Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 24
8 | ÖRÆFANETIÐ Plaströrin sem notuð voru við lagningu á ljósleiðarakerfi Fjarskiptafélags Öræfinga eru íslensk. Það var plaströraverksmiðjan Set ehf. á Selfossi sem framleiddi rörin en fyrirtækið hefur framleitt plasthlífðarrör fyrir fjarskipta- lagnir síðan ljósleiðaravæðingin hófst hér á landi. Set hefur aðlagað vinnslu sína og þróað ljósleiðararörin í takt við áherslur markaðarins í aldarfjórðung. „Við vorum beðin um að framleiða fyrstu rörin fyrir Póst og síma sumarið 1985 en lengi vel var Síminn eini kaupandi ljósleiðara- röra. Þá voru hlífðarrörin eingöngu úr PVC efnum, gul að lit og sett saman á múffum en seinna bættust við rör úr Polyethelyne PEL efnum í lengri einingum í rúllum,“ segir Berg- steinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets. Hann segir að síðar hafi fleiri fjarskiptafyrir- tæki tekið virkan þátt í ljósleiðaravæðingunni og meðal þeirra sé Fjarski, dótturfyrirtæki Landsvirkjunar, sem sá um framkvæmdirnar í Öræfasveit. Set framleiðir rörin í löngum einingum á rúllum og geta þau verið allt að tveir kíló- metrar að lengd og er ljósleiðaranum síðan skotið í gegnum rörin með lofti. Í plaströra- deild Set fer fram þróun á hlífðarrörum og þar hefur á liðnum mánuðum verið unnið að tilraunum með vinnslu á grönnum inntaks- rörum sem eru riffluð að innan til að minnka yfirborðssnertingu ljósleiðarans við rörið. Það á að létta ídrátt og þræðingu strengsins í rörið í inntakslögnum húsa. Hjá Seti starfa um 50 manns í verksmiðju félagsins á Selfossi, að Reykjalundi og í Þýskalandi en þar hefur Set ehf. komið upp vinnslulínu fyrir foreinangruð fjarvarmarör. Bergsteinn segir að erfitt verði að varðveita innlenda framleiðslu á plaströrum ef ekki sé jafnframt sótt aukin hlutdeild á erlenda markaði. Sem betur fer hafi útflutningur verið að vaxa og vonast hann til að sá sproti, sem felist í verksmiðjunni í Þýskalandi, kom- ist vel af stað á næstu mánuðum. „Það var ánægjulegt að vinna fyrir Öræfingana með Knút Bruun í forystu og það er alltaf gaman að sjá öflugt frumkvæði og kraft, ekki síst nú þegar mikil óvissa og stöðnun ríkir á öllum helstu mörkuðum okkar innanlands; á bygg- ingarsviði, orku- og veitusviði og fjarskipta- sviði. Til hamingju Öræfingar með þessa framkvæmd,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets. www.set.is Róbert Karel Guðnason, vinnslustjóri í plaströradeild Sets ehf. á Selfossi, við hlífðarrör fyrir ljósleiðaralagnir en nú er unnið að tilraunum með rör sem eru riffluð að innan en það léttir ídrátt og þræðingu. Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Sets: Ánægjulegt að vinna fyrir Öræfinga Landnám í Sandfelli Ein helsta uppgönguleið þeirra sem ganga á Hvannadalshnjúk er við Sandfell skammt austan við Svínafell í Öræfum. Sandfell er landnámsjörð og þar má sjá minnisvarða um Þorgerði, ekkju Ás- bjarnar Heyangurs-Bjarnasonar en hún nam land um allt Ingólfshöfðahverfi milli Kvíár og Skeiðarár. Sennilega hefur bær- inn í Sandfelli alltaf staðið á þeim stað sem Þorgerður valdi sér við upphaf byggðarinnar, en bærinn var endur- reistur nokkrum sinnum, en rifinn að lokum 1974. Löngum