Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 20
4 | ÖRÆFANETIÐ
„Mér sýnist að það hafi farið á milli 55 og 60
þúsund ferðamenn með okkur í sumar í sigl-
ingar um Jökulsárlón. Það er um 10% fækkun
frá því í fyrra, sem var algjört metsumar. Ég
held að við getum því vel við unað,“ segir
Ágúst Elvarsson, starfsmaður við Jökulsárlón.
Ágúst segir að um og yfir 90% þeirra sem
fari í ferðir á lóninu séu útlendingar en þó
virðist honum sem Íslendingar hafi verið
heldur fleiri í ár en undanfarin ár.
Dýpst allra vatna
Að sögn Ágústs tekur lónið sífelldum breyt-
ingum en mestar voru þær þó í fyrra. Þá var
framhlaup Breiðamerkurjökuls óvenju mikið
og því hefur lónið bæði stækkað og dýpkað
um leið og Breiðamerkurjökull hefur verið að
minnka. Talið er að síðustu misseri hafi 600
til 700 metrar brotnað af jöklinum. Nýlega
komst Einar B. Einarsson, eigandi ferðaþjón-
ustunnar Jökulsárlóns, inn að hinum nýja
jaðri jökulsins og dýptarmældi vatnið og
reyndust þá vera 250 metrar niður á botn.
Samkvæmt því telst Jökulsárlón vera dýpsta
vatn Íslands en áður hefur Öskjuvatn verið
talið dýpst með 217 metra. „Vegna þess hve
mikið brotnaði úr jöklinum í fyrra var lónið
pakkað af ís sem þrengdi dálítið að okkur þá
og gerði siglingar um lónið erfiðari. Við
óttuðumst að það kynni að lokast alveg fyrir
siglingar um lónið í fyrra en það gerðist nú
sem betur fer ekki. Í sumar hefur ástandið
verið mun betra þótt enn sé mikill ís á lón-
inu,“ segir Ágúst.
Siglingar með ferðafólk um Jökulsárlón
hafa nú verið stundaðar í 25 ár en upphaf
þeirra má rekja til ársins 1985 þegar Guð-
brandur Jóhannsson hóf að bjóða þessa
þjónustu. Árið áður höfðu kastljós fjölmiðla
beinst að lóninu þegar upphafsatriði James
Bond myndarinnar „A view to kill“ með Ro-
ger Moore í aðalhlutverki var tekið í lóninu.
Síðan þá hafa umsvif ferðaþjónustunnar við
Jökulsárlón aukist ár frá ári og nú vinna þar
um 30 manns frá því í byrjun maí og fram í
október. Í sumar hafa verið gerðir út fjórir
hjólabátar sem taka 25 manns í hverri ferð
og fer leiðsögn aðallega fram á ensku en
einnig á þýsku, frönsku og spænsku.
Einar B. Einarsson, eigandi ferðaþjónust-
unnar við Jökulsárlón, segir að það muni
breyta miklu að geta tengst nýja ljósleiðar-
anum því nýlega hafi verið tekið í notkun
nýtt bókunarkerfi sem gerir ferðafólki kleift
að bóka sig í ferðir á netinu. Einnig eru áform
um að setja upp myndavélar við lónið til að
ferðafólk geti séð á heimasíðu fyrirtækisins
hvernig aðstæður eru þar hverju sinni.
www.jokulsarlon.is
Það muni breyta miklu að geta
tengst nýja ljósleiðaranum því
nýlega hafi verið tekið í notkun
bókunarkerfi sem gerir ferða-
fólki kleift að bóka sig í ferðir á
netinu.
Ágúst Elvarsson leiðsögumaður segir erlenda
ferðamenn um 90% þeirra sem fara í siglingu
um Jökulsárlón.
Samkvæmt mælingu sem gerð var í sumar er
Jökulsárlón dýpst íslenskra vatna, um 250
metrar þar sem það er dýpst.
Jökulsárlónið fangar athyglina:
Um 60 þúsund
gestir í sumar
Það er ekki víst að ferðamennirnir, sem fara í
sund í Flosalaug í Svínafelli, geri sér almennt
grein fyrir því að sundlaugin er hituð með
því að brenna sorpi sem til fellur í sveitinni! Á
sumrin, þegar ferðamannastraumurinn er
mestur, fellur til nógu mikið sorp, einkum í
Skaftafelli, til að hægt sé að halda vatninu í
sundlauginni u.þ.b. 30 gráðu heitu og heita
pottinum í um 40 gráðum. Yfir vetrarmán-
uðina minnkar hins vegar sorpmagnið veru-
lega og þá dugir sorpbrennslan til að halda
vatninu í lauginni fyrir ofan frostmark. Það er
Ólafur Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi í
Svínafelli, sem rekur sorpbrennsluna í sam-
vinnu við sveitarfélagið.
Utan um rekstur sorpbrennslunnar var á
sínum tíma stofnað hlutafélagið Brennu-Flosi
með tilvísun í Flosa í Svínafelli sem var kall-
aður Brennu-Flosi, eftir hefndarförina að
Bergþórshvoli sem endaði með Njálsbrennu
snemma á elleftu öld. Flosalaug í Svínafelli er
hins vegar rekin af hlutafélaginu Flosa hf.
sem er að fullu í eigu Ólafs og fjölskyldu
hans. „Ég var búinn að ganga í mörg ár með
hugmyndina um að nýta sorpbrennslu til að
hita upp vatn fyrir sundlaug í sveitinni áður
en ég hrinti henni loks í framkvæmd í sam-
vinnu við gamla Hofshrepp árið 1993. Þá var
ofninn í sorpbrennsluna keyptur frá Liech-
tenstein og ári síðar opnuðum við sundlaug-
ina hér í Svínafelli,“ segir Ólafur.
Rekstur sorpbrennsluofnsins hefur gengið
mjög vel þau 17 ár sem hann hefur verið í
notkun. Ofninn brennir sorpinu við mjög
háan hita, um 1000 gráður. Því er um mjög
hreinan bruna að ræða og loftmengun ekki
sýnileg frá ofninum. Að sögn Ólafs byrjaði
sundlaugin fljótt að laða ferðamenn að
staðnum og þá voru opnuð tjaldstæði við
laugina. Í framhaldinu hefur ferðaþjónustan í
Svínafelli haldið áfram að vaxa og dafna. Auk
tjaldstæða og sundlaugarreksturs hefur verið
bætt við svefnpokaplássum í nokkrum smá-
hýsum ásamt þjónustuhúsi með eldunarað-
stöðu fyrir gesti tjaldsvæðisins og nú síðast
var það hús stækkað til að fjölga svefnpoka-
plássum.
www.svinafell.com
Ólafur Sigurðsson ferðaþjónustubóndi hefur kynt Flosalaug við Svínafell með sorpinu úr Öræfa-
sveit í 17 sumur með góðum árangri.
Sorpið
nýtt til
að hita
sund-
laugina
Síðastliðin 10 ár hefur Einar Björn, staðarhaldari við Jökulsárlón, staðið fyrir glæsilegri flugelda-
sýningu við lónið.