Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 23.09.2010, Blaðsíða 22
6 | ÖRÆFANETIÐ Við undirbúning Öræfanetsins leituðu Öræf- ingar til stóru fjarskiptafélaganna með ósk um samstarf. Viðbrögðin voru misjöfn og sumstaðar voru Öræfingar taldir galnir að ætla út í þetta viðfangsmikla verkefni. Stjór- nendur Vodafone tóku Öræfingum hins vegar fagnandi og hafa unnið náið með Fjar- skiptafélagi Öræfinga allt frá byrjun. Net-, síma- og sjónvarpsþjónusta, sem veitt er á nýja ljósleiðarakerfinu, er því öll í höndum Vodafone. „Við tökum ofan fyrir Öræfingum, sem hafa sýnt með samtakamætti sínum að ýmis- legt er hægt. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þeirri fjarskiptabyltingu sem orðin er í Öræfasveit og viljum færa íbúum þar bestu þakkir fyrir frábært samstarf,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Ómar fullyrðir að fjarskiptaþjónustan í Öræfasveit sé á við það besta sem er í boði annars staðar og raunar standi sveitin nú framar stórum hverfum í sjálfri höfuðborginni. „Ljós- leiðari hefur verið lagður í flest nýju hverfin á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum en mörg eldri hverfi borgararinnar eru ekki ljósleiðaratengd nema að mjög takmörkuðu leyti, t.d. Þingholtin og gamli Vesturbærinn. Öræfingar geta því nýtt sér þjónustu sem er enn ekki í boði í miðborg Reykjavíkur. Það hlýtur að teljast nokkur nýlunda þegar tækni- þróun er annars vegar,“ segir Ómar. „Ljós- leiðarinn er án nokkurs vafa sú gagnaflutn- ingsleið sem verður notuð í framtíðinni, enda er þörfin fyrir aukna gagnaflutningsgetu sí- fellt að aukast. Það er ekkert að hægja á þeirri þróun og allt tal um að hefðbundnu símalínurnar muni duga í einhverja áratugi í viðbót eru að mínu mati fráleitar. Öræfingar sýna því ekki aðeins stórhug með sínu verk- efni, heldur líka framsýni sem ætti að vera til eftirbreytni fyrir aðra.“ En hvernig kom það til að Vodafone, sem hefur lagt megináherslu á þjónustu á þétt- býlustu svæðum landsins, tók höndum saman með Fjarskiptafélagi Öræfinga? Ómar segir þá ákvörðun hafa verið einfalda. „Við höfum á undanförnum árum aukið mjög þjónustu við landsbyggðina og leiddum t.d. stækkunina sem varð á GSM þjónustusvæð- inu í dreifðum byggðum landsins og á há- lendinu. Fram til ársins 2007 var í raun að- eins eitt fjarskiptafyrirtæki sem rak GSM dreifikerfi á landsbyggðinni og algjör stöðnun hafði ríkt um árabil. Við ákváðum að hefja uppbyggingu á þessum svæðum og höfum síðan þá gangsett á þriðja hundrað nýrra GSM sendistöðva um allt land. Heildar- fjöldi sendistöðva er hátt í 500 og þótt keppi- nautar okkar hafi síðar brugðist við sam- keppninni þá er GSM þjónustusvæði Voda- fone enn það stærsta hér á landi og við- skiptavinum okkar á landsbyggðinni hefur fjölgað.“ Ómar segir að Vodafone bjóði heildarþjónustu á mörgum stöðum og náð góðum árangri. „Ég get t.d. nefnt Hellu, en þar er markaðshlutdeild Vodafone um 70%. Við höfum því lagt ríka áherslu á þjónustu við allt landið og hugmyndir Öræfinga féllu al- gjörlega að okkar framtíðarsýn. Við þekkjum líka þann mótbyr sem frumkvöðlar, eins og Fjarskiptafélag Öræfinga, geta lent í og okkur rann blóðið til skyldunnar. Þetta samstarf hefur verið frábært og ég óska Öræfingum til hamingju með þennan mikla áfanga,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, að lokum. www.vodafone.is Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þeirri fjarskiptabyltingu sem orðin er í Öræfasveit. