Bændablaðið - 23.09.2010, Side 29

Bændablaðið - 23.09.2010, Side 29
ÖRÆFANETIÐ | 13 Hofskirkja Á Höfi í Öræfum var kirkja helguð heil- ögum Klemensi í katólskum sið og út- kirkja frá Sandfelli allt til ársins 1970, þegar Hof var lagt til Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Torfkirkjan, sem varðveitt er að Hofi, er að stofni frá 1884. Veggir hennar eru hlaðnir úr grjóti og á henni er helluþak, þakið torfi. Þjóðminjasafnið fékk hana til varðveislu með því skilyrði, að hún yrði endurbyggð (1953-54) og hún yrði áfram sóknarkirkja. Hún var endurvígð 1954. Um þessar mundir fagna íbúar í Öræfum því að með lagningu ljósleiðaranets um sveitina hefur tekist að bæta búsetuskilyrði þar svo um munar. Þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna framsýni og órofa sam- stöðu heimamanna. Ljósleiðaranetið, sem tekið hefur verið í notkun í Öræfasveit og hluta Suðursveitar, er afkastamikil og örugg lausn á fjarskiptamálum svæðisins, sem mun duga Öræfingum um fyrirsjáanlega framtíð, enda sambærilegt við það besta sem þekkist í heimilistengingum á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar ljósleiðaranetið er komið í fullan rekstur viljum við hjá Fjarska þakka fyrir ánægjulegt samstarf við undirbúning og lagningu fjarskiptanetsins síðustu misserin. Að okkar mati er það kraftaverk að tekist hafi að leiða þetta verkefni til lykta með jafn glæsilegum hætti og raun ber vitni, þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem við blöstu í upphafi. Heimamenn hafa tekið virkan þátt í öllum undirbúningi og sáu sjálfir um jarð- vinnu við lagningu netsins auk þess að greiða um 500 þúsund króna stofnkostnað fyrir hvert heimili í sveitinni. Það kom í hlut Fjarska að annast hönnun og eftirlit með framkvæmdinni og höfum við skynjað vel þann mikla samhug og þá samheldni sem verið hefur um þetta verkefni í sveitinni og þann góða stuðning sem stjórn sveitarfélags- ins hefur veitt. Það er síður en svo sjálfgefið að jafn fá- mennri sveit, sem er landfræðilega jafn ein- angruð og Öræfin, skuli takast að koma upp einu öflugasta ljósleiðaraneti landsins og að tengja við það öll heimili og fyrirtæki í sveit- inni. Með stofnun Fjarskiptafélags Öræfinga og þeirri þrotlausu vinnu sem farið hefur fram á þess vegum hefur þetta hins vegar tekist og fordæmi sett fyrir önnur sveitafélög sem búa við lélega netþjónustu. Með sam- stöðu íbúa, stuðningi sveitarstjórnar og sam- starfi við fagaðila hefur Öræfingum tekist að ryðja úr vegi fjölmörgum hindrunum og að koma verkefninu í heila höfn. Reynslan úr Öræfum er dýrmæt og mun vafalaust nýtast öðrum sveitarfélögum í svipaðri stöðu. Um leið og ég þakka heimamönnum sam- starfið vil ég þakka stjórn sveitarfélagsins fyrir að hafa sýnt þá framsýni að taka málinu með opnum huga og að hafa dugnað og þor til að verða að liði. Ég þakka Bruunfeðgum fyrir að ýta á eftir málum og RARIK fyrir að sýna málinu skilning og að klára það með okkur. Loks ber að þakka Vodafone fyrir að koma af fullum krafti að málinu og að leysa stofnlínuvandamál og sjónvarpsþjónustu. Njörður Tómasson framkvæmdastjóri Fjarska www.fjarski.is „Sumarið hefur verið mjög gott og við erum að fá helmingi fleiri í ferðirnar okkar í ár en í fyrra,“ segir Daníel Guðmundsson hjá Jökla- mönnum (Glacier Guides) þar sem hann stendur við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli og svarar spurningum ferðamanna. Þetta er annað sumarið sem Jöklamenn eru með starfsemi í Skaftafelli. Daníel segir að aukn- inguna megi að einhverju leyti rekja til þess að í fyrra voru þeir í byrjun sumars uppteknir við að koma sér upp aðstöðu á staðnum en einnig hefur verið settur aukinn kraftur í markaðssetninguna. Jöklamenn eru að hluta til í eigu Artic Adventures og Artic Crafting sem hafa um árabil verið með flúðasiglingar á Hvítá. Augljóst er að samkeppnin í jöklaferðirnar hefur harðnað því hús Jöklamanna og Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna standa hlið við hlið á hlaði þjónustumiðstöðvarinnar í Skafta- felli. Daníel telur að sá fjöldi ferðamanna sem sæki staðinn beri vel tvo ferðaþjónustuaðila í sömu grein og að tveir aðilar muni halda uppi öflugra markaðsstarfi og draga fleiri í ferðirnar sem í boði eru. Húsið sem Jöklamenn hafa reist sér vekur athygli, bæði form þess og efnisgerð. Að sögn Daníels er húsið byggt samkvæmt ís- lenskri teikningu og er burðaravirkið gamlir símastaurar úr sveitinni en allt timbur í gólfi og þaki er úr gömlu Skeiðarárbrúnni. Loks eru veggir fylltir með hálmi frá Þorvaldseyri og makaðir með sérstökum trefjamúr. En það er ekki bara aðstaðan, sem Jöklamenn hafa komið sér upp, sem vekur athygli það gerir einnig stór gulur amerískur strætisvagn sem stendur í hlaðinu og er annar tveggja slíkra vagna sem notaðir eru til að flytja ferðafólkið áleiðis í göngurnar. Að sögn Daníels er mest aðsókn í tvær ferðir á Falljökul, aðra langa og hins styttri. Stutta ferðin tekur tvær og hálfa klukkustund en í lengri ferðinni eru ferðamennirnir fjóra tíma á jökli og enda síðan á því að koma við í Jökulsárlóni. Þegar aðstæður og veður leyfa er einnig boðið upp á ferðir á Hvannadals- hnjúk og á Hrútfjallstinda. Veðrið í sumar hefur verið mjög hagstætt og segir Daníel að það hafi aðeins komið tveir dagar í sumar sem ekki hafi verið hægt að fara á jökul. Hann segir Jöklamenn ekki hafa þurft að vísa fólki frá enda séu þeir með marga leiðsögu- menn og stóra bíla og geti tekið allt að 200 manns í ferðir á dag. „Næsta sumar leggst rosalega vel í mig. Ég held að þá verði algjör sprenging í ferðaþjónustunni. Það hefur verið mikil landkynning í sumar, sem meðal annars má rekja til eldgossins í Eyjafjallajökli. Það tel ég að muni skila sér næsta sumar,“ segir Daníel Guðmundsson að lokum. www.hvannadalshnukur.is Daníel Guðmundsson spáir því að algjör sprenging verði í ferðaþjónustunni á næsta ári. Hér stendur hann við ameríska strætisvagninn sem Jöklamenn nota í ferðir sínar. Aukin samkeppni í ferðaþjónustunni: Jöklamenn hasla sér völl í Skaftafelli Kraftaverk – kveðja frá Fjarska Njörður Tómasson, framkvæmdastjóri Fjarska, ávarpar gesti á opnun- arhátíðinni í Hofgarði. Benedikt Haraldsson, verkefnisstjóri ljósleiðaralagna hjá Fjarska, spjallar um nettenginguna við bræðurna í Kvískerjum, Hálfdán og Helga Björns- syni. Opið í vetur samkvæmt bókunum eða samkomulagi. Vetrardvöl á Hala er skemmtileg upplifun. Kjörið fyrir starfs- mannahópa, ráð- stefnur og fundi. Gisting á staðnum sjá www.hali.is Þ Ó R B E R G S S E T U R

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.