Bændablaðið - 15.04.2008, Side 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200816
Ester Rut Unnsteinsdóttir líf-
fræðingur vinnur að því ásamt
fleirum að koma upp Melrakka-
setri Íslands ehf. á Súðavík. Ester
sagði í samtali við Bændablaðið
að fyrirtækið hafi verið stofnað
síðastliðið haust og væri hug-
myndin enn að þróast. Hafist
hefur verið handa um að gera
upp gamalt hús og er það Súða-
víkurhreppur sem sér um það.
Sýnilegur hluti setursins verður
í þessu húsi en það verður ekki
opnað fyrr en árið 2010. Einnig
er gert ráð fyrir rannsóknavinnu
í tengslum við setrið.
Í húsinu verður sögusýning
þar sem saga refsins verður rakin,
líffræði, lífshættir og útbreiðsla
hans en eins og flestir vita er ref-
urinn fyrsti landnemi Íslands. Ester
Rut segir að unnið hafi verið að
því að safna gögnum um samspil
manns og refs sem er afar viðamik-
il í gegnum tíðina enda hafa þessir
aðilar keppt um sömu auðlindirnar
alla tíð frá því menn settust hér að.
Gagnasöfnun
„Komið er í gang söfnunarverkefni
þar sem safnað verður hverskonar
gögnum frá gömlum grenjaskyttum.
Beðið er um lýsingu á því hvernig
það var að liggja út á greni dögum
saman hér áður fyrr. Við ætlum að
sýna ferðamönnum hvernig aðbún-
aður þessara manna var og hvernig
vopn þeir notuðu, sögur og myndir
og annað því um líkt. Okkur lang-
ar til að geta sagt alla þessa sögu,“
sagði Ester Rut.
Hún segir að það vanti afþrey-
ingu fyrir ferðamenn á Súðavík og
einnig vanti þar vinnu og er þetta
Melrakkasetur hugsað til þess að
bæta eitthvað úr hvorutveggja.
Því má bæta við að um alla
Vestfirði er í gangi mikil vinna
við að efla ferðamannaþjónustu á
mörgum sviðum. Alls fengu aðilar
á Vestfjörum 21 styrk vegna mót-
vægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á
sviði ferðaþjónustu fyrir árin 2008
og 2009. S.dór
Nám í mjólkurfræðum er ávís-
un á fjölbreytt framtíðarstarf
við krefjandi verkefni. Um er að
ræða þriggja ára nám, sem bæði
er verklegt og bóklegt. Verklegi
þátturinn fer fram hérlend-
is, en sá bóklegi í Óðinsvéum í
Danmörku.
Strax að loknu grunnskólaprófi
getur unglingur farið á námssamn-
ing í mjólkurfræði, en algengara er,
að nemarnir hafi unnið við almenn
störf í einhvern tíma áður en þeir
hefja námið. Nám mjólkurfræðinga
er að fullu lánshæft hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna, auk þess
sem vinnuveitandi greiðir að mestu
allan kostnað vegna ferða og uppi-
halds í Danmörku.
Mjólkurfræði er þriggja ára
iðnnám. Nemar gera námssamning
við meistara í mjólkursamlagi hér á
landi og læra verklega hlutann undir
hans eftirliti. Bóklega námið sækir
neminn til Óðinsvéa í Danmörku.
Á liðlega tveggja ára tímabili fer
neminn í alls fimm námsferðir til
skólans og situr á skólabekk í 4 til
14 vikur í senn, eða í alls 50 vikur.
Áður en hið eiginlega nám hefst
fer neminn eina ferð til Danmerkur
og starfar þá í dönsku mjólkursam-
lagi í þrjá mánuði. Þetta er gert til
þess að neminn kynnist dönsku
samfélagi og nái tökum á málinu,
en kennsla í skólanum fer öll fram
á dönsku.