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, fullyrðir að fjarskiptaþjónustan í Öræfasveit sé á við það besta sem er í boði annars staðar og raunar standi sveitin nú framar stórum hverfum í sjálfri höfuðborginni. Verði ljós og það varð ljósleiðari Föstudaginn 3. september sl. var ljósleiðara- net Fjarskiptafélags Öræfinga formlega tekið í notkun. Athöfnin var í Hofgarði, félagsheim- ili Öræfinga, að viðstöddum rúmlega 60 gestum. Dagskráin hófst með því að Knútur Bruun, formaður stjórnar Fjarskiptafélags Öræfinga bauð menn velkomna og kynnti dagskrána. Hann þakkaði öllum sem komið hafa að þessu máli og flutti kveðjur frá Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra RARIK og einnig frá Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Fram- sóknarflokksins og landbúnaðarráðherra. Kveðja Guðna endaði á „verði ljós og það varð ljósleiðari“. Knútur lagði sérstaka áherslu á að þessar miklu framfarir í fjar- skiptamálum Öræfinga hefðu aldrei orðið að veruleika nema fyrir algjöra samstöðu íbúa í sveitinni og góða aðstoð annarra aðila sem komu að málinu. Næstur tók til máls Ingólfur Bruun. Hann sýndi hraða Internettengingar kerfisins með því að fara inn á heimasíðu Reiknistofu Há- skóla Íslands en þar er hægt að athuga hraða Internetteninga. Njörður Tómasson, framkvæmdarstjóri Fjarska, gerði grein fyrir undirbúningi ljósleiðarakerfisins og fram- kvæmdum við það. Hann taldi að niðurstaða þessa máls gæti hiklaust verið fordæmi um ljósleiðaravæðingu annarra dreifbýlissvæða á landinu. Þessu næst tók til máls Hrannar Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. Í máli hans kom fram að Vodafone myndi afhenda Öræfingum Internet-, sjónvarps- og talsíma- samband inn á ljósleiðarakerfi Fjarskipta- félags Öræfinga. Gæði þessarar þjónustu sagði hann vera sambærileg við það sem gerist í þéttbýli ef ekki betri og á sama verði. Þá kallaði Hrannar Pálínu Þorsteinsdóttur, skólastjóra grunnskólans í Hofgarði, upp á svið og afhenti henni að gjöf frá Vodafone, flatskjá ásamt tölvu, til notkunar í skólastarf- inu. Að þessu loknu kallaði Knútur á svið Hálfdán Björnsson, bónda á Kvískerjum, og fól honum að opna ljósleiðarakerfið form- lega. Sigrún Sigurgeirsdóttir frá Fagurhóls- mýri lýsti með dæmum þeim feikna breyt- ingum sem orðin væru á fjarskiptamálum í sveitinni. Það sem áður var afgreitt í tölvunni á löngum tíma tæki nú örskotsstund. Tveir bæjarfulltrúar Hornafjarðarbæjar, Reynir Arnarson og Árni Þorvaldsson, kvöddu sér hljóðs. Í máli þeirra kom fram að nokkrar efasemdir hefðu verið um þessar fram- kvæmdir í upphafi en fljótlega hefðu sveita- stjórnarmenn á svæðinu séð að hér var um mikið framfaraspor að ræða og undir forystu bæjarstjórnans, Hjalta Þórs Vignissonar, varð einróma stuðningur við málið. Knútur þakkaði fyrir ávörp og hlýjar óskir í garð Öræfinga og jafnramt fyrir ljúffengar veitingar sem fram voru bornar. Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum, opnar ljósleiðarakerfi Öræfinga. Á myndinni með honum eru Ingólfur Bruun með son sinn Börk á bakinu og Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. Meðal veitinga sem konur í sveitinni reiddu fram á opnunarhátíðinni í Hofgarði var þessi rausnarlega terta með merki Vodafone. Vodafone annast alla þjónustu á ljósleiðarakerfi Öræfinga: Önnur fjarskiptafélög sýndu engan áhuga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.