Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200822
Á veitingastaðnum Gló í Reykja-
vík var farið heldur óhefðbundn-
ar og náttúrulegar leiðir í innan-
húshönnun staðarins, þar sem
viðarbútar úr íslensku lerki úr
Hallormsstaðaskógi voru notaðir
sem veggklæðning og gefa staðn-
um einstaklega hlýlegan og fal-
legan svip.
Hugmyndin sem útfærð var á
veitingastaðnum er kjörin fyrir
íslenska skógarbændur, sem geta
framleitt slíkar veggklæðningar
jafnt fyrir fyrirtæki sem heim-
ili, enda má stöðugt bæta við
hugmyndum varðandi notagildi
íslenskra skógarafurða.
„Hugmyndin kom upprunalega
frá Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt,
sem býr í Los Angeles, en hún
hannaði fyrir okkur staðinn. Við
vildum búa til rými sem væri rosa-
lega notalegt og hlýlegt og þar sem
notað væri sem minnst af unnum
efnum; við vildum hafa þetta eins
náttúrulegt og hægt væri, í takt við
staðinn. Hönnun Guðlaugar bygg-
ist á að nota sem minnst af unnum
efnum, svo þetta rímaði vel saman,“
segir Guðlaug Pétursdóttir, annar
eigandi Gló, en þar er aðaláhersla
lögð á lífræna næringu fyrir við-
skiptavini.
Viðarklæðningin er ólökkuð
og því eins náttúruleg og hægt er.
Fætur á barborði staðarins eru einn-
ig úr lerki, en þeir eru sprautulakk-
aðir að utan.
„Það var alveg makalaust, þegar
öll klæðningin var komin upp á
veggina, að þá gjörbreytti það til-
finningunni hérna inni miðað við
það sem áður var. Viðurinn er hlý-
legur og honum fylgir ró og friður,
svo ég tali nú ekki um hvað þetta er
rosalega kósí. Þeir sem ganga hér
inn segja bara „vá“, og eru alveg
heillaðir. Það er gott fyrir okkur
að huga að endurvinnslu á því sem
við framleiðum og sú hugsun mætti
gjarnan vera meira ríkjandi,“ segir
Guðlaug. ehg
Íslenskt lerki sómir sér
vel sem veggklæðning
Íslenska lerkið úr Hallormsstaðaskógi kemur einstaklega vel út sem vegg-
klæðning á veitingastaðnum Gló í Reykjavík. Ljósm.: Snæfríður Ingadóttir
Fyrirtækið Frjó var stofnað árið
1991 af starfsmönnum Sölufélags
garðyrkjumanna og hefur fyrst
og fremst einbeitt sér að því að
sinna garðyrkjubændum með
rekstrarvörur og verið leiðandi
í þeim geira. Vöruflóran í garð-
yrkjunni er fjölþætt og má m.a.
nefna gróðurhús, mold, fræ,
áburð, lífrænar varnir, áburð-
arkerfi, veðurstöðvar, lýsingu
o.fl. Oft á ári koma erlendir sér-
fræðingar til landsins á vegum
Frjó til að heimsækja bændur og
bæta árangur þeirra enn frekar,
en þekking á ræktun grænmetis í
gróðurhúsum hér á landi er með
því besta sem gerist í heiminum.
Erlendur Pálsson, framkvæmda-
stjóri Frjó, segir fyrirtækið lengst
af hafa einbeitt sér að því að sinna
garðyrkjubændum, sem fyrr segir.
En nú hin síðari ár hafi starfsemin
aukist mjög og fyrirtækið þá komið
nokkuð að skógræktinni, eins að
ýmiss konar útirækt, t.d. rófum og
fleiru.
Lífrænar varnir
Erlendur segir nánast allt, sem yl-
ræktin þarfnast, vera í boði hjá Frjó.
Hann nefnir mold, áburð og lífræn-
ar varnir gegn flugum, maurum og
pöddum, sem notaðar eru í stað eit-
urefna. Einnig áburðarblöndun, lýs-
ingu og raunar allt sem þarf, alveg
upp í gróðurhús.
