Bændablaðið - 04.11.2008, Page 20

Bændablaðið - 04.11.2008, Page 20
20 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Hvernig miðar bólusetningu gegn garnaveiki? Mikilvægasta vörn gegn garnaveiki er vel og snemma framkvæmd bólusetning ásetningslamba og kiða. Útrýming garnaveiki hefur tekist á einu svæði á fætur öðru, þar sem bólusetningin hefur verið í lagi, en fleira þarf þó til. Nú ætti bólusetning að vera komin vel á veg á garnaveikisvæðunum. Þess er vænst, að bólusetningarmenn hafi tiltækar upplýsingar um það, hvort eftir sé að bólusetja síðheimt lömb eða einstaka hópa á svæði þeirra, þegar eftir verður leitað bráðum hjá héraðsdýralæknum. Fylgt verður nýrri reglugerð um bólusetninguna (Rg. 933/2007). Eigendur bera aðalábyrgð á því, að öll ásetnings- lömb þeirra séu bólusett í tæka tíð. Bólusetningarmenn bera ábyrgð á því að bólusett sé hjá öllum á því svæði, sem þeim er falið af hér- aðsdýralækni að bólusetja á og héraðsdýralæknir skipuleggur bólusetninguna þannig að bólusett séu fyrir áramót öll ásetningslömb á öllum bæjum og fylgst sé með síðheimtum lömbum. Sveitarstjórn ber ábyrgð einnig og getur boðið út bólusetninguna. Hvað er garnaveiki? Garnaveiki er smitandi, langvinn- ur, ólæknandi bakteríusjúkdómur, sem leggst á kindur, geitur, naut- gripi og hreindýr. Óvíst er, hvort fólki er hætta búin af garnaveiki (Crohns disease). Úrtrýming henn- ar er nauðsyn. Hvar er garnaveiki: Suð-Austurland frá Berufirði að Öræfum, Suður- og Vesturland frá Markarfljóti að Gilsfirði, Norður- land frá Hvammstanga að Skjálf- andafljóti. Hvar hefur garnaveiki verið upp- rætt úr sauðfé?: Eyjafjöll, Biskupstungur, Vestfjarða- kjálki (Hólf 12), Miðfjarðarhólf, Skjálfandahólf, Austurland suður að Berufjarðarbotni. Hvar hefur mistekist að uppræta garnaveiki? Vatnsneshólf. Hvar hefur garnaveiki aldrei fundist? Öræfi, V-Skaft., Vestmannaeyjar, Vestfjarðakjálki (Hólf 9-11, 13 og 14), Grímsey, Mývatnssveit. Hvar má hætta að bólusetja bráð- lega? Snæfellsnes, N-Dalahólf. Sveitar- stjórnir gætu farið að undirbúa að- gerðir á fleiri svæðum. Hvað þarf að gera til að uppræta garnaveiki? Það virðist augljóst að garnaveiki má útrýma alls staðar, en til þess þarf þekkingu, vilja, skipulag og samstöðu. Sveitarfélög og svæði (varnarhólf), sem telja sér hag í að uppræta veikina, ættu í samráði við héraðsdýralækna að tilnefna mann eða menn til undirbúnings og eftirfylgni eða fela það land- búnaðarnefnd. Ásetningslömb, sem hægt er að velja, ætti að taka undan ánum í fyrstu smölun og setja á tún, sem ekki voru beitt s.l. vor og síðar í hrein hús, nota hrein drykkj- arílát og ómengað hey. Bólusetja ætti á garnaveikibæjum sem allra fyrst (í september eða fyrr). Seinna má bólusetja á ósýktum bæjum, en engin kind ætti að vera óbólu- sett um áramót neins staðar. Látið ekki uppdráttarkindur, hugsanlega garnaveikismitbera, í sömu stíu og lömb. Fjarlægið þær úr hjörðinni og látið rannsaka strax. Tryggið, að garnaveiki leynist ekki í kúm eða geitum. Látið ekki vatn eða fóður óhreinkast af saur. Sjúkdómsorsökin, tjón, framkvæmd varna Garnaveikisýklarnir eru skyldir hinum illræmdu berklasýklum og mjög lífseigir. Þeir geta lifað 1 ár í jarðvegi, vatni og taði utan húss og 1½ ár innan húss. Veikin er skæð í sauðfé og geitum 1½ árs og eldri og getur drepið hluta fullorðna ásetn- ingsfjárins árlega, ef ekki er lag og regla á bólusetningunni. Dauðsföll í óbólusettu fé geta verið 10-40% árlega. Aðeins ein bólusetning nógu snemma er