Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200833
Haukur Hreinsson er búsettur ásamt fjölskyldu
sinni í Stykkishólmi og verður 11 ára gamall í ágúst.
Draumur hans er að verða atvinnumaður í körfu-
bolta, en einnig er hann mikill hestaáhugamaður
og ætlar meðal annars í nokkrar hestaferðir með
pabba sínum í sumar.
Nafn: Haukur Hreinsson.
Aldur: 11 ára í ágúst.
Stjörnumerki: Ljón.
Búseta: Stykkishólmur.
Skóli: Grunnskólinn í Stykkishólmi.
Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestar.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Uppáhaldshljómsveit: Eminem.
Uppáhaldskvikmynd: Blades of Glory.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í fyrsta skipti í
heimsókn til Arnars á Urriðafossi.
og körfubolta og er að læra á trommur.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Spila
körfuboltaleikinn NBA2K8.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnu-
maður í körfubolta.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég beit
einu sinni í rassinn á Hlyni bróður mínum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka til í
herberginu mínu.
Hvað ætlar þú að gera í sumar? Spila fótbolta, keppa
á Ungmennalandsmótinu í Þorlákshöfn og fara í
hestaferðir með pabba mínum.
ehg
Fólkið sem erfir landið
Haukur Hreinsson er hress og kátur snáði í 5. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi og stundar íþróttir af kappi. Hér
er hann með tveimur frænkum sínum, systrunum Hörpu Rósey (t.v.), sem er kínversk, og Auði Tiya, sem er frá
Indlandi.
Leiðinlegast að taka til í herberginu!
Styrkveitingar
á vegum erfðanefndar
landbúnaðarins
Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna
að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í land-
búnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjár-
munum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla
að þessu hlutverki. Lögð er áhersla á að styrkja verk-
efni á eftirfarandi sviðum:
erfðaauðlindum í landbúnaði.
varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í
landbúnaði.
og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.
-
auðlindir í landbúnaði og gildi þeirra.
Um styrki þessa geta sótt bæði einstaklingar eða félaga-
samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun
og sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum
landbúnaði.
Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200-700 þús.
Umsóknum skal skilað til formanns erfðanefndar, Áslaugar
Helgadóttur Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti,
112 Reykjavík (aslaug@lbhi.is) fyrir 30. apríl n.k.
„Mér finnst þetta unga fólk sem
hér hefur komið fram í kvöld í
raun allt vera sigurvegarar. Það
er ekki sjálfgefið þegar maður er
12 ára að hafa kjark til að standa
frammi fyrir fullum sal af fólki
og lesa upp. En það hafa þessir
krakkar gert og með þeim hætti
að starf dómnefndarinnar var
vandasamt. En að lokum urðum
við sammála um hverjir stæðu
efstir.
Þetta hefur verið frábært kvöld
og öll umgjörð keppninnar ykkur
til sóma, jafnt keppendum sem
þeim sem fluttu tónlist og kynntu
það sem fram fór,“ sagði Þórður
Helgason formaður dómnefndar
þegar hann kynnti úrslit lokahátíð-
ar Stóru upplestrarkeppninnar í
Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki
á dögunum þar sem 12 krakkar úr
Skagafirði og Siglufirði kepptu til
úrslita.
Skáld keppninnar að þessu
sinni voru Jón Sveinsson, Nonni,
og Steinn Steinarr, en auk þess
að flytja efni eftir þessa höf-
unda fluttu krakkarnir eitt ljóð
að eigin vali. Sigurvegari í ár
varð Helga Þórsdóttir úr Árskóla
á Sauðárkróki. Í öðru sæti varð
Katarína Ingimarsdóttir úr Varma-
hlíðarskóla og þriðji varð Arnór
Þórðarson úr Árskóla. Þessi
þrjú hlutu peningaverðlaun sem
Sparisjóður Skagafjarðar gaf.
Það eru Raddir, samtök um
vandaðan upplestur og framsögn
sem standa að Stóru upplestr-
arkeppninni í samvinnu við skóla-
skrifstofur, skóla og kennara um
land allt.
ÖÞ
Þrjú efstu í Upplestrarkeppninni, sigurvegarinn lengst til hægri. Ljósm. ÖÞ.
Vandasamt að velja sigurvegara