Á síðustu árum hefur umfang
Frjó í sölu á umbúðum til
bænda aukist umtalsvert, allt frá
stórpakkningum til neytendapakkn-
inga og er stefnt að því að útvega
bændum pökkunarvélar fyrir kjöt
og grænmeti.
Vaxandi umfang
Aðspurður, hvort mikill uppgang-
ur sé í ylræktinni, segir Erlendur
svo vera og að eins hafi Frjó lagt
í meira; bætt við mannskap og
fært sig út í umbúðasölu og annað,
sem hafi aukið starfsemina. Hann
segir alltaf þurfa að endurnýja
tvö eða þrjú gróðurhús á ári, eða
þá að byggja ný. Þá sé ýmis ný
tækni komin til, eins og sjálfvirk
áburðarblöndun og sjálfvirkar veð-
urstöðvar, sem mæli raka, hita og
annað. Þessar veðurstöðvar opna
og loka gluggum sjálfvirkt og ljós
eru kveikt og slökkt sjálfvirkt.
Annar stór vaxtarbroddur Frjó
felst í því að sinna almennum
bændum enn frekar og stefnir fyr-
irtækið á hægan en öruggan vöxt í
þjónustu við þennan hóp á næstu
árum. Síðastliðin ár hefur Frjó
boðið bændum rúllubaggaplast
með góðum árangri. Verkun fóðurs
í útistæður og flatgryfjur var okkur
bændum hugleikin og tók fyrirtæk-
ið af skarið og kynnti aðferðina
bændum og sérstaklega verktökum,
bæði með kynningarfundum víða
um land og vel heppnaðri heim-
sókn verktaka til kollega þeirra í
Danmörku.
Frjó hefur stækkað hratt á und-
anförnum fjórum árum og hefur
fjórfaldað veltu sína á þessu tíma-
bili. Hjá fyrirtækinu starfa átta
starfsmenn. S.dór
Frjó
Fyrirtæki sem sinnir bæði
bændum og garðyrkjubændum
Ólafur R. Dýrmundsson, lands-
ráðunautur í lífrænum búskap
og landnýtingu, sem sæti á í
Markanefnd, segir að í haust hafi
komið upp í einu sláturhúsinu
slæmt mál þar sem eyrnamörk-
um hafði verið breytt, lömb-
in mörkuð upp og plötumerki
klippt til þannig að bæjarnúmer
voru óþekkjanleg. Ólafur segir
það kapítula út af fyrir sig hvort
þarna var um sauðaþjófnað að
ræða eða eitthvert misferli en á
þriðja tug lamba var um að ræða.
Málið er nú í lögreglurannsókn.
Vegna þessa var ályktað á fundi
Markanefndar í mars sl. um þetta
mál og spurt hvernig það gat gerst
að uppmörkuð lömb, sum einnig
með klippt plötumerki, gátu runn-
ið athugasemdarlaust í gegnum
slátrun. Nefndin samþykkti að fela
þeim Ólafi og Sigurði Sigurðarsyni
dýralækni að ræða við fulltrúa
Landssamtaka sauðfjárbænda og
Landssamtaka sláturleyfishafa um
þær verklagsreglur sláturhúsa er
varða markaskoðun í sláturhúsi og
öryggi við móttöku og innskrán-
ingu sláturfjár eftir plötumerkjum
og örmerkjum.
Á ársfundi Landssamtaka sauð-
fjárbænda kom fram ályktun frá
sauðfjárbændum í Dalasýslu þar
sem lýst er áhyggjum yfir því að
lömb virðast í auknum mæli vera
lögð inná ranga innleggjendur og
beinir því til afurðastöðva að það
sé lágmarksþjónusta að menn geti
treyst því að lömb rati á rétta inn-
leggjendur. Í greinargerð er m.a.
bent á að vegna fækkunar slát-
urhúsa er oft um langan veg að fara
og því hafi margir ekki séð sér fært
að fylgja fé sínu til slátrunar. Það
sé krafa sauðfjárbænda að fækkun
og stækkun sláturhúsa bitni ekki á
mönnum með þessum hætti.
Ólafur R. Dýrmundsson sagði
að alltaf öðru hvoru fréttist af því
að fé fari í gegnum sláturlínu án
þess að vera frá réttum eiganda.