nóg til að líftryggja kind gegn garnaveiki. Bólusetning of seint virðist geta bælt niður veik- ina en hún fjölgar smitberum. Ef veikin nær að magnast getur hún haldið áfram á staðnum, þrátt fyrir bólusetningu. Þá getur þurft að skipta um fjárstofn, fella allt féð, sótthreinsa hús, tæki og búnað, fá ómengað hey og kaupa nýjan fjár- stofn frá ósýktum bæ eða svæði. Veikin er fundvís á óbólusettar kindur á hvaða aldri sem er. Hvers vegna er nauðsynlegt að bólusetja snemma? Svar: Lömbin fæðast án mótefna gegn garnaveiki. Þau fá mótefni úr broddinum. Í broddi vel bólusettrar kindar finnast kröftug mótefni gegn garnaveiki. Einni mínútu eftir að lambið hefur fengið brodd úr vel bólusettri móður mælast kröftug garnaveikimótefni í lambinu. Þau mótefni eru skammvinn, endast aðeins fram til haustrétta. Illa bólu- sett ær gefur lambinu lakari mótefni úr broddi, sem endast skemur(til júlí). Þegar mótefnin eru gengin til þurrðar t.d. í september, þá er lambið óvarið gegn garnaveiki, smitast og veikist eftir 1-2 ár eða verður smitberi árum saman ellegar veikist, þegar á móti blæs. Þá þarf að bólusetja lambið eða taka það úr hjörð, þar sem garnaveikismit leynist. Bólusetning, sem er vel gerð, gefur langvinn mótefni, sem endast til æviloka. Léleg bólusetn- ing gefur ótrygga vörn. Ef veikin er komin langt á leið, þegar bólusett er, getur lambið snarveikst og drep- ist úr veikinni á stuttum tíma. Ef mikið tjón er af garnaveiki, getur þurft að kaupa að bólusett lömb en setja ekki á lömb fædd á bænum. Hvenær má hætta að bólusetja? Hætt verður að bólusetja um leið og það er talið öruggt. Bólusetningu má leggja af, þegar liðin eru 10 ár frá síðasta garnaveikitilfelli, þegar upplýsingar eru fengnar um öll vanhöld, vanþrif og veikindi í jórt- urdýrum síðustu árin, sem gætu bent til garnaveiki og þegar sam- staða hefur náðst um aðgerðir í heilum varnarhólfum. Ávinningur: Miklum kostnaði yrði létt af sauðfjárbændum, þján- ingum af kindum, skemmd á afurð- um og slysahættu af bólusetning- armönnum. Áhætta: Ef upplýsingar eru ófull- komnar og veikin leynist á svæðinu getur hún blossað upp og breiðst út á ný og valdið stórtjóni 2-4 árum eftir að hætt var að bólusetja. Aðeins einn maður, sem ekki lætur að stjórn og vísar ekki ásetningslömbum sínum til bólusetningar, getur spillt því að veikin verði upprætt á þeim stað og valdið því að bólusetja verð- ur áfram í 10 ár á öllu svæðinu í stað þess að geta hætt og aflétt ókost- unum. Í guðanna bænum látið vita um slíka menn. Við munum taka á þeim mjúkum höndum og laða til samstarfs. Það er allra hagur að þetta takist. Ef fortölur duga ekki yrði bólusett á þeirra kostnað. Það yrði enn dýrara og auk þess geta þeir, sem ekki hafa bólusett misst gæðastýringarálag samkvæmt nýjum reglum. Búfjáreftirlitsmenn eru beðnir um að leggja þessu máli lið og kanna, hvort allt fé er bólusett svo sem vera ber og láta bólusetn- ingarmann, héraðsdýralækni eða Matvælastofnun vita. Meðan enn er hætta á garna- veiki er ráðlegt að ganga þrifalega um, láta skepnurnar ekki óhreinka drykkjarvatn eða fóður, hýsa ekki aðkomufé með eigin fé, versla ekki með fullorðið fé, aðeins bólusett lömb, taka allar vanþrifakindur úr hjörðinni og láta rannsaka þær. Smitefni frá sýktum svæðum eiga greiðari leið en áður með óhreinum tækjum, línubrjótum, heyi, torfi o.fl. til svæða, þar sem ekki er lengur bólusett. Þá reynir meir á heimamenn að verja svæði sitt gegn smiti. Sú hætta er ekki úr sögunni fyrr en veikinni