Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 2
2 Sýningin Sumar 2008 var haldin dagana 4.-6. apríl sl. Það er tíma- ritið Sumarhúsið og garðurinn sem stendur að þessari sýningu og hefur gert undanfarin 7 ár. Markmiðið með henni er að kynna vörur og þjónustu sem tengjast atvinnulífinu, sumarhúsinu, garðin- um, heimilinu, afþreyingu og ferða- þjónustu. Það er því óhætt að segja að sýningin boði á vissan hátt sumar- komuna fyrir fólk í þessum geira. Sýning er afar fjölbreytt og eru sýnendur af öllum stærðum og gerð- um; m.a. garðyrkjufyrirtæki, útivist- arbúðir byggingarfyrirtæki, fast- eignasölur og fyrirtæki í ferðaþjón- ustu og afþreyingu. Fyrstu tvær sýningarnar voru haldnar undir merki tímaritsins í Mosfellsbæ, sú þriðja í Laugar- dalshöll undir nafninu Sumar 2003 og var þá vægi ferðageirans aukið til muna. Síðustu tvö árin hefur sýning- in verið haldin í Fífunni í Kópavogi. Fréttir Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 2008 Landgræðslan notar mjög mikið af áburði árlega og því er sú gíf- urlega verðhækkun, sem varð á áburði í vetur, mikill kostnaðar- auki. Til stóð að kaupa rúmlega 1.300 tonn í ár, en útkoman verð- ur rúm 1000 tonn. Þar fyrir utan kaupa allmörg landgræðslufé- lög umtalsvert magn af áburði árlega. Guðmundur Stefánsson hjá Landgræðslunni segir það ekki liggja alveg ljóst fyrir hver kostnað- araukinn verði, því Landgræðslan kaupi áburðinn í erlendri mynt og sé búin að fastsetja verðið. Gengið hreyfist og verðið því bara á kaup- gengi dagsins. En þó sé ljóst að kostnaðaraukinn skipti tugum milljóna króna. Það eru Ríkiskaup sem bjóða áburðarkaupin út fyrir ríkisstofnanir og er Landgræðslan langstærsti aðil- inn í þeim innkaupum. Einnig eru í útboðinu Landsvirkjun, Skógrækt ríkisins og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Guðmundur segir áburðarnotk- un t.a.m. ekki verða skorna niður í verkefninu Bændur græða landið, en þeir sem óskað hafi eftir meiri áburði fái hann ekki, heldur fái menn í besta falli sama magn og í fyrra. Þegar hefur verið samið við nýja aðila, sem geta í besta falli fengið 1.800 kíló í ár. Síðan er það Landbótasjóður, sem hefur sömu fjárhæð til áburð- arkaupa og í fyrra, eða 25 millj- ónir. Stærsti hluti Landbótasjóðs rennur til upprekstrarfélaga eða slíkra aðila, alls 18 milljónir króna. Guðmundur segir, að þótt Landbótasjóður fengi 30 milljónir í ár myndi það ekki duga til að halda sjó í áburðarkaupum eftir allar hækkanirnar. Sjóðurinn þyrfti 45 milljónir króna til að standa jafnt að vígi og í fyrra. Þess vegna hefur verið sótt um aukaframlag með fjár- aukalögum í haust. Því máli verður að sinna fljótt, því menn bera ekki áburð á seinna en í júní og því ekki hægt að bíða fram á haustið, þegar fjáraukalög verða samþykkt. Guðmundur segist vona, að þessum óskum verði tekið af velvilja meðal alþingismanna. S.dór Landgræðslan Gríðarlegur kostnaðarauki vegna áburðarverðshækkana Förgun ehf. framleiðir á annað þúsund tonna af kjötmjöli á ári, eða „gróanda“ eins og áburð- urinn heitir í bókum aðfanga- eftirlitsins. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, stjórnarformaður Förgunar, segir það við hæfi nú á tímum hækkandi áburðarverðs að vekja athygli á þessum val- kosti, sem lítið hefur farið fyrir. Reynsla af notkun kjötmjöls við landgræðslu og skógrækt hefur sýnt að mjölið er mjög góður áburður með langtíma áhrif. Landgræðslan hefur nokkurra ára reynslu af notkun efnisins og eins hefur GFF, Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, notað mjölið við ýmis uppgræðslu- og skóg- ræktarverkefni undanfarin 3 ár. Mjölið er afgreitt í stórsekkjum á 18 krónur kílóið án virðisauka- skatts og verður væntanlega einnig selt í 20 lítra fötum þegar líður á vorið. Sé kjötmjöl notað sem áburður á beitiland má ekki hleypa skepnum á landið í 21 dag eftir að