Á þessum þremur árum, sem
námið tekur, fer neminn því sex
sinnum til Danmerkur. Eftirfarandi
tafla sýnir framvindu námsins hjá
þeim þremur nemum, sem hófu
nám í fyrra:
Nýverið fóru þeir sína fyrstu ferð
til Danmerkur og dvelja í þrjá mán-
uði við vinnu í dönsku samlagi. Þar
kynnast þeir danska samfélaginu
og tungumálinu. Í haust fara nem-
arnir á undirbúningsnámskeið, sem
varir fram að jólum. Þar kynnast
þeir þeim vinnureglum og starfs-
háttum, sem viðhafðir eru í sam-
lögum, auk þeirra kennslugreina,
sem farið verður nánar í á næstu
námskeiðum. Þær eru t.d. stærð-
fræði, efnafræði, eðlisfræði, tungu-
mál og samfélagsfræði, auk greina
sem lúta að framleiðslu á mjólk-
urvörum, svo sem sýrðum vörum,
smjöri, osti, ís og mjólkurdufti og
einnig verður farið í mjólkurpökk-
un, stjórnun véla og hreinlæti og
umgengni á vinnustað.
Bóklega námið fer fram í gamal-
grónum skóla, Dalum Uddannelses
Center í Óðinsvéum. Þar eru um
1.000 nemendur og kenndar ýmsar
greinar er lúta að jarðrækt og garð-
yrkju, framleiðslu matvæla og
framreiðslu, auk mjólkurfræðinn-
ar. Þar nema matsveinar, þjónar og
smurbrauðsdömur, garðahönnuðir,
blómaræktendur og bakarar, svo
dæmi séu nefnd. Skólinn er afar
vel tækjum búinn og á síðasta ári
var tekið í notkun nýtt og glæsilegt
mjólkursamlag með öllum algeng-
ustu tækjum sem notuð eru í sam-
lögum um heim allan.
Einn neminn fer til starfa í Thise-
mjólkursamlaginu á Mið-Jótlandi,
sem meðal annars framleiðir og
selur skyr.is í Danmörku með sér-
stöku leyfi frá Mjólkursamsölunni.
Annar fer til samlagsins Åbybro,
nyrst á Jótlandi, sem er þekkt fyrir
framleiðslu á ís og smjöri í hæsta
gæðaflokki. Þriðji neminn fer til
Naturmælk, syðst á Jótlandi. Þar er
framleiddur ostur, smjör og sýrðar
mjólkurvörur og mikil áhersla lögð
á vistfræðilegan uppruna hráefn-
isins. Öll hafa þessi samlög tekið
á móti íslenskum nemum áður og
þar ríkir mikill velvilji gagnvart
íslenskum nemum almennt.
Hér á landi eru starfandi um
120 mjólkurfræðingar, en þrátt
fyrir að starfið henti báðum kynj-
um eru karlar í miklum meiri-
hluta. Verkefni mjólkurfræðings-
ins eru nokkuð mismunandi frá
samlagi til samlags, allt eftir því
hvað framleitt er á hverjum stað.
Meðal verkefna mjólkurfræðinga
er að meðhöndla mjólkina eftir
því í hvaða vöru hún á að fara, hún
er aðskilin, gerilsneydd og fitu-
sprengd. Mjólkurfræðingar vinna
síðan við að framleiða vöru eins og
ost, smjör, jógúrt, súrmjólk og skyr,
svo dæmi séu tekin. Þeir taka þátt
í framleiðslustýringu, sinna gæða-
eftirliti og eftirliti með öllu fram-
leiðsluferlinu. Mjólkurfræðingar
eru eftirsóttir starfsmenn utan
mjólkurvinnslunnar, gjarnan þar
sem mikils hreinlætis og agaðra og
skipulagðra vinnubragða er krafist.
Nefna má sem dæmi lyfjafram-
leiðslu, ölgerð og eftirlits- og rann-
sóknastörf af ýmsu tagi.
