Bændablaðið - 15.04.2008, Síða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20088
Þessa dagana auglýsa símafyr-
irtækin mikið. Þau keppa einkum
um hylli farsímanotenda og þeirra,
sem vilja geta notað símann
sinn um allt land; jafnt í byggð,
óbyggðum, þjóðvegakerfinu og á
fiskimiðunum við strendur lands-
ins. Þau segjast sum vera með
„stærsta dreifikerfið“ og ánægða
viðskiptavini. Þetta eru vissulega
ánægjuleg tíðindi fyrir notend-
ur fjarskiptanna og ég vona að
ánægja viðskiptavinanna fari vax-
andi, bæði með útbreiðsluna og
verðið. En hvað er hér á ferðinni?
Samkeppnin á fjarskiptamarkaði
er að aukast
Það sem er að gerast er mjög ör
tækniþróun og aukin samkeppni
á fjarskiptamarkaði. Með ákvæð-
um í fjarskiptalögum og aðgerðum
Fjarskiptasjóðs hefur tekist að efla
samkeppni milli símafyrirtækj-
anna, sem kemur neytendum til
góða. Samkeppnin nær ekki ein-
ungis til þeirra sem eru á þéttbýlis-
svæðunum, heldur keppast síma-
fyrirtækin nú um að veita þjón-
ustu um landið allt og einnig við
sjófarendur. Þessi staða sýnir að
ákvæði fjarskiptalaga, samþykkt
fjarskiptaáætlunar og stofnun
Fjarskiptasjóðs, voru þær aðgerð-
ir sem tryggt hafa best hagsmuni
neytenda um allt land. Raunveruleg
samkeppni er besta tryggingin fyrir
notendur fjarskiptaþjónustunnar.
Það eru fjarskiptafyrirtækin nú að
sýna með aukinni og bættri þjón-
ustu. En allt hefur sinn tíma.
Ríkisrekstur í fjarskiptum er
liðin tíð
Til eru stjórnmálamenn sem enn
tala um nauðsyn þess að end-
urreisa ríkisrekstur í fjarskiptum.
Það er mikill misskilningur að
ríkisrekstur í fjarskiptaþjónustu
tryggi best hagsmuni neytenda,
eins og þingmenn Vinstri grænna
hafa haldið fram og þingmenn
Samfylkingarinnar héldu fram til
skamms tíma. Þeir sem halda því
fram eiga að vita, að ríkisstuðning-
ur í samkeppnisumhverfi á sviði
fjarskiptanna er ekki heimill á
hinu Evrópska efnahagssvæði. Ég
leyfi mér að óska símafyrirtækj-
unum til hamingju með hagfellda
þróun. Símafyrirtækið Vodafone
er að ná ótrúlega góðum árangri
við að byggja upp sín GSM-kerfi í
dreifbýlinu í harðri samkeppni við
Símann, sem hefur auðvitað verið
að gera góða hluti, enda bygg-
ir hann á gömlum merg og nýtur
þess forskots sem hann hafði. Þá er
ástæða til þess að minna á, að fleiri
símafyrirtæki eru að veita ágæta
þjónustu í samkeppni við stóru
fyrirtækin og hafa náð ótrúlega
góðum árangri, en starfa einkum í
þéttbýli höfuðborgarsvæðisins.
Útboð háhraðakerfa í dreifbýli
Nú hefur Fjarskiptasjóður boðið
út uppbyggingu háhraðakerfa í
dreifbýlinu, þar sem þjónusta verð-
ur ekki byggð upp á viðskiptaleg-
um forsendum. Það verkefni fer
af stað vonum síðar. Vonandi tekst
símafyrirtækjunum að halda áfram
uppbyggingu um landið allt, ekki
síst á sviði háhraðaþjónustu en eft-
irspurn eftir henni er mikil og mik-
ilvægt, að stjórnvöldum takist að
láta vinna að þeirri uppbyggingu í
samræmi við Fjarskiptaáætlunina
sem var samþykkt á Alþingi árið
2005. Forsendur þeirrar áætlunar
eru að fjarskiptafyrirtækin standi
sig við að byggja upp þjónustuna
og að Fjarskiptasjóður nýti þá fjár-
muni, sem teknir voru frá vegna
sölu Símans. Uppbygging GSM-
kerfanna lofar góðu með þjónustu
símafyrirtækjanna við háhraðakerfi
í dreifbýlinu, þar sem beðið er eftir
að komast í viðunandi samband.
Þar reynir ekki einungis á fjármuni
Fjarskiptasjóðs heldur ekki síður
vilja símafyrirtækjanna til þess að
veita góða þjónustu um landið allt.
Góð tíðindi á fjarskiptamarkaði
Sturla Böðvarsson
forseti Alþingis og fyrsti þingmaður
Norðvesturkjördæmis
Fjarskipti
Framboð æðardúns er náttúrulega
takmarkað, ending dúnvara sömu-
leiðis og erlend samkeppni í hráefni
er ekki til. Því ætti verð að vera
stöðugt, en hefur ætíð sveiflast.
