Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200720 Gamla bögglageymslan, sem stendur við Kaupvangsstræti 6, hefur sett mikinn svip á Gilið, og þar með bæjarmynd Akureyr- ar, í heila öld. Húsið var byggt sem sláturhús árið 1907 en auk þess var þar meðal annars rekið mjólkurbú, bögglageymsla, versl- un og fleira. Líkt og önnur hús í Gilinu var það byggt í kringum starfsemi KEA og hefur alla tíð verið í eigu félagsins. Nú hefur verið ákveðið að ráðast í endurbyggingu hússins sem stað- ið hefur autt um langan tíma og var nú nýlega undirritaður samningur á milli eiganda hússins og Friðriks V. um uppbyggingu þess og leigu til 10 ára.Við endurbætur á húsinu verður horft til þess að útlitið verði sem næst því upprunalega, en í heildina verður gólfflötur hússins um 462 fermetrar. Áhersla á hráefni af svæðinu „Eigendur Friðriks V. hafa staðið framarlega í kynningu á norðlensku hráefni og norðlenskri matargerð og það er því ánægjulegt að þeir taki þátt í þessu verkefni með okk- ur,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. Hann bendir jafnframt á að í Gilinu hafi KEA byggt upp flestar ef ekki allar grunneiningar sínar í matvinnslu og umhverfið allt sé því órjúfanlegur hluti af sögu KEA og norðlenskrar matvinnslu. Eigendur Friðriks V., sem hafa rekið staðinn í sex ár, stefna á að opna í nýjum húsakynnum í sum- ar. Friðrik segir að hugmyndin sé að starfsemin verði fjölbreyttari en verið hefur en að sérstaðan verði áfram sú sama, þ.e. áhersla á hrá- efni af svæðinu. Auk þess að efla starfsemi veitingastaðarins er hug- myndin að opna sælkeraverslun í húsinu þar sem áherslur verða með svipuðum hætti, það er á norðlenskt hráefni s.s. ferskan fisk og fleira. Aldargamalt sláturhús verður nýtískulegur veit- ingastaður í hjarta Akureyrar Gömlu bögglageymslunni komið í upprunalegt horf „Spá um þróun veðurfars á Íslandi á 21. öld bendir til að daggráðum muni fjölga töluvert og að undir lok aldarinnar muni þær verða svo margir að bygg nái nær ávallt fullum þroska og að í góðu ári geti hveiti einnig orðið fullþroska,“ segir Haraldur Ólafs- son veðurfræðingur, en hann hélt erindi á Fræðaþingi landbúnaðar- ins um líklega þróun veðurfars á Íslandi með tilliti til ræktunar. Haraldur vann ásamt Áslaugu Helgadóttur, Landbúnaðarháskól- anum, Aðalsteini Sigurgeirssyni, Skógrækt ríkisins, Jónatan Her- mannssyni, Landbúnaðarháskólan- um og Ólafi Rögnvaldssyni, Reikni- stofu í veðurfræði að rannsókn þar sem skoðuð voru nokkur atriði varðandi líklega þróun veðurfars á Íslandi í framtíðinni með sérstöku tilliti til kornræktar og var sjónum m.a. beint að samhengi vetrar- og sumarhita í mælingum allt frá öndverðri 19. öld. Hitaspár voru reiknaðar með sérhönnuðu bresku líkani og reynt var að herma lofts- lag áranna 1961 til 1990 og síðan reiknað fram í tímann miðað við ákveðna útblásturssviðsmynd. Vaxtartímabil korns lengist Haraldur og félagar komust að því að hugsanlega myndi veðurfar þróast með þeim hætti hér á landi á næstu hundrað árum eða svo að það hlýni að meðaltali um 3 gráð- ur, sú hlýnun hefði þau áhrif að fyrr myndi vora og að sama skapi hausta seinna en nú er. Fram kom í erindi Haraldar á Fræðaþinginu að vaxtartími gæti þannig hafist nálægt 20. apríl og hann næði allt fram til 10. október. Þessi hlýnun sem lengdi íslenska sumarið umtals- vert hefði í för með sér að vaxtar- tímabil korns lengist til muna og því telur Haraldur að líklegt sé að bygg nái