hefur verið útrýmt. Þá þarf enn frekar að ver- jast smiti erlendis frá. Nautgripir veikjast 2½ árs og eldri og tjón getur orðið mikið á garnaveikibæjum, ef ekki er grip- ið til varnarráða. Sumir nautgripir geta gengið með garnaveikismit langa ævi og veikst fyrst, þegar aldur eða aðrir sjúkdómar sækja að. Leita má mótefna og þar með smitbera í blóðsýnum eða mjólk- ursýnun úr öllum gripum 2ja vetra og eldri, einnig með leit að sýklum í saur og slímhúð úr endaþarmi. Þurft getur að prófa hjörðina oftar en einu sinni til að finna smitbera. Farga þarf grunsamlegum gripum og auka þrifnað og sóttvarnarað- gerðir í samráði við dýralækni. Einkum er mikilvægt að verja kálf- ana gegn smiti. Nautgripir eru ekki bólusettir. Garnaveiki er aðalástæða þess að hömlur eru á flutningi nautgripa milli landshluta, svæða (varnarhólfa) og bæja. Uppræting garnaveiki myndi létta á þessum hömlum. Hreindýr og geitur geta tekið garnaveiki. Hættan er mest, ef þau eru tekin á hús með sauðfé eða nautgripum á sýktum svæðum. Hvers vegna ekki að útrýma garnaveiki, ef það er hægt? Lömb fæðast án mótefna gegn garnaveiki en fá þau úr broddinum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sigsig@hi.is Sjúkdómavarnir Það er dýrmætt í dag að Bændasamtök Íslands hafa alltaf lagt áherslu á eigin hugbúnaðar- gerð fyrir bændur, ráðunauta og aðra. Þannig hefur gengishrunið og vandamálin með gjaldeyrinn ekki áhrif á verð á forritum til bænda. Hins vegar er ýmis hug- búnaður sem keyptur er að utan, svo sem Microsoft hugbúnaður sem flest fyrirtæki nota á Ísland, t.d. ráðuneyti og stofnanir rík- isins, sem er háður gengi og þarf að greiða hugbúnaðarleyfi af. Einnig er ýmis stoðhugbúnaður sem við nýtum okkur svo sem Oracle leyfi keypt að utan. Ef stöðugleiki kemst ekki á í geng- ismálum á allra næstu mán- uðum hefur þetta áhrif á rekstr- arkostnað flestra fyrirtækja. Þetta kom fram hjá Jóni Baldri Lorange, forstöðumanni tölvu- deildar Bændasamtaka Íslands, þegar blaðamaður Bændablaðsins innti hann eftir því hvaða áhrif gengismál hefðu á verð á forrit- um til bænda. „Hugbúnaðarflóra Bændasamtakanna byggist upp á veflægum forritum sem eru þróuð í tölvudeildinni eða af inn- lendum verktökum sem unnið hafa með okkur. Þetta er íslenskt hugverk – heimatilbúinn baggi eins og íslenskar búvörur – sem er verðmæt auðlind nú á tímum. Síðan erum við að selja þennan hugbúnað áskrifendum erlendis, aðallega WorldFeng, sem er að skila okkur í ár um sex milljónum kr. í gjaldeyristekjum. Við höfum í dag einnig yfir að ráða öflugum veflægum hugbúnaði í sauðfjár- og nautgriparækt sem tækifæri eru í að selja erlendis með sama hætti og WorldFeng. Síðan er í smíð- um Net-NPK – skýrsluhaldskerfi í jarðrækt – sem veitir bændum m.a. aðgang að upplýsingum um heysýni og jarðvegssýni, tengist landupplýsingakerfi samtakanna og mun taka við hlutverki gamla NPK hvað varðar áburðaráætl- unargerð. Við höfum einnig ávalt reynt að halda verði á forritum í lágmarki. Þetta hefur verið mögu- legt með sjálfstæðri og vandaðri hugbúnaðargerð, lítilli starfs- mannaveltu í tölvudeild og góðum stuðningi frá ýmsum aðilum svo sem Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins,“ sagði Jón Baldur. Dýrmætt að búa að ís- lenskum hugbúnaði í dag Undirbúningur fyrir Fræðaþing landbúnaðarins 2009 er í fullum gangi. „Ákveðið hefur verið að Fræðaþingið fari fram dagana 12. og 13. febrúar nk. og er stefnt að því að dagskrá verði sameiginleg fyrir hádegi fyrri daginn,“ segir