Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 4

Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20084 Kúabúskap hætt í Laugardælum Kúabúskap hefur verið hætt í Laugardælum í Flóahreppi, en þar var eitt stærsta og glæsileg- asta fjósið hér á árum áður. Á bænum hefur verið stundaður kúabúskapur í rúmlega 70 ár, eða frá 1937 þegar Kaupfélag Árnesinga byggði fjósið og hóf rekstur á búinu. Búnaðarsamband Suðurlands tók við rekstrinum 1952 og sá um hann til ársins 1987 eða þar til bræðurnir Haraldur og Ólafur Þór Þórarinssynir tóku við búinu. Þegar mest var voru um 100 mjólkandi kýr í Laugardælum, en síðust ár hafa verið þar um 25-30 kýr. „Ástæða þess að við hættum er fyrst og fremst húsakosturinn, fjósið er orðið lélegt og því stóðum við bræður frammi fyrir því hvort við ættum að taka fjósið í gegn og gera það að nútíma fjósi eða bregða búi og við völdum síðari kostinn,“ sagði Haraldur, aðspurð- ur af hverju engar kýr væru leng- ur í Laugardælum. Kýrnar voru seldar á fjóra bæi í Árnessýslu og fengu færri en vildu. „Það varð gríðarleg eftirspurn eftir gripunum eftir að fréttist að við værum að hætta, það er greinilega mikil eft- irspurn eftir góðum kúm,“ sagði Haraldur ennfremur. MHH Hér er Haraldur bóndi að kveðja Þoku, síðasta gripinn í Laugar- dælum, sem fór í fjósið á Hæli hjá Sigurði Steinþórssyni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sigurður keypti síðustu kýrnar í Laugardælum, tvær úrvalskýr sem eiga vonandi eftir að skila honum góðum afurðum. Hér þakkar Sig- urður Haraldi fyrir kaupin. „Þetta er gríðarleg opnun á markaði og það gefst ekki lang- ur tími til undirbúnings,“ segir Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, um hugmyndir Einars Kr. Guðfinnssonar landbúnaðarráð- herra þess efnis að leyfa frjáls- an innflutning á kjöti. Honum líst ekki á blikuna og bendir á að hvergi á landinu sé jafn öflug starfsemi tengd úrvinnslu land- búnaðarafurða og á Norður- og Austurlandi. Gera megi ráð fyrir að um 3.200 störf tengist fram- leiðslu af því tagi og þau séu í hættu, verði innflutningur á kjöti gefinn frjáls. Sigmundur segir strangar reglur gilda á Íslandi um kjötframleiðslu og að lagt hafi verið út í kostnaðar- samar breytingar til að uppfylla öll skilyrði. Eins bendir hann á að hér á landi hafi mönnum tekist að útrýma sjúkdómum eins og t.a.m. kamfýló- bakter. Hið sama gildi ekki um öll nágrannalanda okkar. „Ef fram fer sem horfir munum við keppa við slíkar afurðir í nánustu framtíð,“ segir Sigmundur og líst ekki alls kostar á. Hann nefnir að um 30% af veltu Norðlenska sé vegna fram- leiðslu á svínakjöti. Sigmundur bendir á að versl- unin hafi skilarétt á kjötvörum, því kjöt sem ekki seljist í verslununum sé skilað til kjötvinnslnanna aftur. Hann segir mega gera ráð fyrir að verslunin muni sjálf flytja inn kjöt, verði innflutningur gefinn frjáls, „og þá gerum við okkur ekki neinar vonir um að okkar vörur verði sett- ar í öndvegi, þeim verður ekki stillt upp á áberandi stöðum, því auðvit- að vill verslunin selja sína vöru og þá, sem hún hefur ekki skilarétt á.“ Sigmundur segir hugmyndir ráðherra um frjálsan innflutning á kjöti váleg tíðindi fyrir afurða- stöðvar og framleiðendur. „Þetta er í raun ekki annað en aðför að okkur, afurðastöðvunum, bændum og einnig samfélaginu á Norður- og Austurlandi í heild sinni,“ segir hann. Akureyri sé eitt stærsta sveitarfélag landsins og byggi að stórum hluta á matvælavinnslu. Þar séu tvö af stærstu fyrirtækjum landsins í úrvinnslu landbúnaðar- afurða staðsett. „Við erum hvergi höfð með í ráðum, þessu er bara slengt framan í okkur, mér líst satt best að segja ekki á blikuna.