á Stokkseyri Hugmyndasmiður safnsins er Benedikt Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Guðmundar Tyrfingssonar ehf. á Selfossi. Hann átti einnig hug- myndina að Draugasetrinu. Hér er hann ásamt Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra sem opnaði nýja álfa-, trölla- og norður- ljósasafnið á Stokkseyri. Mynd:MHH Ýmsar kynjaverur eru í nýja safninu, m.a. þetta tröllabarn sem heilsar upp á gesti og gangandi þegar þeir fara um safnið. Mynd: MHH Nýr afþreyingarstaður í Ölfushöllinni – Tony’s County Nýlega var opnaður nýr afþreyingarstaður í Ölfushöllinni, mitt á milli Hveragerðis og Selfoss. Staðurinn heitir Tony´s County og sam- anstendur af veitinga-, dans- og afþreyingarstað. Þema staðarins er tengt kúrekum villta vestursins. „Tony´s er staður þar sem fagmennskan er í fyrirrúmi, góður matur og þjónusta auk þess sem umhverfið er kjörið til að geta lifað sig inn í anda villta vestursins. Við bjóðum gestum okkar upp á góðan mat sem hver kúreki væri sæmdur að og jafnframt að upplifa stemningu villta vesturs- ins,“ sagði Eymundur A. Gunnarsson, annar eigandi staðarins, í samtali við blaðið. Allar nánari upplýsingar um staðinn er að finna á heimasíðu hans, www.tonys.is MHH Eigendur Tony´s County í Ölfushöllinni, þeir Eymundur A. Gunnarsson framkvæmdastjóri (t.v.) og Sverrir I. Garðarsson veitingastjóri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.