Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200710 Jón Bjarnason alþingismaður skrif- ar grein í Bændablaðið nýverið þar sem hann gerir að umtalsefni frum- varp um virkjunarréttindi Lands- virkjunar á Þjórsársvæðinu og raforkuverð til almennings og fyr- irtækja. Ég ætla ekki að taka neina afstöðu varðandi þjóðlendumál í þessum skrifum en hlýt að benda á staðreyndir málsins. Þegar Landsvirkjun var stofnuð af ríkinu og Reykjavíkurborg árið 1965 lögðu báðir aðilar inn eignir sem stofnfé. Báðir aðilar í samein- ingu Sogsvirkjun og ríkið þess utan vatnsréttindi við Þjórsá sem það hafði eignast frá Títanfélaginu á sínum tíma; en eins og vitað er þá hafði það félag keypt vatnsréttindi við Þjórsá á fyrri hluta síðustu ald- ar. Alla tíð síðan Landsvirkjun var stofnuð hefur verið litið á þessi vatnsréttindi sem eign Landsvirkj- unar og þau skráð þannig í bækur félagsins. Það á að standa við gerða samninga Nú kemur Jón Bjarnason og segir að það skipti ekki máli hvort þessi eign sé skráð hjá Landsvirkjun eða ríkið eigi hana vegna þess að ríkið eigi Landsvirkjun að fullu! Hvað er Jón að segja með þessu? Er það hans skoðun að ríkið þurfi ekki að standa við gerða samninga við eig- in fyrirtæki eða stofnanir? Það er sem ég sjái að Jón hafi verið þess- arar skoðunar þegar hann með mikl- um myndarbrag var staðarhaldari á Hólum í Hjaltadal. Illa þekki ég Jón ef svo hefur verið. Auðvitað er það svo að ríkið verður að standa við gerða samninga hver sem á í hlut. Á þessum eignarhlut byggðust eignahlutföll Landsvirkjunar meðan fyrirtækið var einnig í eigu Reykja- víkurborgar og Akureyrarbæjar og þessi eign er tilgreind í samningum við banka um lánsfjármögnun svo eitthvað sé nefnt. Um þetta mál hljóta að gilda nákvæmlega sömu rök og t.d. um land sem ríkið hefur afsalað til bænda og nú standa deil- ur um vegna krafna sem byggja á lögunum um þjóðlendur. Er verið að greiða niður orku til stóriðju? Í greininni gerir Jón raforkuverð að umtalsefni og segir: ,,Almenn- ir raforkunotendur og fyrirtækin í landinu greiða niður raforkuverð til stóriðju.“ Þessi setning er eins og stef í allri umræðu um orkumál hjá hópi stjórnmálamanna. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Hvernig má þetta vera? Nú stefnir í að 80% af allri framleiddri raforku sé flutt úr landi í formi sölu til orkufreks iðnaðar. Það liggur einnig fyrir að almennt orkuverð á Íslandi er fylli- lega samkeppnisfært við það sem gerist annarsstaðar í Evrópu. Hvern- ig má það þá vera að þessi agnarlitli innanlandsmarkaður, um hundrað- þúsund heimili og nokkur þúsund fyrirtæki, geti greitt niður fjórum sinnum meiri orku en þau eru að nota? Hvaðan koma fjármunirnir til þess? Ef fullyrðing Jóns stæðist væri hægt að gefa orkuna á innan- landsmarkaðinn ef stóriðjunni væri ekki til að dreifa! Breyting á raforkuverði frá Landsvirkjun Varðandi fullyrðingu um hækkað verð á raforku víða um land vil ég einungis segja eftirfarandi: Heild- söluverð frá Landsvirkjun á innan- landsmarkað, reiknað sem heild- artekjur á móti heildarmagni, var 0,2% lægra á árinu 2006 heldur en það var 2005 en í upphafi þess árs tóku ný raforkulög gildi. Flutningur á vegum Landsnets, dótturfyritækis Landsvirkjunar hefur á sama tíma hækkað um 8,4%. Flutningurinn er um fjórðungur af heildsöluverð- inu á afhendingarstöðum Landsnets þannig að samkvæmt þessu er heild- arhækkun á heildsöluverði með flutningi rúm 2% á þessu tímabili meðan verðlagsvístalan hækkaði um 