Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200820 Íslenski torfbærinn er órjúfanleg- ur hluti menningararfsins og ekki sá ómerkasti. Nú er unnið að því að koma á fót kennslu- og menn- ingarmiðstöð með sýningarskála, sem helguð verður torfbænum og raunar íslenskri byggingarlist frá upphafi vega. Miðstöðin verður í Austur-Meðalholtum í hinum gamla Gaulverjabæjarhreppi í Flóa og stendur til að opna hana almenningi árið 2009. „Íslenski bærinn“ heitir þetta framtak og í forsvari fyrir því er Hannes Lárusson myndlistarmaður. Meginviðfangsefni Íslenska bæj- arins verður íslensk byggingarlist á landsvísu og er ætlunin að skoða hana bæði í norðurevrópsku og hnattrænu ljósi. Verður þar litið til ýmissa þátta, svo sem verkmenn- ingar, fornleifa, sögu og listgildis, en auk þess að vera stór hluti af lífs- skilyrðum Íslendinga er torfbærinn einstakur hlekkur í menningarsögu Evrópu. Samt sem áður hefur torfbænum lítið verið sinnt af fræðimönnum og takmarkaður áhugi verið á því að viðhalda og þróa þann hugsunar- hátt og verklag sem liggja þessum byggingum til grundvallar. Þarna liggja ýmis tækifæri, ekki síst á sviði menningartengdrar ferðaþjón- ustu. Auk þess er hægt að sækja tækniþekkingu til torfbæjarins, sem nýst gæti í umhverfismótun og hús- byggingum nútímans. Hannes Lárusson bendir á, að nú sé enn á besta aldri nokk- ur hópur fólks sem hafi haft bein kynni af torfbæjum og afkomend- um þeirra, hinum einföldu timb- urhúsum. Hann segir það hluta af undirbúningi Íslenska bæjarins að safna heimildum og upplýsingum um útlit og skipulag bæja, sem enn voru í notkun á tuttugustu öld. „Allar upplýsingar um verkfæri og verklag tengt hleðslu, torfskurði og byggingu þessara húsa eru afar mikilvægar heimildir í þessu sam- bandi,“ segir Hannes og hvetur þá sem búa yfir upplýsingum í formi frásagna og myndefnis, sem teng- jast íslenska torfbæjararfinum, að hafa samband við sig. Hann svarar í síma 694-8108 eða á netfanginu hanlar@islenskibaerinn.com. ÞH Íslenski bærinn rís í Flóanum Fjósavélar eða liðléttingar, eins og þær vélar eru gjarnan kall- aðar, eru skráðar hjá Vinnu- eftirlitinu í svokallaðan IM flokk. Fyrir bragðið eru þær skoðunarskyldar einu sinni á ári og til að mega stjórna liðléttingi þarf að sækja svokallað frum- námskeið hjá Vinnueftirlitinu. Verði bændur eða aðrir, sem nota þessar vélar, fyrir slysi við vinnu á þeim en hafi ekki tekið frumnámskeið hafa þeir engan tryggingarétt, að sögn Snæfríðar Einarsdóttur hjá Vinnuvéladeild Norðurlandsumdæmis. Dráttarvélar hér á landi eru skráðar sem ökutæki og sér Umferðarstofa um þá skráningu. Ekki þarf þó að koma með drátt- arvélarnar til skoðunar eins og önnur ökutæki. Vinnueftirlit rík- isins heimsækir bændabýli lands- ins á 4ra til 5 ára fresti og skoð- ar þá dráttarvélar eins og annan búnað, sem tilheyrir býlunum. Því er hægt að aka dráttarvélum eftir þjóðvegum landsins án þess að þær séu skoðaðar einu sinni á ári eins og bifreiðar. Litla námskeiðið og hið stóra Sé dráttarvél hins vegar í útseldri vinnu er skylda að skrá hana sem vinnuvél og þá er hún skoðuð einu sinni á ári af Vinnueftirlitinu. Til þess að stjórna dráttarvél í útseldri vinnu þarf stjórnandinn að hafa farið á frumnámskeið, en Vinnueftirlitið heldur slík námskeið. Snæfríður Einarsdóttir segir í samtali við Bændablaðið að hjá Vinnueftirlitinu sé frumnámskeið- ið kallað litla námskeiðið. Það námskeið sem kallað sé stóra nám- skeiðið gefi réttindi á allar