borið er á. Fyrir nokkrum árum var notk- un kjötmjöls alveg bönnuð, þegar gin- og klaufaveikin var sem mest á Bretlandseyjum. Guðmundur Tryggvi segir, að nú sé hitameðhöndlun við mjölgerðina 133 gráður í 20 mínútur við 3ja bara þrýsting. Allt sé drepið, sem mögu- lega geti borist með sláturúrgang- inum, eftir verði bara dauðhreinsað efni og því engin sjúkdómahætta í sambandi við þetta. Sláturúrgangur er nú þannig flokkaður, að allt sem talið er geta haft einhverja áhættu í för með sér er sett í annan farveg og fer ekki í mjölgerðina. Það var ekki fyrr en í haust er leið að reglugerðarbreyting varð- andi kjötmjölið átti sér stað og þess vegna hafa bændur ekki keypt kjöt- mjölið í stað tilbúins áburðar. Fyrr á árum notuðu bændur kjötmjöl sem áburð en síðar var það bann- að. Guðmundur Tryggvi bendir á að nú sé verð á kjötmjöli til muna lægra en á tilbúnum áburði, sem hefur hækkað um tugi prósenta. Kjötmjölið er því mjög áhuga- verður kostur fyrir þá, sem leita að nýjum leiðum í áburði. Það er engum efnum bætt í kjötmjölið, þannig að hér er um hreina hringrás náttúrunnar að ræða. S.dór Kjötmjöl heppilegur áburður með langtíma áhrifum Ásta S. Helgadóttir, forstöðumað- ur Ráðgjafarstofu heimilanna, segir að stofan sé opin öllum og að fólk úr flestum stéttum þjóð- félagsins sæki þangað ráðgjöf um fjármál sín. Hún segir bændur leita til þeirra ekkert síður en aðra. Ásta bendir á að fólki af lands- byggðinni, þar á meðal bændum, bjóðist sá möguleiki að senda inn umsóknir. Hún spyr, hvort ekki sé ráð að ráðunautar Bænda- samtakanna, sem starfa víða um landið, leiti sér upplýsinga á Ráð- gjafarstofunni um hvernig reynt sé að leysa úr fjárhagsvanda fólks. Þeir gætu þá reynt að aðstoða sjálfir eða bent fólki á að leita til ráðgjaf- arstofunnar um aðstoð. Hún stingur einnig upp á að Bændasamtökin bætist í hóp þeirra 16 aðila, sem standa að Ráðgjafarstofu heim- ilanna. „Á umsókn um aðstoð tilgreina viðskiptavinir helstu ástæður greiðsluerfiðleika. Flestir gefa upp fleiri en eina ástæðu, en líkt og undanfarin ár eru veikindi langalgengasta ástæða greiðsluerfiðleika. Athygli vekur að viðskiptavinir eru í æ ríkari mæli farnir að benda á vankunnáttu í fjármálum, eða í 16,4% tilfella. Það gæti verið vísbending um að efla þurfi fræðslu til almennings varð- andi fjármál fjölskyldunnar, gildi sparnaðar og fyrirhyggju í fjár- málum. Það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið að aðstoða þá ein- staklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum fljótt og vel. Eins og fyrr var greint frá eru marg- feldisáhrifin mikil og mikilvægt að úrræði séu til að leysa greiðsluerf- iðleika. Mikilvægt er, að sá sem er í greiðsluerfiðleikum eygi von og fái tækifæri til að sanna sig. Það er nauðsynlegt að fara yfir þau úrræði sem eru tiltæk og hefur ítrekað verið bent á að hér á landi skorti löggjöf um greiðsluaðlögun, sem er á öðrum Norðurlöndum. Fræðsla í fjármálum fjölskyldunnar er atriði sem þarf að styrkja enn frekar og mikilvægt að finna henni farveg þannig að sem flestir landsmenn losni undan þeirri áþján að lenda í greiðsluerfiðleikum.“ 16 aðilar koma að rekstri ráðgjaf- arstofunnar en það eru ASÍ, BHM, BSRB, Félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Glitnir hf., Kaup- þing banki hf., Landsbanki Íslands hf., Landssamtök lífeyrissjóða, Rauði kross Íslands, Reykjavík- urborg, Kópavogsbær, Samband íslenskra sparisjóða, Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Þjóðkirkjan og Kreditkort hf. Ásta segir að þjónusta ráðgjafastofunnar kosti fólk ekki neitt og sé hún ætluð öllum landsmönnum. Aðalskrifstofan er í Reykjavík, en ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu er til viðtals á Akureyri tvisvar í mánuði og tekur viðtöl á skrifstofu fjöl- skyldudeildar Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26. Tímapantanir