Nánari upplýsingar um námið
má fá hjá samlagsstjórum um
allt land, Mjólkurfræðingafélagi
Íslands og greinarhöfundi gegnum
netfangið sigurdurm@ms.is.
Höfundur er formaður Fræðslu-
nefndar mjólkuriðnaðarins.
Mótvægisaðgerðir
ríkisstjórnarinnar á
sviði ferðaþjónustu
Sigurður Mikaelsson.
Um nám í mjólkurfræði
Háskóli Íslands og Háskólinn á
Hólum bjóða nú sameiginlegt
nám til BS-gráðu í sjávar- og
vatnalíffræði. Markmið náms-
ins er að mennta líffræðinga með
yfirgripsmikla þekkingu á líf-
fræði sjávar og ferskvatns.
Sérstaða námsins felst í því,
að nemendur stunda námið bæði í
Reykjavík og í Skagafirði og nýta
sér meðal annars fullkomna aðstöðu
Háskólans á Hólum á Sauðárkróki
til rannsókna á lífríki ferskvatns
og sjávar. Nemendur nýta breið-
an grunn námskeiða og kennslu í
líffræði við Háskóla Íslands. Við
Háskólann á Hólum verða í boði
margvísleg sérnámskeið, einkum á
sviði fiskalíffræði, umhverfismála
og vísindalegra aðferða.
Í samningi milli Háskólans á
Hólum og Háskóla Íslands um sam-
eiginlega námið er gert ráð fyrir að
komið verði á fót kennslusamstarfi,
nemendaskiptum, sameiginlegum
námsleiðum og prófgráðum. Leitast
verður við að veita góða menntun
og stuðla að öflugum rannsóknum
í tengslum við alþjóðlegt fræða-
samfélag. Öllum ætti að vera ljóst
að mikilvægt er að efla rannsóknir
á auðlindum úr sjó, eins og umræð-
an í þjóðfélaginu gefur sterklega
til kynna. Rannsóknir á auðlind-
um ferskvatns eru ekki síður mik-
ilvægar, en þær eru nýttar í sífellt
vaxandi mæli s.s. við raforkufram-
leiðslu, stangveiði, útivist og annan
hlunnindabúskap. Til að stuðla að
skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu
auðlindanna er mikilvægt að efla
rannsóknir og auka þekkingu stærri
hóps sérfræðinga. Það er einmitt
markmið sameiginlega námsins í
sjávar- og vatnalíffræði.
Námið er samsett úr almennum
kjarnagreinum í líffræði, efnafræði
og stærðfræði og sérhæfðum nám-
skeiðum um líffræði sjávar og
ferskvatns. Fyrstu tvö ár námsins
eru kennd við Háskóla Íslands og
síðasta árið á Hólum.
Úr náminu munu brautskrást
líffræðingar með yfirgripsmikla
þekkingu á líffræði ferskvatns og
sjávar, með sérstakri áherslu á
fiska. Námið mun gefa fólki góða
undirstöðu til þess að spyrja og
svara mikilvægum spurningum
um lífríki ferskvatns og sjávar.
Þá er lögð áhersla á að nemendur
geti miðlað þekkingu sinni á þessu
sviði á skilvirkan hátt og starfað
við atvinnugreinar tengdar auðlind-
um sjávar og ferskvatns. BS-nám
í sjávar- og vatnalíffræði er góður
undirbúningur fyrir áframhaldandi
nám á meistara- eða doktorsstigi.
Sjávar- og vatnalíffræði
Nýr kostur fyrir þá sem vilja setjast á skólabekk
Vinna á dönsku samlagi 13 vikur 31. mars 2008 til 27. júní 2008
Skóli grunnnámskeið 10 vikur 13. október 2008 til 19. desember 2008
Skóli fagnám 1 11 vikur 5. janúar 2009 til 20. mars 2009
Skóli fagnám 2 11 vikur 3. ágúst 2009 til 16. október 2009
Skóli fagnám 3 14 vikur 4. janúar 2010 til 16. apríl 2010
Skóli sveinspróf 4 vikur 2. ágúst 2010 til 27. ágúst 2010
Hjónin Anne Thomsen og
Sæmundur Jón Jónsson, bænd-
ur í Árbæ í Hornafirði, eru að
hefja rjómaísgerð heima hjá
sér, en þau eru með um 250
þúsund lítra kúabú. Sæmundur
telur að ísgerðin muni taka
u.þ.b. 10% af mjólkurfram-
leiðslunni til sín.
