Bændablaðið - 04.11.2008, Side 8

Bændablaðið - 04.11.2008, Side 8
8 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Bræðurnir Jón og Jóhann Gunn- arssynir gerðu samning við Tjör- neshrepp árið 2006 um veiðar á mink í hreppnum. Skemmst er frá því að segja að nú, haustið 2008, sést ekki minkur á Tjörnesi. „Að baki þessum árangri liggur mikil vinna og árvekni veiðimanna okkar,“ segir í frétt á vef hrepps- ins og þess getið að komi ekk- ert dýr í gildrurnar í október megi „sýnt þykja að hægt [sé] að halda útbreiðslu minks í skefjum“. Þess er ennfremur getið að Tjörneshreppur sé utan þess svæðis sem ríkið hefur nýlega veitt 160 milljónum króna til, vegna sérstaks átaks í baráttu við minkinn. Jón Gunnarsson segir þá bræður skipta á milli sín svæði á norðaust- anverðu landinu hvað vetrarveiðina varðar, en fari svo saman í vor- veiðina. Jóhann býr á Hraunbrún í Kelduhverfi og sér um það svæði, Öxarfjörðinn og Núpasveitina, en Jón er með Tjörnes, Húsavík og hluta af Aðaldal. Upphafið má rekja ellefu ár aftur í tímann, en þá tóku þeir að sér veiði í Kelduhverfi og veiddu að sögn Jóns um 80 til 90 minka árlega. „Við sáum að eitt- hvað yrði að breytast, hertum okkur við veiðarnar og það skilaði þeim árangri að við náðum að jafnaði um 130 til 140 dýrum árlega á svæð- inu. Svo smám saman fór veiðin að detta niður og eitt árið var svo komið að við náðum þremur mink- um, þrátt fyrir að vera töluvert að,“ segir Jón. Sem fyrr segir tóku þeir við Tjörneshreppi vorið 2006 og náðu þá 35 dýrum í grenjum, frá ágúst og fram til áramóta veiddust svo 20 dýr í gildrur. Í vorleit árið eftir, 2007, fannst ekkert greni en í október sama ár veiddist eitt dýr í gildru. Síðan hafa þeir ekki séð mink á Tjörnesi. „Það virðist sem við höfum náð árangri,“ segir Jón og kveðst vissu- lega ánægður með það. Árangurinn þakkar hann m.a. því að þeir hafi gengið skipulega til verks og ásamt oddvita, Jóni Heiðari Steinþórssyni, „en það er maður sem mér finnst að ætti að skipuleggja minkaveiðar á Íslandi, hann ætti að taka að sér allt landið og þá sæjum við árangur,“ segir Jón. Þess duglegri sem veiðimenn eru, því minna fá þeir í kaup! Vitanlega ríkir ánægja með árang- urinn, að ekki skuli sjást minkur á svæðinu, en Jón bendir á einn galla – og hann vegur þungt fyrir veiði- mennina. Sem sé, eftir því sem þeir eru duglegri og framganga þeirra í baráttu við meindýrið kröftugri, „þá lækkar bara kaupið okkar,“ segir Jón. Hann segir að við vor- veiði hafi þeir bræður fengið greitt tímakaup og þá fá þeir einnig greitt gjald fyrir bifreið sem þeir nota við veiðina. „En svo erum við svo gott sem kauplausir eftir vorveiðina; ef við fáum engan mink fáum við heldur engin laun, þar sem greitt er fyrir hvert veitt dýr,” segir hann og bætir við að vinnan sé sú sama og kostnaður við eftirlitið. Fara þurfi á staðina og leita uppi greni og þar fram eftir götunum. Þá nefnir Jón einnig að veiðimenn eigi sjálf- ir allan útbúnað, gildrur og annað, sem og líka hundana og beri kostn- að af þjálfun þeirra og uppihaldi, en að sögn Jóns eru þeir ómissandi við veiðarnar. „Þetta kostar allt pen- inga, ég er sjálfur með þrjá hunda sem ég á sjálfur og sé um,“ segir hann. Þarf unga menn í þetta „Þetta er geysilega mikil vinna og fyrirhöfn og auðvitað stór spurn- ing hvort þetta borgi sig,“ segir Jón. Hann segir veiðina nú mikið byggjast upp á „gömlum köllum“, en bráðnauðsynlegt sé að yngja upp, fá unga spræka og áhugasama menn til liðs, en ólíklegt sé að með núverandi launakerfi fáist þeir til starfans. „Menn þurfa nánast að borga með sér á þeim svæðum þar sem vel hefur tekist til í baráttunni við minkinn,“ segir hann. „Ungir menn hafa hreinlega ekki efni á því að taka þetta starf að sér.