Bændablaðið - 04.11.2008, Page 10

Bændablaðið - 04.11.2008, Page 10
10 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Segja má að líf þeirra Snorra Guðmundssonar tölvunarfræð- ings og Ingu Geirsdóttur dagmóð- ur hafi tekið stakkaskiptum fyrir fimm árum þegar þau ákváðu að flytjast búferlum til Skotlands vegna atvinnu Snorra. Ekki leið á löngu þar til þau fóru að leiðsinna Íslendingum á ferðalögum um Skotland og upp frá því stofnuðu þau eigið fyrirtæki, Skotgöngu, þar sem þau sérhæfa sig í göngu- ferðum um skosku hálöndin. Í sumar gengu hvorki meira né minna en 200 Íslendingar með þeim Snorra og Ingu sem hafa snúið sér alfarið að fyrirtæki sínu. Hvernig kom það til að þið fluttuð upphaflega til Skotlands? – Ég er menntaður tölvunarfræð- ingur og starfaði í 18 ár hjá tölvufyr- irtækinu EJS á Íslandi. Árið 2002 bauðst mér starf hjá dótturfyrirtæki EJS í Skotlandi og við ákváðum að slá til, segir Snorri og Inga bætir við: Úr varð að við fluttum til Skotlands í ársbyrjun 2003 með yngsta son okkar, Bjarka, en þau eldri, Daði og Margrét, voru eftir heima á Íslandi þar sem þau voru í námi. Hvenær byrjuðuð þið með ferðir um skosku hálöndin? – Fljótlega eftir að við komum út fórum við að fá vini og ætt- ingja í heimsókn sem uppgötvuðu hvað það er þægilegt og fljótlegt að ferðast til Skotlands. Í framhaldinu fórum við að skipuleggja fyrir þau ýmsar ferðir um stórkostlega nátt- úru Skotlands. Fyrsta gönguferðin um hálöndin var farin árið 2004 og ár frá ári jókst fjöldinn sem vildi koma með í ferðirnar en þetta var okkar áhugamál á þessum tíma, útskýrir Inga brosandi. Árið 2007 var svo komið að við þurftum að taka ákvörðun um það hvort við færum að auglýsa okkur og hella okkur út í þetta af fullum krafti. Við ákváðum að gera það og á þessu ári stofnuðum við fyrirtækið Scot Walks Ltd, (Skotganga), utan um rekstur þessara gönguferða. Ferðirnar eru eingöngu auglýstar á Íslandi og því fyrst og fremst stíl- að inn á íslenska markaðinn að svo stöddu, segir Snorri. Hvað er í boði hjá ykkur fyrir gönguglaða Íslendinga? – Stór hluti fólks sem við fáum til okkar er úr sveitum og af lands- byggðinni á Íslandi og virðist Skotland vera í miklu uppáhaldi hjá þeim, enda Skotar góðir heim að sækja með sitt undurfagra land sem er ekki ólíkt Íslandi með háum fjöllum, djúpum dölum og vötn- um. Ferðirnar hjá okkur eru 7-9 daga langar þar sem gengið er í 4-7 daga. Að meðaltali eru gengnir 20 kílómetrar á dag. Gist er á nýjum gististað á hverjum degi og farang- ur er ferjaður á milli gististaða og því þarf aðeins að ganga með létt- an bakpoka með því sem nota þarf yfir daginn, útskýrir Snorri og Inga segir jafnframt: – Vinsælasta gönguleið okkar er West Highland Way sem er 153 kílómetra gönguleið frá Glasgow til Fort William. Hægt er að velja um að ganga fyrri hlutann (83 kílómetra) á fjórum dögum, seinni hlutann (70 kílómetra) á fjórum dögum einnig og loks að ganga alla leiðina í einni ferð, en þá er leiðin gengin á sjö dögum. Á þessu ári voru tíu gönguferðir um skosku hálöndin í boði á okkar vegum og tæplega 200 Íslendingar gengu með okkur í sumar. Þannig að óhætt er að segja að vel hafi gengið hjá Skotgöngu þetta árið. Hvernig er upplifun fólks á ferð- unum? – Hún er ýmiss konar og má þar helst nefna stórkostlega náttúrufeg- urð skosku hálandanna og gestrisni og húmor Skotanna sem fellur vel í kramið hjá Íslendingum. Það er jafnan skemmtileg stemning sem myndast í þessum ferðum, enda yfirleitt 10–20 manns í hverjum hópi. Oft þekkist fólk ekkert við upphaf ferðar en eru orðnir góðir vinir að henni lokinni. Við höfum séð það að í mörgum tilvikum er svona gönguferð upphaf að nýjum lífsstíl hjá fólki sem hreyfir sig reglulega mánuðina fyrir göngu- ferðina til að vera sem best und- irbúið og heldur áfram góðu verki þegar heim er komið, segir Inga. Einnig má nefna það að þar sem frídagar eru í ferðinni á undan og eftir göngunni, þá notar fólk tæki- færi til að versla í Glasgow eða að skoða sig um til dæmis með því að skella sér yfir til Edinborgar. Ferðirnar eru fyrst og fremst aug- lýstar á