11%. Með þetta í huga er enn- þá fráleitara að tala um millifærslu til stóriðjunnar. Heildarhækkanir umfram það sem hér er nefnt eru því alfarið á vegum annarra aðila og koma viðskiptum Landsvirkjun- ar með orku til stóriðju ekkert við. Þróun raforkuverðs á landsbyggðinni Í þessu samhengi er vert að nefna að löggjafinn ákvað með nýju raf- orkulögunum að millifærslur á milli einstakra kaupenda með verð- lagningu raforku væru ekki heim- ilar; þar með talið sérstakar niður- greiðslur Landsvirkjunar til húshit- unar. Allar niðurgreiðslur verða því hér eftir að koma frá ríkinu. Þetta þýðir að orkuverð er að hækka á einhverjum sem nutu slíkra milli- færslna en væntanlega að lækka hjá öðrum. Samkvæmt heimasíðu RARIK hefur verð til almenns not- anda á sölusvæði þess fyrirtækis lækkað bæði í þéttbýli og dreifbýli á milli árana 2004 og 2006 reiknað á föstu verðlagi. Hitt er ljóst að þeir sem t.d. eru að kaupa rafmagn til hitunar umfram 40.000 kW-stunda hámarkið á niðurgreiðslunum, s.s. aðilar í ferðaþjónustu sem hafa ekki aðgang að hitaveitu, eru að borga meira í dag en áður og að raf- magn eftir markmælingu sem marg- ir bændur nota er lítillega hærra nú en það var 2004; en í heildina hef- ur raforka frá RARIK lækkað frá 2004. Samkvæmt núgildandi lög- um er það hlutverk ríkisstjórnar og Alþingis að ákveða upphæð á niður- greiðslum á raforku og stilla þær af á þann hátt að allir geti bærilega við unað; það er ekki á nokkurn hátt í höndum raforkufyrirtækjanna. Þau geta hins vegar með markaðs- lausnum beint raforkuviðskiptum einstakra aðila í þann farveg sem hentar hverjum og einum best og þannig komið til móts við misjafn- ar þarfir viðskiptamanna sinna. Hinn 1. janúar 2005 tóku gildi lög sem höfðu í för með sér umtals- verðar breytingar á skipan raforku- mála í landinu. Lögin kveða meðal annars á um aðskilnað dreifingar og orkusölu orkufyrirtækja með það að markmiði að stuðla að jöfn- un kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Dreifiveitur skiptu upp reikning- um sínum til notenda á milli flutn- ings og dreifingar annars vegar og raforkusölu hins vegar. Samkvæmt lögunum er ekki lengur leyfilegt að selja rafmagn á mismunandi verði eftir því til hvers það er notað, heldur aðeins hvernig og hvenær það er notað. Hver er reynslan? Nú þegar þetta nýja kerfi er búið að vera í gildi í rúm tvö ár er ekki úr vegi að kanna hvernig það hef- ur reynst í raun. Hefur það stuðlað að jöfnun á raforkukostnaði hins almenna notanda? Í skýrslu Orkustofnunar til iðn- aðarráðuneytisins að loknu fyrsta rekstrarári hins nýja fyrirkomu- lags, segir meðal annars: „Ljóst var frá upphafi að húshitunarkostn- aður myndi hækka töluvert nema til kæmu auknar niðurgreiðslur.“ Þessi orð skýrsluhöfunda komu undirrituðum talsvert á óvart því á meðan lagafrumvarpið var til umræðu og meðferðar í iðnaðar- nefnd Alþingis var ávallt talað um að breytingarnar myndu lítil sem engin áhrif hafa til hækkunar á hús- hitunarkostnaði. Allt að 60 prósenta hækkun Staðreyndirnar blasa hins vegar við nú þegar reynsla er komin á nýja kerfið. Þá kemur nefnilega í ljós að sums staðar, og þá sérstak- lega í dreifbýli, hefur húshitunar- kostnaður hækkað um allt að 60%, eins og dæmi sanna sem mér hafa verið send. Þrátt fyrir að þessar hækkanir liggi skjalfestar fyrir hefur Valgerð- ur Sverrisdóttir, fyrrverandi iðn- aðarráðherra, sem flutti þetta mál á sínum tíma, barið hausnum við stein og ekkert kannast við þess- ar hækkanir. Hún