Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 23
ÖRÆFANETIÐ | 7 Fyrir hönd RARIK sendi ég Öræfingum og fulltrúum Fjarskiptafélags Öræfinga innilegar hamingjuóskir með þann áfanga sem nú hefur náðst í Öræfum og Suðursveit, með tengingu ljósleiðara um sveitina og uppbygg- ingu öflugs fjarskiptakerfis fyrir íbúa hennar og fyrirtæki. Að þetta skuli nú vera orðið að veruleika sýnir ágætlega hvað hægt er að gera með áræðni, eftirfylgni og vönduðum undirbúningi. Það hefur verið ánægjuleg reynsla að taka þátt í undirbúningi þessa verkefnis og að fylgjast með þeirri þrotlausu vinnu sem full- trúar Fjarskiptafélags Öræfinga lögðu á sig til að af þessu gæti orðið. Fyrir utan að afla verkefninu stuðnings heimafyrir, og að tryggja fjármögnun þess, hefur augljóslega farið mikil vinna í að afla tilskilinna leyfa, tryggja að samkeppnislög séu haldin og ekki síst að sannfæra okkur sem að þessu komum um að taka þátt í verkefninu. RARIK hefur enga reynslu af rekstri ljós- leiðarakerfis, þótt fyrirtækið hafi um all- margra ára skeið rekið eigið fjarskiptakerfi og eigi nú ljósleiðarastrengi , m.a. í Öræfum. Á árinu 2006 þurfti RARIK að leggja há- spennustreng frá Reynivöllum í Suðursveit að Skaftafelli í Öræfum, alls um 80 km leið. Ástæða þess var að dreifikerfi RARIK annaði ekki vaxandi álagi í Öræfum. Bent var á að á næstu árum yrði þörf á lagningu nýs ljósleið- arastrengs á þessari leið, m.a. vegna fjar- skipta fyrir raforkukerfið, og var því ákveðið að leggja ljósleiðara samhliða jarðstrengnum. Engin ákvörðun lá fyrir um hvernig þessum ljósleiðarastreng yrði ráðstafað, hvort hann yrði leigður út að hluta eða öllu leyti, eða jafnvel seldur í heilu lagi. Sú ákvörðun liggur reyndar ekki fyllilega fyrir enn, nema hvað varðar eitt par í strengnum sem nú hefur verið ráðstafað. Efasemdir RARIK þurfti að fara í allnokkra skoðun á því innanhúss, í samvinnu við lögmann fyrir- tækisins, hvort æskilegt væri að fyrirtækið tæki þátt í svona verkefni, hver hugsanlegur hagur væri af því og hvort fyrirtækið hefði yfirleitt hug á að verða þátttakandi í hörðum samkeppnisheimi á fjarskiptasviði. Eftir að hafa skoðað þetta nokkuð og komist að þeirri niðurstöðu að arðsemi fyrirtækisins af þátttöku væri væntanlega takmörkuð, þekk- ing og reynsla af rekstri ljósleiðarakerfa lítil innan fyrirtækisins og vandrataður hinn grýtti stígur samkeppnismála innan fjar- skiptageirans, var ekki sérlega auðvelt að sannfæra okkur um að taka þátt í verkefninu framan af. Eftir marga fundi og símtöl við feðgana, Knút og Ingólf Bruun, varð það þó niðurstaðan að reyna að finna lausn til að fjárfesting RARIK í ljósleiðarastreng á svæð- inu gæti með einhverjum hætti nýst íbúum í Öræfum, án þess að trufla samkeppni eða önnur áform um hugsanlega nýtingu strengsins. RARIK á um 4.000 km af loftlínum sem endurnýjaðar verða með jarðstrengjum á næstu 20-25 árum. Fyrir RARIK er mjög óhagkvæmt að leggja ljósleiðara með þeim öllum, þótt það kunni að vera hagkvæmt á ákveðnum stofnleiðum. RARIK er hins vegar ljóst að ef ljósleiðari er framtíðarlausn í fjar- skiptamálum þá er ódýrasta leiðin í dreifbýli sú að það sé gert samhliða lagningu há- spennujarðstrengja. Í ljósi þess og hins að RARIK átti þegar ónotaðan streng sem nýst gat viðskiptavinum fyrirtækisins í Öræfum var ákveðið að stofna dótturfélag með fjar- skiptaleyfi og að taka þátt í þessu tilrauna- verkefni. Hlutur RARIK snýr eingöngu að því að heimila afnot af ljósleiðaranum gegn leigugjaldi, en fyrirtækið mun væntanlega nýta sér ljósleiðaratengingu heim á hvern bæ í Öræfum til fjarálestra í framtíðinni og til hugsanlegra tilraunaverkefna með nýja tíma- háða taxta til sveita. Ég sendi öllum notendum ljósleiðaranets- ins hamingjuóskir frá RARIK með von um að þetta framfaraskref í fjarskiptamálum Öræf- inga verði ykkur heilladrjúgt. Kærar kveðjur Tryggvi Þ. Haraldsson forstjóri RARIK www.rarik.is Tryggvi Þ. Haraldsson, forstjóri RARIK, segir það hafa verið ánægulega reynslu að taka þátt undirbúningi Öræfaverkefnisins. Áræðni, eftirfylgni og vandaður undirbúningur – kveðja frá RARIK Svínafell Svínafell er bær í Öræfum, gamalt stór- býli og höfðingjasetur. Svínfellingar, ein helsta höfðingjaætt Sturlungaaldar, voru kenndir við bæinn. Svínafell var í land- námi Þorgerðar, ekkju Ásbjörns Heyangur-Bjarnarsonar, sem dó í hafi á leið til Íslands, og sona þeirra. Einn þeirra hét Össur, sonur hans var Þórður freysgoði og hans sonur Flosi Þórðarson (Brennu-Flosi), sem bjó á Svínafelli um árið 1000. Afkomandi bróður Flosa, Sig- mundur Þorgilsson, goðorðsmaður á Svínafelli, sem dó í Rómarför 1118, var talinn með helstu höfðingjum landsins og voru Svínfellingar afkomendur hans. Síðastur þeirra var Ormur Ormsson á Svínafelli, sem fékk ásamt Hrafni Odds- syni forráð yfir öllu Íslandi 1270 en náði ekki að njóta þeirra því að hann drukkn- aði við Noregsstrendur sama ár. Árni Þorláksson biskup fæddist í Svínafelli 1237. Kirkja var á bænum til forna. Upplifðu undrin í Ríki Vatnajökuls á Suðausturlandi allt árið um kring Vatnajökull - Stærsti jökull og þjóðgarður Evrópu býður þér heim Fjölbreyttir gistimöguleikar og girnilegur matur úr héraði Frábærir afþreyingarmöguleikar í magnaðri náttúru SVEITARFÉLAGIÐ HORNAFJÖRÐUR

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.