Bændablaðið - 15.04.2008, Síða 28

Bændablaðið - 15.04.2008, Síða 28
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200828 Líf og starf Að gefnu tilefni fannst undirrituðum ekki annað fært en fjalla lítillega um frumutölu í mjólk og annað, sem henni viðkemur. Ljóst er, að bændum gengur misvel að hafa bönd á frumu- tölu mjólkur sem þeir framleiða og eru fyrir því margar ástæður. Ekki síst verða tilraunir til lækk- unar frumutölu misvel heppnaðar ef bændum finnst það óskoruð regla að jafnaðarmerki sé milli meira magns og lakari gæða, þ.e.a.s. að til að fullnægja eftirspurn samlagsins eftir mjólk verði að láta allt flakka í tankinn. Á svæði MS Akureyrar og Egils- staða eru bændur hvattir til að fara leið „magns og gæða“, þ.e. að efla forvarnir og vinna að bættu júg- urheilbrigði. Ein leiðin að auknu magni er að bæta júgurheilbrigði, enda hefur verið sannað að beint samband er milli nythæðar og frumutölu, þ.e.a.s. júgurheilbrigðis. Kýr með króníska, dulda júg- urbólgu og háa frumutölu mjólka á bilinu 15 - 25% minna en þær gætu gert heilbrigðar. (Heimild: Ólafur Oddgeirsson og Ólafur Jónsson.) Þessum aðgerðum lýkur ekki á einum degi, þ.e., það þarf að taka til í hjörðinni. Að einu til tveimur árum liðnum ætti að hafa náðst sá árangur að hámarka nyt og arðsemi kúa á viðkomandi búum, svo að ekki standi lengur í fjósi og taki básapláss þekktar júgurbólgukýr, margmeðhöndlaðar, með misrýra júgurhluta eða stigna spena. Það er synd að horfa upp á vandræðagripi valda smiti um allt fjós, bara vegna þess að viðkom- andi gripur mjólkar svo og svo mikið. Þetta á sérstaklega við um lausagöngufjós, þar sem kýr geta lekið sig á ótal bása. Boðskapur þessa greinarkorns er í stuttu máli sá, að líta til forvarna og efla júgurheilbrigði, en með því má auka nyt þeirra kúa sem standa í fjósum bænda í dag, svo ekki þurfi alltaf að koma til bein fjölgun mjólkandi gripa. Eðlileg endurnýjun þarf að eiga sér stað og smitberum verður að lóga, læknist þeir ekki við lyfjameðferð eða með öðrum tiltækum aðferð- um, bæta þarf smitgá mjaltafólks og mjaltatækni og að síðustu, bæta þarf aðstæður í fjósum á þann veg, að takmarka nýsmit sem mest má. Hvar á að byrja? Ja, því ekki að byrja á smákálfauppeldinu, sogat- ferlinu, uppeldisaðstæðum eldri kvígukálfa, viðurgerningi ungviðis- ins og samhliða því, að lóga von- lausum smitberum. Að tryggja kvígurnar óskemmd- ar inn á fyrsta mjaltaskeið er stórt og gott byrjunarskref. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Með reglugerð um merkingar búfjár er að komast á miklu betra samræmi í merkingum sauðfjár en áður var. Skýrsluhaldsgrunnur sauðfjárræktarinnar, www.fjar- vis.is, er hannaður með hliðsjón af reglugerðinni. Hér á eftir verð- ur vikið að örfáum atriðum er varða mismunandi númerakerfi. Merkingar fullorðins fjár Gott lag er á merkingum á fullorðn- um ám. Langflestir nota samfelldar númeraraðir, sem auðvelt er fyrir hvern og einn að aðlaga að eigin þörfum. Fyrir hrútana höfum við mælt með því, að viðhaldið verði sam- ræmdu númerakerfi innan fjár- ræktarfélaganna. Þá eru aldrei tveir hrútar innan félags í sama árgangi með sama númer. Vafalaust er, að slíku númerakerfi er einfaldast að viðhalda þegar hvert bú innan félags hefur sína föstu númeraröð. Hver eigandi númerar síðan sinn hrútakost með númerum úr þess- ari röð. Slík kerfi hafa í sumum héruðum verið í notkun lengi og gefið mjög góða raun. Í nokkrum tilfellum hafa búnaðarsambönd haft frumkvæði að frágangi þessara númerakerfa. Örfá bú hafa í vetur skilað