Hugsanlega sé þetta oftast vegna
mistaka en líka eru menn ef til
vill að bæta við lambahóp sinn og
auka við afurðirnar með ólöglegum
hætti.
„Þess vegna telur Markanefnd
ákaflega mikilvægt að það sé vand-
að eftirlit í sláturhúsunum. Þetta
byrjar í raun þegar féð er sett upp á
bíla sem síðan losa það í sláturhús-
réttina. Þá er það komið á ábyrgð
sláturhússins. Þar þarf að vera eins
og áður tíðkaðist, og er sums staðar
enn, góð markaskoðun. Sé fé ekki
með glögg eyrnamörk og ekki held-
ur plötumerki ber að lóga því sem
óskilafé. Í gæðastýringunni er það
skilyrði að lömbin séu eyrnamerkt
viðkomandi gæðastýringarhafa.
Aukið eftirlit er meira áríðandi en
áður var þegar bændur fylgdu fé
sínu til slátrunar. Nú er oftast orðið
um svo langan veg að fara vegna
fækkunar sláturhúsa að þeir gera
þetta ekki lengur. Og vegna þess
að við erum með öruggasta merk-
ingakerfi sauðfjár í heimi þarf þetta
ekki að koma fyrir ef eftirlitið er
nóg í sláturhúsunum,“ segir Ólafur
R. Dýrmundsson. S.dór
Lömb virðast í auknum mæli
lögð inn á ranga innleggjendur
Ég get, ég
þori, ég vil!
Dagana 26. og 27. apríl nk.
munu þær mæðgur Sigrún
Sigurðardóttir reiðkennari og
Sigrún Erlingsdóttir sálfræð-
ingur halda námskeið fyrir
knapa sem takast þurfa á við
ótta tengdan hestamennsku,
s.s. algerir byrjendur eða fólk
sem af einhverjum orsökum
hefur misst kjarkinn.
Eingöngu 12 manns kom-
ast að, en námskeiðið verður
blanda af fræðslu er lýtur að sál-
ræna þættinum og reiðkennslu
í litlum hópum. Meðal annars
verður unnið með slökun, önd-
uræfingar, hugsanir og hegðun,
hvernig takast má á við kvíða
og fleira er lýtur að því mark-
miði að sigrast á ótta og kvíða.
Í reiðkennslunni verður knöp-
um kennt að vinna úr efninu á
hestbaki og takast á við hræðsl-
una. Kennslan verður einstak-
lingsmiðuð og lagt upp úr því
að hjálpa hverjum og einum og
kenna fólki aðferðir sem hjálpa
þegar heim er komið.
Þar sem takmarkaður fjöldi
kemst að eru áhugasamir hvatt-
ir til að hafa samband við nám-
skeiðshaldara sem fyrst vilji
þeir kynna sér námskeiðið frek-
ar og taka frá pláss.
Þær mæðgur hafa mikla
reynslu á þessum vettvangi.
Sigrún Sigurðardóttir er einn
afkastamesti reiðkennari lands-
ins og hefur m.a. um árabil
sérhæft sig í svokölluðum
„Hræðslupúkanámskeiðum“
sem hjálpað hafa fjölda manns.
Sigrún Erlingsdóttir er sálfræð-
ingur að mennt og búsett í Dan-
mörku og hefur hún boðið upp
á vinsæl námskeið um þetta
málefni og kennt hestafólki
víðs vegar að, bæði knöpum
á íslenskum hestum sem og
öðrum hestakynjum.
Þær munu nú sameina krafta
sína á þessu einstaka námskeiði
og verður staðsetning þess og
nánara fyrirkomulag kynnt
þegar nær dregur, en áhuga-
samir eru hvattir til að hafa
samband sem fyrst á netfanginu
sigrun@hafdal.net eða í síma
496 0664 (SE) fyrir kl. 20.30.
www.bondi.is
Rafstöðvar
1kva - 3000 kva
varaaflsstöðvar
Ráðgjöf /// Sala /// Þjónusta
Óli Ársæls 893 3016
Gunnar 864 6799
Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi