Bændablaðið - 04.11.2008, Page 19

Bændablaðið - 04.11.2008, Page 19
19 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Þegar áburðarverð hækkar er um tvennt að ræða. Annað hvort reyn- ir maður að finna ódýrari áburð eða reynir að nýta enn betur en áður þann áburð sem keyptur er. Það er ánægjulegt að sjá að Húnvetningar eru að reyna hið fyrr- nefnda og vonandi gengur það dæmi upp, en verður varla að veruleika fyrr en eftir einhver ár. Á meðan er að þrauka þorrann og góuna og vanda áburðarnotkun eins og kostur er. Endurmenntun Landbúnaðarhá- skóla Íslands og Ráðunautaþjónusta Húnaþings og Stranda standa að námskeiði þann 26. nóvember á Laugarbakka, þar sem fjallað verð- ur um áburðarmál frá sem flestum hliðum: ● Hvernig er áburðarþörf metin? ● Hvernig á að túlka jarðvegs- og heyefnagreiningar og hvernig mætum við ætlaðri þörf með bú- fjáráburði og tilbúnum áburði? ● Hvaða efnamagn er í búfjár- áburði og hvernig nýtast áburð- arefnin? ● Úr hverju er tilbúinn áburður gerður, skiptir leysanleiki fos- fórs og hlutfall ammoníum og nítrats einhverju máli? ● Er raunverulegur „gæðamunur“ á einkorna og fjölkorna áburði? ● Hvað um hörku áburðarkorn- anna og leysanleika? ● Hvað ræður dreifigæðum? ● Er alltaf til blanda sem passar og hvað þá? Hin hliðin á peningnum er hvaða plöntur eru ræktaðar, er í rauninni eitthvert val um túngrös, eru belg- jurtir vænlegur kostur? Og hvað um grænfóður, þar er úrvalið mikið, bæði margar tegundir og stofnar. Hvað segja rannsóknir og reynsla okkur um eiginleika þessara tegunda og stofna og hvernig getum við nýtt okkur þessa eiginleika? Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ríkharð Brynjólfsson, próf- essor við LbhÍ, en allar upplýsingar um námskeiðið og skráningar má finna á heimasíðu skólans www. lbhi.is undir stök námskeið eða með sendingu um netfangið endur- menntun@lbhi.is. Öðru hvoru heyrir maður af nátt- úrulegum lækningaráðum dýra og manna og má þá einu gilda hvort um er að ræða inntöku ýmissa elix- íra, eins og stundum er sagt, þ.e. samsuðu ýmissa efna og jurtaseyðis af öllum gerðum, eða þá breytingar á samsetningu almenns fæðis. Í öðru lagi eru náttúrulegar lækn- ingar sem byggjast aðallega á breytt- um lífsstíl, hreyfingu og ástundun heilbrigðs lífernis almennt. Það er auðvitað misjafnt hvað menn kjósa að kalla heilbrigt líferni. Frakkar fullyrða t.d. að hjarta- og kransæðasjúkdómum megi fækka með reglulegri neyslu rauðvíns, þ.e. að með því að drekka 1-2 rauð- vínsglös á dag megi menn reikna með því að standa síður uppi með það einn daginn, eða öllu heldur að steinliggja með það einn góðan veðurdag, að hjartað er að gefast upp vegna æðaþrengsla. Þessa speki nýti ég mér að sjálf- sögðu reglulega, þegar ég kem heim með rauðvínsflösku undir hendinni og konunni finnst frekar stutt síðan síðast þegar ég birtist vopnaður rauðvíni með sömu rökum. En hvað um það. Ég hef margsinn- is í starfi mínu heyrt af tilraunum og góðum ásetningi bænda við að lækna kýr af allskyns kvillum, s.s. júgurbólgu, lystarleysi og doða, eða losa þær við hildir, með sk. náttúru- legum aðferðum og hjálp ýmissa efna sem ekki flokkast undir hefð- bundin lyf á borð við fúkkalyf. Auðvitað gengur þetta upp og niður; sumir eru vissir um góðan árangur og nefna auðskiljanleg dæmi því til staðfestingar. Svo eru aðrir sem gefa skít í slíkar kúnstir, reyna e.t.v. einu sinni og verði ekki vart bata er að þeirra mati fullreynd sú aðferðin. Það er ekki mitt að dæma um gagn- semi slíkra aðferða, en þó er ljóst að ýmsar þær aðferðir og efni sem notuð eru verða seint talin skepn- um til skaða. Það sem raunar gæti skaðað í þessu tilfelli er ef viðkom- andi bóndi kallar ekki til dýralækni, þegar einsýnt er að aðferðin dugar ekki og skepnan er e.t.v. farin að líða fyrir það að of seint er kallað á aðstoð dýralæknisins. En ég vil trúa því að bændur séu skynsamari en svo að þetta sé vandamál. Rakst á forvitnilega bók á dög- unum, sem er kveikjan að þessum háspekilegu hugrenningum mínum um óhefðbundar lækningar. Hún heitir Læknisdómar alþýðunnar og er eftir bandarískan lækni sem hellti sér út í rannsóknir á ýmsum undarlegum kenningum. Hann er þess fullviss eftir margar og merkilegar tilraunir að eplaedik sé kraftaverkameðal og svo mikið fjallar hann um gagnsemi þess við allskyns sjúdómum að maður fer að halda að á næstu blaðsíðu nefni hann dæmi um mann sem reis upp frá dauðum eftir að hellt var ofan í hann eplaediki. Hann nefnir fjölmörg dæmi um góðan árangur júgurbólgulækninga með eplaediki og þegar ég las þetta mundi ég eftir því að hafa á árum áður heyrt af því að Húnvetningar voru að fikta með eplaedik við júgurbólgu og væri nú fróðlegt að heyra af reynslu þeirra. Nú kannski hlæja Húnvetningar og segja: „Er maðurinn að upp- götva þetta fyrst núna?