Bændablaðið - 04.11.2008, Page 12

Bændablaðið - 04.11.2008, Page 12
12 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 7.-9. nóvember 2008. Yfirskrift dagskrárinnar verð- ur „Safnahelgi á Suðurlandi“ með undirtitilinum „Matur og menning úr héraði“, því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í mat- argerðarlist í héraðinu. Það eru Safnaklasi Suðurlands og Matarkista Suðurlands sem standa að dagskránni en hátt í eitt hundrað aðilar (söfn og veitinga- staðir) eru þátttakendur í þessum tveimur klösum, sem stofnaðir eru með stuðningi Vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja. Verkefnið nýtur einnig stuðn- ings Menningarráðs Suðurlands, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Iðnaðarráðuneytisins. Verkefnið var kynnt á blaða- mannafundi í Rauða húsinu á Eyrarbakka þar sem kom fram að boðið yrði upp á annað hundrað viðburða þessa helgina, þar sem öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. „Hugmyndin að baki Safnahelgi á Suðurlandi er að þjappa hinum mörgu og fjölbreyttu söfnum lands- hlutans saman um einn sameiginleg- an viðburð og bjóða íbúum héraðsins og gestum að njóta þess sem söfnin hafa upp á að bjóða. Matarklasinn kemur einnig að dagskránni með því að fjöldi veitingahúsa býður upp á það besta í sunnlenskri matarhefð. Boðið er upp á dagskrá frá föstudegi til sunnudags, en staðirnir eru þó með mismunandi opnunartíma,“ sagði Gísli Sverrir Árnason, verkefnisstjóri safnahelgarinnar. Opnuð hefur verið heimasíð- an www.sofnasudurlandi.is þar sem hægt er að fræðast meira um safnahelgina og skoða dagskrána. Hátíðin hefst fimmtudaginn 6. nóv- ember þegar hún verður sett form- lega í Veiðisafninu á Stokkseyri. MHH Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar byssur og per- sónulega muni frá tveimur gengn- um veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirssyni í Gunnarsholti og Einari Guðlaugssyni frá Þverá, en þeir létust báðir í apríl á þessu ári. Báðir þessir veiðimenn sköruðu fram úr, að öðrum veiðimönnum ólöstuðum, hvað varðar árangur í refa- og minkaveiðum og eins hvað varðar tækniþekkingu, uppfinn- inga- og útsjónarsemi á veiðislóð. Veiðisafnið hefur eignast byssur og persónulega muni Sigurðar, sem lést 19. apríl síðastliðinn. Einnig hefur safnið fengið muni og byssur frá Einari heitnum til sýningar sam- kvæmt sérstökum samningi. Einar lést af slysförum á veiðislóð ásamt veiðifélaga sínum Flosa Ólafssyni þann 2. apríl 2008. Stjórn Veiðisafnsins vill þakka aðstandendum beggja þessara manna fyrir samstarfið, sem leiddi til þess að við getum nú heiðrað minningu þessara einstöku skotveiðimanna. Veiðisafnið á Stokkseyri Dýrmætir gripir sett- ir upp til sýningar Minning tveggja veiði- manna heiðruð „Ég var búin að hafa umsjón með Laufásbænum í 17 ár og það var komið nóg. Ég þekki Hólmfríði sem tók við af mér vel því hún er búin að vinna hérna í nokk- ur sumur og bærinn er í góðum höndum þar sem hún er,“ sagði Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir í Laufási þegar tíðindamaður blaðsins hafði samband við hana á dögunum. Ingibjörg hætti sem umsjónarmaður þann 1. október sl. og Hólmfríður Erlingsdóttir á Akureyri tók við. Inga í Laufási, eins og hún er ávallt kölluð, segir að umfangið varðandi Laufásbæinn hafi marg- faldast á þessum árum. Fyrsta sumarið voru gestir um tvö þús- und. Þá var hún eini starfsmað- urinn og átti raunar að hafa frí á mánudögum, þá átti einfaldlega að vera lokað. Það gekk raunar ekki eftir því