vinnu- vélar, en frumnámskeið veiti rétt- indi á dráttarvélar, liðléttinga og minni jarðvinnslutæki. Snæfríður segir bændur yfirleitt ekki vita að fara þurfi á frumnámskeið til að hljóta tryggingahæf réttindi á vél- arnar. Talað hafi verið um að halda sérnámskeið fyrir bændur, sem væri þá bara fyrir þann flokk sem veitir réttindi á liðléttingana, en annars sé frumnámskeið þriggja daga námskeið. „Hér er um stórmál að ræða sem menn virðast almennt ekki vita um, en er nauðsynlegt að allir, sem vinna við þessar vélar, viti af,“ segir Snæfríður. S.dór Bændur þurfa vinnuvélaréttindi á fjósavélar Um 170 manns sóttu fagráð- stefnu skógargeirans, sem haldin var á Hvolsvelli 3. og 4. apríl sl. af landshlutabundu skógrækt- arverkefnunum. Um 25 manns fluttu erindi um ýmis mál tengd skógrækt. Fjallað var um bind- ingu kolefnis, líffræðilegan fjöl- breytileika, líforku úr skógum og ræktunarland í framtíðinni, ásamt öðru skógartengdu, í mörgum áhugaverðum erindum á ráðstefnunni. „Ég var ánægðastur með hvað allt gekk upp í sambandi við und- irbúning og framkvæmd ráð- stefnunnar. Það er ekki einfalt að skipuleggja ráðstefnu af þessari stærðargráðu úti á landi, en starfs- fólk Hótel Hvolsvallar á hrós skilið fyrir allan viðurgerning á staðnum og að sjálfsögðu líka starfsfólk Suðurlandsskóga og aðrir, sem unnu við ráðstefnuna,“ sagði Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, sem fór fyrir ráð- stefnunni með sínu fólki. „Mörg erindi á ráðstefnunni ýttu við mér, en það kom mér mest á óvart hvað rannsóknir og þróun í sambandi við frystingu trjá- plantna, sem Suðurlandsskógar og LbhÍ hafa haft forgöngu um síð- ustu árin, hafa skilað miklu. Það er ljóst að þessi þáttur í skógrækt á Íslandi er að skila meiri framförum en flest annað í dag. Auknar kröf- ur eru gerðar til gæða trjáplantna, sem skilar sér í betri lifun og síðar í betri skógrækt. Það má segja að öll erindin hafði verið áhugaverð, en fyrirlestrarnir um kolefnismál, líf- massaiðnað og nytjaland höfðuðu mjög til mín. Það kom mér líka á óvart að sjá hvað mikið var af ungu fólki á ráðstefnunni, sem segir okkur það eitt að við þurfum ekki að kvíða framtíðinni,“ sagði Björn ennfremur um ráðstefnuna. Eftir að ráðstefnunni lauk var aðalfundur Landssambands skóg- areigenda haldinn á Hvolsvelli. Mörg mál lágu fyrir á fundinum, en brunatryggingar og brunavarn- ir í skógi voru eitt af stóru málum fundarins, auk margra annarra mála sem brenna á skógarbændum um þessar mundir. Nær 1000 bændur stunda skógrækt og skjólbeltarækt á Íslandi í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson og Agnes Geirdal tóku meðfylgjandi myndir á ráðstefn- unni. MHH Um 170 manns sóttu fagráðstefnu skógargeirans á Hvolsvelli Sjaldan eða aldrei hafa eins margir mætt á fagráðstefnu skógargeirans, eða um 170 manns. Edda Björnsdóttir í Miðhúsum að fara að smella kossi á Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni, en þau voru svo ánægð að sjá hvort annað á ráð- stefnunni. Jón Loftsson skógræktarstjóri mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir var meðal ráðstefnustjóranna. Hér er greinilega mjög gaman hjá henni. Slegið var á létta strengi á kvöldvökunni. Hér eru þau Valgerður Erlings- dóttir, Bjarni Diðrik, Hreinn Óskarsson og sr. Guðbjörg Arnardóttir í Odda. Björn B. Jónsson á ráðstefnunni á Hvolsvelli. Í pontunni er Björgvin Eggertsson, einn af ráðstefnustjór- unum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.