Ísinn munu þau markaðs-
setja undir nafninu Jöklaís í ríki
Vatnajökuls. Sæmundur sagði,
þegar rætt var við hann í byrjun
síðustu viku, að ísgerðarvélarn-
ar væru komnar og væntanlegir
væru menn að utan til að kenna
þeim hjónum á þessar vélar. Um
verður að ræða svipaða ísgerð
og þá í Holtaseli í Eyjafirði, sem
hefur gengið vel.
Ísinn verður seldur í boxum inn
á veitingastaði og í betri verslanir
og einnig ætla hjónin að selja hann
beint frá býli. Sæmundur sagðist
vera mjög bjartsýnn á að svona
ísgerð myndi ganga vel, enda
hefðu þau trauðla farið út í þetta
fyrirtæki ef svo hefði ekki verið.
Ríkið hefur gengið frá mót-
vægisaðgerðum sínum á sviði
ferðaþjónustu fyrir árin 2008-2009.
Styrkirnir voru auglýstir í byrj-
un þessa árs og voru veittar 160
milljónir króna til úthlutunar.
Umsóknarfrestur rann út 5. febrú-
ar og bárust alls 303 umsóknir, en
77 verkefni hlutu styrk. Jöklaís í
ríki Vatnajökuls var eitt af þeim
fyrirtækjum, sem hlutu styrk að
þessu sinni. S.dór
Ný ísgerð að hefja starfsemi
Jöklaís í ríki Vatnajökuls
frá Árbæ í Hornafirði
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum
Einn af þeim aðilum sem fengið
hafa styrk vegna mótvægisað-
gerða ríkisstjórnarinnar á sviði
ferðaþjónustu er Byggðasafn
Vestfjarða. Björn Baldursson
safnvörður sagði í samtali við
Bændablaðið að Byggðasafnið
væri að gera upp þrjá gamla
báta, þar á meðal björgunarskip-
ið Maríu Júlíu, og væri viðgerð
á einu skipanna lokið. Væri það
notað til að bjóða ferðamönnum
í hálftíma siglingu um Pollinn og
þegar viðgerð á hinum bátunum
lýkur verða þeir notaðir til hins
sama.
Auk þessa verður sett upp harm-
onikusýning í Byggðasafninu í
sumar þar sem sýndar verða harm-
onikkur Ásgeirs Sigurðssonar, að
vísu ekki allar því harmonikkur
hans eru svo margar að þær komast
ekki allar fyrir í því plássi sem sýn-
ingin verður í. Þá er verið að bæta
ýmsa aðstöðu og þá sérstaklega
fyrir börn.
Björn sagði að unnið væri mark-
visst að því að auka ferðamanna-
strauminn vestur en uppistaðan í
ferðamannafjöldanum á Ísafirði
eru erlendir ferðamenn. Þeir koma
margir landveg á eigin vegum og
svo koma skemmtiferðaskip til
Ísafjarðar á hverju sumri. Í fyrra-
sumar voru þau 25 og stoppar hvert
skip í einn dag. Flestir farþeganna
fara í skipulagðar ferðir og er ekinn
ákveðinn hringur á Ísafirði með þá.
Meðal þeirra staða sem stoppað
er á er Byggðasafnið og nýtur það
mikilla vinsælda.
S.dór
Byggðasafn Vestfjarða
Býður ferðamönnum í
siglingu um Pollinn
Melrakkasetur Íslands verður sett upp í Súðavík