var hálfkirkja í Sandfelli og höfuðkirkja á Rauðalæk en þegar fór að byggjast upp að nýju á þessum slóðum eftir gosið 1362 tók kirkjan í Sandfelli við hlutverki Rauða- lækjakirkju. Síðasti presturinn sem bjó í Sandfelli var séra Eiríkur Helgason, en hann flutti að Bjarnarnesi 1931. Síðustu ábúendur í Sandfelli voru Runólfur Jóns- son og Katrín Jónsdóttir, en þau fluttu til Reykjavíkur 1945. Þótt gistiheimilið Frost og Funi beri með sér, þegar rennt er í hlað, að það er til húsa í gömlum útihúsum að Hofi í Öræfasveit er fátt sem minnir á það þegar inn er komið að hér var áður fjárhús og hlaða. Flísalög gólf, smekklegar innréttingar með leðurhús- gögnum og listaverk nokkurra helstu önd- vegismálara þjóðarinnar á veggjum eru til vitnis um að hér snýst starfið ekki lengur um að fóðra sauðfé, heldur að þjóna ferða- mönnum sem eiga skilið það besta. Guðný Magnúsdóttir myndlistarkona og kennari, hefur starfað við gistiheimilið í Hofi í sumar en það er í eigu Knúts Bruun og Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur, líkt og samnefnt gistiheimili í Hveragerði. Þau hafa rekið gisti- heimilið í níu ár og hefur síðan þá verið opið yfir sumarmánuðina ár hvert, frá miðjum maí og fram í byrjun september. „Það er búið að vera nánast fullbókað hjá okkur frá því í lok júní og út ágúst. Það er talsvert um að hópar bóki gistingu hér og í flestum tilvikum eru það útlendingar. Ég er samt ekki frá því að Íslendingum fari heldur fjölgandi,“ segir Guðný Magnúsdóttir. Hún segir að mikil áhersla sé lögð á að skapa heimilislegt umhverfi og persónulegt and- rúmsloft og þótt gistiheimilið rúmi marga á íslenskan mælikvarða sé gistingin dreifð um svæðið á Hofi og því verði þetta aldrei of stórt eða stofnanalegt. „Hér hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á gæði, hvort sem um er að ræða hráefnið sem unnið er úr í eldhúsinu eða það sjónræna umhverfi sem gestirnir okkar dvelja í hverju sinni. Þetta kann fólk að meta og því virðist líða vel í því sveitalega andrúmslofti sem hér ríkir,“ segir Guðný. Alls eru 37 herbergi í Frosti og Funa og ef öll rúm eru nýtt geta 93 ferðamenn fengið gistingu þar samtímis. Þegar komið er inn í gistiheimilið blasir við gestamóttaka með stórri setustofu og rúmgóðum matsal og er allt sameiginlegt rými og gistiherbergi ríku- lega skreytt listaverkum. Á neðri hæð, þar sem áður var haughús hefur nú verið inn- réttuð heilsulind (spa) með stórum heitum potti, gufubaði og hvíldaraðstöðu. Er þetta að líkindum mesta breyting sem gerð hefur verið á einu haughúsi hér á landi og þótt víðar væri leitað! Auk 8 herbergja sem innréttuð hafa verið í gömlu hlöðunni eru 16 herbergi í nýrri við- byggingu. Þá hafa verið reist fjögur smáhýsi, hvert með tveimur herbergjum auk þess sem 5 herbergi til viðbótar hafa verið innréttuð í gömlu skólahúsi sem í daglegu tali er kallað þinghúsið. www.frostogfuni.is Leggjum áherslu á heimilislegt umhverfi segir Guðný. Frost og Funi á Hofi: Gisting í heimilislegu og listrænu sveitaumhverfi Það er fátt sem minnir á gamla fjárhúsið í gestamóttökunni og setustofunni í gistihúsi Frosts og Funa í Öræfasveit.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.