Bændablaðið - 04.11.2008, Page 9

Bændablaðið - 04.11.2008, Page 9
9 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Fimmtudagskvöldið 29. október var haldið málþing um átaks- verkefni í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu í gamla Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum. Um eitthundrað manns mættu á þingið, sem tókst í alla staði mjög vel. Hugmyndin með því var að skerpa línur í atvinnumöguleik- um þessara tveggja sýslna, efla og styrkja innlenda sýn og framleiðslu, margháttaða uppbyggingu, þróun, fullvinnslu, nýjungar og bregðast við þeim vanda sem nú blasir um stund við Íslendingum með því að skera upp herör til árangurs og bjartsýni. „Það er ekkert krepputal í þess- um tveimur sýslum, við viljum líta bjartsýn fram á veginn enda eru gríðarleg tækifæri t.d. í land- búnaðinum á þessum svæðum, ég nefni t.d. kornræktina og hveiti- ræktina, þar getum við eflt okkur mikið, t.d. með aukinni rækt- un á Skógarsandi,“ sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, sem fór fyrir málþinginu ásamt Árna Johnsen, alþingismanni, sem var fundarstjóri. Frummælendur voru Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðar- háskóla Íslands á Hvanneyri, Ólafur Eggertsson, Áslaug Helga- dóttir prófessor hjá Landbúnaðar- háskól anum og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. MHH Ekkert krepputal í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarn. 437-1192 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 N1 Mosfellsbæ 566-8188 N1 Réttarhálsi 587-5588 N1 Fellsmúla 530-5700 N1 Reykjavíkurvegi 555-1538 N1 Ægissíðu 552-3470 Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 Málþingið hófst á Þorvaldseyri þar sem Ólafur Eggertsson og fjöl- skylda tóku á móti gestum og buðu upp á brauð og fleira góðgæti bakað úr íslensku hveiti, sem rækt- að er á bænum. Ólafur ávarpaði gesti og sagði frá hugmyndinni að málþinginu og frá hveitiræktunn- in, sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá honum. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskólans kom víða við í erindi sínu og sagði m.a. að skól- inn væri tilbúin að leggja fram alla sína aðstoð við átaksverkefni í sýslunum tveimur með það að markmiði að efla búsetu og fjölga störfum. Hann sagði að við ættum að nýta allar þær auðlindir, sem landið gefur. Eftir heimsóknina á Þorvaldseyri fór hópurinn að Drangshlíð og skoðaði þar nýja og glæsilega kornþurrkstöð. Hér eru feðgarnir í Drangshlíð, Ólafur S. Gunnarsson og Þórarinn Ólafsson, stoltir og ánægðir með nýju stöðina. Þeir rækta korn á 143 ha. Árni Johnsen var léttur á málþing- inu og stjórnaði því af röggsemi. Fjölmenni var á málþinginu, m.a. sveitarstjórnarmenn, alþingismenn og íbúar í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Þessi mynd af kornþurrkun feðganna í Drangshlíð var tekin meðan húsið var enn í byggingu á nýliðnu sumri. Ljósm. -smh

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.