Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200735 Vélaver semur við Hörgárbyggð Fimmtudaginn 15. febrúar skrif- uðu Vélaver hf. og Hörgárbyggð undir samning um kaup Véla- vers á lóð undir þjónustumiðstöð fyrir Norðurland. Um er að ræða nýtt 12 hektara byggingarsvæði utan Lónsbakka á Akureyri sem Hörgárbyggð gerir ráð fyrir að verði tilbúið í ágúst nk. Þetta nýja byggingarsvæði er í þjóðbraut og aðkoma stórra bíla og tækja verður einstaklega góð á þessum stað. Staðurinn er áberandi og á eftir að verða eftirsótt athafna- svæði. Hörgárbyggð hefur þegar fengið margar fyrirspurnir um byggingarlóðir á þessum stað þann- ig að líkur eru á að svæðið byggist upp á skömmum tíma. Staðsetning athafnasvæðisins er mjög ákjósanleg fyrir starfsemi af þessu tagi og fyrirkomulaginu svipar til þess sem þekkist erlendis þar sem slík starfsemi er höfð rétt utan þéttbýlis. Svæðið hentar vel undir slíka starfsemi sem þarf mik- ið athafnasvæði utandyra og góða tengingu við samgöngur. Vélaver áformar að byggja yfir starfsemina á Akureyri og flytja þjónustumiðstöð sína á árinu 2008 í hið nýja húsnæði, en þá verða liðin tíu ár frá því að Vélaver hóf eigin sölu- og þjónustustarfsemi á Akureyri. Í hinu nýju húsnæði er gert ráð fyrir að verði stórt þjónustuverk- stæði fyrir atvinnubifreiðar, landbún- aðarvélar, vinnuvélar og önnur þau tæki sem Vélaver selur og þjónustar á Norðurlandi. Einnig verður þar varahlutalager og sýningaraðstaða. Markmið Vélavers með þessum framkvæmdum er að geta veitt við- skiptavinum sínum á Norðurlandi enn víðtækari og betri þjónustu. Fréttatilkynning Frá undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri Helgi B. Steinsson oddviti, Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri, Magnús Ingþórsson fram- kvæmdastjóri og Jónas Þór Jónasson forstöðumaður. Myndina tók Ásgeir Már Hauksson.Mynd sem sýnir athafnasvæðið og byggingarlóð Vélavers.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.