gestir komu jafnt og bönkuðu upp á. Fljótlega bættist svo við hálft starf við bæinn og hefur síðan verið að aukast þann- ig að í sumar voru sjö starfsmenn. Safnið var opið frá 15. maí til 15. september en utan þess tíma hefur verið hægt að skoða bæinn í sam- ráði við umsjónarmann. Inga segir að mikil breyting hafi orðið á starfseminni árið 2001 þegar gamli prestbústaðurinn var tekinn undir veitinga- og minja- gripasölu. Árið 2006 var svo tek- inn í notkun veitingasalur sem byggður var við hann. Salurinn rúmar 50 manns í sæti. Síðustu ár hafa 15-18 þúsund manns komið að Laufási árlega. Ein af þeim nýjungum sem Inga gekkst fyrir var svokallaður starfs- dagur sem haldinn hefur verið þrisvar á ári, þ.e. að sumri, hausti og á jólaföstu. Dagurinn hefur ekki síst miðast við að viðhalda göml- um vinnubrögðum og hefðum, svo sem tóvinnu, matargerð, heyskap, leikjum og á aðventu undirbúningi jólanna. Á starfsdeginum hefur fólk, bæði úr nágrenninu og lengra að, komið í Laufás og tekið þátt í vinnunni og félagsskapnum. „Ég held að þetta hafi líkað vel og þótt góð tilbreyting við lífið í sveitinni,“ sagði Inga í Laufási að lokum. ÖÞ Nýr umsjónarmaður í Laufási Hólmfríður Erlingsdóttir tv. og Inga í Laufási á góðri stund fyrir skömmu. Ljósm. ÖÞ Tré missa rótfestu vegna jarðvegshita Jarðhiti hefur valdið því að fjöldi sitkagrenitrjáa í landi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reyjum í Ölfusi hefur misst rót- festuna að undanförnu. Jarðhiti jókst við skólann í kjölfar jarð- skjálftans í vor, gróður spillt- ist og hverir opnuðust á nýjum stöðum. Í haust kom í ljós að jarðvegshiti hefur aukist það mikið í rúmlega fertugum sitkagreniskógi að trén eru að missa rótfestuna. Skammt undir jarðvegsyfirborðinu er hit- inn orðinn um 40-50°C eða nægur til að drepa rætur. Tugir trjáa, um 10 m hárra, með skemmd rótakerfi hafa skekkst eða fallið í hvassviðr- inu í haust, eins og sjá má á þess- um myndum sem Úlfur Óskarsson lektor við LbhÍ tók. Hann segir að ekkert sé til ráða og mjög líklegt að fleiri tré falli í næsta roki. „Hitinn er líklega á um 1000 fermetra svæði þarna í skóginum svo skað- inn er ekki mikill,“ segir Úlfur. MÞÞ Eins og þessar myndir sýna hafa rætur trjánna skemmst og bera ekki lengur uppi trén sem líða út af. Safnahelgi á Suðurlandi 7.-9. nóvember – Á annað hundrað viðburða í boði Safnahelgi: Fólkið sem stendur að undirbúningi safnahelgarinnar og á heiðurinn að henni. Frá vinstri; Andrés Sigurvinsson, menningarfulltrúi hjá Árborg; Pétur Andrésson hjá Rauða húsinu; Gísli Sverrir, verkefn- isstjóri; Inga Þyri Kjartansdóttir, talsmaður matarklasans; Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands; Kristín Jóhannsdóttir, menning- arfulltrúi Vestmannaeyja; Anna Árnadóttir hjá Gónhóli á Eyrarbakka og Lýður Pálsson, formaður safnaklasans. Kristján Möller samgönguráð- herra segir að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar um frestun framkvæmda við Vaðla- heiðargöng. Staða efnahagsmála sé hins vegar afar viðkvæm um þessar mundir og tími fyrir einka- framkvæmdir óheppilegur, láns- fjármagn af skornum skammti og það sé afar dýrt. „Það er ekki verið að hætta við þessa fram- kvæmd, en ljóst að einhver frest- un verður á að verkefnið hefjist. Það var kannski fullmikil bjart- sýni að ætla að útboð gæti hafist um mánaðamótin nóvember/des- ember. Fyrst þarf að fara í forval og dæmin sanna að það getur tekið nokkra mánuði að vinna í slíku,“ segir Kristján. Hann segir að þó svo að ástand- ið