vefsíðu okkar www.skot- ganga.co.uk en auk þess höfum við auglýst eitthvað í blöðum og tímaritum. Afspurnin er þó besta auglýsingin og fólk hefur nær und- antekningarlaust verið afskaplega ánægt með gönguferðirnar og gest- ir okkar hafa verið duglegir við að breiða út fagnaðarerindið, segir Snorri og hlær. En er eitthvað nýtt á döfinni hjá ykkur í sambandi við gönguferð- irnar? – Á þessu ári fórum við í sam- starf við Úrval Útsýn og bjóðum nú upp á vikuferðir í rútu um skosku hálöndin. Framhald verður á því á næsta ári og verða þrjár ferð- ir í boði. Þá höfum við á vegum fyrirtækisins nýlega boðið upp á skipulagðar golfferðir í Skotlandi. Einnig hefur verið boðið upp á styttri skoðunarferðir í nágrenni Glasgow og Edinborgar og um sveitir landsins fyrir íslenska hópa. Þá hefur færst í aukana ýmiss konar sérhæfð aðstoð við hópa, til dæmis kennarahópa í náms- og kynn- isferðum, og hópa í árshátíðar- og skemmtiferðum, útskýrir Snorri. – Á næsta ári verður boðið upp á meiri fjölbreytni í gönguferðum með nýjum gönguleiðum um til dæmis Great Glen Way og Hadrian´s Wall. Great Glen Way er 123 kílómetra löng gönguleið frá Fort William til Inverness. Gengið er fram hjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness sem er nyrsta borg Skotlands og höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingaleið- inni Caledonian Canal en smíði hennar þykir eitt mesta verk- fræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi. Leiðin Hadrian’s Wall er 95 kílómetra gönguleið skammt sunnan landamæra Skotlands og Englands frá Carlisle til Newcastle meðfram veggnum sem rómverski keisarinn Hadrian lét reisa árið 122. Þarna eru fallegar sveitir og það er kjörið að kynna sér merkilega sögu Rómverja á svæðinu, segir Inga sem ásamt manni sínum hafa byggt upp farsæla og vinsæla ferðaþjón- ustu í Skotlandi. ehg Hjónin Inga Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson hafa skipulagt ferðir fyrir Íslendinga um skosku hálöndin um nokkurt skeið við góðan orðstír. Við vatnið Loch Lomond er mikil náttúrufegurð en það er stærsta vatn Bretlandseyja. Íslenskir göngugarpar í námunda við sæluhús við Loch Lomond. Leiðbeina íslenskum göngu- görpum um skosku hálöndin Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK og Halla Aðalsteinsdóttur, sem gerð var að heiðursfélaga á afmælissamkomunni. Samband sunnlenskra kvenna 80 ára Samband sunnlenskra kvenna (SSK) fagnaði 80 ára afmæli sínu með hátíðarkvöldverði á Hótel Selfossi nýlega.Yfir 200 gestir komu þar saman og skemmtu sér vel. Sambandið gerði Höllu Aðalsteinsdóttur, Kolsholti, að heiðurs- félaga en hún hefur um áratugaskeið verið virk í starfi sambandsins, var formaður í sex ár og hefur setið í ýmsum nefndum fyrir sam- bandið. Auk þess sat Halla í stjórn Kvenfélagasambands Íslands um tíma. Skessurnar Hrefna og Gilitrutt, sín úr hvorri sýslu, heimsóttu samkomuna að undirlagi kvenfélags Selfoss, Bjarni Harðarson mælti fyrir minni kvenna, eða kellinga eins og hann orðaði það, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir söng við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar og félagar úr kvenfélagi Hrunamanna og makar þeirra sýndu Vefaradans, svo eitthvað sé nefnt af hátíðardagskránni. MHH 300 tré fellu í Ásbyrgi Búið er að hreinsa skóginn í Ásbyrgi eftir mikið stormfall sem varð í september síðast- liðnum þegar leyfar af felli- bylnum Ike gengu yfir landið. Í Ásbyrgi er lítill lerkireitur sem gróðursettur var á árunum 1951 til 1959 og er hann tæpur einn hektari að flatarmáli. Reiturinn varð fyrir miklum skemmdum þegar um það bil 50 metra breið geil myndaðist í gegnum reitinn í storminum og flest trén rifnuðu upp með rótum. Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi hefur á undanförnum vikum unnið að hreinsun í lerkireitnum og er henni nú lokið. Viðurinn hefur verið keyrður út úr reitnum og talið er að alls hafi fallið um 300 tré í hvassviðrinu, eða um það bil 70 m3. Viðurinn sem til fellur verður nýttur í borðvið, eldivið, staura og trjákurl.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.