hefur sagt þetta byrjunarörðugleika sem jafnast muni út þegar fram líði stundir. Kaldar kveðjur Framsóknar Undirritaður hefur margoft tekið þetta mál til umræðu á Alþingi og bent á þessar miklu hækkanir enda þær studdar fjölda dæma frá „fórn- arlömbum“ iðnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins. Það má eiginlega með sanni segja að þetta hafi í orðs- ins fyllstu merkingu verið kaldar kveðjur framsóknarmanna til íbúa dreifbýlisins. En eins og áður segir hafa ráð- herrar og sumir þingmenn Fram- sóknar ávallt borið brigður á þessar hækkanir. Sama má reyndar segja um þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem auðvitað bera jafnmikla ábyrgð á þessu máli. Þeir hafa að vísu haldið sig til hlés; vilja ekki ræða málið og reyna heldur ekki að verja það. Það segir auðvitað sína sögu, bæði um þá sjálfa svo og málstaðinn og málið í heild sinni. Hækkanir eru staðreynd Fjölmargir aðilar og samtök eins og fjórðungssamtök sveitarfélaga hafa margsinnis ályktað um þetta mál og krafist aðgerða til að draga úr þessum ósanngjörnu hækkun- um húshitunarkostnaðar hjá fólki í dreifbýli. Til að taka af öll tvímæli um staðreyndir málsins skal gripið nið- ur í skýrslu Orkustofnunar þar sem meðal annars segir um verðhækk- anir á raforku í dreifbýli: „Verð fyrir almenna heimilis- notkun hækkaði hjá Vestfirðingum í dreifbýli um 24 %.“ „Líkanreikningar fyrir aflkaup gefa 16,3% hækkun hjá Vestfirð- ingum í dreifbýli.“ Og svo rúsínan í pylsuendan- um: „Vegna breytinga á töxtunum, niðurfellingar og sameiningar, geta einstakir notendur fengið á sig tölu- verða hækkun.“ Rangar og villandi upplýsingar Þessi orð skýrsluhöfunda hafa sann- arlega gengið eftir eins og dæmin sanna og allir þingmenn lands- byggðarinnar hafa örugglega feng- ið að heyra og sjá. Eins og áður segir hef ég fengið gögn í hendur sem sýna allt að 60% hækkun hjá einstaka notendum. Þetta var örugglega ekki ætlun- in með lögunum og okkur sem sát- um í iðnaðarnefnd var aldrei sagt að svona gæti farið. Það er svo allt annar kapítuli hvað varðar upplýsingar og gögn til okkar þingmanna frá ráðuneyt- um; í þessu máli voru þau gögn mjög villandi og beinlínis röng, svo ekki sé meira sagt að sinni. Nýi formaðurinn skilaði auðu Í ljósi þess sem segir í skýrslu Orku- stofnunar um hið nýja fyrirkomu- lag raforkumála, að ljóst hafi verið frá upphafi að húshitunarkostnað- ur myndi hækka töluvert nema til kæmu auknar niðurgreiðslur, tók ég þetta mál upp í fyrirspurnatíma á Alþingi nú nýlega. Þar spurði ég nýjan formann Framsóknarflokks- ins, sem jafnframt er iðnaðarráð- herra, hvað hann og ríkisstjórnin ætluðu að gera í þessum efnum í fjárlögum næsta árs. Ástæðan var sú að í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir neinum við- bótarfjármunum í niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði. Það er skemmst frá því að segja að formaður Framsóknarflokks- ins skilaði auðu og sagði að verið væri að skoða þetta mál í ráðuneyti sínu. Ríkisstjórnin ætlar því greini- lega að sitja aðgerðalaus og láta almenning í dreifbýli áfram bera þessar miklu verðhækkanir. Þær gilda því áfram hinar „köldu kveðj- ur ríkisstjórnarflokkanna“ til íbúa landsbyggðarinnar sem mega búa við allt að 60% hækkun á húshitun- arkostnaði hjá sér. Í þessari grein hefur aðeins ver- ið fjallað um raforkuhækkun hjá almenningi; svipaðar sögur má segja af ýmiss konar atvinnustarf- semi í dreifbýli, t.d. ferðaþjónustu- bændum. Staðreyndir um