að þroskast langflest ár, en ekki sé sama vissa upp á teningn- um varðandi hveiti. Haraldur segir að reynsla undan- farinna áratuga sýni að í slæmum árum leggist fleiri en einn þáttur veðráttu gjarnan á eitt við að spilla fyrir kornrækt. Vetrarhörkur valdi miklum jarðklaka sem geti valdið því að sáning dregst fram eftir vori. Kalt sumar gefi svo slakan eða jafn- vel engan þroska. „Þegar litið er til langs tíma má af athugunum glöggt sjá að mjög köld sumur verða í langflestum tilvikum aðeins ef und- anfarinn vetur hefur verið kaldur. Eins verða flest heitustu sumurin í kjölfar vetra sem eru um eða yfir meðallagi heitir,“ segir Haraldur. Harður vetur verður ekki vísbend- ing um kalt sumar Hann bendir á að ef einungis er horft til 30 hlýjustu áranna, verði ekki séð neitt samhengi af þessu tagi í mælingum og í þeim rann- sóknum sem hann og fleiri gerðu á líklegri þróun veðurfars sé ekki að sjá neitt samhengi á milli vetrar- og sumarhita sama árs. Harður vetur þurfi því alls ekki að gefa vísbend- ingu um kalt sumar, en veðurgögn hér á landi hafa sýnt fram á að svo hafi í eina tíð verið. Kaldur vetur jók líkur á að sumarið yrði að sama skapi fremur svalt. Í framtíðarveður- farinu rofnar þetta samband en það skiptir afar miklu máli varðandi alla ræktun. Haraldur tekur fram að yfirleitt séu fleiri en einn þáttur að verki t.d. þegar kornuppskera fer forgörðum. Sáning hefjist seinna að loknum köldum vetri, vegna klaka í jörðu og ef sumarið verði einnig kalt aukist líkur á að uppskera verði í rýrara lagi. Tilviljun muni í fram- tíðinni fremur ráða hvort köldum vetri fylgi kalt sumar, en í rannsókn Haraldar kemur fram að spá um líklegt veðurfar á næstu árum gefi til kynna að vegna næturfrosta og hvassviðra muni vaxtartími ekki lengjast fram á haustið í samræmi við aukinn meðalhita. „Líklegt er að í framtíðinni verði harðgerðu korni hlutfallslega meiri hætta búin af hvassviðrum en frosti ef borið er saman við núverandi veðurfar,“ seg- ir Haraldur. MÞÞ Haraldur Ólafsson veðurfræðingur um líklega þróun veðurfars Líkur á að bygg muni ávallt ná fullum þroska Matís ohf. er matvælarann- sóknafyrirtæki sem stofnað var um áramót. Sjöfn Sigurgísla- dóttir, forstjóri fyrirtækisins, segir að það ætli sér að stórefla matvælarannsóknir og auka enn frekar samstarf við háskóla og fyrirtæki hér á landi sem erlendis. Í Matís sameinast starfsemi fjögurra stofnana; Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, Mat- vælarannsókna á Keldnaholti, Rannsóknastofu Umhverfisstofn- unar og líftæknifyrirtækisins Pro- karia. Markmið fyrirtækisins er að efla samkeppnishæfni íslenskr- ar matvælaframleiðslu, stuðla að hollustu og öryggi í matvælaiðn- aði, stunda öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og efla samstarf við háskóla og fyrirtæki. Sjöfn Sigurgísladóttir segir að starfsmenn séu um 95 talsins en starfsemin fari fram víða um land. Tvær starfsstöðvar eru í Reykja- vík, við Skúlagötu og Gylfaflöt, og einnig eru starfsstöðvar á vegum fyrirtækisins í Vestmanna- eyjum, á Ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað, Höfn og Patreksfirði. Ríflega 60% starfseminnar fer fram í Reykjavík. „Við sjáum fram á að geta stóreflt matvælarannsóknir, t.d. á fiski, kjöti og mjólk. Hingað til hafa slíkar rannsóknir farið fram á aðskildum stöðum en eru nú komnar undir einn hatt. Rannsókn- ir á þessum matvælum eiga margt sameiginlegt og með einu félagi, þar sem margvísleg