Gunnar Guðmundsson sem situr í undirbúningsnefnd Færðaþings landbúnaðarins 2009 fyrir Bænda- samtök Íslands. Gunnar segir að ákveðin mynd sé komin á eftirfarandi fimm málstofur. Matvælaframleiðsla í breyttum heimi. Þar verður fjallað um flæði búfjáráburða, sjúkdómavarnir vegna innflutnings og hættu á að sjúkdóm- ar berist til landsins og svo um upp- runamerkingar matvæla. Ennfremur eiga eftir að bætast við nokkur erindi inn í þessa málstofu. Nýsköpun í dreifbýli. Fjallað verð- ur heimavinnslu afurða og matvæla; m.a. um verkefnið Beint frá býli. Veiðimálastofnun mun leggja til efni fyrir málstofuna Vatn og votlendi. Þar eru nokkur erindi um hrygn- ingu, framvindu fiskistofna í stökum vatnasvæðum, þörunga og smádýra- líf í Lagarfljóti o.s frv. Um áburð, jarðrækt og nýtingu áburðarefna. Þessi málstofa verður líklega nokkuð stór enda umfjöll- unarefnin mikilvæg í nútímanum t.a.m. í umræðunni um áburðaverð. Aðbúnaður og heilbrigði búfjár. Þar verður rætt um unglambadauða, kálfadauða og riðupróf í sauðfé. Þá hefur Matís, sem er nýr aðili að und- irbúningnefnd Fræðaþingsins, á sinni könnu erindi sem varða mat- vælavinnslu, kæliherpingu í slát- urhúsum og ýmsa tengda hluti. „Þetta er í grófum dráttum þær málstofur sem nokkur mynd er komin á,“ segir Gunnar. „Ein önnur er þó á teikniborðinu; Frá sandi til skógar, en þar eru erindi sem teng- jast fyrst og fremst landgræðslu, jarðvegsvernd, landnámi og út- breiðslu einstakra landnámsjurta eins og birkis ofl. Landgræðsla rík- isins ber fyrst og fremst á ábyrgð á þessari málsstofu,“ bætir hann við. Hann segir að ýmis erindi séu ótalin sem gerð verður grein fyrir í Bændablaðinu þegar þeir efnisþætt- ir hafa að fullu komið fram. Gamalt fyrirbrigði Gunnar segir Fræðaþing land- búnaðarins vera hundgamalt fyr- irbrigði. „Það fer að nálgast stór- afmæli. Samkvæmt þeim heim- ildum sem ég hef þá var fyrsti Ráðunautafundurinn, sem var forveri Fræðaþingsins, haldinn um mánaðamótin nóvember og des- ember árið 1952. Framan af voru þeir haldnir annað hvert ár, en til- gangur ráðunautafundanna var að tengja saman ráðunautastéttina ann- ars vegar og rannsókna- og kennslu- geirann hins vegar. Á þeirri tíð var enda talsvert mikil samvinna milli rannsóknarmanna á Atvinnudeild Háskólans annars vegar og lands- ráðunauta Búnaðarfélags Íslands hins vegar. Þetta samstarf þróað- ist svo hægt og bítandi og upp úr 1960 eru Ráðunautafundir árlega og stóðu í nokkra daga – allt uppí viku.“ „Þannig hélst fyrirkomulagið til 1980 en þá gerist Stéttarsamband bænda aðili að fundinum og svo Bændaskólinn á Hvanneyri. Árið 2003 er nafninu svo breytt í Fræðaþing landbúnaðarins og þar með fjölgar þeim aðilum sem koma að málunum. Í dag eru svo eftirfarandi aðilar sem að undirbún- ing Fræðaþings landbúnaðarins standa: Bændasamtök Íslands ásamt búnaðarsamböndunum í land- inu, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matvælastofnun, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Háskólinn á Hólum, Veiðimálastofnun, Hag- þjónusta landbúnaðarins og Matís.“ Gunnar segir að hefð sé fyrir því að öll erindi sem haldin eru á Fræðaþingi séu gefin út á bók. Ennfremur hefur þeim á seinni árum verið safnað saman rafrænt og þau geymd á vefslóðinni landbunadur. is. „Allt áhugafólk um landbúnað, náttúrufræðirannsóknir og náttúru- og líffræðirannsóknir er velkomið á þingið,“ segir Gunnar að lokum. -smh Fræðaþing 2009 í fullum undirbúningi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.