skýrslum, þar sem bæði ásetn- ingshrútar og ásetningsgimbrar frá haustinu 2007 hafa fengið sama númer. Þetta er ekki mögulegt lengur, þar sem tveir einstaklingar í sama árgangi á sama búi mega ekki bera sama númer. Í þeim tilfellum, sem hrútanúmeraröð búsins lendir inni í númeraröð ásetningsgimbra, verður að sleppa þeirri númeraröð úr gimbraröðinni og bæta þeim númerum aftan við. Merkingar lamba Þegar kemur að lambanúmerum er fjölbreytni í númerakerfum enn ákaflega mikil. Algengasta, einfald- asta og að mörgu leyti besta kerf- ið er, þegar notuð er samfelld og hlaupandi númeraröð fyrir lömbin á hverju ári. Með því kerfi ber hik- laust að mæla. Sumir nota kerfið á þann veg að merkja t.d. einlemb- inga og/eða lömb undan veturgöml- um ám frá einhverju tilteknu núm- eri og sjá þannig beint af númerinu hvaða hópi lambið tilheyrir. Gagnagrunnur sauðfjárrækt- arinnar gerir ráð fyrir að númer lambanna geti verið allt að fjórum stöfum. Bókstafi er leyfilegt að nota í merkjunum, en eindregið er mælt með því að þau séu mynduð eingöngu af tölustöfum. Það auð- veldar alla skráningu upplýsinga. Sláturhúsin eru t.d. almennt farin að skrá númer lambanna þegar þau fara á sláturlínu. Hin fjölbreytilegu númerakerfi, sem verið er að nota, munu mörg sett upp með það í huga að auð- velda tengingu lambs við móður sína út frá númeri þess. Rétt er að benda á nokkur atriði varðandi þetta. Til aðgreiningar á tvílemb- ingum eru ýmist notaðir bókstafir eða tölustafir, annað hvort fyrst eða síðast í lambsnúmerinu. Við mælum eindregið með, að aðgrein- ingarlykillinn sé settur sem síðasti stafur í númerinu. Dæmi: Lömb undan ánni 03-467 fái númer 4671 og 4672, en ekki 1467 og 2467. Með þessu móti fylgjast sammæðra lömb að í haustbók, sem hlýtur að vera flestum til hagræðis. Þegar notaðar eru svona merk- ingar á lömbin er einnig athugandi að hafa endingarlykil, einnig fyrir einlembinga, þannig að lömbin birtist í bókinni í númeraröð ánna. Ef þessi kerfi eru notuð í þeim til- fellum, sem sama númeraröð end- urtekur sig hjá ánum, er hægt að aðgreina lömbin undan þeim með því að nota t.d. 1 og 2 sem end- ingarlykil hjá lömbum elstu ánna, 3 og 4 hjá næsta árgangi á sömu númerum og þannig áfram ef þörf krefur. Á nokkrum stöðum á landinu hefur tíðkast aðgreiningarkerfi í lambanúmerum sem byggir á því, að setja tölustafinn 0 fyrir framan númer annars tvílembingsins. Þetta kerfi gengur því miður ekki leng- ur. Í nýjum gagnagrunnum verð- ur þetta merkingarlaus stafur, líkt og 0 er yfirleitt þegar það stendur fremst í tölustafaröð. Á síðasta ári varð að leysa mál þessara búa eftir nokkrum leiðum. Í gögnum, sem okkur bárust úr gömlu Fjárvísi, var þetta leyst með því að setja bók- stafinn o fyrir framan númer, þar sem tölustafurinn 0 hafði verið notaður. Þetta er því miður ekki aðferð sem hægt er að mæla með, af tveimur ástæðum. Annars vegar er mikil hætta á mislestri þessara einkenna og hins vegar er á þenn- an hátt blandað saman bókstöfum og tölustöfum í lambsnúmeri, sem við hvetjum bændur til að forðast ef mögulegt er. Við vitum vel að breytingar á númerakerfum eru talsvert mál fyrir suma. Verið er að hrófla við hefð- bundnum vinnubrögðum í búskapn- um. Í mörgum tilvikum eru þetta hins vegar venjur, sem ástæða kann að vera til að einfalda, leiði það til hagræðingar í öðrum efnum. Við hvetjum því bændur sem panta lambamerkin þessa dagana til að hugleiða ofangreinda hluti og jafnvel að endurskoða framkvæmd- ina. Einnig er vert að minna á, að lambanúmerin eiga að bera viðeig- andi