“ En, sem sé; rauðvín og eplaedik í kreppunni. Verst að rauðvínið er dýrara en edikið og svo skal ég hundur heita ef ég skipti úr rauð- víni í eplaedik. Líf og starf Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Bændasamtök Íslands hófu nú á dögunum, námskeiðaröð í naut- griparækt sem skipulögð er í samvinnu við búnaðarsambönd og Endurmenntunardeild Land- búnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða tveggja daga námskeið sem opið er öllum kúa- bændum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Á fyrra degi nám- skeiðsins er farið í nýja skýrslu- haldskerfið HUPPU og NorFor fóðurmatskerfið kynnt fyrir bænd- um. Það eru þær Berglind Ósk Óðinsdóttir og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fóður- og nautgripa- ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands sem hafa umsjón með þess- um hluta námskeiðsins. Seinni dagur námskeiðsins, sem alla jafna er haldinn 3-6 vikum eftir þann fyrri, fjallar um kynbóta- starfið þar sem komið verður inn á þætti eins og ræktun og kynbæt- ur, frjósemi nautgripa og þjónustu nautastöðvar BÍ. Sá hluti er í hönd- um þeirra Magnúsar B. Jónssonar nautgriparæktarráðunauts og Svein- björns Eyjólfssonar forstöðumanns Nautastöðvarinnar. Fystu námskeiðin í námskeiða- röðinni voru haldin í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu 20. og 21. október síðastliðinn og í Skagafirði þann 27. október. Óhætt er segja að móttökur bænda á Norðurlandi hafi verið afbragðsgóðar og fór þátttaka á fyrsta námskeiðinu á Akureyri langt fram úr áætlun þar sem yfir 40 kúabændur mættu til leiks. Þurfti á síðustu stundu að færa námskeiðið í stærra húsnæði vegna mikillar þátt- töku. Þingeyingar og Skagfirðingar gáfu svo nágrönnum sínum lítið eftir, í Suður-Þingeyjarsýslu sóttu 17 bændur námsekiðið sem haldið var á Narfastöðum og í Skagafirði voru rúmlega 20 þátttakendur á þessum fyrri degi námskeiðsins. Leiðbeinendur voru að vonum ánægðir með mikinn áhuga norð- lenskra kúabænda og ekki síður þá miklu og góðu vinnu sem naut- griparæktarráðunautar heima í hér- aði hafa lagt í undirbúning nám- skeiðanna. Í allt er áætlað að halda 12 tveggja daga námskeið um allt land enda er markmiðið að gera sem flestum kúabændum fært að sækja námskeiðin sem næst sínu heimili. Staðsetning námskeið- anna er í höndum búnaðarsam- banda á hverju svæði fyrir sig og á stóru búnaðarsambandssvæðunum tveimur, Vesturlandi og Suðurlandi, hafa verið skipulögð 3-4 námskeið á hvoru svæði enda fer þar saman mikil landfræðileg stærð og fjöldi kúabænda. Hringferð þeirra Berglindar og Gunnfríðar stendur nú yfir. Í gær var haldið námskeið í Dalabúð og í dag, 4. nóvember, á Blönduósi. Þar næst liggur leiðin í Austur- Skaftafellssýslu þann 10. nóvember og þaðan áfram um Suðurland. Hringferð þeirra Magnúsar og Sveinbjarnar hefst 12. nóvember í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Við hvetjum kúabændur til þess að kynna sér dagsetningar nám- skeiðahaldsins í sínu heimahérði. Hægt er að hafa samband við ráðunauta búnaðarsambanda varð- andi nánari upplýsingar eða hafa samband beint við Ásdísi Helgu Bjarnadóttur hjá endurmenntunar- deild Landbúnaðarháskóla Íslands í síma: 843 5302/433 5000 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is Frábær byrjun á nautgriparækt- arnámskeiðum á Norðurlandi Glaðbeittir þingeyskir kúabændur ásamt leiðbeinendunum Berglindi (lengst til vinstri í fremstu röð) og Gunnfríði (nr. 4 frá vinstri í fremstu röð). Fylgst með fróðlegum erindum á námskeiðinu í Eyjafirði. Hverju á að sá – hvað á að bera á? Mikill breytileiki er í fóðrun og meðferð kálfa og kvígna á Íslandi og víða er vaxtargetan