eru í síma 460-1420. Íbúum landsbyggðarinnar stend- ur til boða að senda umsóknir um ráðgjöf í pósti og fá sendar tillögur til úrbóta. Hægt er að komast í beint sam- band við ráðgjafa í gegnum net- spjall Ráðgjafarstofu: http://svarbox.teljari.is/?c=54, á opnunartíma Ráðgjafarstofunnar. S.dór Ráðgjafarstofa heimilanna Fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins leitar til stofunnar Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslenskum landbúnaði á undangengnum áratug, búin hafa stækkað og þeim fækkað. Þessu hafa fylgt umtalsverð- ar fjárfestingar hjá bændum. Undanfarin misseri hafa rekstr- arskilyrði hins vegar breyst mjög á verri veg. Bændur hafa ekki farið var- hluta af versnandi kjörum á láns- fé. Fjármagnskostnaður hefur vaxið sem hlutfall af rekstr- arkostnaði búanna og er nú svo komið að þessi liður er stærsti einstaki kostnaðarliður kúabú- anna, samkvæmt Hagþjónustu landbúnaðarins. Miklar hækkanir á aðföngum hafa orðið á erlend- um mörkuðum á undanförnum mánuðum og sérstaklega á áburði og kjarnfóðri. Til að bæta gráu ofan á svart hefur gengi krónunn- ar fallið mikið með tilheyrandi hækkun innfluttra aðfanga sem síðan leiðir til almennra verð- hækkana. Samanlögð áhrif alls þessa á rekstur búanna eru afar neikvæð. Bændasamtök Íslands vilja bregðast við þessum aðstæðum og reyna að aðstoða bændur með leiðbeiningum og ráðgjöf. Í því sambandi hefur vaknað sú hug- mynd að Bændasamtökin bjóði bændum í erfiðri rekstrarstöðu sérstaka ráðgjöf sem miðar að því að hjálpa þeim að takast á við þann vanda sem að þeim steðjar til skemmri tíma. Fyrirmyndin að slíkri þjónustu er ekki síst sótt til Ráðgjafarstofu heimilanna í fjár- málum. Ljóst er að slík þjónusta er ekki ódýr. Því hefur verið ákveð- ið að bjóða bændum að segja hug sinn til hugmyndarinnar á vef Bændasamtakanna. Í framhald- inu verður metið hvort raunhæft sé að bjóða upp á þjónustuna. Könnunin verður aðgengileg á vef Bændasamtakanna, www. bondi.is frá 14. til 23. apríl. Er þörf á aukinni fjár- málaráðgjöf til bænda? Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi lést af slysförum á Eyrarbakkavegi að morgni 8. apríl sl. á 72. aldursári. Hann var fæddur í Litlu-Sandvík 7. október 1936, sonur hjónanna Lýðs Guðmundssonar, bónda þar, og konu hans, Aldísar Pálsdóttur. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og BA-prófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann var bóndi á föð- urleifð sinni, Litlu-Sandvík, en þar hefur föðurætt hans búið frá 1793. Páll sinnti ýmsum störfum um ævina, hann var m.a. hrepp- stjóri, oddviti, sýslunefndarmað- ur og héraðsnefndarmaður fyrir sveit sína, Sandvíkurhrepp, allt þar til að hreppurinn var lagð- ur af og sameinaður Árborg. Á árunum 1960 til 1966 sinnti Páll stundakennslu í sögu og íslensku við Gagnfræðaskólann á Selfossi og aftur árin 1970-1973. Einnig var hann stundakennari við iðn- skólana á Selfossi á árunum 1964 til 1972. Páll sat um árabil í stjórn Sláturfélags Suðurlands en hann var kosinn stjórnarformaður á miklum umbrotatímum í sögu félagsins árið 1987. Hann sat einnig í stjórn Mjólkurbús Flóa- manna, var formaður Afréttar- málafélags Flóa og Skeiða og Flóaáveitunnar, ásamt því að sitja í stjórn Veiðifélags Árnesinga og stjórn Rjómabúsins á Baugs- stöðum. Páll var afkastamikill sagn- fræðingur og safnaði ógrynni heimilda um sögu Árnesinga en ritaði einnig fjölmargar bækur. Eftirlifandi eiginkona Páls er Elínborg Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík látinn Sumar 2008 Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn hefur um árabil haft veg og vanda af þessari sýningu. Á myndinni má sjá blaðamann tímaritsins Hildi Örnu Gunnarsdóttur og áhugasaman gest. Ljósm. smh Næsta Bændablað kemur út 29. apríl

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.