þekking er til staðar, verða rannsóknir öflugri og markvissari,“ segir Sjöfn. Hún segir að til standi að efla rannsóknir enn frekar og eins sé mikið lagt upp úr samstarfi við háskóla og fyrirtæki í atvinnulíf- inu. „Það verður auðveldara að koma slíku samstarfi á með stærri einingu,“ segir Sjöfn. „Við telj- um að okkar starf skili sér best þannig,“ bætir hún við en bendir einnig á að á vegum fyrirtækisins séu að störfum fjöldi doktors- og meistaranema, sem vinni að sín- um rannsóknum innan veggja fyr- irtækisins. Nýsköpun og öryggi matvæla Sjöfn nefnir að áhersla Matís sé einkum tvenns konar. „Við leggj- um mikla áherslu á nýsköpun og hún tengist hinum fjölmörgu fag- sviðum sem við störfum á, bæði á sviði landbúnaðar- og sjávaraf- urða. Mikið hefur verið um rann- sóknir á þessum sviðum en með því að færa þau saman undir einn hatt sjáum við fram á að geta lært hvert af öðru,“ segir hún. Þá nefnir hún að fyrirtækið muni einnig leggja áherslu á öryggi og heilnæmi matvæla. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir þess- ar atvinnugreinar að geta boðið upp á heilnæmar afurðir, að sýna fram á sjálfbæra þróun og rekjan- leika matvæla. Þetta skiptir bæði íslenska neytendur máli, sem og einnig þegar kemur að vöruþróun og markaðsmálum matvælafyrir- tækja.“ Hún segir að Matís búi yfir geysimiklum upplýsingum á mörgum sviðum hvað varðar mat- væli og matvælarannsóknir og standi því vel að vígi, t.d. ef upp koma umræður um innihald vara, svo sem oft gerist. Aukið geymsluþol vöru með nýrri tækni Ný kælitækni er á meðal verk- efna sem unnið er að innan Mat- ís um þessar mundir, bæði hvað varðar kjöt og fisk. „Þessar vörur hafa ákveðið geymsluþol, en ver- ið er að skoða hvernig gæðum þeirra verði best við haldið, t.d. þegar verið er að flytja þær út. Það skiptir máli að kæla vörurnar ekki of hratt og þær þarf að með- höndla á ákveðinn hátt.“ Þá nefnir Sjöfn að nú hafi þeim áfanga verið náð innan sjávarút- vegsins að unnt sé að rekja hvaða tiltekinn bátur veiddi fiskinn og á hvaða veiðisvæði. Hugmyndir eru uppi um svipaðan rekjanleika innan landbúnaðargeirans og seg- ir Sjöfn um spennandi verkefni að ræða. „Það væri hægt að beita sömu tækni hvað landbúnaðar- afurðir varðar ef áhugi er fyrir hendi, en á þeim vettvangi skipt- ir samvinna miklu máli. Ef hún er ekki fyrir hendi verður kerfið ekki tekið í notkun,“ segir hún. „Við getum sýnt fram á að gæði og hollusta íslenskra matvæla eru mikil og í því felast ótal tækifæri, t.d. hvað varðar markaðssetningu á búvörum.“ Einnig er unnið að ýmsum verkefnum á sviði líf- og erfða- tækni á vegum fyrirtækisins og það veitir margvíslega þjónustu, t.d. fyrir landbúnaðarsamtök, en þar má nefna sem dæmi sýnatök- ur. Jafnframt er verið að þróa nýja tækni á sviði fiskeldis og þannig mætti lengi telja. „Það eru mörg spennandi verkefni í gangi og við erum því afar bjartsýn fyrir hönd matvælarannsókna á Íslandi,“ segir Sjöfn. MÞÞ Fjórar stofnanir á vegum ríkisins hafa sameinast í Matís Markmiðið að efla matvælarannsóknir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Bögglageymslan í Kaupvangs- stræti var byggð fyrir 100 árum, fyrst sem sláturhús. Nú hefur hús- ið verið fært í upprunalegt horf og þangað mun veitingastðurinn Frið- rik V. flytja næsta sumar. Á mynd- inni eru hjónin Friðrik V. og Arn- rún Magnúsdóttir, sem munu reka staðinn, en á milli þeirra er Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.