sér afar ótryggt um þessar mund- ir, gætu líka legið í því tækifæri með framkvæmdir á borð við Vaðlaheiðargöng sem vinna á í einkaframkvæmd. Hann nefnir í því sambandi lífeyrissjóði lands- ins, sem eigi mikið fé og þurfi að ávaxta sínar krónur. „Ég sé fyrir mér að þetta verkefni gæti verið kjörið fyrir lífeyrissjóði, þeir myndu fá af því pottþétta ávöxtun og góðan skuldara þannig að ég vona að menn þar á bæjum skoði verkefni af þessu tagi og sjái tæki- færin sem í þeim felast,“ segir sam- gönguráðherra. Kristján segir það hafa verið fullmikla bjartsýni að nefna að útboð færi fram um næstu mán- aðamót og ljóst hafi verið áður en áföll dundu yfir þjóðina á liðnum vikum að tafir hefðu orðið á því. Nefndi hann að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá Greiðri leið til Vegagerðar vegna ágrein- ings um kaupverð þeirra og þegar í sumar hefði verið ljóst að láns- fjármagn var orðið afar dýrt. Sam- gönguráðherra segir að mál séu í biðstöðu um þessar mundir og ítrekar að ekki hafi verið hætt við framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng, „þetta verkefni fer örugglega af stað af fullum krafti um leið og sést til sólar á ný,“ segir Kristján. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæj- arstjóri á Akureyri segir það vissu- lega vonbrigði að framkvæmdum við Vaðlaheiðagöng hefur verið frestað. Hún hafi bundið miklar vonir við að verkið yrði boðið út núna í nóvember. Greið leið ehf., sem er sameiginlegt félag allra sveitarfélaga í Eyþing, auk 10 fyr- irtækja hafi undirbúið verkefn- ið eftir bestu getu og Vegagerðin síðan byggt sína vinnu á þeim gögnum og haldið vel áfram. „Í ljósi efnahagsaðstæðna er þetta þó skiljanlegt – forsendur fyrir einka- framkvæmdinni eru brostnar – en ég vonast til að þetta verkefni tefj- ist ekki lengi og að hægt verði að hefjast handa strax og betur árar,“ segir Sigrún Björk. Hún segir að hugmyndin hafi verið að fjármagna framkvæmd- ina að hálfu með veggjöldum þannig að hún væri eins hagkvæm og kostur er. „Það er ljóst að það er mikilvægt að göngin komi í tengslum við fyrirhugað álver á Bakka sem myndi efla þetta svæði sem eitt atvinnusvæði. Og ég tel að allar samgöngubætur og stytting vegalengda á milli staða séu mjög mikilvægar fyrir þjóðina í bráð og lengd og verkefni sem við eigum að vera áfram um að ná fram,“ segir bæjarstjóri. Pétur Þór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum, segir að til hafi stað- ið að bjóða hluta verksins út um mánaðamótin nóvember/desember í einkaframkvæmd. Allir skildu að sú staða sem upp er komin nú í efnahagsmálum hefði mikil áhrif. Ekkert fjámagn væri til reiðu þann- ig að það gæfi augaleið að engar forsendur væru fyrir að ráðast í verkefnið núna. Margt væri þó vel á veg komið og stýrihópur sem ynni að málinu hefði haldið vel á spöð- unum. „Um leið og rofar til ætti allt að vera tilbúið og hægt að stökkva í verkið með litlum fyrirvara,“ segir Pétur Þór. Hann bendir einnig á að ýmis- legt mæli með framkvæmdinni, eins og að um helmingur kostn- aðar verði greiddur með veggjöld- um, sem gerir verkefnið hagstætt. „Þetta fer vonandi á fulla ferð um leið og sést til sólar. Vissulega er þetta svekkjandi, en það er svo margt sem hægt er að svekkja sig á um þessar mundir,“ segir hann. MÞÞ Samgönguráðherra segir formlega ákvörðun um frestun Vaðlaheiðaganga ekki liggja fyrir en tafir verði á verkinu Tækifæri fyrir lífeyrissjóði að fjármagna framkvæmdina

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.