“ Krampakenndar ákvarðanir stjórnvalda Sigmundur bendir á að um 200 manns starfi hjá Norðlenska og þá séu innleggjendur ríflega 700 tals- ins. Þá séu ótalin störf sem teng- ist starfsemi Kjarnafæðis, svo og afleidd störf. Áætla megi að yfir 3000 störf á Norður- og Austurlandi tengist beint úrvinnslu landbúnaðar- afurða og matvælaframleiðslu og að 500 til 1000 störf séu í afleidd- um greinum. „Það er óskaplega erf- itt við það að eiga þegar stjórnvöld taka krampakenndar ákvarðanir af þessu tagi, ákvarðanir sem hafa í för með sér að allt fer á annan end- ann. Ef þessar hugmyndir ráðherra ná fram að ganga munu þær hafa gríðarleg áhrif hér í bænum,“ segir Sigmundur. Hann bendir á söguna; eitt sinn hafi Akureyri verið einn helsti iðn- aðarbær landsins, en í kjölfar þess að tollar hafi verið felldir niður, m.a. af skóm, fatnaði og húsgögn- um sem framleidd hafi verið í bænum, hafi allt farið niður á við, framleiðslunni verið hætt og við tekið innflutttur varningur. „Við hættum að búa til skó og fatnað hér á Akureyri, nú eru þessar vörur fluttar inn og kosta tugum prósenta meira en í Evrópu,“ segir hann. Þá hafi Akureyri eitt sinn verið öfl- ugasti útgerðarbær landsins. Svo sé vart lengur, en aðgerðir vegna nið- urskurðar í kvóta hafi komið hart niður á bæjarfélaginu. Nú sé spjót- um beint að landbúnaði. „Það er ekkert bæjarfélag í landinu jafn öfl- ugt í úrvinnslu landbúnaðarafurða og Akureyri og því líst mér engan veginn á stöðuna. Nái hugmynd- irnar fram að ganga verður ástandið skelfilegt. Ég held að það sé engin ástæða til bjartsýni.“ Þá segir Sigmundur það afar einkennilegt að ráðamenn þjóð- arinnar leggi svo mikla áherslu á að opna landamæri landsins fyrir innflutningi á meðan aðrar þjóðir beiti öllum tiltækum ráðum til að takmarka eða hefta innflutning til sinna landa og beiti óhikað til þess aðgangshindrunum af ýmsu tagi, þó svo að í orði eigi að heita að inn- flutningur sé frjáls. MÞÞ Váleg tíðindi sem geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir dreifðari byggðir landsins Sú hætta er vissulega fyrir hendi að óheftur innflutningur á kjöti muni leiða til samdrátt- ar í landbúnaði sem aftur leiðir af sér fækkun starfa hjá þeim sem sinna úrvinnslu á land- búnaðarafurðum. Þetta er mat Gunnlaugs Eiðssonar aðstoð- arframkvæmdastjóra Kjarna- fæðis á Akureyri. Hann segir að hugmyndir landbúnaðarráð- herra um frjálsan innflutning á kjöti séu það nýlega fram komn- ar að menn hafi ekki náð að gaumgæfa til fulls hver áhrifin af breytingunni kunna að vera. Gunnlaugur segir að gróflega áætlað starfi um 700 manns við úrvinnslu á kjöti og mjólkurafurð- um á svæðinu frá Hvammstanga til Hafnar í Hornafirði, auk þeirra bænda sem hafa lifibrauð sitt af landbúnaði. Það sé því alls ekki lítið sem er í húfi. Hann nefnir einnig að verð- þróun á erlendum mörkuðum hafi að undanförnu verið hækk- andi og erfitt að gera sér grein fyrir því hvert hið raunverulega útilokað að mynda sér skoðun á áhrifunum.