Fiskimenn og minkabændur komu
sínum afurðum á uppboð, sem
aftur gaf þeim verðhvata til að bæta
gæði, en æðardúnn er seldur eins
og á tímum Danaveldis; heildsalar
komu í stað grávörukaupmanna.
Milliliður í ferli dúns frá bónda til
erlends kaupanda hefur hagsmuni
andstæða báðum. Hann kostar engu
til, er ábyrgðar- og áhættulaus í
öflun og vinnslu en situr að tekjum
fyrir að skrifa reikning á ensku,
máli sem allir kunna, til kaupanda
sem sendiráðin hjálpa hverjum sem
vill að finna. Á síðasta aðalfundi
ÆÍ kynntu heildsalar framlag sitt
til greinarinnar: plastpoka merktan
dúni. Ég hef hannað hreinsivélar og
lagt milljónir af sjálfsaflafé í smíði
þeirra, einnig leiðbeint bændum í
tínslu og meðferð dúns.
Bóndinn kýs jafnar tekjur, legg-
ur enda kostnað í æðarræktina og
greiðir hreinsun. Erlendur kaup-
andi vill einnig jafna verðþróun til
að geta til lengri tíma selt dúninn
áfram, þveginn í sængum, sem eru
stöðugar í verði. Hagsmunir beggja
fara saman. Milliliðurinn hoppar
inn í greinina í góðæri. Þegar pant-
anir rúlla fyrirhafnarlaust inn og án
kröfu bónda keyrir milliliðurinn
verðið upp til að hámarka eigin
skammtímagróða, allt þar til mark-
aðnum er ofboðið, en missir síðan
áhugann strax þegar leggja þarf
vinnu í söluna og skilur dúnbónda
eftir án tekna.
Megnið af framleiðslunni held-
ur ekki máli, stöðnun ríkir. Ræða
heildsala á síðasta aðalfundi ÆÍ um
stöðugar kvartanir kaupenda vegna
útflutts dúns er staðfesting þess.
Samkeppni í gæðum er ekki til,
bændur fá jafnt gert upp fyrir allt.
Hvati til framfara er enginn, en það
heldur við röngu verklagi við tínslu
og geymslu hráefnis hjá bændum,
sem aftur leiðir til fúa, sbr. með-
fylgjandi dúnmyndir, sem teknar
voru í rafeindasmásjá. Víða kemur
til vanþekking og ófullnægjandi
vélakostur við hreinsun. Frítt hef
ég miðlað viðskiptasamböndum og
tækniþekkingu til einstakra stærri
bænda, sem hafa árætt að hreinsa
og flytja út sjálfir. Þessi þróun
til milliliðalausra viðskipta eflir
verðmætasköpun, sjálfstæði og
gæðavitund æðarbænda og styrkir
dúngreinina.
Næsta skref væri sumarupp-
boð alls vélhreinsaðs dúns á fastri,
lágri prósentu utanaðkomandi,
óháðs uppboðshaldara, sem hér
með óskast; skilvirk leið sem fella
myndi út dýran millilið, skapa jafn-
vægi og stöðugleika á markaði.
Bændur fengju heimsmarkaðsverð,
kaupendur kepptu innbyrðis og
yrði ekki ofboðið. Tilkoma upp-
boðs myndi laða að nýja kaup-
endur, efla söluna. Gegnsær mark-
aður skapaði samkeppni í gæðum,
skussar dyttu út. Nú ríkir sam-
keppni aðeins um óséð hráefni, rétt
á meðan bændur eru að tína dún
og afhenda til hreinsara, sem hver
er síðan háður ákveðnum heildsala
um sölu. Hreinsun tekur það lang-
an tíma að markaðsaðstæður hafa
breyst þegar dúnninn er tilbúinn
og aldrei er vitað hvað fæst á end-
anum. Vandinn er heimatilbúinn og
lögverndaður fyrir tilstilli heild-
salanna. Þeir hafa ráðandi ítök í
félagi æðarbænda, ÆÍ, sem beitti
sér 2005 fyrir endurnýjun og herð-
ingu dúnmatslaganna frá 1970.
Lögin krefjast þess nú að dúnn sé
handunninn hérlendis, sem útilokar
bændur frá hagræði alþjóðavæð-
ingar og festir stöðu heildsala
sem milliliða til frambúðar. Lögin
voru bragð gegn keppinauti, er ég
áformaði að útvista handvinnslu
dúns, en hún er slíkur flöskuháls að
flestir hreinsarar eru fram á vetur
að vinna dúninn.
