Bændablaðið - 15.04.2008, Side 32

Bændablaðið - 15.04.2008, Side 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200832 Í austurlenskri matargerð eru ótelj- andi möguleikar á að blanda saman spennandi hráefnum og án undan- tekningar verður útkoman að sann- kölluðum sælkeramat. Hér kemur hugmynd að fljótlegum og góðum kvöldmat sem mætti jafnvel bjóða vel völdum gestum í til smökkunar og álitsgjafar. Svínakjöt með engifer og sveppum fyrir 4 10 þurrkaðir sveppir 4 hvítlauksrif 8 cm engiferrót 1 lítill laukur 800 g svínavöðvi (má nota kjúkling eða nautakjöt) 4 msk. olía 2 msk. ljós sojasósa 2 msk. dökk sojasósa 1 msk. sykur 1 msk. pálmasykur (fæst í aust- urlenskum sérverslunum) ½ dl kjötsoð eða vatn ½ tsk. salt 2 tsk. svartbaunasósa 1 vorlaukur, græni hlutinn hvítur pipar Aðferð: Leggið sveppi í vatn í 10 mínútur. Látið vatnið renna vel af þeim, gróf- saxið og setjið til hliðar. Fínsaxið hvítlauk og leggið til hliðar. Skerið engiferið í örþunnar sneiðar ásamt lauk og kjötinu og geymið. Skerið vorlaukinn í bita. Hitið olíu á wok-pönnu eða steikarpönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann verður gullinn. Setjið kjötið saman við, hrærið og steik- ið í tvær mínútur. Látið sveppi og engifer á pönnuna og hrærið vel. Bætið sojasósum, sykri, pálma- sykri, svartbaunasósu, kjötsoði og lauk saman við. Hrærið í á milli eða um leið og nýtt hráefni fer á pönnuna, eldið í nokkrar sekúndur. Setjið réttinn á fat og skreytið með vorlauknum, sáldrið hvítum pipar yfir. Berið fram með rjúkandi heit- um hrísgrjónum og léttu salati. Mangó með sætum grjónum 2 dl sæt hrísgrjón 4 dl kókosmjólk 2 msk. sykur ½ tsk. salt 3 vel þroskaðir mangóávextir Aðferð: Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leið- beiningum á umbúðum. Setjið 3 dl kókosmjólk, sykur og salt saman í skál og hrærið þar til er uppleyst. Setjið 1 dl af kókosmjólk í pott og sjóðið niður þar til hún þykknar, hrærið stöðugt í á meðan og leggið til hliðar. Hellið kókosmjólkur-syk- urblöndunni yfir volg hrísgrjón- in og látið standa í 30 mínútur. Afhýðið mangóávextina, skerið í tvennt langsum og eins nálægt steininum í miðjunni og hægt er. Fjarlægið steininn og skerið helm- ingana í fjóra bita langsum. Setjið hrísgrjónablönduna í miðjuna á fati eða notið stóra skál og raðið mangósneiðunum í kringum grjón- in. Hellið loks þykktu kókosmjólk- inni yfir mangósneiðarnar og berið fram. (Uppskriftir fengnar úr bókinni lærum að elda taílenskt úr bókaklúbbi Eddu – Lærum að elda). ehg MATUR Framandi og dágott 3 8 5 4 1 7 9 2 5 6 9 3 7 1 8 6 3 9 1 8 2 7 8 1 3 2 8 4 7 3 5 6 1 6 8 7 5 2 4 2 5 9 7 1 2 6 1 9 2 5 1 7 6 2 4 7 4 1 8 9 3 4 8 3 8 5 9 7 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Svínakjöt með engifer og sveppum er ekta taílenskur réttur sem er einfald- ur og fljótlegur í matreiðslu. (Mynd: Kristján Maack). Öllum íbúum Stokkseyrar og Eyrar- bakka var nýlega boðið í glæsilegan morgunverð í íþróttahúsi Stokksey- rar í tilefni af 100 ára afmæli ung- mennafélagsins á staðnum, en það var stofnað 15. mars 1908. Fjöl- margir nýttu sér boðið og fögnuðu tímamótunum með félaginu, sem telur í dag um 200 félagsmenn. og fjölbreytt, en það sér t.d. um rekstur íþróttahússins á Stokkseyri samkvæmt sérstöku samkomulagi við Árborg. Í tilefni af afmælinu verður dagskrá út allt árið, m.a. verður fótboltakeppni á milli gatna á Stokkseyri á bryggjuhátíðinni í sumar. 34 formenn hafa verið í fé- - nason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, mætti í morgunverðinn - henti félaginu 50.000 króna gjöf frá sveitarfélaginu. Þá kom Bolli Gun- narsson, stjórnarmaður í HSK og MHH Ungmennafélag Stokkseyrar 100 ára Stjórn Ungmennafélags Stokkseyrar, talið frá vinstri; Gylfi Pétursson, Ingibjörg Birgisdóttir, Ingibjörg Ársælsdóttir, formaður, Helga Björg Magnúsdóttir og Vernharður R. Sigurðsson. Á sumardaginn fyrsta eru 100 ár liðin síðan Ungmennafélag Reykdæla var stofnað í Borgarfirði. Þrátt fyrir að félagið sé þannig eitt elsta starfandi ungmennafélag landsins er félags- starf á vegum þess í miklum blóma. Nýverið lauk t.d. sýningum á leikrit- inu Þið munið hann Jörund og fékk sýningin góða aðsókn og dóma. Í tilefni aldarafmælis félagsins hefur verið gefið út ritið UMFR – Í hundrað ár. Jóhanna G Harðardóttir blaðamaður ritstýrði verkinu sem er 120 síður og ríkulega myndskreytt. Í formála afmælisritsins segir m.a. að í tilefni tímamótanna hafi þótt við hæfi að rifja upp sögu félagsins og ákveðið að gefa út rit þar sem saga þess yrði rakin í máli og myndum. Ritið skyldi vera í léttum stíl og sett fram á þann hátt að sem flestir fyndu eitthvað sem vekti áhuga. Ásamt því að rekja sögu félags- ins frá upphafi stofnunar þess í Deildartungu vorið 1908 er rætt við nokkra gamla ungmennafélaga um starfið í áranna rás. Meðal efn- isþátta er ítarleg frásögn af starfsemi í kringum ungmennafélagshúsið Logaland og byggingarsaga þess rakin. Þá er m.a. leikstarfi lýst í máli og myndum, sagt frá skógrækt við félagsheimilið, dansleikjahaldi, bókasafni, íþróttum og æskulýðs- starfi er gerð góð skil. Afmælisrit Ungmennafélags Reykdæla er til sölu í verslun N1 í Reykholti og kostar krónur 3.500. Burtfluttir íbúar og aðrir áhuga- samir um starfsemi UMFR geta pantað afmælisritið á opnunartíma verslunarinnar í síma 435-1153 eða 662-5189. (fréttatilkynning) Aldar afmælisrit UMFR komið út

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.