“ Eina jákvæða að umræður um hátt matvælaverð gæti hljóðnað Gunnlaugur segir að staðan sé nú þannig að á Íslandi sé til mikið magn af kjöti. Mikil samkeppni hefur verið í gangi „og raunveru- lega hefur enginn, sem starfar í þessu, riðið feitum hesti frá starf- seminni,“ segir hann. Kveðst hann hafa það á tilfinningunni að breyt- ingar sem óhjákvæmilega verða af frjálsum innflutningi á kjöti muni fyrst um sinn koma verst niður á þeim sem framleiða nautakjöt, því sá innflutningur sé auðveld- astur. Að auki muni breytingar koma niður á mjólkurframleiðslu og úrvinnslu mjólkur og leiða til samdráttar í þeim greinum. Hann bendir á að það hafi verið lenska hér á landi mörg undanfar- in ár að þegar illa árar í þjóðfélag- inu beinist umræðan oftast að háu matvælaverði á Íslandi, einkum og sér í lagi að innlendum landbún- aðarvörum. „Það eina jákvæða við þessar fyrirhuguðu breytingar gæti verið að þessi umræða hljóðni,“ segir Gunnlaugur. MÞÞ landbúnaði og úrvinnslugreinum hans Kemur fyrst og verst niður á þeim sem framleiða nautakjöt Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs fundar um þess- ar mundir um skipulagsmál í sveitarfélaginu. Nokkur hefð er fyrir að halda fundi úti í dreif- býli sveitarfélagsins til að kynna afmörkuð mál, eins og skipulags- vinnuna sem nú er í ferli. Áður hafa verið haldnir slíkir fundir um þau mál sem helst brenna á íbúunum og hafa þeir mælst vel fyrir. Í þessari lotu verða haldnir fundir á Eiðum, Iðavöllum og í Brúarási, þar sem kynnt verður starf sveitarfélagsins í skipulags- málum. Fyrirtækið Alta vinnur að skipulagi með sveitarfélaginu. Á fundinn sem haldinn var að Iðavöllum mættu nær 50 manns og flutti Jónína Rós Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs, ávarp og setti fundinn í fjarveru forseta bæj- arstjórnar. Jónína kynnti stefnur og strauma í sveitarfélaginu ásamt stefnumótun í skipulagsmál- um. Fundarstjóri var Aðalsteinn Jónsson. Salvör Jónsdóttir, skipu- lagsfræðingur hjá Alta, fór yfir undirbúning og stöðu skipulags- vinnunnar. Halldór Gíslason, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands, hafði framsögu um landbúnaðar- mál. Hann lagði áherslu á að rækt- unarland væri auðlind sem ekki mætti taka undir aðra starfsemi, þar með talda skógrækt, og sagði að í Noregi, þar sem hann þekkti vel til, væri ræktun álíka mikilvæg og fornminjar. Steinunn Ingimarsdóttir afhenti Jónínu Rós undirskriftir 400 íbúa sveitarfélagsins, sem mótmæla því að taka eigi hluta af túnum Egilsstaðabýlisins undir verslunar- og þjónustustarfsemi. Í almennum umræðum eftir framsögur litaðist umræðan mjög af þessu máli, sem menn nefndu gjarn- an „mál málanna“, þ.e. breytingar á landnotkun Egilsstaðabýlisins. Lítillega var rætt um reiðvegi í hinu nýja skipulagi og slóðir í óbyggðum, en sýndir voru fyrstu uppdrættir af fjallaslóðum í sveitar- félaginu. Einnig voru fjarskiptamál hugleikin íbúum, svo sem netteng- ingar og gsm-samband. Þau Þráinn Lárusson og Jónína Rós voru til andsvara af hálfu sveitarfélagsins, ásamt Salvöru Jónsdóttur frá Alta, sem þakkaði ábendingar og sagði að reynt yrði að hafa það að leiðarljósi í skipu- lagsvinnunni að taka tillit til land- eigenda. SigAð Fljótsdalshérað Dreifbýlis- og hálendisnefnd fundar um skipulagsmál Nærri 50 manns mættu til fund- ar á Iðavöllum á Héraði, þar sem sveitarstjórnin kynnti skipulags- mál og í hvaða farvegi vinna við þau væri. Myndir SigAð. Jónína Rós Guðmundsdóttir, formaður bæj- arráðs, tók við undirskrift- um 400 íbúa Fljótsdalshéraðs, sem mótmæltu breyttri land- notkun á túnum Egilsstaðabýlisins, úr hendi Steinunnar Ingimarsdóttur.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.