Uppboð vélhreinsaðs dúns
myndi engin áhrif hafa á verð, þar
sem hinir erlendu kaupendur eiga
aðgang að ódýru vinnuafli. Það
kostar hálfa evru að fjaðratína kg
æðardúns í Kína, en þúsundir króna
á Íslandi. Dúnmatslögin eru í stríði
við EES-samninginn, sem kveður
á um frjálst flæði vöru milli aðild-
arlandanna, en æðardúnn er vara í
almennum skilningi samningsins
og því ekki háður þeim undanþág-
um sem gilda um þær ákveðnu
landbúnaðarvörur, sem upphaflega
var samið um. Samkvæmt ESA
er tollflokkur dúns það rúmt skil-
greindur, að jafnvel óunnið hráefni
fellur innan hans og þar með undir
samninginn. Dómafordæmi þess
eru til innan ESB að ríki hafi orðið
að afnema vottunarskyldu ákveð-
innar vöru við útflutning, þar sem
lagasetning þess hafi talist við-
skiptahindrandi í skilningi ESB-
laga. Umboðsmaður Alþingis hefur
úrskurðað að ekki megi takmarka
sölu dúns við einn gæðaflokk, eins
og lögin gera samt. Dúnmatslögin
verður með góðu eða lögsókn að
afnema, eigi æðarrækt að lifa.
Jón Sveinsson
Uppboðsleið í æðardúni
Hér sést munurinn á gæðadún (efri mynd) og dúni sem hefur fúnað.
Eins og fram hefur komið hefur
fjarskiptasjóður auglýst eftir til-
boðum í uppbyggingu á háhraða-
nettenginum til allra landsmanna.
Í dag eru um 1500 bæir víðsvegar
á landinu sem skortir enn við-
unandi tengingar og stendur það
til bóta með þessu nýja verkefni.
Fyrir skemmstu kynnti Síminn
verkefni í uppbyggingu á lang-
drægu 3G farsímakerfis sem þjóna
á landsbyggðinni og miðunum í
kringum strandlengjuna. Er verk-
efnið kynnt undir yfirskriftinni
„Síminn í forystu í 3G“.
Kerfinu, sem byggir á nýrri
tækni og eykur langdrægni send-
anna, er ætlað að koma í stað
NMT-kerfisins. Hraði gagnaflutn-
ings verður sambærilegur við það
sem gengur og gerist með ADSL-
tengingar. Gert er ráð fyrir að þessi
þjónusta verði aðgengileg alls stað-
ar á landinu í lok árs 2010 ásamt
því svæði á miðunum í kringum
landið sem NMT-kerfið nær nú til.
Samkvæmt Lindu Björk Waage,
upplýsingafulltrúa Símans, gerir
3G-áætlun fyrirtækisins ráð fyrir
að ná til margra af þeim bæjum
sem nú eru án háhraða netteng-
inga. Nákvæmar tölur um fjölda
bæja eða gagnaflutningsgetu liggja
ekki fyrir að svo stöddu. Segir hún
að ekki standi til að skilja nein
svæði eftir en hafa beri í huga að
dauð svæði geti myndast vegna
aðstæðna í landslagi. Reynt verði
að takmarka það eins vel og unnt er
en nákvæm áætlun þessa kerfis sé
enn á vinnslustigi.
Linda segir 3G-áætlunina nýtast
vel í tilboðsgerðinni sem er fram-
undan í tengslum við áðurnefnt
útboð Fjarskiptasjóðs. „Augljóslega
er Síminn með sterka stöðu til að
bjóða góða heildarlausn, með því
að nýta þegar ákveðin áform um
3G kerfi, sem nær til landsins alls
og hefur í dag gagnaflutningsgetu
allt að 7Mb/s. Viðbótarfjárfesting
til að geta boðið mjög gott inter-
netsamband, þ.e. meira en 2 Mb/s
þjónustu til allt að 1200 bæja, ætti
að gefa Símanum gott samkeppn-
isforskot í útboði Fjarskiptasjóðs.“
Linda segir ennfremur að verð-
lagning fyrir samtöl í gegnum
3G-kerfið verði á engan hátt dýr-
ari en með núverandi 2G-kerfi.
Breytingin á kerfunum hafi það í
för með sér að með 3G-kerfinu sé
hægt að nota internetið í gegnum
farsímana og/eða fartölvu. Fyrir
þá viðbótarþjónustu sé greitt sér-
staklega samkvæmt verðskrá sem
nálgast má á www.siminn.is.
smh
Háhraðatenging í gegnum Símann
Ætlunin að ná til margra þeirra bæja sem eru án háhraða nettengingar
Þessi lýsandi mynd er birt í þriðja ársriti samtakanna Landsbyggðin lifi, sem nýlega kom út, með erindi Jóns
Baldurs Lorange um mikilvægi háhraðanets og upplýsingatækni fyrir allar byggðir sem hann flutti á ráðstefnu
sem samtökin héldu sl. sumar. Myndatextinn: „Ef munur á íslenskri vegagerð í þéttbýli og dreifbýli væri á sama
stigi og nettenging gæti þessi mynd lýst því ástandi“. Teiknari: Þorsteinn Davíðsson.