vannýtt. Margt bendir til að almennt sé ekki verið að mæta þörfum kálfa og kvígna í uppeldi. Einkum er ójafnvægi í hlutföllum fóðurefna áberandi. Þetta getur svo leitt til þess að kvígur safni óhófleg- um holdum, en stækki ekki sem skyldi. Óhófleg holdsöfnun er mjög óæskileg, sérstaklega á hinu svokallaða „krítíska tímabili“ á aldrinum 5-15 mánaða, þar sem hún leiðir til fitusöfnunar í júgur og lægri ævinytar. Gróffóður er gjarnan of lágt í próteini til að mæta þörfum. Hlutfall stein- efna og vítamína í heimaöfluðu fóðri er einnig mjög lágt miðað við þarfir til vaxtar og eðlilegs þroska gripanna. Meðal burðaraldur hjá fyrsta kálfs kvígum er nú rúmir 28 mán- uðir. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er talið hagkvæmast að kvígur beri 24 mánaða gaml- ar. Það sem lagt er til grundvallar þarna er einkum aukinn kostnaður við húsnæði, viðhaldsfóður og aukna vinnu. Dæmi: Bóndi sem setur á 20 kvígukálfa á ári er með að jafnaði 40 gripi í uppeldi ef burðaraldur er 24 mánuðir. Ef hins vegar burð- araldur er 28 mánuðir er fjöldi gripa að jafnaði 47 eða 7 gripum fleira. Viðhaldsfóður fyrir 20 kvíg- ur í 4 mánuði nemur um 10 þús. fóðureiningum eða rúmlega 40 rúllum. Síðan má áætla hver kostn- aðurinn er, en líklegt er að hann sé um 500 þús. kr. á ári miðað við þessar forsendur. Endurmenntun Landbúnaðarhá- skóla Íslands býður nú fram nám- skeið fyrir bændur, sem hefur það að markmiði að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til við- halds kúastofninum. Farið verður yfir fóðrun, aðbúnað og sjúkdóma- varnir á mismunandi tímaskeiðum í uppeldinu, undirbúning kvígunn- ar fyrir burð og fóðrun kvígna á 1. mjaltaskeiði. Rætt verður um leiðir til að fullnýta vaxtargetu gripanna miðað við burð um 24 mánaða aldur. Fjallað verður um sumarbeit kvígna í uppeldi. Farið verður yfir aðferðir til að meta árangur upp- eldisins á hverjum tíma. Leiðbeinendur námskeiðsins eru þeir Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson, sér- fræðingar hjá LbhÍ. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 20. nóv- ember næstkomandi að Reykjum í Ölfusi, sjá nánar á www.lbhi.is eða í símum 433 5000/433 5033. Uppeldi og fóðrun kvígna – Skiptir hún máli? Fjörðungar buðu best Þrjú tilboð bárust sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sem á dög- unum auglýsti eftir tilboðum í leigu á Hvammslandi, ofan girðingar til rjúpnaveiða nú í haust. Fjörðungar buðu 85 þúsund krónur, Loftur Jón Árnason og Jón Þorsteinsson buðu 62 þúsund krónur og Ferðaþjónustubýlið Hléskógar bauð 30 þúsund krónur. Samþykkt var á fundi sveit- arstjórnar í vikunni að ganga til samninga við Fjörðunga um leigu á landinu. Málstofa um verkefnið „Orsakir kálfadauða“ Á árunum 2006-2007 var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ung- kálfadauða sem verið hefur viðvarandi vandamál í íslenskri naut- griparækt. Að verkefninu stóðu sameiginlega Landbúnaðarhá- skóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun (nú Matvælastofnun). Þá var einnig samvinna við búnaðarsamböndin á þeim svæðum sem rannsóknin náði til og einnig við Rannsókn- arstöð Háskólans í meinafræði að Keldum um ákveðna verkþætti. Rannsóknin var margþætt og fól í sér alls 6 undirverkefni. Orsakir kálfadauða hjá fyrsts kálfs kvígum Kálfadauði og áhrifaþættir fóðrunar Áhrif verkunar á E-vítamín í heyi Burðaratferli íslenskra kúa og smákálfadauði Áhrif selenáburður í túnrækt og byggrækt Áhrif erfðaþátta á kálfadauða Þann 28. nóvember verður haldin málstofa þar sem meginnið- urstöður rannsóknarinnar verða kynntar og þær síðan gefnar út í sér- stöku riti frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Á málstofunni verða haldin sjö erindi sem öll fjalla um niðurstöður úr rannsókninni og auk þess mun Dr. John Mee sérfræðingur frá Írlandi flytja yfirlitserindi um við- fangsefnið en hann er þekktur fræðimaður á þessu sviði Málstofan verður haldin í húsakynnum Bændahallarinnar og hefst kl. 10 en lýkur kl. 16. Málstofan er öllum opin, þátttökugjald er kr. 3500 og greiðist við skráningu hjá Endurmenntun LbhÍ, í síma 433 5000/433 5033 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 26. nóvember.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.