lit og hafa bæjarnúmerið for- prentað. Númerakerfi sauðfjár Örfáar ábendingar Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Skýrsluhald Nú nýlega voru haldnir fund- ir í Hlíðarbæ í Hörgárbyggð og á Narfastöðum í Reykjadal, þar sem m.a. var skýrt frá nið- urstöðum kúadóma í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu og við- urkenningar veittar. Um nokk- urt árabil hafa flestar fyrsta kálfs kvígur á þessu svæði verið útlitsdæmdar. Einn aðaltilgang- ur kvíguskoðunarinnar er að fá afkvæmadóma á ungnautin, en jafnframt að styrkja dóm eldri nauta. Þegar jafnframt liggur fyrir kynbótamat kúnna hefur hver árgangur verið tekinn til uppgjörs og var nú komið að kúm fæddum árið 2003. Alls samanstóð fyrrgreind- ur árgangur af 1603 kúm, 1200 í Eyjafirði og 403 í Suður-Þing. Kýrnar voru á alls 161 búi, mjög mismargar á hverju, eða allt frá 1 upp í 60. Meðaleinkunn fyrir skrokkbyggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,7 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 17,6 fyrir mjaltir og 4,7 fyrir skap. Í dómseinkunn gerir þetta að meðaltali 83,3 stig. Einkunnin sveiflaðist frá 71 stigi upp í 90 stig. Alls hlutu 45 kýr 88 stig eða hærra í dómseinkunn og voru eigendum þeirra færðar við- urkenningar; stækkaðar myndir af umræddum kúm, en búnaðarsam- bönd á viðkomandi svæði gáfu myndirnar. Reiknuð var út heildar- einkunn fyrir kýrnar, þar sem bæði var tekið tillit til kynbótamats og dómseinkunnar. Hæstu kýr á Eyjafjarðarsvæðinu voru Björk frá Hríshóli í Eyjafjarðarsveit með 90 stig, Branda frá Bakka í Öxnadal með 87 stig og Gribba frá Steinstöðum II í Öxnadal. Í Suður-Þingeyjarsýslu fékk Blóma frá Baldursheimi í Mývatnssveit hæstu einkunn, 84 stig, Sokka frá sama bæ hlaut einnig 84 stig og það sama gildir um Brún í Reykjadal. Búnaðarsamböndin veittu eigendum þriggja stigahæstu kúnna á hverju svæði verðlauna- styttur, gull- silfur- og bronskýr, auk stækkaðra mynda af kúnum. Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir fleiri kýr hafa orðið stigaháar nú í ár en verið hefur. „Þetta virðist almennt vera góður árgangur,“ segir hann. „Það má segja að þetta sé topp- urinn, fleiri kýr dæmdust nú hærri en til að mynda í árgangnum á undan.“ Hann segir að yfirleitt beinist kynbætur bænda að afurð- um, ekki útliti, en þess ber að geta að 60% af heildareinkunn er samansett af júgrum, spenum og mjöltum. MÞÞ Niðurstöður kúadóma kynntar nyrðra Fleiri kýr með hærri dóma Verðlaunahafar í Eyjafirði: F.v. Ármann á Skáldsstöðum, Guðmundur í Holtsseli, Kolbrún á Skáldsstöðum, Guðrún í Holtsseli, Guðrún og Árni í Villingadal, Guðmundur í Stærra-Árskógi, Kristján á Tréstöðum, Sólveig á Svertingsstöðum II, Gunnlaugur og Dómhildur í Klaufabrekknakoti, Ásrún á Steinsstöðum II, Sara á Möðruvöllum II, Trausti á Hofsá, Aðal- steinn í Garði, Sigurgeir á Hríshóli, Stefán á Syðri-Grund, Þórður í Þrí- hyrningi, Bernharð í Auðbrekku, Haukur í Þríhyrningi, Gunnsteinn á Sökku, Helgi á Syðri-Bægisá, Stefán í Fagraskógi, Kristín á Merkigili, Helgi á Bakka og Róbert í Litla-Dunhaga. Á myndina vantar nokkra verðlaunahafa. Verðlaunahafar í S.-Þing.: Gunnar í Baldursheimi I, Flosi á Hrafnsstöð- um, Atli á Laxamýri, Sveinbjörn á Búvöllum, Ingibjörg á Skútustöðum II og Sigurlaug á Brún. Á myndina vantar nokkra verðlaunahafa. Brún 351, Reykjadal. Björk 512, Hríshóli. Blóma 139, Baldursheimi. Branda 441, Bakka. Borgar Páll Bragason ráðunautur í jarðrækt og landupplýs- ingum, Bændasamtökum Íslands bpb@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.