Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200823
„Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu og fagna henni mjög,“
segir Hörður Snorrason, bóndi
í Hvammi í Eyjafjarðarsveit,
en Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur fellt úr gildi fjárnám,
sem sýslumaðurinn á Akureyri
gerði að kröfu Eyjafjarðarsveitar
í fyrrahaust, í eignarhluta
Harðar í fasteigninni Hvammi í
Eyjafjarðarsveit. Þá var sveitar-
félaginu gert að greiða Herði 500
þúsund krónur í málskostnað.
Málið snýst um nýtingu afréttar,
en Hörður stundar kúabúskap og
kveðst því ekki nýta afrétt sveit-
arinnar. Sveitarfélagið krafðist þess
að hann skilaði dagsverkum í smöl-
un afréttarins eða greiddi ella svo-
kallað fjallskilagjald. Hörður hefur
neitað að greiða gjaldið frá árinu
2003, enda telur hann ekki lagastoð
fyrir innheimtu þess hjá sér. Um
miðjan október í fyrra var, að kröfu
sveitarfélagsins, gert fjárnám í fast-
eign Harðar vegna fjallskilagjalds
fyrir árin 2003 til 2006 og nemur
upphæðin um 100 þúsund krónum.
„Ég er leystur undan því að
greiða þessi gjöld en nú liggur fyrir
sveitarfélaginu að ákveða fram-
haldið, hvort fjallskilasamþykkt
verði breytt á þann hátt, að heimilt
verði að innheimta fjallskilagjald,
og þá mun ég hlíta því.“ Hörður
segir baráttuna hafa tekið langan
tíma, frá árinu 2003, og er feginn
að málinu sé nú lokið, „en það er
svo annarra að ákveða hvort farið
verði með það lengra.“ MÞÞ
N1 Akranesi 431-1379
KM. Þjónustan Búardal 434-1611
Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385
Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192
Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145
Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501
Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630
Framrás Vík 487-1330
Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250
Vélaverkstæðið Iðu 486-8840
Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151
Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299
Bílaþjónustan Hellu 487-5353
Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005
Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616
Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340
Bíley Reyðarfirði 474-1453
Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169
N1 Mosfellsbæ 440 1378
N1 Réttarhálsi 440 1326
N1 Fellsmúla 440 1322
N1 Reykjavíkurvegi 440 1374
N1 Ægissíðu 440 1320
Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033
Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652
Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514
Kjalfell Blönduósi 452-4545
Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887
Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689
Pardus Hofsósi 453-7380
Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474
Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570
B.H.S. Árskógsströnd 466-1810
Bílaþjónustan Húsavík 464-1122
N1 Vesturbraut 552
Vallarheiði 440 1372
Kraftvélar ehf. /// Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi
Sími 535 3500 /// Fax 535 3501 /// www.kraftvelar.is
Gestahús til sölu:
Er að byggja 25 fm heilsárshús tvö herb/ forst /bað, mjög vand-
að og hentar vel íslenskum aðstæðum. Húsið er fullbúið að utan
og tilbúið til afhendingar. Panilklætt að innan, með raflögnum
en án gólfefna og baðinnréttingar. Hægt er að fá það fullbú-
ið sem tveggja herbergja eða eitt herbergi og eldhús allt eftir
þörfum hvers og eins.
Tilvalið fyrir þann sem vantar gistihús eða stækka sumarhúsið sitt.
Húsið er til sýnis að Cuxhavengötu 1, Hafnarfirði
Upplýsingar í síma 8200051.
Til sölu
MAPA pökkunarvél
ásamt mötunar snigli, silói,
rykviftu og loftpressu.
Verð 1250 þús,+vsk.
Uppl. í síma 8930564.
Sáning ehf. Kríuási 45c,
221 Hafnarfirði
Allt frá því ég las fyrir nokkuð
mörgum árum bókina The First
Horseman hefi ég einhverra
hluta vegna haft mikinn áhuga
á hestum og meðferð hesta.
Finnst mér oft í samanburði
við hvernig hugsað er um hesta
erlendis, ill meðferð á hestum
hér á okkar kalda landi.
Eitt sinn átti ég viðræður við
bónda norður í landi sem lokið
hafði skólagöngu frá Hólaskóla
og fræddist ég mikið af sam-
tali okkar. Bóndinn sagði mér
að jarðvegur okkar væri ákaf-
lega snauður af mörgum vítam-
ínum sem búfénaður þarfnaðist.
Sumarið okkar væri stutt og fáar
sólskinsstundir miðað við mörg
önnur lönd. Þess vegna væri til-
finnanlegur skortur á bætiefnum.
Hestar í heimahögum að haust-
og vetrarlagi fá enga næringu
úr því sem þeir kroppa, aðeins
magafylli og vætu.
Ekki er mér kunnugt um hve
langt er síðan farið var að fram-
leiða fóðurbæti hér á landi fyrir
búfé, en það hefur engin áhrif á
þann innflutning sem fyrirtækið
Hamraberg ehf. hefur nú snúið sér
að. Í byrjun er um að ræða fóð-
urbæti sem
eingöngu er
ætlaður hest-
um. Fram-
leiðslufyrir-
tækið er í
Norður-Jór-
víkurskíri á
Englandi og
hefur starfað
þar í 108 ár.
Það er enn í
eigu sömu fjölskyldu, stjórnað af
fjórða ættlið. Heildarsala fyrir-
tækisins árið 2006 var rúmlega
80 þúsund tonn.
Framleiðsla þessi er viður-
kennd og notuð víðsvegar um ver-
öldina, í mörgum Evrópulöndum
og auk þess Bandaríkjunum, Kan-
ada, Kína og Suður-Afríku, svo
nokkur lönd séu nefnd. Fyrirtæk-
ið fékk nýverið fengið einkaleyfi
á framleiðsluaðferðinni.
Tegundin af fóðurbæti sem
Hamraberg er farið að selja heitir
Speedi-Beet og er bæklingur um
efnið fáanlegur á íslensku.
Hamraberg ehf.
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Sími 566 7450. Fax 566 7172
Netfang: tryggvason@simnet.is
Fæðubótarefni fyrir hesta
Valdimar
Tryggvason
Héraðsdómur fellir úr gildi fjárnám í Hvamm í Eyjafjarðarsveit
„Fagna niðurstöðunni mjög“
Ný stífla á
Djúpadalsvirkjun
Verið er að byggja yfirfallsstíflu við
Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit
og er stefnt að því að verkinu
ljúki nú í sumar, að sögn Franz
Árnasonar, forstjóra Norðurorku.
Stíflan skemmdist mikið í gríð-
arlegu flóði í Djúpadalsá þann 20.
desember árið 2006. „Það fer eftir
veðri og aðstæðum hvenær verkinu
lýkur, en við vonum að gangi vel
og búið verði að byggja stífluna í
sumar,“ segir Franz.
www.bondi.is