raforkuverð í dreifbýli Kristján Möller Alþingismaður Samfylkingarinnar í NA- kjördæmi klm@althingi.is Orkumál Undirritaður hefur margoft tekið þetta mál til umræðu á Alþingi og bent á þessar miklu hækkanir enda þær studdar fjölda dæma frá „fórnarlömbum“ iðnaðarráð- herra Framsóknarflokksins. Það má eiginlega með sanni segja að þetta hafi í orðsins fyllstu merkingu verið kaldar kveðjur framsóknarmanna til íbúa dreifbýlisins. Í upphafi vil lýsa ánægju minni yfir efnismiklu og góðu Bændablaði sem örugglega skilar miklu til lesenda. Í 21. tbl Bændablaðsins 2006 er að finna fyrirsögn að grein sem hljóðar svo „Banki hinna fátæku í Bangladesh hlýtur friðarverðlaun Nóbels“. Þar er minnt á mikilvægi þess að gefa fólki tækifæri á að njóta ávaxtanna af eigin starfi og til að takast á við vandamálin verði fólkið sjálft að taka til hendinni. Það hafi verið meginhlutverk þessa banka að auðvelda þeim fátækustu að nálgast fjármagn á viðráðanleg- um kjörum til að efla sig og sína starfsemi. Þessi hugmyndafræði virðist lít- ið koma við sögu hér á landi í því viðskiptaumhverfi sem íslensku bankarnir starfa. Þar er græðgin ráðandi og verslun með „verðbréf“ sífellt vaxandi. Er endalaust hægt að telja fólki trú um að þau hafi gildi í sjálfu sér? Verðmæti fyrir- tækja á „pappírum“ eykst ár frá ári, engin raunveruleg aukning á starf- semi þessara sömu fyrirtækja. Annað mál sem mikið hefur verið í umræðunni hér á landi und- anfarna mánuði er matvælaverðið, meðal annars í Bændablaðinu. Á ekki núverandi skipulag búvöru- framleiðslunnar sinn þátt í háum framleiðslukostnaði? Hvað með kaup og sölu á kvóta; hvar kemur sá liður fram nema í hærri fram- leiðslukostnaði og þá hærra vöru- verði vörunnar? Jafnframt eru þessi kaup oft fjármögnuð með lánum úr íslenska bankakerfinu sem auk mjög hárra útlánavaxta býr við gull- tryggingu verðtryggingar? Græðg- in er söm við sig! Guðni Runólfsson Túngötu 6 Kirkjubæjarklaustri Hvers virði eru „bréf“? Þjóðlendur og raforkuverð – Jóni Bjarnasyni svarað Jóhannes Geir Sigurgeirsson Stjórnarformaður Landsvirkjunar johannes@lv.is Þjóðlendumál Á fundi stjórnar Sambands sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem haldinn var 19. febrú- ar sl. var rætt um skýrslu Byggða- stofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Hagvöxt landshluta. Í skýrslunni kemur m.a. fram að á tímabilinu 1998- 2004 dregst framleiðsla í lands- hlutanum verulega saman og að sama skapi er meðaltals hagvöxt- ur neikvæður um 6%. Þau miklu umsvif sem orðið hafa í flestum öðrum landshlutum hafa ekki náð til Norðurlands vestra og er niðurstaðan mjög afgerandi. Í ljósi þessa gerir stjórn SSNV eft- irfarandi bókun: Stjórn SSNV skorar á stjórn- völd að grípa til sértækra aðgerða svo hægt verði að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem er að eiga sér stað í landshlutanum. Leggur stjórn- in m.a. til að fjármunir til atvinnu- þróunar, væntanlegra vaxtar- og menningarsamninga, rannsókna, skóla, mennta- og menningarmála verði stórauknir. Auk þess hvetur stjórnin enn frekar til þess að fleiri opinber störf og verkefni verði flutt til landshlutans. Fjölbreytt og öfl- ugt atvinnulíf eru forsendur þess að byggð geti eflst á Norðurlandi vestra. Stjórn SSNV og sveitarfé- lög á Norðurlandi vestra lýsa yfir fullum vilja til samstarfs við stjórn- völd í þeirri viðleitni að bæta stöðu landshlutans. Norðurland vestra situr eftir www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.