Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 27
ÖRÆFANETIÐ | 11 Greina mátti ákveðna spennu og eftirvænt- ingu á andlitum nemendanna 12 sem mættu ásamt foreldrum sínum til að vera viðstaddir þegar Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri setti grunnskólann í Hofgarði formlega þann 25. ágúst síðastliðinn. Í fyrrahaust var í fyrsta skipti uppi sú staða að öll börn sveitarinnar voru komin upp úr leikskóla og í skólann en þeir 12 nemendur sem verða í skólanum í vetur eru í öðrum til sjöunda bekk. Engin börn hafa fæðst í sveitinni undanfarin ár og fjölskyldur með ung börn hafa ekki bæst við. Ef ekki verður breyting á þessari þróun stefnir í að skólahald í Öræfum, sem staðið hefur samfellt í liðlega 120 ár, leggist af á næstu sex árum. „Það þarf engan speking til að sjá að það verður breyting á þessari byggð ef ekki bætist við barnafólk,“ segir skólastjórinn. Einstaklingsmiðað nám Skólahald hefur verið á Hofi frá árinu 1948 og var núverandi skólahús, Hofgarður, tekið í notkun árið 1985 og er það jafnframt félags- heimili Öræfinga. Pálína hóf störf sem kenn- ari þar árið 1981 og hefur verið skólastjóri frá árinu 1988. „Þegar ég byrjaði að kenna voru sex nemendur hér við skólann og hefur skólinn aldrei verið jafn fámennur og þann vetur. Fyrir miðja síðustu öld voru stundum fjölmennari nemendahópar og jafnvel yfir 20 skólabörn alls í sveitinni á meðan farskóla- fyrirkomulagið var. Það eru hins vegar mikil tímamót um þessar mundir að engin börn skuli vera undir skólaaldri í sveitinni,“ segir Pálína. Sex mann koma að skólastarfinu á Hofi, þar með talin eru hlutastörf í mötuneyti, bókasafni og umhirðu hússins og þar fyrir utan er skólabílstjóri. Vegna þess hve nem- endur eru fáir segir Pálína að kennslan sé mjög einstaklingsmiðuð og nemendum af ólíkum aldri sé kennt saman í stofu eins og alltaf hafi tíðkast í fámennum sveitaskólum. „Það er hins vegar skemmtilegt að vita til þess að nú er einstaklingsmiðað nám komið í tísku í stærri skólum og þykir líka ákjósanlegt að láta ólíka aldurshópa stundum hjálpast að og vinna saman. Þó að námið í litlu sveita- skólunum hafi ekki að öllu leyti verið skil- greint á sama hátt og einstaklingsmiðað nám nú til dags er ekkert val um það í litlum skóla að hafa þetta öðruvísi en samkennslu ár- ganga og það kemur að sjálfu sér í fámenn- inu að hver vinni á sínum hraða.“ Lélegt netsamband ekki lengur til trafala Pálína segist binda talsverðar vonir við ljós- leiðaranetið sem nýbúið er að leggja í Öræfa- sveit. „Unga fólkið segir það forsendu fyrir búsetu að það sé almennilegt tölvusamband. Nú er lélegt netsamband ekki lengur til traf- ala hér í Öræfunum þótt það sé ekki þar með sagt að unga fólkið muni strax flykkjast hingað, því auðvitað spila fleiri þættir inn í. En það sakar ekki að vera bjartsýnn.“ Hún segir að tengingin við ljósleiðaranetið feli í sér mikla bót fyrir skólastarfið. Meðal annars muni öll samskipti við Námsgagnastofnun verða auðveldari og skólinn geti nú nýtt sér betur þá þjónustu sem stofnunin bjóði. Pá- lína segir að nú opnist möguleiki til þess að tengjast fyrirlestrum eða viðburðum sem sendir eru út um Netið og hafa gildi fyrir kennsluna hjá þeim. Þá sé möguleiki fyrir þá sem hafa menntun á tölvusviði að vinna heima hjá sér þar sem netsamband sé gott og hægt að senda gögn hvert sem er. „Ég held að fólk hér skynji það almennt að með því að tengja sveitina við ljósleiðara- netið sé verið að rjúfa ákveðna einangrun nánast eins og þegar árnar voru brúaðar á sínum tíma,“ segir Pálína Þorsteinsdóttir. Ég held að fólk hér skynji það almennt að með því að tengja sveitina við ljósleiðaranetið sé verið að rjúfa ákveðna ein- angrun. Nemendurnir 12 sem munu stunda nám í grunnskólanumí Hofgarði voru allir mættir ásamt for- eldrum við setningu skólans í ágúst. Pálína Þorsteinsdóttir, skólastjóri grunnskólans í Hofgarði, segir gott að búa í Öræfasveit og að starfið í litla sveitaskólanum hafi verið lifandi og skemmtilegt. Skólastarf í Öræfum: Ljósleiðaranetið skapar mikla möguleika Nexans og Smith & Norland óska Öræfingum til hamingju með nýja ljósleiðarakerfið. Ljósleiðarastrengirnir og endabúnaðurinn eru frá Nexans.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.