“ Jón er fæddur og uppalinn í Kelduhverfi og segir að á sínum yngri árum hafi allar ár verið fullar af hornsílum. Þau séu nú svo gott sem horfin. „Minkurinn hefur étið þetta allt upp, hann er mikil skað- ræðisskepna og drepur ef því er að skipta sér til gamans. Við verðum að gera eitthvað róttækt og árang- urinn sem við höfum náð sýnir, að það er hægt með mikilli vinnu og fyrirhöfn að halda stofninum í skefjum. Ef við ætlum að halda laxveiðiám okkar í svipuðu horfi og verið hefur, þá er bráðnauð- synlegt að grípa strax til aðgerða,“ segir Jón. MÞÞ Góður árangur í minka- veiðum á Tjörnesi Að baki liggur mikil vinna og árvekni veiðimanna Jón Gunnarsson minkabani með hundana og byssuna. Á minni myndinni er dóttursonur hans, Zakaría, með tvo minka sem Jón felldi á Tjörnesi. Hefðir úr héraði Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja styrkir starf við að mynda matarklasa Suðurlands þar sem veitingamenn, bakarar og aðrir þeir sem starfa við full- framleiðslu á matvöru sameina krafta sína við að byggja upp og styrkja þess konar starfsemi á Suðurlandi. Haft hefur verið samband við alla þá sem starfa í þessum grein- um vegna safnahelgarinnar 7.-9. nóvember nk. og samstarfs veitingahúsa og bakaría að þeirri stóru menningarhátíð, en eflaust hafa einhverjir orðið útundan og þessvegna væri vel þegið ef þið hvert á sínu svæði létuð vita af þeim. Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í veitinga og ferðaþjónustu til að finna út hverjir vilja vera með í þessu starfi og til að safna saman hug- myndum að verkefnum og þá með það í huga að vera tilbúin í slaginn næsta vor. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að styrkja undirstöður atvinnu- lífs Íslendinga, en ferðaþjónustan er vissulega ein af styrkustu stoðum okkur. Gengi íslensku krónunnar gerir Ísland gjaldgengara en áður sem valkost fyrir erlenda ferðamenn og nú þurfum við að vekja athygli á matarmenningu okkar, einstöku hráefni og frábærum matreiðslumönn- um sem hafa verið að koma heim með hver verðlaunin á fætur öðrum. Fundirnir verða sem hér segir: Selfoss 10. nóvember kl. 16 Hótel Selfossi Uppsveitir 13. nóvember kl. 16 Hótel Geysi Klaustur 17. nóvember kl. 16 Hótel Klaustri Skógar 18. nóvember kl. 16 Hótel Skógum Rangárþing 24. nóvember kl. 16 Hótel Rangá Vestmannaeyjar 25. nóvember kl. 16 Conero Sameiginlegur fundur 1. desember kl. 16 Hótel Hvolsvelli Væntum við þess að fulltrúar frá atvinnu- og menningarmálanefnd- um og aðrir þeir sem tengjast matartengdri ferðaþjónustu sjái sér fært að sækja þessa fundi. Við höfum heyrt frá fólki á Suðurlandi sem hefur áhuga á verkefn- inu „Beint frá býli“ sem vill tengjast þessum hópi en þeirra starfsemi á þarna ágætlega heima. Vitað er að margir aðilar eru að vinna beint og óbeint að því að efla matartengda ferðaþjónustu á Suðurlandi, það þarf bara að sameina krafta þessa fólks til að ná meiri árangri. Hér á Suðurlandi eru ótalmörg tækifæri, þar sem við búum í nálægð við höfuðborgarsvæðið og eigum stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins. En ekki síst mikinn mannauð þar sem saman fara afar færir matreiðslumenn, glæsileg hótel og margskonar aðrir gistimöguleikar. Við þurfum að koma saman og mynda aflmikinn hóp fólks sem kemur hugmyndum sínum í framkvæmd með sameinuðum kröftum sínum. Nú sem aldrei fyrr þarf sameinað átak til að lyfta íslendingum upp úr þeim efnahagslega öldudal sem við höfum lent í og erlendir sem íslenskir ferðamenn þurfa að fá skýr skilaboð um að þeir eru velkomn- ir á Suðurland, þar er margt að skoða, góður og fjölbreyttur matur og viðbrugðið er gestrisni Sunnlendinga. Inga Þyrí Kjartansdóttir verkefnisstjóri Matarklasa Suðurlands Atvinnumál

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.